Morgunblaðið - 10.05.2002, Side 27

Morgunblaðið - 10.05.2002, Side 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 27 MEISTARINN.IS ÞAÐ SEM helst einkennir opinbera umræðu hér á landi er sá siður að finna sameiginlegan óvin, setja fram ýmsar órökstuddar og oft rangar fullyrðingar í þeim eina tilgangi að koma höggi á þennan sameiginlega óvin. Síðan endurtaka menn þessar fullyrð- ingar nógu oft, nýir leikendur éta þær upp sem staðreyndir og að lokum trúa menn eig- in tilbúningi. Um þessa aðferð má taka mörg dæmi, en ég held mig við eitt, fjármála- þjónustu á Íslandi. Vegna laga um verðtryggingu eru flestöll langtímalán Íslendinga tryggð með neysluverðsvísitölu og þar á ofan koma að sjálfsögðu raunvextir. Verðbólguskot, eins og við fengum á okkur síðustu 20 mánuðina, reynast öllum skuldur- um þungur baggi. Vaxtamunur eykst við slíkar aðstæður, aðallega vegna óvissu, og vegna mikils framboðs á ríkistryggðum bréfum á háum vöxtum verða innláns- stofnanir að hækka vexti innlána og þá að sjálfsögðu um leið útlána. Peningar lúta alveg sömu lögmál- um og aðrar vörur hvað varðar framboð og eftirspurn. Gífurlegt fall gengis á sama tíma, sem var reyndar aðalorsök verðbólgunnar, hækkaði allar nauðsynjavörur bæði til fyrirtækja og einstaklinga. Og málpípurnar fundu sameig- inlegan óvin, eitt albesta banka- kerfi heimsins, sem undanfarna áratugi hefur haft það markmið að veita öllum landsmönnum, í borg og bæ, sambærilega sérfræðiþjón- ustu. Nú var það óhagkvæmt og allt of dýrt í rekstri. Neytendafrömuður og náttúru- hælisrekandi fullyrtu í spjallþætti Egils að starfsmönnum fjármála- fyrirtækja hefði fjölgað um 3.000 á síðustu árum. Staðreyndin er hins vegar sú að stöðugildi í þessum fyrirtækjum eru samtals tæplega 3.000 og hafa verið nálægt þeirri tölu undanfarin 10 ár, þrátt fyrir gífurlega aukin viðskipti og stór- bætta þjónustu á alla lund. Starf- semi öflugra fjármálafyrirtækja er einn af hornsteinum þjóðfélagsins og með samhentum öflugum hópi starfsmanna hefur íslenskum bönkum tekist að standast allan samanburð og samkeppni við er- lenda banka. Flutningur fjár- magns er algjörlega frjáls á milli landa og þeir sem þess óska geta stundað sín viðskipti við erlenda banka, en fæstir kjósa svo. Með núverandi fyrirkomulagi er sam- keppni á fjármálamarkaði tryggð, frekari samruni mun einungis leiða til verri samkeppnisaðstæðna og frekari samþjöppunar valds, sem skerðir möguleika einstak- linga og smærri fyrirtækja. Ég trúi því varla að ráðherra banka- og samkeppnismála vilji sjá slíka þróun þrátt fyrir tal hennar um viðskiptabankana undanfarin miss- eri. Eitt af því sem talið er viðskiptabönkunum og sparisjóðum fram til lasta er hátt kostn- aðarhlutfall, þegar borið er saman við er- lenda banka. Þessi samanburður er álíka gáfulegur eins og að bera saman epli og vínber. Í erlendu bönkum sem notaðir eru til samanburðar, til dæmis norrænum bönkum, er allt hús- næðiskerfið og fjöl- margir atvinnuþróun- arsjóðir inni í við- skiptabönkunum, en það er ekki hér á landi. Bara það eitt að færa húsnæðiskerfið inn í bankana hér og hætta rekstri opinberra lána- sjóða myndi færa kostnaðarhlutföll bankanna hér í svipaða, jafnvel lægri prósentu en þau eru í ná- grannalöndunum. Við ættum öll að vinna saman að því að koma hús- næðiskerfinu og öðrum lánasjóðum ríkisins inn í bankakerfið, það gæfi bönkunum kost á að veita okkur enn betri og hagkvæmari fjár- málaþjónustu, á lægri meðalvöxt- um. Núverandi starfsmönnum sjóðanna yrði að sjálfsögðu tryggð sambærileg störf í bönkum og sparisjóðum. Þrátt fyrir að við búum í strjálbýlasta landi Evrópu er fjöldi starfsmanna fjármálafyrirtækja hér á hverja þúsund íbúa lægri en í Þýskalandi, Sviss og Lúxemborg, svo dæmi séu tekin. Spurningin er alltaf um þjónustustig og gæði þjónustunnar sem neytendur kjósa. Það getur ekki verið kapps- mál að fækka tækifærum við bankastörf. Í ávarpi sínu á baráttudegi verkamanna, 1. maí, eyddi Sigurð- ur Bessason, formaður Eflingar, miklu púðri í að úthúða íslenskum bönkum og þá um leið starfsmönn- um þeirra að sjálfsögðu. Eða hvað meina menn þegar þeir tala um að íslensk fyrirtæki séu ekki rekin eins og fyrirtæki hjá siðuðum þjóðum? Þar hljóta að starfa hinir verstu ribbaldar, sem láta sig sið- ferði litlu skipta. Sú var tíðin að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar töldu það sér helst til tekna að hreyta skít í atvinnurekendur og einna mestum skít í þá atvinnurekendur sem þeir sömdu ekki sjálfir við. Ég hélt að þessi tími væri liðinn og málefnalegri umræða um rétt- láta skiptingu þjóðarkökunnar ætti meiri hljómgrunn en innstæðu- laust skítkast. Við starfsmenn íslenskra fjár- málafyrirtækja erum stolt af okk- ar störfum og reynum eftir bestu getu að veita viðskiptavinum já- kvæða og góða þjónustu um allt land. Við berum mikla virðingu fyrir öllum verkamönnum þessa lands og verkum þeirra og ætl- umst til hins sama af öðrum, ekki síst forystumönnum þeirra. Bankakerfið og banka- starfsmenn Friðbert Traustason Höfundur er hagfræðingur og for- maður SÍB. Bankar Starfsemi öflugra fjár- málafyrirtækja, segir Friðbert Traustason, er einn af hornsteinum þjóðfélagsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.