Morgunblaðið - 10.05.2002, Side 40
MINNINGAR
40 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Aðalheiður Jóns-dóttir var fædd á
Vestra-Skagnesi í
Mýrdal í Vestur-
Skaftafellssýslu 21.
júní 1913. Hún and-
aðist á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 24. apríl
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Jón
Jónsson frá
Skammadal, síðar
bóndi á Vestra-Skag-
nesi, f. 31.8. 1860, d.
10.6. 1929, og Sigríð-
ur Ófeigsdóttir hús-
freyja ættuð frá Vestra-Skagnesi,
f. 12.3. 1871, d. 29.10. 1942.
Systkini Aðalheiðar voru 12 tals-
ins og eru þau nú öll látin: Sig-
urgísli, f. 1892, Jórunn, f. 1893,
Eyjólfur, f. 1895, Eva Álfhildur, f.
1897, Jón, f. 1899, Hólmfríður, f.
1901, Jón, f. 1902, Steinþór Elías,
f. 1904, Magnús, f. 1906, Ólöf, f.
1908, og Aðalsteinn, f. 1910.
Aðalheiður ólst upp á Vestra-
Skagnesi og bjó þar til ársins
1945. Hún lauk hefðbundinni
skólagöngu. Aðalheiður fór í
Samvinnuskólann í
Reykjavík og dvaldi
við nám þar í eitt ár
en þurfti frá að
hverfa vegna veik-
inda. Aðalheiður
fluttist til Reykja-
víkur árið 1945
ásamt Ólöfu systur
sinni. Árið 1963 hóf
hún að reka sameig-
inlegt heimili með
Ólöfu systur sinni og
bjuggu þær saman
allt til ársins 1997 er
Ólöf lést. Árið 1999
flutti Aðalheiður í
íbúðir fyrir aldraða í Furugerði 1
og bjó hún þar til dauðadags. Að-
alheiður starfaði alla sína starfs-
ævi á „Drengjafatastofunni“, sem
Ólöf systir hennar rak. Frá árinu
1973 hófu þær systur sameigin-
legan rekstur og nefndist þá fyr-
irtækið „Fatabreytingar og við-
gerðir“ og var til húsa á Klappar-
stíg 11. Þær systur hættu rekstri
fyrirtækisins árið 1996.
Útför Aðalheiðar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Síðasta vetrardag, með sumarið
handan við hornið, kvaddi Aðalheið-
ur Jónsdóttir, eða Heiða frænka,
eins og ég heyrði á hana minnst af
vinkonu minni henni Siggu í bakarí-
inu. Oftar en ekki sagði Sigga frekar
,,Heiða og mamma“ því svo sam-
rýmdar voru þær systur að ekki var
minnst á aðra nema hinnar væri get-
ið um leið og fyrir manneskju eins og
mig, sem hafði þá ekki séð eða hitt
þær, en heyrt þeirra getið, var sem
um eina og sömu konu væri að ræða.
Oftar en ekki talaði Sigga vinkona
mín um að hún væri að fara að hitta
þær ,,mæður“ sínar, því vart mátti á
milli sjá hvort Heiða eða Ólöf væri
móðirin, þó svo að vissulega hefði að-
eins Ólöf þann heiður að vera blóð-
móðir Siggu.
Þær systur Ólöf og Heiða fæddust
á Skaganesi, ólust þar upp og bjuggu
í Mýrdalnum þar til Sigga var á
þriðja ári. Fluttu þær þá búferlum til
Reykjavíkur á Hjallaveg 46 og
bjuggu þar um skamman tíma og var
undirritaðri oft hugsað til mæðgn-
anna þegar ég árla morguns skaut
Morgunblaðinu inn um bréfalúgu í
kjallara þessa sama húss, áratugum
síðar, vitandi af sporum þeirra í
þessu umhverfi.
Heiða og Ólöf unnu saman á
saumastofunni sem sú síðarnefnda
stofnaði í kringum 1940 og höfðu
þær það starf með höndum allar göt-
ur síðan, þar til þær seldu húsnæðið
sem þær höfðu eignast á Klapparstíg
11 og notað undir starfsemi
Drengjafatastofunnar (síðar Fata-
breytinga- og viðgerðaþjónustan),
og luku sínu ævistarfi á vordögum
1995.
Fáeinum árum áður en þær systur
loka stofunni varð Aðalheiður fyrir
því óhappi, er hún var í sendiferð fyr-
ir saumastofuna, að þegar hún ætlaði
að fara fyrir hornið á Klapparstíg og
Laugavegi, var hún hlaupin niður af
síkátum unglingum fyrir slysni og
skelltist hún í götuna með þeim af-
leiðingum að hún axlarbrotnaði og
skaddaðist í andliti. Hún náði sér að
fullu eftir þetta og endurheimti
starfsgetu sína. Það var ekki fyrr en
við að fá fréttir af þessu atviki að ég
áttaði mig á því hve fullorðnar þær
systur væru orðnar og enn starfandi
samt sem áður.
