Morgunblaðið - 10.05.2002, Page 25

Morgunblaðið - 10.05.2002, Page 25
Sigrún sveigir burt á hjólinu. ÉG HEF stundum leik-ið í auglýsingum enaldrei upplifað ann- að eins. Ókunnugt fólk glápir á mig úti á götu. Vinir mínir í briddsinu spyrja mig reglu- lega að því hvort ég sé ekki enn á hjólinu!“ segir Sigrún Pétursdóttir, aðalleikarinn í DAS-auglýsingunum, sem vart hafa farið framhjá les- endum dagblaða og sjón- varpsáhorfendum und- anfarið. Og Sigrún hlær dillandi hlátri áður en hún býður sæti í bjartri stofunni á heimili sínu í vestur- bænum. Sigrún er alls enginn byrj- andi á leiklistarsviðinu þótt örlögin hafi skapað henni annan vettvang á sínum tíma. „Ég er algjörlega ómenntuð, gekk ekki einu sinni í „graut- arskóla“,“ segir hún og fær bakþanka. „Svona á maður auðvitað ekki að tala um hús- mæðraskóla. Nema hvað – ég missti föð- ur minn ung, þurfti snemma að fara að vinna fyrir mér. Með tímanum gift- ist ég, eignaðist börn, varð ein- stæð móðir og þurfti á góðu starfi að halda. Mestan hluta starfsævinnar var ég ráðskona á Bessastöðum – í 22 ár.“ Eftir að Sigrún hætti að vinna gekk hún til liðs við leikhópinn Snúð og Snældu. „Mér finnst óskaplega gaman að leika,“ segir hún. „Á æf- ingatímabilinu stigmagnast spenn- an. Þegar frumsýningin er að bresta á er ég oft orðin ótrúlega nervös. Stundum er síðasti dagurinn nánast óbærilegur. Um leið og ég byrja að leika lagast allt. Ég hætti að vera ég sjálf og verð persónan í leikritinu.“ Fyrsta kvikmyndahlutverkið var símaauglýsing. „Ég fékk upphring- ingu og ákvað að grípa tækifærið. Leikstjórinn var eitthvað hikandi í upphafi. Á endanum stundi hann því upp að ég væri ekki nógu gamalleg til að leika í auglýsingunni. Þá fékk ég lánaða hárkollu hjá Bandalagi ís- lenskra leikfélaga, mætti með hana og fékk hlutverkið.“ Alltaf langað að henda kápunni! Tilboðið um hlutverk í DAS- auglýsingunni bar brátt að. „Bjarn- ey frá Eskimo kom á sýningu hjá Snúð og Snældu og tók upp stutt viðtöl við okkur öll. Ég var nýkomin heim þegar hún hringdi og bauð mér hlutverkið. Ég sagði nátt- úrulega já – af því að ég segi aldrei nei,“ segir Sigrún og skellihlær, „og þá sagði Bjarney að ég þyrfti að drífa mig aftur út því að auglýsingin Aldrei upplifað annað eins ago@mbl.is Morgunblaðið/Golli yrði tekin fyrir framan Hrafnistu klukkan hálfsex. Ég dreif mig strax af stað og myndatakan fyrir blaða- auglýsingarnar var búin klukkan átta.“ Daginn eftir var sjónvarpsauglýs- ingin tekin upp. „Ég var komin upp á Hrafnistu klukkan hálfníu um morguninn og búin klukkan þrjú,“ segir Sigrún og upplýsir að einna erfiðast hafi verið að komast í þröngan mótorhjólagallann. „Ég geng niður tröppurnar fyrir framan Hrafnistu í kápunni utan yfir leð- urfötunum og segi: „Ég vann stóra vinninginn í Happdrætti DAS.“ Þeg- ar ég var komin niður var spurning um hvað ég ætti að gera við kápuna. Ég sagði að mig hefði alltaf langað til að henda henni. Hvort ég mætti ekki bara henda henni upp í loftið! Þegar ég er búin að því set ég á mig mótorhjólagleraugun, segi að vinn- ingurinn hafi hjálpað mér til að láta drauminn rætast og bruna burtu á mótorhjólinu,“ segir hún og við- urkennir að þótt gaman hafi verið að leika í auglýsingunni finnist henni óþægilegt að sjá sjálfa sig í sjónvarpinu. „Aftur á móti er ég ánægð yfir að hafa lagt DAS lið og vona að auglýsingin skili happ- drættinu hagnaði í réttu hlutfalli við alla athyglina.“ Sigrún hefur m.a. leikið í kvikmyndinni Perlur og svín, Regínu og myndbandi með Kolrössu krókríðandi. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 25 Hvar á Íslandi getur pabbi fengi› leig›a vöggu e›a fer›arúm handa mér flegar vi› förum öll saman í fer›alag? Skeifunni 8, Reykjavík www.babysam.is Í BabySam ! Acidophilus og Bifidus FRÍHÖFNIN H á g æ ð a fra m le ið sla4 o g 8 b il lj ó n ir Fyrir meltingu og maga með gæðaöryggi FRÁ Árangursrík meðferð við ójafnri húð á hálfum mánuði *í s k ö m m tu m (1 ) að m eð al ta li –0 ,6 5 sm e ft ir h ál fs m án að ar m eð fe rð . M æ lin g ar í se n tí m et ru m á 5 2 ko n u m . G ó ð u r ár an g u r n áð is t af m eð fe rð í 69 % t ilv ik a. (2 ) P ró fu n g er ð á 7 0 ko n u m . 88 ,9 % á n æ g ð ar m eð m ýk ri o g s lé tt ar i á fe rð h ú ð ar in n ar e ft ir h ál fs m án að ar m eð fe rð . Fyrsta meðferðin við fituójöfnum í húð sem er að verki allan sólarhringinn. VIRK EFNI YFIR DAGINN hjálpa til við að draga úr fitu VIRK EFNI YFIR NÓTTINA hjálpa til við að draga úr uppsöfnun fitu og hreinsa húðvefinn Minnkun ummáls: Allt að 2,5 sm (1) Sléttari áferð: 88,9% (2) CHRONO ACTIF Inniheldur rétta skammtinn af sérstökum virkum efnum til notkunar kvölds og morgna til að ná hámarksárangri 15 dagsskammtar - 15 næturskammtar með mismunandi innihaldi CHRONO ACTIF Örvar fitusundrun á daginn og hindrar uppsöfnun hennar á nóttunni ásamt því að stuðla að úthreinsun Bíldshöfða Enn meiri verðlækkun Bakhús inni í portinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.