Morgunblaðið - 10.05.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.05.2002, Blaðsíða 29
„Vi› frambjó›endur D-listans bjó›um alla Reykvíkinga velkomna á kosninga- skrifstofur Sjálfstæ›isflokksins í sínu hverfi sí›degis í dag kl. 17-19.“ Komdu í kaffi! Vilhjálmur fi. Vilhjálmsson og Tinna Traustadóttir Kosningami›stö›in Skaftahlí› 24 Sími: 553 9634 og 553 9632 Sjálfstæ›isfélag Hlí›a- og Holtahverfis Sími: 553 9650 Sjálfstæ›isfélag Háaleitishverfi Sími: 553 9642 Opi›: Virka daga kl. 13.00 - 21.00 Helgar kl. 12.00 - 18.00 Kjartan Magnússon og fiorbjörg Helga Vigfúsdóttir Sjálfstæ›isfélag Smáíbú›a-, Fossvogs- og Bústa›ahverfis, Glæsibær Sími: 553 9653 Sjálfstæ›isfélag Langholtshverfis Sími: 553 9663 Opi›: Virka daga kl. 16.00 - 22.00 Helgar kl. 13.00 - 18.00 Hanna Birna Kristjánsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason Sjálfstæ›isfélag Árbæjar-, Seláss og Ártúnsholts, Hraunbær 102 B Sími: 567 4011 Opi›: Virka daga kl. 16.00 - 20.00 Helgar kl. 14.00 - 16.00 Kristján Gu›mundsson og Jórunn Frímannsdóttir Sjálfstæ›isfélag Grafarvogs Hverafold 1-3 Sími: 557 7682 og 557 7684 Opi›: Virka daga kl. 16.00 - 20.00 Helgar kl. 14.00 - 16.00 Gísli Marteinn Baldursson og Gu›rún Ebba Ólafsdóttir Sjálfstæ›isfélag Hóla- og Fellahverfis Sími: 557 7694 og 557 7695 Sjálfstæ›isfélag Skóga- og Seljahverfis Sími: 557 7694 og 557 7695 Sjálfstæ›isfélag Bakka- og Stekkjahverfis Álfabakki 14a Sími: 557 7694 og 557 7695 Opi›: Virka daga kl. 17.00 - 21.00 Helgar kl. 13.00 - 16.00 Gu›laugur fiór fiór›arson og Alda Sigur›ardóttir Sjálfstæ›isfélag Vestur- og Mi›bær Laugavegi 70 Sími: 552 9183 Austurbæjar- Nor›urm‡rar Laugavegi 70 Sími: 552 9178 Opi›: Virka daga kl. 16.00 - 20.00 Helgar kl. 14.00 - 16.00 Inga Jóna fiór›ardóttir og Margrét Einarsdóttir Sjálfstæ›isfélag Nes- og Melahverfis Hjar›arhaga 47 Sími: 552 9187 Opi›: Virka daga kl. 16.00 - 20.00 Helgar kl. 14.00 - 16.00 Marta Gu›jónsdóttir og Ívar Andersen Sjálfstæ›isfélag Laugarneshverfis Laugalæk 6 (vi› hli› Bónusvideo) Sími: 553 9670 Opi›: Virka daga kl. 16.00 - 20.00 Helgar kl. 14.00 - 16.00 Haf›u samband vi› hverfaskrifstofuna flína. Mundu a› öflugt starf á kosningaskrifstofunum er lykilatri›i í baráttu fyrir sigri Sjálfstæ›ismanna 25. maí. Viltu leggja baráttunni li›? UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 29 NÚ UNDIR lok yf- irstandandi kjörtíma- bils hefur fyrirhyggju- leysi núverandi meiri- hluta bæjarstjórnar Garðabæjar í málefn- um bæjarfélagsins komið æ betur í ljós. Ítrekað hafa bæjarbúar orðið að grípa inn í ger- ræðislegar ákvarðana- tökur meirihlutans með háværum mótmælum á opinberum vettvangi. Er ljóst að stór hluti Garðbæinga er orðinn langleiður á stjórnun- arstíl meirihlutans þar sem seint og illa er tek- ið mið af þörfum og sjónarmiðum fólksins í bænum. Garðabæjarlistinn er samsettur af fylkingu Garðbæinga með skýra framtíðarsýn þar sem uppbygging og mótun bæjarfélags- ins mun grundvallast á virkri þátt- töku íbúanna í málefnum bæjarins. Með málefnastefnu okkar þar sem öryggi og velferð fjölskyldunnar er sett á oddinn munum við tryggja öfl- uga framtíðaruppbyggingu Garða- bæjar á grundvelli íbúalýðræðis. Framkvæmdastjóri Garðabæjar Með reglulegum