Aðalheiður var mjög listfeng og
handlagin og marga fagra muni
skapaði hún og gaf sínum nánustu.
Veit ég að sú hæfni og handbragð
hafa bæði Sigga og hennar börn erft
frá þeim Skaganess-systrum.
Þessi heilaga þrenning eða ,,vitr-
ingarnir þrír“, þær Sigga, Heiða og
Ólöf, fóru oftsinnis í Ölfusborgir, or-
lofshús verslunarmanna, á sumrin og
nutu þar samverunnar og ekki síður
gesta er mættu til þeirra þar. Þó svo
að undirrituð hafi ekki sökum anna
getað nýtt sér gestrisni þeirra þar,
var alltaf gott að koma í eldhúskrók-
inn í Barmahlíðinni þar sem Heiða
dvaldi síðustu mánuðina í góðu yf-
irlæti og umönnun hjá Siggu og
hennar fjölskyldu. Það sem var
hennar líf og yndi undangengin ár
var að fylgjast með beinum útsend-
ingum frá Alþingi og hafði hún sínar
skoðanir á hlutunum og lét ófáar
greinar og skrif birtast á síðum
Morgunblaðsins og vandaði þá
stundum landsfeðrunum ekki kveðj-
una. „Lífið er pólitík og við eigum að
hafa skoðun á umhverfi, velferð og
framgangi þjóðar okkar og landsaf-
komu.“ Þetta voru einkunnarorð Að-
alheiðar.
Síðasta greinin sem hún skrifaði
veit ég að er hálfkláruð heima og
óbirt. Eitt af því síðasta sem Heiða
fársjúk hafði þrek til, var að vera
gestur Eyjólfs í fermingarboði 14.
apríl og af myndum að dæma virtist
ekki sem þar væri um veika, hvað þá
fársjúka konu að ræða, enda var hún
heldur ekki að mikla fyrir sér hlut-
ina. Hún hélt ótrauð áfram og kvart-
aði aldrei.
Þar sem Sigga hefur nú misst þær
báðar, móður sína árið 1997 og Heiðu
móðursystur sína núna, stendur hún
frammi fyrir miklum breytingum í
lífi sínu. Ég vil því óska henni alls
hins besta og veit að það veganesti
sem þessar tvær merkiskonur gáfu
henni í uppvextinum og síðar, mun
verða hvati að öllu því sem hún tekur
sér fyrir hendur í framtíðinni. Börn-
um og barnabörnum Siggu sem
misst hafa í Heiðu elskulega fóstur-
ömmu og góðan vin, óska ég velfarn-
aðar á þessari viðkvæmu stundu.
Þú ert laus frá lífsins þrautum
og liðin jarðarganga.
En áfram lifir á andans brautum
ævidaga langa.
Drottinn verndar dag og nótt
á dularvegi nýjum.
Aftur færðu aukinn þrótt
í eilífð ofar skýjum.
(Jóna Rúna Kvaran.)
,,Hvert ljós sem skín er tákn til
lífsins um frið og von“ (JRK).
Ég veit að Heiða var eins og ljós
sem skín. Blessuð sé minning Aðal-
heiðar Jónsdóttur,
Jóhanna B. Magnúsdóttir.
Elsku Heiða frænka er látin. Það
er sárt fyrir okkur sem erum eftir að
hún sé farin, en hvíld fyrir hana eftir
stutta en erfiða baráttu við krabba-
mein. Heiða hefur verið svo stór
þáttur í lífi mínu frá því ég fæddist.
Allar stundirnar sem ég átti með
henni og ömmu á saumastofunni eða
þegar ég gisti hjá þeim gleymast
aldrei. Ég sem lítil stelpa var að
vinna hjá þeim að eigin sögn en gerði
sjálfsagt lítið annað en að þvælast
fyrir þótt það breyttist með árunum
og hægt var að nýta mig í ýmis smá-
verk. Margar helgar sem barn og
unglingur gisti ég hjá Heiðu og
ömmu í Dvergabakkanum og var oft
grínast með það að þið amma ættuð
kannski að ættleiða mig svo oft var
ég hjá ykkur. Síðar tók Björn Hlyn-
ur sonur minn við af mér og átti
margar skemmtilegar stundir með
þér í pizza-áti og videoglápi og skildi
ég aldrei hvernig þú gast horft svona
á hvað sem er með honum. Ég og
mín fjölskylda vorum svo heppin að
búa hjá þér tvisvar sinnum. Lengst í
tvö ár uppi í risinu á Kaplaskjólsvegi
og voru það okkar skemmtilegustu
ár svo gaman var að vera með ykkur
ömmu. Heiða var mjög pólitísk og
hafði skoðanir á flestum hlutum og
vorum við nú ekki alltaf sammála.
