Morgunblaðið - 10.05.2002, Side 1
108. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 10. MAÍ 2002
sjá bls. 12–13
NÝ VERSLUN
Í KRINGLUNNI
SAMKOMULAG var sagt hafa
náðst í gær um að nokkur Evrópu-
ríki og Kanada tækju við 13 palest-
ínskum vígamönnum sem ísraelski
herinn hefur setið um í Fæðingar-
kirkjunni í Betlehem í rúman mánuð.
Þar er einnig fjöldi annarra Palest-
ínumanna. Utanríkisráðherra Kýp-
ur, Yiannakis Cassoulides, sagði að
mennirnir 13 yrðu fluttir til eyjar-
innar til bráðabirgða fram á mánu-
dag meðan verið væri að ganga frá
lokasamningum um örlög þeirra en
ísraelskir embættismenn sögðu í
gærkvöldi að enn væri verið að
semja og samkomulag ekki í höfn.
Ísraelar héldu áfram að draga
saman lið við Gaza-spilduna og brutu
niður hús í Rafah-flóttamannabúð-
unum. Var búist við að Ísraelar
myndu leita hefnda þar eða annars
staðar á hernumdu svæðunum vegna
sjálfsmorðsárásar í Tel Aviv á
þriðjudagskvöld með því að ráðast
inn í flóttamannabúðir. Talsmenn
vinstrisinnaðra stjórnarandstæð-
inga í Ísrael hafa varað við því að
beitt verði sams konar aðferðum og í
Jenin-flóttamannabúðunum fyrir
skömmu. Þær voru víða hart gagn-
rýndar þótt ljóst sé talið að tölur frá
Palestínumönnum um mannfall með-
al óbreyttra borgara hafi verið mjög
ýktar. Gaza-spildan er eitthvert
þéttbýlasta svæði í heimi og þar býr
rúmlega milljón manna, aðallega í
flóttamannabúðum.
Stjórn Yassers Arafats, leiðtoga
Palestínu, handtók í gær 16 liðsmenn
Hamas-samtakanna sem hafa geng-
ist við tilræðinu í Tel Aviv. Ekki var
um háttsetta leiðtoga samtakanna að
ræða og virtust þeir ekki óttast um
sinn hag er fjölmiðlar ræddu við þá.
En heimildarmenn töldu að handtak-
an gæti samt þýtt að Arafat hygðist
beita sér af krafti gegn hermdar-
verkamönnum. Lét talsmaður
George W. Bush Bandaríkjaforseta,
Ari Fleischer, í ljós varfærnislega
bjartsýni í gær um að Arafat ætlaði
að reyna að stöðva hryðjuverk en
sagði að úrslitum réði hvort hinir
handteknu yrðu áfram í haldi.
Bush sagði í gær rangt að hann
hefði á fundi með Ariel Sharon, for-
sætisráðherra Ísraels, í Washington
samþykkt að Arafat yrði hunsaður
en bætti við að koma myndi í ljós
hvort Palestínuleiðtoginn vildi raun-
verulega frið. Fram til þessa hefði
hann brugðist Palestínumönnum.
„Hann hefur ekki veitt þeim for-
ystu og afleiðingin er að Palestínu-
menn þjást,“ sagði Bush. Ísraelar
sögðust tortryggnir. „Við munum
dæma Arafat eftir gjörðum hans,
ekki eftir yfirlýsingum hans,“ sagði
Ephraim Sneh, ráðherra samgöngu-
mála.
Ísraelar draga saman
lið við Gaza-spilduna
Vígamenn í Fæðingarkirkjunni sagðir fá hæli í Evrópu og Kanada
Róm, Washington, Jerúsalem, Gaza-borg. AP, AFP.
Reuters
Palestínsk stúlka í Rafah-flóttamannabúðunum á Gaza-spildunni við brakið úr húsi fjölskyldunnar sem Ísr-
aelsher braut niður með jarðýtum í gær. Talið var líklegt að maður sem sprengdi sjálfan sig og 15 ísraelska
borgara í Tel Aviv á þriðjudag hefði komið frá Gaza og því spáð að Ísraelar myndu gera hefndarárás.
ÁRUM saman hefur það verið
stefnan, að fólk eigi að hlífa bak-
inu eða hryggnum sem mest við
áreynslu, hvort heldur það situr
við vinnu sína eða þarf að lyfta
þungum hlutum. Þrátt fyrir það
hefur bakmeinunum ekkert fækk-
að.
Athuganir dönsku Vinnuvist-
fræðistofnunarinnar sýna, að
margra ára tilraunir með bakvæn
húsgögn og kennslu í því að bera
sig rétt að þegar hlutum er lyft
hafa litlum árangri skilað. Af
þeim sökum telja menn rétt að
hugsa þessi mál upp á nýtt að því
er fram kemur í Berlingske Tid-
ende.
Bente Schibye, yfirmaður stofn-
unarinnar, telur, að of mikil
áhersla hafi verið lögð á að hlífa
hryggnum við hvers konar álagi.