íbúaþingum í hverfum bæjarins og virku tölvu- netssamstarfi fá Garðbæingar greið- an aðgang að stefnumótun og ákvarðanatökum fyrir bæjarfélagið. Með slíku fyrirkomulagi munu Garðbæingar hafna bráðabirgðaúr- lausnastefnu núverandi meirihluta. Með íbúalýðræði er gert ráð fyrir virku samstarfi íbúa og bæjaryfir- valda með það að meginmarkmiði að gera góðan bæ betri. Þar er einnig gert ráð fyrir því að ráðinn verði framkvæmdastjóri Garðabæjar sem ígildi bæjarstjóra að undangengnu hæfnis- og stöðumati. Slíkt fyrir- komulag tryggir betri og skilvirkari rekstur bæjarfélagsins þar sem ákvarðanataka mótast fyrst og fremst af þörfum íbúanna en ekki pólitísku poti eða óraunsæjum lof- orðalistum. Heimabyggð kláruð Í skipulagsmálum hefur meirihlut- inn farið hamförum. Er það hreint ótrúlegt að sjálfstæðismenn í Garða- bæ skuli hafa það á stefnuskrá sinni að rjúka til og byggja nýjan bæ á Garðaholti áður en núverandi bæjar- stæði hefur verið endanlega frágeng- ið og deiliskipulagt. Garðabæjarlist- inn hafnar slíkri óráðsíu og leggur áherslu á að lokið verði uppbyggingu og skipulagi Ásahverfis, Stranda- hverfis, Arnarneshæðar og Hnoðra- holts áður en stofnað verði til gríð- arlegs kostnaðar vegna upp- byggingar nýs bæjarstæðis á Garðaholti. Ef æðibunugangur nú- verandi meirihluta nær fram að ganga verður að telja öruggt að Garðabær verði eitt skuldsettasta bæjarfélag landsins. Nýtt hlutverk Vífilsstaða Aukinn þunga verður að leggja í atvinnu- og umhverfismál bæjar- félagsins. Er nú svo komið að eitt merkasta kennileiti Garðabæjar, Víf- ilsstaðaspítali, stendur nánast autt eftir að Landspítali – háskólasjúkra- hús (LSH) hefur dregið nær alla starfsemi sína út úr bæjarfélaginu. Við þessu verður að bregðast strax með skilvirkari hætti en nú- verandi meirihluti hef- ur gert. Garðabæjar- listinn leggur til að núverandi húsnæði og landareign verði endur- skipulögð sem endur- hæfingar- og heilsu- ræktarsetrið Vífils- staðir. Nú þegar verði hafnar viðræður við LSH um slíka upp- byggingu með sérstaka áherslu á endurhæf- ingu eldri borgara og einstaklinga með minn- isskerðingu. Rekstur setursins yrði síðan í samvinnu ríkis, LSH, sveitar- félagsins og einkaaðila. Með slíkum rekstri væri kominn grundvöllur að heilsumiðuðum ferðamannaiðnaði innan bæjarfélagsins. En Garðabæj- arlistinn leggur áherslu á uppbygg- ingu lítilla og meðalstórra fyrirtækja á hátækni- og heilbrigðissviði innan bæjarfélagsins. X-S Af framansögðu er ljóst að Garða- bæjarlistinn er með skýra framtíð- arsýn sem grundvallast á samstarfi við íbúa Garðabæjar með velferð þeirra og öryggi að leiðarljósi. Garðbæingar, veitið því Garðabæjar- listanum umboð ykkar til að standa vörð um Garðabæ og gera hann að lífvænu og blómlegu bæjarfélagi fyr- ir komandi kynslóðir. Stöndum vörð um Garðabæ Björn Rúnar Lúðvíksson Garðabær Garðabæjarlistinn er samsettur af fylkingu Garðbæinga, segir Björn Rúnar Lúð- víksson, með skýra framtíðarsýn. Höfundur er læknir og skipar 3. sæti Garðabæjarlistans. www.islandia.is/~heilsuhorn Kelp Fyrir húð, hár og neglur SENDUM Í PÓSTKRÖFU fæst m.a. í Lífsinslind í Hag- kaupum, Árnesaptóteki Sel- fossi, Yggdrasill Kárastíg 1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.