Hún skrifaði margar greinar í DV og
Morgunblaðið og kom það í minn
hlut að setja þær á tölvutækt form
og skila inn til blaðanna. Heiða var
alltaf svo flott og glæsileg kona og
vildi hafa allt varðandi útlit á hreinu
og var mjög hress allt til síðasta
dags. Man ég þegar þið mammma
fóruð fyrir tveimur árum til Skot-
lands í skemmtiferð. Brunabjallan
fór í gang og þú vildir ekki fara af
stað út úr herberginu fyrr en hárið
var greitt og varaliturinn kominn á
sinn stað. Elsku Heiða, ég get haldið
endalaust áfram því minningarnar
eru svo margar. Glói litli skilur ekki
að þú sért farin og vill bara fara í
heimsókn því hann er viss um að þú
sért heima og saknar leiksins ykkar
þegar þið fóruð að leika Tomma og
Jenna og hann var músin og þú kött-
urinn – hann skilur það síðar.
Við sem eftir erum hér söknum
sárt frábærrar frænku og vinkonu
sem var eins og önnur amma, en ég
veit að millifærslan á milli heimanna
eins og við köllum það bíður okkar
allra og við sjáumst síðar, elsku
frænka.
Ólöf A. Þórðardóttir.
Mig langar að fara nokkrum orð-
um um góða konu. Aðalheiður eða
Heiða einsog við kölluðum hana var
að mörgu leiti sérstök kona. Allir eru
sérstakir á sinn hátt. Allt sem gott er
kom saman á einn stað þar sem
Heiða var. Hún vildi allt fyrir alla
gera og meinti það beint frá hjart-
anu. Oftlega áttum við skemmtilegar
samræður þar sem skoðanir voru
sterkar og ekki hvikað frá réttlætinu
á einn eða annan máta. Réttlætis-
kenndin einkenndi Heiðu hvar sem
hún fór. Ef eitt barnabarnið í fjöl-
skyldunni fékk eitthvað skyldu allir
fá hið sama. Eitt af því sem kennir
yngra fólki á samtíðina er að læra af
þeim eldri. Það sætti furðu minni hve
Heiða var alltaf vel inni í öllum mál-
um, hvort sem þau fjölluðu um
stjórnmál eða þau mál sem uppi voru
hverju sinni. Tíðarandanum fylgdi
hún þó aldurinn færðist yfir. Um
skeið bjuggum við Ólöf hjá ömmu og
Heiðu og var það góður tími. Einatt
var hugsað um okkur sem unga í
eggi. Allt skyldi gert til að ungu fjöl-
skyldunni og litla drengnum liði sem
best. Við áttum því láni að fagna að
fá annan lítinn dreng sem einnig
varð í miklu uppáhaldi hjá Heiðu.
Þegar Ólöf (lanka) féll frá missti
Heiða mikið. Frá þeim tíma fannst
mér halla undan fæti hjá henni, hún
saknaði systur sinnar. Eftir stutt en
ströng veikindi er hún nú komin til
systkyna sinna handan móðunnar
miklu og er örugglega í góðu yfirlæti
ásamt þeim sem henni þótti svo vænt
um.
Ég vil þakka Heiðu fyrir það sem
hún gerði fyrir mig og mína og bið
Guð og góðar vættir að fylgja henni í
nýjum heimkynnum.
Pétur R. Pétursson.
Elsku Heiða mín. Þú ert besta
frænka mín sem ég hef átt. Þú fórst í
friði og komst aftur í nýju ljósi. Þú
komst sem engill guðs. Takk, Heiða,
fyrir allar stundirnar okkar saman á
Kaplaskjólsveginum og í Furugerði.
Björn Hlynur Pétursson.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Elsku Heiða.
Við þökkum þér fyrir öll góðu árin.
Eyjólfur, Jóna, Eyjólfur
Aðalsteinn og Ída Bjarney.
Elsku Heiða mín, með þessum
orðum langar mig að kveðja þig og
þakka þér fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig og mína fjölskyldu.
Síðastliðna 15 mánuði barðist þú
hetjulega við krabbamein og þurftir
að gefa eftir að lokum. Kvalir þínar
voru ógurlegar, elsku Heiða mín, og
var mjög sárt að horfa á þig þjást
AÐALHEIÐUR
JÓNSDÓTTIR
! ""
!! "# $!!%
#&## !% '!
(!)
&)&# !% #* #
% +'
!"
!" # #$!!
$%&
$%& '(
)#$) #$!!
))# *'(
& #$!! *() !#$'(
$")(( '( +))
))#$!!
! ,-( '( .%(#) )#$!!
.(() '( /) + !)
&012( '(
),#3 (#$!!
4- '( ()5"6 (#$!!
2, .78! "'! 9' (& 8! "'!
0)()02('&0)()0)()02(7
!
"# $$ %$$ &$
#' # "# $ &$ ( $ )#
*)$ "# $ )# $ (+#$ ,# &$
$ ! "# $ )# $$ -# ./$,# &$
,#$,+#$ & ,#$,#$,+#$!
!
" #$
%&!# '()
*"$ + ) ',)(()
!"
#
$
$ $%
&
'
'#"
(# )
)
! "#$ % & '((!
) '* '((! ( ! % + , ! (#-
. $ /- '((!
$001 $00+$ 2