Morgunblaðið - 10.05.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.05.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 35 LAUFEY Jóhanns- dóttir, forseti bæjar- stjórnar Garðabæjar, skrifaði grein í Morg- unblaðið 1. maí og greindi frá því að sjálfstæðismenn ætli nú að setja málefni eldri borgara í for- gang. Þar ber nýrra við. Á 36 ára valda- tíma Sjálfstæðis- flokksins hefur mál- efnum aldraðra verið ýtt til hliðar og eru Garðbæingar því mið- ur eftirbátar annarra sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu í þeim efnum. Staðreyndin er sú, að sjálf- stæðismenn hafa sýnt málefnum aldraðra lítinn áhuga, þar til nú, að upp er komin sú óánægja innan raða Sjálfstæðisflokksins og ann- arra bæjarbúa, sem hefur leitt til sameiginlegs framboðs óháðra og framsóknarmanna undir merkjum B-listans. Lýsing Laufeyjar á nýrri stefnu sjálfstæðismanna kallar á athuga- semdir. Hún talar um metnaðar- fulla framtíðarsýn þegar rekstur dvalar- og hjúkrunarheimilis hófst í Holtsbúð árið 2000. Þar eru 32 vistrými og eru allir vistmenn í tveggja manna herbergjum. Hver getur leyft sér að kalla það metn- aðarfulla framtíðarsýn? Ég leyfi mér það að minnsta kosti ekki. Ég lít á það sem algjört neyðarúrræði og vart bjóðandi í nútímaþjóð- félagi. Þar að auki talar hún um dagvistun og hvíldarinnlagnir þar til viðbótar. Nú þegar er húsnæðið fullnýtt utan gluggalaus kjallari. Finnst sjálfstæðismönnum það við- unandi úrlausn á ævikvöldinu, þeg- ar kraftar þrjóta? Laufey nefnir að endurskoða þurfi afslátt af fasteignagjöldum til eldri borgara. Það eru orð að sönnu. Að- eins um 15% hjóna og 32% einhleypra hafa notið afsláttar af fast- eignagjöldum í Garða- bæ. B-listinn vill fara sömu leið og Kópa- vogsbúar og koma á föstum afslætti á fast- eignagjöldum til allra lífeyrisþega. Stefna sjálfstæðis- manna í húsnæðismál- um hefur nánast verið eldri borgum fjand- samleg. Þess hefur ekki verið gætt að tryggja nægilega fjöl- breytt framboð af smærri fast- eignum. Því hafa eldri borgarar, sem vilja minnka við sig húsnæði ekki átt annan kost en að flytja úr bænum. Vissulega eykst framboð á smærri íbúðum með nýja strand- hverfinu en meira þarf að koma til. Vandinn er nú þegar búinn að vera viðvarandi í langan tíma og þörfin því löngu orðin brýn. B-listinn leggur höfuðáherslu á að eldri borgarar í Garðabæ geti búið á heimilum sínum með reisn eins lengi og heilsa þeirra og vilji leyfa og fái til þess þá aðstoð sem þeim ber. Mikið vantar á að bæj- aryfirvöld hafi uppfyllt þá skyldu sína til þessa. Gera þarf stórátak í heimaþjónustu við aldraða með þarfir hvers og eins í huga og per- sónulegri þjónustu. B-listinn vill hafa forystu um nýja hugsun í málefnum eldri borgara í Garðabæ og í skipulags- málum bæjarins til að tryggja að allir aldurshópar geti átt heimili í bænum. Úr brýnni þörf í málefn- um þeirra eldri borgara, sem ekki hafa heilsu til að halda heimili, viljum við meðal annars bæta með uppbyggingu fjölþættrar þjónustu- starfsemi og íbúða á lóð Vífils- staða, í samvinnu við heilbrigðisyf- irvöld. Eldri borgurum bæjarins mun fjölga mjög ört á komandi ár- um og B-listinn vill að þeim sé sómi sýndur í verki, sem því að veita þeim þá bestu þjónustu sem völ er á, fái hann til þess traust kjósenda. Lofa betrun eftir áratuga aðgerðarleysi Sigurlaug Garð- arsdóttir Viborg Höfundur skipar 2. sæti B-listans, lista óháðra og framsóknarmanna í Garðabæ. Garðabær Stefna sjálfstæðis- manna í húsnæðis- málum, segir Sigurlaug Garðarsdóttir Viborg, hefur nánast verið eldri borgurum fjandsamleg. Spennandi og tilkomumiklir viðkomustaðir, m.a Straumey með Þórshöfn og Kirkjubæ, Austurey, Sandey og slóðir Færeyingasögu á Skúfey í Færeyjum. Vestur- og Suður-Noregur með heimsfrægum fjörðum, dölum, bæjum og menningarminjum. Bergen, Harðangur, Osló, Lillehammer, Guðbrandsdalur og fegurstu firðir heims, Geiranger og Sognfjörður. Ferðast um í lúxusrútu með góðri leiðsögn og gist á bestu hótelum. Ljúf sigling með Norrænu milli landa. Bókið strax. Fararstjóri: Kristján M. Baldursson. Almennt verð 155.900 kr. Frændþjóðir og fegurstu firðir heims Einstök rútu- og skoðunarferð um Færeyjar og Noreg 12.–27. júní Vestfjarðaleið, Ferðaskrifstofa, Skógarhlíð 10, s. 562 9950, info@vesttravel.is Sjá heimasíðu: www.vesttravel.is , Bikiní Sundbolir Tankiní Sundsk‡lur Sundbuxur Sundfötin finnur flú í Útilíf Speedo er leiðandi merki í sund- fatnaði. Kynntu þér glæsilegt úrval af Speedo sundfötum í verslunum Útilífs, í Smáralind og Glæsibæ Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1500 og www.utilif.is Komdu við í Útilífi og kynntu þér fjölbreytt úrval af sundfötum, áður en þú skellir þér í sund eða ferð í sumarfrí. Speedo sundpokar tilvaldir fyrir unga sund- menn sem nú streyma á sundnámskeiðin. Sundpokar - 990 kr. Delmar tankiní - 6.990 kr.Delmar bandeau bikiní - 6.590 kr. Mesh spliced tankiní - 5.990 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 77 25 05 /2 00 2 Kjörskrá vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík 25. maí nk. liggur frammi almenningi til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 15. maí nk. fram á kjördag. Vakin er athygli á, að kjörskrána verður einnig að finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.rvk.is. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sé hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni. Athugasemdum við kjörskrá skal beina til borgarráðs. Borgarstjórnarkosningar 25. maí 2002 Kjörskrá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.