Morgunblaðið - 09.05.2002, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
UNNIÐ er að því hörðum hönd-
um um þessar mundir að breyta
íþróttahúsi Hagaskóla í fund-
araðstöðu vegna vorfundar utan-
ríkisráðherra NATO sem stendur
yfir í Reykjavík 14. til 15. maí.
Fundað verður í Háskólabíói og
íþróttahúsi Hagaskóla en á síð-
arnefnda staðnum er ráðgert að
halda fund Evró-Atlantshafsráðs-
ins að morgni 15. maí. Sam-
kvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins verður útbúið stórt
hringborð fyrir 46 fulltrúa
ráðsins en að auki verður full-
komin aðstaða fyrir túlka. Þeir
sem verða á fundinum eru
utanríkisráðherrar 19 aðild-
arríkja NATO og 27 samstarfs-
ríkja þess. Endanleg dagskrá
fundarins er ekki tilbúin en bú-
ast má við að í íþróttahúsinu
verði rætt um mörg mál sem að-
ildarríki NATO og samstarfsríki
þess hafa átt samvinnu um eins
og t.d. friðargæslu. Þá er gert
ráð fyrir að rætt verði um sam-
eiginlegar heræfingar og aðrar
æfingar sem og hvernig hægt sé
að efla samstarf ríkjanna enn
frekar.
Morgunblaðið/RAX
Verið er að breyta íþróttahúsi Hagaskóla í fullkomna fundaraðstöðu fyrir NATO-fundinn í næstu viku.
Íþróttahúsi
breytt í fund-
araðstöðu
RÍKISSAKSÓKNARI hefur höfðað
opinbert mál á hendur Árna Johnsen,
fyrrverandi alþingismanni. Er honum
gefið að sök, í 27 liðum, brot á almenn-
um hegningarlögum; fjárdráttur, um-
boðssvik, rangar skýrslur til yfirvalda
og mútuþægni í opinberu starfi sem
alþingismaður, formaður byggingar-
nefndar Þjóðleikhússins og formaður
Vestnorræna ráðsins, Brattahlíðar-
nefndar.
Málið er jafnframt höfðað á hendur
fjórum mönnum til viðbótar, þeim
Birni K. Leifssyni, fyrrverandi eig-
anda Þjóðleikhúskjallarans hf., Gísla
Hafliða Helgasyni og Stefáni Axel
Stefánssyni, fyrrum starfsmönnum
Þjóðleikhúskjallarans hf. og Forum
ehf., og Tómasi Tómassyni, verkfræð-
ingi hjá Ístaki og umsjónarmanni
með verkum í Þjóðleikhúsinu. Eru
þeir ákærðir fyrir hlutdeild í nokkr-
um ætlaðra brota Árna Johnsen og/
eða sérstaklega fyrir mútubrot. Er
ákæran í málinu alls í 28 liðum.
Í fréttatilkynningu frá ríkissak-
sóknara kemur fram að skatta- og
tollyfirvöldum verði gert viðvart um
atriði í fimm þáttum málsins, sem lög-
reglurannsókn beindist að, þar sem
skatta- og tollalög virðast hafa verið
sniðgengin og má ætla að viðkomandi
yfirvöld ljúki þeim.
Rannsókn embættis ríkislögreglu-
stjóra á málum sem tengdust Árna
Johnsen lauk í mars og höfðu 12 menn
þá stöðu grunaðra.
Í ákærunni, sem Morgunblaðið
birtir í heild í dag, kemur m.a. fram að
Björn K. Leifsson og Gísli Hafliði eru
ákærðir fyrir mútugreiðslur með því
að hafa sem forsvarsmenn Þjóðleik-
húskjallarans lofað á árinu 2001 að
greiða Árna, sem formanni bygginga-
nefndar, 650 þúsund kr. þóknun fyrir
að samþykkja greiðslu á reikningi
Þjóðleikhúskjallarans á hendur
nefndinni, vegna ýmissa lagfæringa í
kjallaranum á fimm ára tímabili.
Reikningurinn var upp á 3,1 milljón
króna. Þóknunina inntu þeir af hendi í
marsmánuði 2001 þegar reiknings-
fjárhæðin hafði verið greidd Þjóðleik-
húskjallaranum hf. af fjárveitingum
byggingarnefndar.
Gísla Hafliða og Stefáni Axel er
gefin að sök hlutdeild með umboðs-
svikum Árna sem formanns bygging-
arnefndar Þjóðleikhússins. Um er að
ræða útgáfu reikninga fyrir kaffiveit-
ingum alls upp á um 340 þúsund krón-
ur sem Gísli og Stefán útbjuggu og
gáfu út í nafni Þjóðleikhúskjallarans
og Forum ehf. vegna funda bygging-
arnefndar Þjóðleikhússins.
Tómasi er gefin að sök þátttaka í
umboðssvikum og fjárdrætti með
Árna, m.a. við útgáfu nokkurra reikn-
inga sem Ístak fékk greidda hjá
byggingarnefnd Þjóðleikhússins.
Þá er Árni sakaður um rangar
skýrslur til yfirvalda með því að hafa
framvísað á skrifstofu Alþingis, með
umsókn um lækkun á tekjuskatt-
stofni starfskostnaðargreiðslna, til-
hæfulausum kvittunum upp á 230
þús. kr. fyrir leigu á fundaaðstöðu og
veitingum fyrir 70 manns á árinu
2000. Samkvæmt ákærunni fékk
hann aðra til að gefa út reikninga fyr-
ir þeim útgjöldum.
