Morgunblaðið - 10.05.2002, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 10.05.2002, Qupperneq 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 23 MÁLÞING um Biblíumálfar og jafn- rétti verður í fundarsal Þjóðarbók- hlöðunnar – Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni á morgun, laug- ardag, kl. 13.30. Tilefnið er að um þessar mundir er að hefjast lokafrágangur á texta nýrr- ar þýðingar Gamla testamentisins sem unnið hefur verið að undanfarinn áratug. Við lokafrágang textans verð- ur tekið tillit til athugasemda sem borist hafa til þýðingarnefndar. Jafn- réttisnefnd kirkjunnar og Kvenna- kirkjan hafa vakið athygli þýðingar- nefndar á að mikilvægt sé að málfar hinnar nýju þýðingar endurspegli málfar beggja kynja. Til málþingsins er boðað svo fræðileg umræða geti farið fram um þetta efni með hliðsjón af þeim texta sem nú liggur fyrir. Frummælendur eru Arnfríður Guðmundsdóttir, lektor við guðfræði- deild Háskóla Íslands, Auður Eir Vil- hjálmsdóttir, prestur kvennakirkj- unnar, og Ágústa Þorbergsdóttir, MA og sérfræðingur á Íslenskri málstöð. Sigurður Pálsson, ritari þýðingar- nefndar, setur þingið og Guðrún Kvaran, prófessor og formaður þýð- ingarnefndar, mun flytja lokaorð. Málþing um Biblíu- málfar og jafnrétti Listasafn Íslands Í tengslum við sýningu um rússneska myndlist, sem stendur yfir í safninu, flytur Ksenia Ólafsson innanhússarkitekt fyrirlestur kl. 12.30 um rússneska hönnun 1890–1930. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3b Waling Boers heldur fyrirlestur, á ensku kl. 20. Boers stofnaði og hefur rekið „nýlistagalleríið“ Beu- roFriedrich í Berlín síðan 1997. Áður hafði hann verið virkur í listastarfsemi í Hollandi um ára- bil. BeuroFriedrich hefur vakið at- hygli fyrir nýstárlega „verkefna- miðaða“ sýningarstefnu. Hann mun segja frá safninu, stefnu þess og einstökum sýningum. Aðgangur er ókeypis. Hægt er að skoða vefsíðu Beuro- Friedrich á slóðinni: www.beuro- friedrich.org. Sýningunni „Allir í bátana“, sem stendur yfir í safninu, lýkur á sunnudag. Safnið er opið miðviku- daga til sunnudaga frá kl. 13–17. Aratunga Samkór Selfoss og Samkór Rangæinga halda sameig- inlega tónleika kl. 21. Kórarnir syngja hvor í sínu lagi og nokkur lög saman. Samstarf kóranna hef- ur verið að þróast undanfarin ár og eru þessir tónleikar liður í að styrkja það samstarf. Á efnis- skránni eru m.a. lög úr Seldu brúðinni eftir Smetana, ungversk þjóðlög, og lög eftir íslensk tón- skáld. Stjórnandi Samkórs Selfoss er Edit Molnár og píanóleikari Mikl- ós Dalmay. Stjórnandi Samkórs Rangæinga er Guðjón Halldór Óskarsson. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is VORTÓNLEIKAR Léttsveitar Reykjavíkur verða að þessu sinni haldnir í Ými. Fyrstu tónleikarnir voru í gærkvöldi en tvennir verða á morgun, laugardag, kl. 15 og kl. 17. Yfirskrift tónleikanna er „Den lille lysegrønne sang – Turen går til Norden“ og helgast af því að á annað hundrað léttsveitarkonur eru á leið til Norðurlanda að „syngja sig inn í hjörtu frænd- fólksins“. Hápunktur ferðarinnar verða tónleikar á stóra sviðinu í hinum margrómaða skemmtigarði Tívolí í Kaupmannahöfn. Á vortónleikunum fæst for- smekkur af söngnum í fyrirhugaðri för til Danmerkur og Svíþjóðar og verður efnisskráin með norrænum blæ. Sungin verða sænsk, dönsk og finnsk þjóðlög, Jónasarlög Atla Heimis Sveinssonar og lög eftir Hallbjörgu Bjarnadóttur í útsetn- ingu Aðalheiðar Þorsteinsdóttur píanóleikara. Stjórnandi Léttsveit- ar Reykjavíkur er Jóhanna V. Þór- hallsdóttir og undirleikari er Að- alheiður Þorsteinsdóttir. Einnig mun Tómas R. Einarsson leika undir á bassa og syngur kórinn einnig lag eftir hann. Léttsveitin á leið utan Í EDEN í Hveragerði stendur nú yfir sýning Bjarna Jónssonar list- málara og gefur þar að líta margar heimildamyndir um líf og störf forfeðra okkar ásamt „fant- asíum“. Bjarni hefur haldið margar sýningar hér á landi og tekið þátt í samsýningum erlendis. Síðustu áratugi hefur hann gert fjölda heimildamynda um sögu áraskip- anna en hann teiknaði flestar skýringamyndirnar í ritverk Lúð- víks Kristjánssonar um íslenska sjávarhætti. Sýningin í Eden stendur til annars í hvítasunnu. Heimilda- myndir í Eden Bjarni Jónsson listmálari með tvö verka sinna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.