Morgunblaðið - 10.05.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.05.2002, Blaðsíða 20
LISTIR 20 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJA ráðstefna Dieter Roth- akademíunnar verður haldin hér á landi dagana 10. til 15. maí. Af því tilefni verður opnuð sýning með þátttöku kennara og nemenda akademíunnar, alls á fimmta tug manna, í kvöld kl. 20. Verður hún í húsakynnum Íshamars ehf., nánar tiltekið á vinnustofu Björns Roth, við Álafossveg. Dieter Roth-akademían var stofnuð fyrir tveimur árum í Basel í Sviss en í fyrra hittust meðlimir öðru sinni í Pécz í Ungverjalandi. Samanstendur akademían af vin- um og venslamönnum Dieters, fólki sem tengdist honum í lífi og list. „Þótt Dieter hafi haft sína grunnmenntun sem auglýs- ingateiknari frá grafíska skól- anum í Bern í Sviss, var allt hans líf eins konar menntunarferli,“ segir Björn Roth, stofnandi aka- demíunnar. „Hann ferðaðist um, setti sig niður á mismunandi stöð- um í mismunandi löndum og komst í samband við fólk sem aðhylltist mismunandi strauma og stefnur, ekki síður handverksmenn en listamenn og vann með þeim.“ Akademían stendur saman af þessu fólki, því sem er á lífi, og kallar Björn það prófessora aka- demíunnar. Nemendur geta síðan ferðast og hitt þetta fólk í lengri eða skemmri tíma og unnið með því – eða ekki. Björn segir að akademían sé ekki stofnun, hún hafi engan rekstur og enga skriffinnsku. Starfað sé í anda Dieters. „Það má kalla það fyrstu lexíuna í akademí- unni að alla skipulagningu og skriffinnsku sem fylgir því að komast í samband við prófess- orana víða um heim verða nem- endur að sjá um sjálfir. Inngöngu fá nemendur hjá hverjum og ein- um prófessor, sem þeir mögulega komast í samband við. Það er að hver og einstakur prófessor getur mælt með nemanda sem þá að sjálfsögðu aðrir prófessorar taka gildan.“ Fjórir metrar á mann Alls tekur á fimmta tug manna þátt í sýningunni og hefur hverj- um og einum verið úthlutað fjög- urra metra veggplássi. Margir koma erlendis frá. „Margir með- limir akademíunnar koma að utan og sumir hverjir koma nú hingað til lands í fyrsta sinn,“ segir Björn. Samsýningar svona fjölmenns hóps eru ekki daglegt brauð og Björn viðurkennir að það hafi tek- ið tíma og fyrirhöfn að koma þessu heim og saman. Meðal annars þurfti að umbylta húsakynnum. „Hvað það varðar kom sér vel að í akademíunni eru meðlimir sem eru húsasmiðir.“ Á laugardag verður opið hús á vinnustofunni, fyrir þá sem missa af opnuninni í kvöld, eins og Björn orðar það, en á sunnudag heldur akademían sem leið liggur austur á Seyðisfjörð. Þar fer ráðstefnan fram. „Fyrst við erum á Íslandi er tilvalið að fara á slóðir Dieters fyr- ir austan. Þar er menningar- miðstöðin Skaftfell sem tengist okkur mikið. Þar verður aðalfund- urinn á mánudag. Á bakaleiðinni förum við síðan í pílagrímsferð að gröf Dieters á Snæfellsnesi en sumir meðlimir akademíunnar hafa aldrei komið þar.“ Prófessorarnir sem eiga verk á sýningunni að þessu sinni eru Björn Roth, Eggert Einarsson, Malcolm Green, Gunnar Helgason, Henriette van Egten, Dorothy Iannone, Karl Roth, Beat Keusch, Bernd Koperling, Kristján Guð- mundsson, Magnús Reynir Jóns- son, Pétur Kristjánsson, Gertrud Otterbeck, Agnes Pretzell, Rainer Pretzell, Sigríður Björnsdóttir, Dieter Roth, Rúna Þorkelsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Dominik Steiger, Erika Streit, Andrea Tippel, Vera Roth, Jan Voss, Dadi Wirz, Ingrid Wiener og Aldo Frei. Nemendur eru: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Arnfinnur Ama- zeen, Birgir Andrésson, Baldur Bragason, Davíð Halldórsson, Krassimira Drenska, Elín Everts- dóttir, Gunnhildur Hauksdóttir, Hlynur Sigurbergsson, Tilmann Haffke, Halla Dögg, Dirk Mainzer, Margrét M. Norðdahl, Páll Banine, Casandra Popescu, Sigrún Sirra Sigurðardóttir, Tinna Guðmunds- dóttir og Þuríður Elfa Jónsdóttir. Ráðstefna og sýning Dieter Roth-akademíunnar haldin hér á landi í fyrsta sinn Starfað í anda Dieters Morgunblaðið/Kristinn Nokkrir meðlima Dieter Roth-akademíunnar sem kemur nú saman til ráðstefnu- og sýningarhalds á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.