Morgunblaðið - 10.05.2002, Side 18
ERLENT
18 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
UPPREISNARMENN sam-
taka maóista í Nepal lýstu í gær
einhliða yfir vopnahléi í mánuð í
baráttunni gegn stjórnarhern-
um og tekur það gildi nk. mið-
vikudag. Samtökin hafa undan-
farna daga beðið mikla ósigra,
meðal annars við helstu bæki-
stöð sína, Rolpa, sem er uppi í
afskekktu fjalllendi. Munu alls
um 1.000 manns hafa fallið í
átökunum, aðallega uppreisnar-
menn. Áætlanir Bandaríkja-
manna um að styðja tilraunir
stjórnvalda til að kveða upp-
reisnina niður voru fordæmdar.
Leit að
brennivargi
hætt
NORSKA lögreglan hefur hætt
leit að þeim sem kveikti í ferj-
unni Scandinavian Star fyrir 12
árum með þeim afleiðingum að
159 manns fórust. Tor-Geir
Myhrer saksóknari segir að
gögn, sem þrír menn er komust
af lögðu fram, gefi ekki ástæðu
til frekari rannsókna. Kveiktur
var eldur á tveim stöðum á ferj-
unni sem var á leið frá Ósló til
Fredrikshavn í Danmörku.
Tungumála-
lög afnumin
ÞING Lettlands samþykkti í
gær með 67 atkvæðum gegn 13
að afnema umdeild lög um að
kjörnir embættismenn skuli
geta bjargað sér í lettnesku og
hafa Lettar þá uppfyllt skilyrði
sem talsmenn Atlantshafs-
bandalagsins, NATO, hafa sett
fyrir inngöngu landsins í banda-
lagið. Talsmaður laganefndar
þingsins tók þó fram að engu
hefðu verið heitið um inngöng-
una. Nær helmingur íbúa Lett-
lands er rússneskur að uppruna
og tala fæstir þeirra lettnesku.
Bankaræn-
ingjar myrtu
sex manns
SEX manns létu lífið og tveir
eru alvarlega særðir í Ung-
verjalandi eftir vopnað banka-
rán í bænum Mor, sem er 60 km
frá höfuðborginni Búdapest í
gær. Tveir vopnaðir ræningjar
komu inn í bankann og skutu á
starfsfólk og viðskiptavini.
Ræningjarnir komust undan
með peninga, en ekki hefur ver-
ið upplýst um hversu mikla.
Lögreglan lokaði öllum leið-
um út úr bænum og heitir nú 40
þúsund evrum, um þrem og
hálfri milljón króna, fyrir upp-
lýsingar sem gætu vísað á ræn-
ingjana.
Mannfall
í Kasmír
LÖGREGLAN í indverska
hluta Kasmír felldi í gær 11
manns er hún dreifði mannsöfn-
uði sem mótmælti meintri árás á
múslimaleiðtoga af hálfu öfga-
sinnaðra hindúa. Flestir hinna
föllnu voru taldir vera úr röðum
herskárra múslima, að sögn
sjónarvotta. Indverskt herlið
felldi einnig þrjá múslima sem
taldir eru hafa laumast inn í hér-
aðið frá Pakistan til að berjast
gegn stjórnvöldum.
STUTT
Boða
vopnahlé
í Nepal
MESTU fjöldamorð í 40 ára sögu
óaldarinnar í Kólombíu hafa orðið til
þess, að FARC, Kólombísku bylting-
arsveitirnar, hafa farið fram á nýjar
friðarviðræður. Andres Pastrana,
forseti landsins, kom í fyrradag til
bæjarins Bojaya en þar myrtu
skæruliðar 119 manns, aðallega kon-
ur og börn, sem leitað höfðu hælis í
kirkju.
Vinstrisinnaðir skæruliðar og
vígasveitir hægrimanna börðust um
yfirráð yfir Bojaya og höfðu um 300
bæjarbúa leitað skjóls í kirkjunni.