Hann þurfi á því að halda eins og
aðrir líkamshlutar. Því sé rétt að
beita honum og láta á bakvöðvana
reyna án þess að ofreyna þá.
Schibye segir, að slappir bak-
vöðvar séu verulegt vandamál, til
dæmis hjá starfsfólki á sjúkra-
húsum og hjúkrunarheimilum. Þar
þurfi oft að bera eða flytja til
sjúklinga en starfsfólkið sé oft svo
illa á sig komið líkamlega, að það
geti það ekki. Á þessu vill Schibye
ráða bót og hefur hún gengist fyr-
ir námskeiðum hjá ýmsum hópum
sem ganga út á að æfa bakið fyrir
eðlilega áreynslu.
Jens Folkersen, einn af frammá-
mönnum í sambandi starfsfólks í
opinbera heilbrigðisgeiranum, er
mjög hrifinn af þessum nýja skiln-
ingi. Segir hann, að lífeyrissjóð-
urinn standi illa og fyrst og fremst
af einni ástæðu. Þeim fjölgi ár frá
ári, sem fara á eftirlaun fyrir ald-
ur fram, búnir í bakinu.
Rangt að
hlífa bak-
inu um of
AÐ MINNSTA kosti 34 menn létust
og um 130 særðust í sprengjutilræði í
bænum Kaspíísk í héraðinu Dagestan
í Suður-Rússlandi í gær. Meðal hinna
látnu eru 12 börn. Augljóst er, að
skotmark hryðjuverkamannanna var
rússneskir hermenn en í gær var
stríðslokanna í Evrópu vorið 1945
minnst um allt Rússland.
Dagestan er nágrannaríki
Tsjetsjníu en þar hafa rússneskir
hermenn og íslamskir aðskilnaðar-
sinnar háð grimmilegt stríð síðustu
árin. Engir höfðu lýst ábyrgðinni á
hendur sér í gær en Vladímír Pútín,
forseti Rússlands, kallaði þá „nasista-
óþverra“, sem staðið hefðu fyrir
hryðjuverkinu. Fjölmiðlar töldu
hugsanlegt að tsjetsjenskir hermdar-
verkamenn hefðu staðið fyrir tilræð-
inu. Um var að ræða fjarstýrða jarð-
sprengju, sem hafði verið falin í
runna, og var hún sprengd er skrúð-
ganga rússneskra hermanna og her-
hljómsveit gekk hjá. Féllu 19 þeirra í
sprengingunni og 15 óbreyttir borg-
arar, þar af 12 börn.
Pútín hélt strax neyðarfund með
ríkisstjórninni og skipaði yfirmanni
öryggismála í Rússlandi, Níkolaí Pat-
rúshev, að taka að sér rannsóknina.
Sagði hann, að mikilvægt væri að
„finna og refsa glæpamönnunum“
sem fyrst.
Jafnhættuleg nasistum
Nokkru áður hafði Pútín flutt ræðu
í tilefni af Sigurdeginum og sagði þá,
að hryðjuverkasamtök á 21. öld væru
jafnhættuleg nasismanum á þeirri 20.
„Hin illu ofbeldisöfl skjóta upp koll-
inum hvað eftir annað. Nú heita þau
öðrum nöfnum og nota aðrar aðferðir
en ávöxtur þeirra er eins og áður
dauði og eyðilegging,“ sagði Pútín.
Talsmaður bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins, Richard Boucher, for-
dæmdi í gær tilræðið, sagði brýnt að
hinir seku yrðu fundnir og dregnir
fyrir rétt en of snemmt væri að full-
yrða nokkuð um það hverjir hefðu
verið að baki ódæðinu.
Skæruliðar, sem vilja stofna ísl-
amskt lýðveldi í Tsjetsjníu, hafa oft
ráðist inn í Dagestan en íbúar þess
eru mjög blandaðir og þar er íslömsk
bókstafstrú bönnuð.
Hryðjuverk í Dagestan kostaði á fjórða tug manna lífið
Íslamskir öfgamenn
grunaðir um ódæðið
Kaspíísk. AP, AFP.
RÚSSAR eru nú farnir að nota
afkvæmi sleðahunda og sjakala
við leit að sprengiefni og eit-
urlyfjum. Er árangurinn mjög
góður enda sameinast í þeim
hið ofurnæma lyktarskyn sjak-
alanna og gæflyndi sleða-
hundanna, að sögn BBC.
Að kynbótunum hefur verið
unnið allt frá 1975 og útkoman
er hundur, sem er að fjórðungi
sjakali og sleðahundur að
þremur fjórðu. Í þær var ráðist
vegna þess, að úr venjulegum
hundum er búið að rækta að
verulegu leyti marga upphaf-
lega eiginleika forfeðranna, úlf-
anna, eins og til dæmis þef-
næmina. Sjakalar hafa hana
ómælda og raunar er þefnæmi
norrænna sleðahunda miklu
betri en annarra hunda.
Tugir þessara hunda eru nú
notaðir við leit á Sheremetjevo-
flugvelli í Moskvu.
Sjakala-
blóðið eyk-
ur þefnæmi