Morgunblaðið - 10.05.2002, Page 35
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 35
LAUFEY Jóhanns-
dóttir, forseti bæjar-
stjórnar Garðabæjar,
skrifaði grein í Morg-
unblaðið 1. maí og
greindi frá því að
sjálfstæðismenn ætli
nú að setja málefni
eldri borgara í for-
gang. Þar ber nýrra
við. Á 36 ára valda-
tíma Sjálfstæðis-
flokksins hefur mál-
efnum aldraðra verið
ýtt til hliðar og eru
Garðbæingar því mið-
ur eftirbátar annarra
sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu í þeim
efnum. Staðreyndin er sú, að sjálf-
stæðismenn hafa sýnt málefnum
aldraðra lítinn áhuga, þar til nú,
að upp er komin sú óánægja innan
raða Sjálfstæðisflokksins og ann-
arra bæjarbúa, sem hefur leitt til
sameiginlegs framboðs óháðra og
framsóknarmanna undir merkjum
B-listans.
Lýsing Laufeyjar á nýrri stefnu
sjálfstæðismanna kallar á athuga-
semdir. Hún talar um metnaðar-
fulla framtíðarsýn þegar rekstur
dvalar- og hjúkrunarheimilis hófst
í Holtsbúð árið 2000. Þar eru 32
vistrými og eru allir vistmenn í
tveggja manna herbergjum. Hver
getur leyft sér að kalla það metn-
aðarfulla framtíðarsýn? Ég leyfi
mér það að minnsta kosti ekki. Ég
lít á það sem algjört neyðarúrræði
og vart bjóðandi í nútímaþjóð-
félagi. Þar að auki talar hún um
dagvistun og hvíldarinnlagnir þar
til viðbótar. Nú þegar er húsnæðið
fullnýtt utan gluggalaus kjallari.
Finnst sjálfstæðismönnum það við-
unandi úrlausn á ævikvöldinu, þeg-
ar kraftar þrjóta?
Laufey nefnir að endurskoða
þurfi afslátt af fasteignagjöldum
til eldri borgara. Það
eru orð að sönnu. Að-
eins um 15% hjóna og
32% einhleypra hafa
notið afsláttar af fast-
eignagjöldum í Garða-
bæ. B-listinn vill fara
sömu leið og Kópa-
vogsbúar og koma á
föstum afslætti á fast-
eignagjöldum til allra
lífeyrisþega.
Stefna sjálfstæðis-
manna í húsnæðismál-
um hefur nánast verið
eldri borgum fjand-
samleg. Þess hefur
ekki verið gætt að
tryggja nægilega fjöl-
breytt framboð af smærri fast-
eignum. Því hafa eldri borgarar,
sem vilja minnka við sig húsnæði
ekki átt annan kost en að flytja úr
bænum. Vissulega eykst framboð á
smærri íbúðum með nýja strand-
hverfinu en meira þarf að koma til.
Vandinn er nú þegar búinn að vera
viðvarandi í langan tíma og þörfin
því löngu orðin brýn.
B-listinn leggur höfuðáherslu á
að eldri borgarar í Garðabæ geti
búið á heimilum sínum með reisn
eins lengi og heilsa þeirra og vilji
leyfa og fái til þess þá aðstoð sem
þeim ber. Mikið vantar á að bæj-
aryfirvöld hafi uppfyllt þá skyldu
sína til þessa. Gera þarf stórátak í
heimaþjónustu við aldraða með
þarfir hvers og eins í huga og per-
sónulegri þjónustu.
B-listinn vill hafa forystu um
nýja hugsun í málefnum eldri
borgara í Garðabæ og í skipulags-
málum bæjarins til að tryggja að
allir aldurshópar geti átt heimili í
bænum. Úr brýnni þörf í málefn-
um þeirra eldri borgara, sem ekki
hafa heilsu til að halda heimili,
viljum við meðal annars bæta með
uppbyggingu fjölþættrar þjónustu-
starfsemi og íbúða á lóð Vífils-
staða, í samvinnu við heilbrigðisyf-
irvöld. Eldri borgurum bæjarins
mun fjölga mjög ört á komandi ár-
um og B-listinn vill að þeim sé
sómi sýndur í verki, sem því að
veita þeim þá bestu þjónustu sem
völ er á, fái hann til þess traust
kjósenda.
Lofa betrun
eftir áratuga
aðgerðarleysi
Sigurlaug Garð-
arsdóttir Viborg
Höfundur skipar 2. sæti B-listans,
lista óháðra og framsóknarmanna í
Garðabæ.
Garðabær
Stefna sjálfstæðis-
manna í húsnæðis-
málum, segir Sigurlaug
Garðarsdóttir Viborg,
hefur nánast verið eldri
borgurum fjandsamleg.
Spennandi og tilkomumiklir viðkomustaðir, m.a Straumey
með Þórshöfn og Kirkjubæ, Austurey, Sandey
og slóðir Færeyingasögu á Skúfey í Færeyjum.
Vestur- og Suður-Noregur
með heimsfrægum fjörðum, dölum, bæjum
og menningarminjum. Bergen, Harðangur, Osló, Lillehammer,
Guðbrandsdalur og fegurstu firðir heims,
Geiranger og Sognfjörður.
Ferðast um í lúxusrútu með góðri leiðsögn og gist á bestu hótelum.
Ljúf sigling með Norrænu milli landa.
Bókið strax. Fararstjóri: Kristján M. Baldursson.
Almennt verð 155.900 kr.
Frændþjóðir og fegurstu firðir heims
Einstök rútu- og skoðunarferð
um Færeyjar og Noreg 12.–27. júní
Vestfjarðaleið, Ferðaskrifstofa, Skógarhlíð 10,
s. 562 9950, info@vesttravel.is
Sjá heimasíðu: www.vesttravel.is
,
Bikiní Sundbolir Tankiní Sundsk‡lur Sundbuxur
Sundfötin
finnur flú í Útilíf
Speedo er leiðandi merki í sund-
fatnaði. Kynntu þér glæsilegt úrval
af Speedo sundfötum í verslunum
Útilífs, í Smáralind og Glæsibæ
Smáralind - Glæsibæ
Simi 545 1500 og www.utilif.is
Komdu við í Útilífi og
kynntu þér fjölbreytt
úrval af sundfötum,
áður en þú skellir þér
í sund eða ferð í
sumarfrí.
Speedo sundpokar
tilvaldir fyrir unga sund-
menn sem nú streyma
á sundnámskeiðin.
Sundpokar - 990 kr.
Delmar tankiní - 6.990 kr.Delmar bandeau bikiní - 6.590 kr.
Mesh spliced tankiní - 5.990 kr.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
1
77
25
05
/2
00
2
Kjörskrá vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík 25. maí nk. liggur frammi
almenningi til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 15. maí nk. fram á kjördag.
Vakin er athygli á, að kjörskrána verður einnig að finna á heimasíðu
Reykjavíkurborgar: www.rvk.is.
Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sé hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni.
Athugasemdum við kjörskrá skal beina til borgarráðs.
Borgarstjórnarkosningar
25. maí 2002
Kjörskrá