Var þá varpað inn í hana própangas-
kútum, sem búnir höfðu verið út sem
flísasprengjur, og urðu þeir, eins og
fyrr segir, 119 manns að bana, að-
allega konum og börnum. Talið er
víst, að liðsmenn FARC hafi framið
ódæðið því að þeir einir nota
sprengjur af þessu tagi. Morðin voru
framin 2. maí.
Þúsundir manna flúnar
Ariel Palacio, bæjarstjóri í Boja-
ya, hefur skorað á yfirvöld í landinu
að senda þangað strax matvæli og
lyf. Sagði hann, að af 11.000 íbúum
væri allt að helmingur flúinn brott
en hinir væru án matar og annarra
nauðsynja. Búið væri að grafa margt
fólk en lík annarra lægju víða um
bæinn og væru farin að rotna.
Stjórnarhermönnum og hjálpar-
starfsmönnum hefur gengið illa að
nálgast bæinn vegna þess, að bar-
dagar milli skæruliða og vígasveita
hægrimanna geisa enn í nágrenni
hans.
Pastrana forseti sagði, að morðin í
kirkjunni væru ekkert annað en
„þjóðarmorð“ og hann kvaðst vona,
að Evrópusambandið, ESB, setti
FARC mjög fljótlega á lista yfir
hryðjuverkasamtök. Það hefur ESB
ekki viljað gera hingað til og var því
mótmælt fyrir utan franska sendi-
ráðið í Bogota í gær.
Rannsóknarnefnd
frá Sameinuðu þjóðunum
Ljóst er, að ráðamenn í FARC ótt-
ast hryðjuverkastimpilinn og því
hafa þeir farið fram á friðarviðræður
við þann, sem ber sigur úr býtum í
forsetakosningunum í Kólombíu 26.
maí næstkomandi. Samtímis fóru
þeir hörðum orðum um „eitruð um-
mæli“ allra þriggja forsetaframbjóð-
endanna um skæruliða.
Pastrana hefur hvatt til, að Sam-
einuðu þjóðirnar sendi rannsóknar-
nefnd til Bojaya og sendiherra
Bandaríkjanna í Bogota hefur tekið
undir það.
Vilja viðræður eftir
grimmileg fjöldamorð
Skæruliðar í Kólombíu drápu 119 manns, aðallega konur og börn, í kirkju
AP
Kirkjan í Bojaya eftir að skæruliðar höfðu varpað inn í hana gas-
sprengjum. Urðu þær 119 manns að bana, aðallega konum og börnum.
Bogota. AFP.
YFIRVÖLD í Pakistan hafa látið
handtaka um 300 íslamska öfga-
trúarmenn en talið er líklegt, að
menn úr þeirra hópi og þá hugs-
anlega al-Qaeda hafi staðið fyrir
hryðjuverkinu í Karachi á miðviku-
dag. Það varð 11 Frökkum og
þremur Pakistönum að bana.
Michel Alliot-Marie, varnarmála-
ráðherra Frakklands, kom til Kar-
achi á miðvikudag og sagði þá, að
ódæðið væri verk „hryðjuverkasam-
taka, sem alþjóðasamfélagið ætti í
baráttu við“. Bar hún lof á Pervez
Musharraf, forseta Pakistans, fyrir
að hafa haft hugrekki til að gefa
ekkert eftir í því stríði.
Miklar handtökur
Musharraf sagði, að hryðjuverkið
væri tilraun til að valda ólgu í land-
inu og innanríkisráðherra Pakist-
ans, Tasneem Noorani, sagði að
margir liðsmenn öfgasamtaka hefðu
verið handteknir og yrðu teknir á
næstu dögum. Haft er eftir heim-
ildum, að þegar sé búið að hand-
taka um 300.