Fimm einstakling-
ar eru ákærðir
Ákæra/12
KAUPTHING New York hefur selt
erlendum fjárfestum íslensk ríkis-
skuldabréf fyrir um 17 milljarða
króna, nettó, það sem af er þessu
ári. Heiðar Guðjónsson, forstöðu-
maður eignastýringar hjá Kaup-
thing New York, segir að góður
gangur sé í þessum viðskiptum og
að ætla megi að þau muni marg-
faldast á næstu árum. Kaupend-
urnir séu að talsverðum hluta lang-
tímafjárfestar.
Heiðar segir að sjálfstæð mynt
kalli á erlenda fjárfestingu. Ef ekki
fáist erlendir fjárfestar til Íslands
til að fjármagna ríki, sveitarfélög
og fyrirtæki í eigin gjaldmiðli sé út-
séð um líf krónunnar. Íslendingar
muni í auknum mæli fjárfesta er-
lendis og ef ekkert innflæði komi á
móti því útstreymi muni krónan
gefa eftir. Veik króna rýri kjör
landsins og valdi því að það dragist
aftur úr öðrum.
„Mikið hefur verið lagt á sig til
að fá fjármagn til álversfram-
kvæmda á Íslandi,“ segir Heiðar.
„Hins vegar virðist mönnum hafa
yfirsést einfaldari leið sem er að
laga umgjörð verðbréfamarkaðarins
að því sem gerist erlendis svo að
erlend fjármálafyrirtæki geti hrein-
lega keypt íslensk verðbréf.“
Hafa selt ríkisskulda-
bréf fyrir 17 milljarða
Góður/6C
MORGUNBLAÐIÐ kemur út
á morgun, föstudaginn 10. maí.
Er þetta liður í því að fjölga út-
komudögum blaðsins. Í dag,
uppstigningardag, verður
venjuleg þjónusta á fréttavef
Morgunblaðsins, mbl.is. Hægt
er að koma fréttaábendingum
til blaðamanna í síma 861 7970
og á netfangið netfrett@mbl.is.
ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI
fiskafla íslenskra skipa úr deilistofn-
um og stofnum utan landhelginnar
nam á síðasta ári um 12,4 milljörð-
um króna eða um 10,2% af heildar-
útflutningsverðmæti sjávarafurða.
Verðmæti úthafsaflans hefur aldrei
áður verið jafn mikið, þrátt fyrir að
byrjað sé að stjórna veiðum úr flest-
um úthafsstofnunum með aflatak-
mörkunum.
Segja má að úthafsveiðar Íslend-
inga hafi staðið hvað hæst á árunum
1995 og 1996. Árið 1995 veiddu ís-
lensk skip samtals um 245 þúsund
tonn af fiski í úthafinu og um 262
þúsund tonn árið 1996 en á þessum
árum var kolmunnaveiði Íslendinga
ekki hafin að gagni. Íslendingar
koma, ásamt ýmsum öðrum strand-
ríkjum við Norður-Atlantshaf, að
stjórnun veiða úr fiskstofnum sem
að einhverju eða öllu leyti veiðast
utan íslenskrar lögsögu. Meðal þess-
ara stofna eru loðna, norsk-íslenska
síldin, kolmunni, karfi á Reykjanes-
hrygg og rækja á Flæmingjagrunni
og því augljóst að miklir hagsmunir
eru í húfi. Stjórn veiða úr ýmsum
þessara stofna er nú í föstum skorð-
um en enn á þó eftir að ná sam-
komulagi um stjórn veiða úr stofn-
um sem eru Íslendingum mjög
mikilvægir. Nægir þar að nefna kol-
munnastofninn.
Verðmæti kolmunnans
rúmir 6 milljarðar króna
En þrátt fyrir að byrjað sé að
stjórna veiðum íslenskra skipa í út-
hafinu með aflatakmörkunum hefur
úthafsaflinn aukist mjög á allra síð-
ustu árum, einkum vegna aukinna
kolmunnaveiða. Á síðasta ári veiddu
Íslendingar samtals um 497 þúsund
tonn af fiski í úthafinu eða um 25%
af heildarafla landsmanna á árinu.
Að kolmunnaaflanum undanskildum
var úthafsaflinn, þ.e. af úthafskarfa
og norsk-íslensku síldinni úr Bar-
entshafi og af Flæmingjagrunni, um
131 þúsund tonn á síðasta ári. Út-
flutningsverðmæti úthafskarfaafl-
ans nam á síðasta ári um 3,9 millj-
örðum króna, verðmæti þorskaflans
úr Barentshafi varð um 992 millj-
ónir króna, rækjuaflans af Flæm-
ingjagrunni um 744 milljónir króna,
norsk-íslensku síldarinnar um 738
milljónir króna en verðmæti kol-
munnaaflans varð ríflega 6 milljarð-
ar króna. Íslensk skip veiddu alls
um 366 þúsund tonn af kolmunna á
síðasta ári og hefur aflinn aldrei ver-
ið meiri á einu ári.
Mestur var úthafsaflinn árið 2000,
þá rúm 503 þúsund tonn. Mest varð
hlutfall úthafsaflans af heildarút-
flutningsverðmæti sjávarafurða árið
1996 eða 12% en þá nam útflutnings-
verðmætið alls um 11,4 milljörðum
króna.
Verðmæti út-
hafsafla rúmir
12 milljarðar
Bjargræðið/C8–9
Niðurstaða ríkissaksóknara vegna mála Árna Johnsen