Morgunblaðið - 10.05.2002, Page 34
LOFAÐU svo einn,
að þú lastir ekki ann-
an er máltæki sem
margir mættu hafa í
huga. Til dæmis Jakob
F. Ásgeirsson blaða-
maður og aðdáandi
Björns Bjarnasonar.
Jakobi er mikið í mun
að styðja Björn í bar-
áttu hans vegna næstu
borgarstjórnarkosn-
inga. Ekki lái ég hon-
um það enda er við of-
urefli að etja. Hins
vega finnst mér ógeð-
fellt þegar menn geta
ekki hælt sínum
manni í keppni án
þess að tala illa um keppinauta.
Jakob segir orðrétt í Morgun-
blaðinu 30. apríl: „Við viðkynningu
finnur fólk glöggt að Björn Bjarna-
son er alger andstæða hins kalda
og fjarlæga valdshroka sem ríkt
hefur í Ráðhúsi Reykjavíkur sl.
átta ár.“
Ég leyfi mér að fullyrða að hér
fari Jakob með staðlausa stafi hvað
varðar Ingibjörgu Sólrúnu og störf
hennar sem borgarstjóra. Ingi-
björg Sólrún er afskaplega réttsýn
og sanngjörn manneskja sem gott
er að leita til og alveg laus við vald-
hroka. Leyfi ég mér þá að vitna aft-
ur í Morgunblaðið en
þar segir í Velvakanda
1. maí sl. Fyrirsögnin
er: „Finnst hún frá-
bær.“ „Ég þurfti að
hafa samband við
borgarstjórann til að
fá niðurfellingu
skatta. Það var eins og
ég væri að tala við
gamla kunningjakonu,
ég þurfti ekkert að
segja henni, hún vissi
alveg um hvað málið
snerist. Finnst mér
hún alveg frábær.“
Undirskriftin er Ein
ánægð. Þessi ummæli
lýsa Ingibjörgu Sól-
rúnu eins og hún er. Strax sem ung
kona vakti hún athygli í borgar-
stjórn Reykjavíkur fyrir það hve
fljót hún var að átta sig á aðal-
atriðum hvers máls. Hún hefur þá
hæfileika að geta hlustað á alla,
tekið við ráðum og verið samvinnu-
fús.
Það eru margir góðir stjórnmála-
menn á Íslandi en þrír bera af. Þau
eru: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
Davíð Oddsson og Steingrímur J.
Sigfússon. Þessi þrjú hafa þá hæfi-
leika sem allir stjórnmálamenn þrá
að hafa. Persónutöfra, stjórnvisku
og mælsku.
Jakob F. Ásgeirsson kvartar yfir
því að Ingibjörg Sólrún njóti fjöl-
miðlaathygli. Ég spyr hann á móti
af hverju skyldi hún ekki gera það?
Þeir sem eru bestir eru líka vinsæl-
astir, svo einfalt er það. Húsmóð-
irin í ráðhúsinu hefur staðið sig
með afbrigðum vel og við Reykvík-
ingar höfum ekki efni á að missa
slíkan stjórnanda.
Þess vegna hvet ég alla, konur og
karla, til þess að kjósa Ingibjörgu
Sólrúnu aftur sem borgarstjóra í
Reykjavík.
Áfram Ingi-
björg Sólrún
Margrét
Sæmundsdóttir
Höfundur er fyrrverandi borg-
arfulltrúi Kvennalistans.
Reykjavík
Ingibjörg Sólrún er af-
skaplega réttsýn og
sanngjörn manneskja,
segir Margrét Sæ-
mundsdóttir, sem gott
er að leita til og alveg
laus við valdhroka.
UMRÆÐAN
34 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Auglýsendur!
Pantið fyrir kl. 12
mánudaginn 27. maí!
Blaðaukinn
Sumarferðir 2002
kemur út 1. júní
Allar nánari upplýsingar veita sölu- og
þjónustufulltrúar á auglýsingadeild
í síma 569 1111 eða netfang: augl@mbl.is
HEILDSTÆÐIR
hverfaskólar eru
kjarni í hverju hverfi
og endurspegla þann
áhuga og metnað sem
sveitarfélagið leggur
á málaflokkinn. Þeir
sem lofa að einsetja
skóla og hraða upp-
byggingu þeirra, eiga
að setja í forgang að
klára skólana svo þeir
standi ekki hálfbyggð-
ir með öllum þeim
óþægindum sem af
því hlýst. Á Akureyri
hefur verið mikil gerj-
un í skólastarfi og
mikil uppbygging síð-
ustu ár, en sannarlega þarf að
gera betur til að bæta innra starf-
ið. Tvö fyrstu skólastigin og fjöl-
skyldan móta einstaklinginn fyrstu
árin. Þá mótast sjálfsmyndin og
persónueinkenni styrkjast. Ekkert
tæki er öflugra en skólakerfið til
að jafna lífskjör og gefa öllum
möguleika til þroska og náms.
