Morgunblaðið - 10.05.2002, Page 46
MINNINGAR
46 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigríður Reynis-dóttir fæddist í
Reykjavík 13. desem-
ber 1976. Hún varð
bráðkvödd á heimili
sínu 2. maí síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar eru Þóra Sigurðar-
dóttir og Reynir H.
Sæmundsson. Systir
Sigríðar er Jódís
Ólafsdóttir, maður
hennar er Jóhannes
Ellert Eiríksson, þau
eiga tvö börn, Þóri og
Fjólu. Unnusti Sigríð-
ar er Björn Ásbjörns-
son. Foreldrar hans eru Kristín
Guðnadóttir og Ásbjörn Björns-
son. Bróðir Björns er Guðni og
unnusta hans er
Kristbjörg Sölva-
dóttir.
Sigríður ólst upp í
Kópavogi og bjó
lengst af á Kópa-
vogsbraut 74. Hún
gekk í Kársnesskóla,
síðan Þinghólsskóla
og lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum
í Kópavogi 1996. Sig-
ríður stundaði nám í
læknisfræði við Há-
skóla Íslands og var
að ljúka 5. ári nú í
vor, þegar hún lést.
Útför Sigríðar verður gerð frá
Digraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Það er í janúar 1996, ungt fólk
komið saman heima hjá okkur að
undirbúa þátttöku í spurninga-
keppninni „Gettu betur“ fyrir hönd
Menntaskólans í Kópavogi. Það er
ákafi í unga fólkinu. Þjálfarinn er
með hraðaspurningar, bjölluspurn-
ingar og allt sem gæti komið fyrir í
sjálfri keppninni. Við höfðum gam-
an af að fylgjast með unga fólkinu
og hvað þau voru dugleg að svara.
Í liðinu voru Björn sonur okkar og
Sigríður Reynisdóttir ásamt fleir-
um. Þetta voru fyrstu kynni okkar
af Siggu. Seinna um vorið voru þau
Sigga og Bjössi orðin kærustupar.
Sex hamingjurík ár líða og svo
verður Sigga bráðkvödd í svefni á
heimili þeirra og foreldra hennar 2.
maí sl.
Við þetta ótímabæra fráfall
Siggu leitar hugurinn í allar góðu
minningarnar sem við eigum um
hana. Við borðuðum oft saman á
kvöldin en þau eru sérstaklega eft-
irminnileg öll notalegu föstudags-
kvöldin þar sem krakkarnir hafa
verið hér öll, Sigga, Bjössi, Guðni
og Krissa og við höfum notið þess
að borða saman góðan mat og
spjalla saman. Nýlega áttum við
sérlega ánægjulegt svona kvöld
þar sem allir við matarborðið
sögðu frá því hvað þeir hefðu verið
að gera síðustu daga. Þetta var svo
skemmtilegt að við vorum ákveðin í
að endurtaka það sem oftast, Sigga
var þá einmitt nýbúin með verkefni
sem við fengum að heyra um. Það
var svo sjaldgæft að hún segði á
þennan hátt frá því hvað hún var
að fást við, það var nú ekki hennar
stíll að vera neitt að flagga sínu,
svo við höfðum einstaklega gaman
af því að fá að heyra hvað hún var í
raun að fást við merkilega hluti.
Nú verður Siggu sárt saknað á
þessum kvöldum, sem og í lífi okk-
ar öllu, því við vonuðumst til að fá
að hafa hana til framtíðar og litum
orðið á hana sem dóttur á heim-
ilinu, eftir 6 ára samveru var það
orðið svo sjálfsagt. Enda var farið
að velta fyrir sér brúðkaupi og
íbúðarkaupum.
Sigga var afburða námsmaður og
dúx á stúdentsprófi í Menntaskól-
anum í Kópavogi í sínum árgangi.
Eftir stúdentspróf lá leið hennar í
læknisfræði. Námið stundaði hún
af miklum dugnaði og samvisku-
semi og var að klára sitt fimmta ár
í greininni. Það var gaman að fá að
fylgja Siggu og Bjössa út á flugvöll
í mars síðastliðnum. Gleðin skein
úr augunum og tilhlökkun yfir að
fá að fara þessa ferð. Þau voru á
leiðinni til New York, en þangað
hafði Siggu verið boðið á ársþing
bandarísku astma- og ónæmis-
fræðisamtakana (AAAA&I) til að
kynna niðurstöðu úr rannsóknum í
ónæmisfræði sem tengdist soreas-
is, en þessu verkefni hafði hún lagt
lið sitt með rannsóknarstörfum hér
á landi. Það var hamingjusamt
ungt par sem kom heim aftur eftir
ánægjulega daga í New York,
Sigga búin að kynna niðurstöðurn-
ar og allt gekk svo vel.
