Morgunblaðið - 09.05.2002, Side 62
FÓLK Í FRÉTTUM
62 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Gagnasafn Morgunblaðsins
greitt með gsm
Nú geta þeir sem eru með
gsm-síma frá Símanum greitt
fyrir greinar og fréttir úr
Gagnasafni Morgunblaðsins
og gjaldið færist beint á
símareikninginn.
Einfalt og þægilegt!
!"#$ %"
"& '
"
"""(
")"
"*"
+ ) %", "
+-
#$ "
" " ".
/0
1) 2))&
"
"3%4"1 $%& '
% +")"5)
4 ++"*"%
+"
"
6"7$ "8
9"7$ 9": &9"5;* ")"5
"*"5$9"3 * "<
9"=
)"*"3%(
9"
"5( ">"%
")"7#
5,+-3 $$
6 $$
7 .$*. $$
?
1
@%
31
2 ")
AAA"B)0
"1
7
"3&
C"2
B)44"D %
8/
@%
.( "B$
E
" %
=
":
F
"=)&E
7)
7
:
"G)
#
3( "1"F$"%*
" %
" %
" %
" %
F$1"H +
;
F"B
81
I
"H +$
8778
" %
FJ
.)KL" =
"3
/
8"0"":"2)%
AAA"B)0
"1
7
3)4
30"D1"G) "8
"D
") "
.)KL"3)
G)
"3)
5) "B)
5#I"M&
F"#)"#1"=NO"P
7)
8 "B
I"I"I/)
8
"G) ".)
:)0"
"#)"8
=)" $
7 "QQ
H%
3/)
&)"<
O"7
)1
"D1
"8
"#1) R
S"(
."Q"=)
81
"
"2) /)
B*
3)
.)KL
3)
3)
C5Q
:)"B/)
C5Q
3)
.)KL
3&)
M
3)
3)
M
C5Q
C&&1
D
#
3&)
C5Q
M
M
: $+%+
M
M
M
3%
ENN sitja þeir
sem fastast í
toppsæti Tónlist-
ans drengirnir í
Quarashi og plat-
an Jinx selst enn í
helmingi fleiri ein-
tökum en sú sem
næst henni kemst. Skal enda engan undra því
platan er hreint stútfull af lögum sem náð hafa
hylli meðal ungdómsins í landinu, nú síðast
„Weirdo“, en myndbandið við lagið er nýfarið
að rúlla á PoppTíví í tíma og ótíma. Þetta er
annað tveggja nýrra laga á hinni endurunnu
plötu en hitt er „Malone Lives“ og hefur nú
þegar notið talsverðra vinsælda hér, sem að
miklu leyti er skemmtilega fótboltamyndband-
inu að þakka.
Íslenska útgáfan af Jinx hefur einmitt að
geyma þessi myndbönd, auk „Stick’em Up“-
myndbandsins og sérstakrar 8 mínútna lag-
lega súrrar kynningarmyndar sem íslensku
furðufuglarnir gerðu vestanhafs.
Furðufuglar!
SÆNSKT pönk-
rokk hefur ekki ver-
ið neitt sér-
staklega upp á
pallborðið hjá okk-
ur Íslendingum. En
með Örebro-
sveitinni The Hives
kann að verða
breyting þar á. Í nokkrar vikur hefur legið í loft-
inu að sveitin sé við það að gera allt vitlaust
hér sem víðast hvar annars staðar með ung-
æðislegu jakkafatapönkinu sínu sem maður
getur auðveldlega tengt við eins ólíka rokk-
hunda og Bítlana á Hamborgarárunum, Stoog-
es, Anti-Nowhere League og jafnvel Nirvana á
Bleach-tímabilinu. Þegar The Hives verður á
allra vörum með haustinu þá var búið að vara
ykkur við!
Koma, sjá og
sigra!
LOKSINS kemur eitt-
hvað nýtt frá Lauryn
Hill en hún hefur lítið
sem ekkert látið í sér
heyra síðan hún komst
í snillinga tölu með
fyrstu sólóplötu sinni,
The Miseducation of
Lauryn Hill. Nýja platan
er reyndar ekki „al-
vöru“ önnur platan
heldur inniheldur hún upptökur frá órafmögn-
uðum tónleikum sem hún hélt í sjónvarpssal
MTV. En ef slík plata hefur einhvern tíma kom-
ist nálægt því að teljast „alvöru“ þá er það
þessi. Hún er„alvöru“ því hún er í alvöru óraf-
mögnuð og lífræn því lögin syngur hún ber-
skjölduð, við eigin kassagítarundirleik. „Al-
vöru“ vegna þess að á tónleikunum flutti hún
einvörðungu frumsamin lög, 13 talsins, lög
sem aldrei höfðu heyrst áður. Það er „alvöru“.
Alvöru!
HANN ER einhver
allra stærsta hipp-
hopp-stjarnan í dag
– þökk sé nánasta
samstarfsmanni og
upptökustjóra Irv
Gotti – og það vilja
allir vinna með hon-
um eftir að J-Lo
tókst loksins að
vinna hipp-hopp-,
R&B- og rappheim-
inn á sitt band með
því að syngja með honum dúett. Á Pain is Love,
metsöluplötu Jeffrey Atkins, eins og Ja Rule
heitir réttu nafni, er að finna dúettinn heita
með J-Lo „I’m Real“, sem og dúett með öðrum
lærisveini Gottis, Ashanti, í laginu „Always on
Time“. Fleiri leggja Ja Rule lið á plötunni,
þ.á m. Missy Elliott og sá allra duglegasti lið-
inna manna, 2 Pac.
Stjórnandinn!