Pakistanskir, franskir og banda-
rískir lögreglumenn vinna að rann-
sókn á hryðjuverkinu en talið er, að
um hafi verið að ræða sjálfsmorðs-
árás. Öryggisvarsla hefur verið
hert og vegatálmanir settar upp við
hótel og aðrar byggingar, sem
Vesturlandamenn eiga erindi í.
Margir þeirra vilja þó ekki eiga
neitt á hættu og hafa því yfirgefið
landið.
Hryðjuverkið í Karachi í Pakistan
Hundruð öfga-
manna handtekin
Karachi. AFP.
RÁÐAMENN Arkansas-framhalds-
skólans í þorpinu Arkansas City
stinga saman nefjum ásamt dúx-
inum á árinu, Kirbi Fletcher, yfir
látlausu ræðupúlti sem nú hefur
komist í fréttirnar. Púltið var áður í
eigu Barksdale-flugstöðvarinnar í
Louisiana og George W. Bush for-
seti notaði það er hann flutti stutt
ávarp til þjóðarinnar 11. september
þegar skýrt hafði verið frá árásum
hryðjuverkamanna á Bandaríkin.
Flugherinn gaf síðar alríkisstofnun
í Arkansas nokkur gömul húsgögn,
þ. á m. púltið og skólinn keypti það
fyrir 75 dollara eða um 7.000 krón-
ur. En nú vill flugstöðin fá púltið
aftur til að nota á sögusafni um at-
burðina í september. Skólinn fær
annað púlt í staðinn. Um 500 manns
búa í Arkansas City og útskrifuðust
níu nemendur í skólanum á mánu-
daginn.
AP
Vilja fá púlt-
ið góða aftur
POSTULÍNSVASI frá dögum
Qing-keisaraættarinnar í Kína
var seldur í gær á uppboði hjá
Sotheby’s í Hong Kong fyrir
rúmlega 473 millj. ísl. króna. Var
hann áður í eigu Ogdens Reids,
fyrrverandi sendiherra Banda-
ríkjanna í Ísrael og fyrrverandi
útgefanda International Herald
Tribune. Kaupandinn var Alice
Cheng, kunn kaupsýslukona í
Kína. Á myndinni heldur hún á
vasanum, sem er skreyttur
þroskuðum ferskjum á tré. Um
er að ræða næsthæsta verð, sem
fengist hefur fyrir kínverskan
listmun en það hæsta, nokkuð á
sjötta hundrað millj. kr., var
greitt fyrir krukku frá tímum
Ming-keisaraættarinnar í Hong
Kong fyrir tveimur árum. Vas-
inn var gerður í tíð Yong Zheng,
sem var þriðji keisari Qing-ætt-
arinnar og ríkti á árunum 1723
til 1736. Var hann frægur fyrir
baráttu sína gegn kaþólskum
trúboðum.
Hálfur milljarð-
ur kr. fyrir vasa
Reuters
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
SKÝRT var frá því í gær að greinst
hefði við könnun miltisbrandur í um
20 póstsendingum til seðlabanka
Bandaríkjanna. Sagt var, að kanna
þyrfti málið nánar áður en hægt væri
að fullyrða að um eiginlega miltis-
brandsmengun væri að ræða.
Allur póstur til alríkisstofnana er
nú geislaður til að drepa miltis-
brandsgró en dauð gró munu geta
haft þau áhrif að niðurstöður rann-
sókna sýni merki um mengun. Sumt
af umræddum pósti var ætlað Alan
Greenspan seðlabankastjóra og er
um að ræða póst sem sendur var í
apríl eða maí. Alríkislögreglan FBI
hafði ekki upplýsingar um sendend-
urna. Fram kom að ekki hefði verið
ókennilegt duft í bréfunum eins og
reyndin var í vetur þegar fimm
manns létust af völdum miltis-
brandsmengunar sem talið er að
hryðjuverkamaður hafi staðið fyrir.
Seðlabanki
Bandaríkjanna
Miltis-
brandur
í pósti?
Washington. AP.