Hverfisskólinn er fyrir alla og ekki
á að ýta undir þá hugmynd að for-
eldrar velji annan skóla fyrir barn-
ið sitt, án þess að sérstakar ástæð-
ur liggi að baki. Námið í skólunum
og félagsmótunin er grunnurinn
sem næsta kynslóð stendur á. Góð-
ur hverfisskóli á að vera nafli
hvers hverfis, með vel útbúinni
skólalóð til leikja. Skólastarfið
þarf að lengjast fram á daginn.
Brýnt er að auka þátt verk- og
listgreina, sem of lítið vægi hafa
fengið undanfarin ár.
Heildstæður skóli
Allir hafa rétt til að sækja sinn
heimaskóla og fylgja sínum bekk,
sé þess nokkur kostur. Skóli án
aðgreiningar þar sem nemendur
eru samskipa er markmiðið. Þeir
nemendur sem ein-
hverra hluta vegna
geta ekki fylgt bekkn-
um sínum geta þurft
að nýta sértæk úr-
ræði, markviss og fag-
lega skilgreind. Hvort
sem mönnum líkar
betur eða verr er það
svo, að alltaf verða
einhverjir sem þurfa
sérúrræði sem ekki er
unnt að veita í al-
mennri bekkjardeild
og nemandinn getur
ekki meðtekið í um-
hverfi sem venjuleg
skólastofa veitir.
Þessir nemendur
njóta sín best í litlum afmörkuðum
hópum eða einir. Samskipun eða
blöndun í bekki getur aldrei orðið
eins og bókstafstrúarbrögð. Alltaf
eru til undantekningar sem sanna
regluna. Skólarnir sem tekið hafa
að sér þessar sérdeildir á Akureyri
hafa unnið gott starf, en miklu
skiptir að þetta starf njóti stuðn-
ings bæjaryfirvalda á komandi ár-
um. Tengsl heimilis og skóla eru
grundvöllur þess að árangur náist
með þá sem þurfa einhver sérstök
úrræði, bæði hvað varðar nám og
mótun sterkrar sjálfsmyndar.
Enda sýna kannanir að börnum
með sterka sjálfsmynd vegnar bet-
ur í skóla. Þau hafa gott samband
við fjölskyldu sína og kennara.
Þeir lenda síður í óreglu en þeir
sem lítið sjálfsálit hafa. Margir
foreldrar hafa öðlast sjálfstraust
til að halda utan um uppeldishlut-
verkið með því að kynnast börnum
sínum og sjálfum sér í spegli um-
hverfisins og í jafningjahópi. Skól-
inn þarf að kalla eftir fullorðnu
fólki til þátttöku í umhverfis- og
grenndarfræðslu og virkja for-
eldra í að heimsækja skólamötu-
neytin og borða með börnunum.
Hægt er að hafa opinn tíma á
bókasafni eða tölvustofu skólans
fyrir foreldra og börn, þar má
skoða ákveðið efni sem verið er að
taka fyrir. Foreldraröltið er nauð-
synlegt að styrkja og efla sam-
stöðu foreldra í að vera á ferli þar
sem skólaskemmtanir eru til að
vernda börnin gegn hryðjuverka-
mönnum eiturlyfjaheimsins.
Skólabærinn Akureyri
Það olli mér vissulega vonbrigð-
um hvernig dregið var að taka
ákvörðun um framtíðarhúsnæði
Brekkuskóla þrátt fyrir ítrekaðar
bókanir skólanefndar þar um.
Loksins nú rétt fyrir kosningar er
tekin ákvörðun um hvernig skuli
sjá fyrir húsnæðismálum skólans.
Það endurspeglar áherslur meiri-
hluta bæjarstjórnar að byggja fjöl-
nota íþróttahús, með sundlaugina
ókláraða og bæði Síðuskóla og
Giljaskóla í byggingu, þar sem
skólastarf líður fyrir þrengsli og
aðstöðuleysi. Ekki síst í ljósi þess
að mjög ríkulega hafði verið staðið
að uppbyggingu í íþróttamálum,
langt umfram það sem lofað var í
upphafi kjörtímabilsins. Vissulega
er gott að standa myndarlega að
íþróttamálum, en stofnanir sem
veita lögboðna þjónustu eiga að
sitja fyrir. Þvílíkt langlundargeð
sem fólkið í Síðuhverfi er búið að
sýna með því að bíða eftir full-
búnum skóla. Skólabærinn Akur-
eyri getur svo sannarlega staðið
undir nafni ef agi og umhyggja
fyrir öllum nemendum einkenna
innra starfið. Ég mun ekki liggja á
liði mínu í uppeldis- og forvarna-
starfi fyrir Akureyrarbæ fái ég til
þess brautargengi í kosningunum í
vor.
Skólarnir eru
límið í sam-
félaginu
Kristín
Sigfúsdóttir
Akureyri
Skólinn þarf að kalla
eftir fullorðnu fólki, seg-
ir Kristín Sigfúsdóttir,
til þátttöku í umhverfis-
og grenndarfræðslu.
Höfundur skipar 3. sæti á lista
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs á Akureyri og situr í skóla-
nefnd.