ÞESSI dómur er settur í íslenskt
samhengi þar sem einn þriðji þess-
arar sveitar, sem gerir út frá Bret-
landi, er Einar nokkur Tönsberg,
sem leikur hér á gítar. Einar gat sér
frægð hérlendis á
árum áður sem for-
sprakki Cigarette
ásamt Heiðrúnu
Önnu Björnsdótt-
ur. Hann hefur nú
verið búsettur í
Lundúnum í fjögur ár þar sem hann
hefur m.a. numið upptökufræði,
meðfram því sem hann hefur sinnt
hljómsveitastússi.
Lorien gerir út á Radiohead-rokk-
ið eins og svo margar aðrar rokk-
sveitir í dag og árangurinn er prýði-
legur þó síst sé hann allra.
Afbrigði Lorien mætti lýsa sem
einhvers konar stofutónlistarnálgun
við áðurgreint form. Það vottar sem
sagt ekki fyrir undirliggjandi
spennu og reiði líkt og má heyra í
tónlist Radioheads sjálfra og t.d.
Coldplay. Nei, Lorien líða hér ljúf-
lega um og áreita eyrun sem minnst.
Manni dettur helst í hug síðasta
plata Travis, eða þá fjarskyldari
listamenn eins og David Gray og
Kings Of Convenience. Heildaráferð
plötunnar er því pottþétt og hún
rennur örugglega í gegn. Tóneyrað
lagt í þægilegt nudd og ekkert við
það athuga. Því þegar vel lætur eru
Lorien þægilega ljúfir, langt í frá
óþægilega leiðinlegir, sem er vissu-
lega áhætta sem tekin er hér.
Platan á það þó til að vera aðeins
of eintóna, sem er til vansa. Sum lög-
in einfaldlega aðeins of máttlaus. Þá
á falsetta söngvarans það til að vera
fullvæmin, t.a.m. í „Shivering Sun“.
Kannski hefði það verið ráð að beita
röddinni betur, en hún er nánast eins
út í gegn og stundum fulltilþrifalítil.
Umslag og frágangur allur er til
fyrirmyndar. Ímyndarvinna vel af
hendi leyst og hæfir því sem Lorien
eru að leggja upp með fullkomlega.
Lorienmenn kunna greinilega ým-
islegt fyrir sér. Athyglisvert verður
því að fylgjast með framhaldinu.
Munu þeir nýta hæfileikana til að
rista sér eigið mót, eða verða ólar
eltar við vinsæla strauma og stefnur
– eins og sannarlega er gert hér?
Alltént er Under The Waves vel
heppnað síð-Radiohead verk, eink-
anlega hentar það þeim sem vilja
ljúflegheit fremur en ergelsi og ösk-
ur. Engu að síður á það allt sitt undir
áðurnefndum áhrifavöldum; enda
markmiðsbundið stímt á þau (feng-
sælu?) mið.
Tónlist
Ljúft og
líðandi
Lorien
Under the Waves
Instant Karma
Under the Waves, frumburður íslensk-
ítalsk-spænsku sveitarinnar Lorien. Lög
og textar eftir meðlimi. Sid Johannsson
og James Sanger aðstoðuðu við flutning
laga. Strengi sáu Colin Smith og Eberg
um. Upptökustjórn var í höndum Mike
Hedges og Lorien. Ennfremur nostraði
Sid Johannsson við eitt lag. 45,10 mín-
útur.
Arnar Eggert Thoroddsen
Hljómsveitin Lorien. Einar
Tönsberg fyrir miðju.
Í ÁR eru 30 ár liðin síðan Ziggy Star-
dust og köngulærnar frá Mars voru
heitustu rokkstjörnur hér á Jörðu og
plata þeirra The Rise and Fall of
Ziggy Stardust and the Spiders from
Mars var sú söluhæsta af þeim öllum.
Meistaraverk þetta, sem kom út 6.
júní 1972, hefur jafnan verið eignað
hinni hliðinni á Zigga, David Bowie,
og síðan þá verið margsinnis sett í
flokk með bestu breiðskífum sögunn-
ar, m.a. af tónlistarritunum Rolling
Stone, NME og Melody Maker.
Nú hefur rétthafi plötunnar EMI
áformað að fagna stórafmælinu með
því að setja á markað tvöfalda við-
hafnarútgáfu. Á fyrri geislaplötunni
verður upprunalega platan en á hin-
um seinni 12 aukalög þar sem verður
m.a. að finna upptökur sem aldrei áð-
ur hafa verið gefnar út opinberlega.
Þar að auki mun 36 blaðsíðna bæk-
lingur fylgja með viðhafnarútgáfunni,
sem mun innihalda ritgerð eftir David
Buckley, er ritað hefur bækur um
Bowie, tímalínu sem rekur upptöku-
ferlið og áður óbirtar ljósmyndir eftir
Mick Rock.
Bowie ætlar síðan sjálfur að minn-
ast hins löngu horfna vinar síns með
útgáfu Moonage Daydream – The
Life and Times of Ziggy Stardust, 340
blaðsíðna bókar sem hefur m.a. að
geyma 10 þúsund orða ágrip um ævi
Stardust skrásett af Bowie sjálfum og
500 ljósmyndir eftir Mike Rock. Bók-
in verður aðeins gefin út í 2500 tölu-
settum eintökum, bundin inn í blátt
leður og árituð af Bowie og Rock.
Tvöföld viðhafnar-
plata og blá leðurbók
Stelpur og strákar sáu ekki til
sólar fyrir sjarmörnum Zigga.
Þrjátíu ára útgáfuafmælis Zigga Stardust minnst