Eftir lát Siggu var örlítil huggun
harmi gegn að fá að heyra Björn
Rúnar leiðbeinanda hennar segja
frá því hvað hún stóð sig vel og að
það væru ekki margir nemar á
fimmta ári sem hefðu átt stóran
þátt í þrem merkilegum rannsókn-
um sem munu nýtast læknisfræð-
inni í framtíðinni. Við sem hlýddum
á höfðum ekki gert okkur grein
fyrir þessu fyrr, enda var Sigga
einstaklega hógvær og státaði ekki
af eigin afrekum.
Á heimili okkar ríkir mikil flug-
della og umræður um flug og flug-
vélar eru daglega á lofti. Sigga tók
virkan þátt í þeim umræðum og
setti sig vel inn í þau mál og kom
flugdelluliðinu sífellt á óvart með
þekkingu sinni á orðatiltækjum,
fagmáli og flugvélategundum sem
hún þekkti. Hana munaði ekki mik-
ið um að leggja þetta á sig til að
geta verið með í umræðunum og
hvatti sinn heittelskaða óspart
áfram í flugnáminu. Hún hafði líka
mjög gaman af að flújga með hon-
um og þær voru ófáar ferðirnar
sem þau svifu saman um loftin blá.
Hún er líka eftirminnileg er ferðin
sem Sigga fór með okkur tilvon-
andi tengdaforeldrunum fyrir
tveimur árum til Flórída að heim-
sækja Bjössa sinn sem var þar í
flugþjálfun. Við áttum saman
ógleymanlega daga þar sem við
ferðuðumst um allan Flórídaskag-
ann fljúgandi öll fjögur á ótrúleg-
ustu staði. Í þessari ferð kynnt-
umst við Siggu enn betur. En það
er líka sérstakt í lífi Bjössa og
Siggu hvað þau náðu að gera
margt saman og ferðast töluvert.
Elsku Sigga, nú hefur þú hafið
flugið langa. Við skiljum ekki til-
ganginn með þessu öllu saman og
fáum engu breytt, en síðasta útkall
kemur alltaf óundirbúið. Lífið held-
ur áfram, en það verður aldrei
eins. Þökk fyrir samfylgdina og allt
það góða sem þú gafst okkur og
Bjössa. Þú lifðir í friði. Far þú í
friði.
Elsku Bjössi okkar, Þóra, Reyn-
ir, Jódís og fjölskylda. Við biðjum
algóðan Guð að umvefja ykkur og
styðja ykkur og styrkja í ykkar
mikla missi.
Blessuð sé minning Sigríðar
Reynisdóttur.
Kristín og Ásbjörn
Guðni og Kristbjörg.
„Sigga er dáin. Hún varð bráð-
kvödd í morgun.“ Þannig hljóðaði
símtal sem við fengum laust eftir
hádegi fimmtudaginn 2. maí.
Vantrú kom upp í hugann, þetta
gat ekki verið rétt. Innst inni von-
uðumst við eftir öðru símtali sem
segði að þetta hefði bara verið mis-
skilningur. Það símtal kom ekki.
Það er langt síðan að við fréttum
að Bjössi frændi Guðna væri kom-
inn með kærustu upp á arminn.
Það var óvænt ánægja að stúlka sú
var Sigga úr vesturbænum í Kópa-
vogi. Við höfðum verið málkunn-
ugar sem börn, en ekki hist í mörg
ár þar á eftir. Þetta var upphafið
að löngu og skemmtilegu tímabili
sem einkenndist af því að hittast á
tveggja vikna fresti og horfa á
formúluna. Við vorum fjögur pör
sem hittumst reglulega í Garða-
bænum. Fljótlega fór vinskapurinn
að vinda upp á sig og við fórum
saman í sumarbústað, í tjaldferðir
um verslunarmannahelgina, grill-
uðum saman og héldum jólahlað-
borð. Það var einstakt hvað við
náðum öll vel saman. Við höfðum
öll sama markmið: að hafa það
gott.
Þegar við erum ung finnst okkur
það sjálfsagt að næstu 20, 30, 40
árin verði lífið óbreytt, við höldum
áfram að hittast, ekkert kemur fyr-
ir. Við teljum lífið svo sjálfsagt að
erfitt er skilja af hverju þetta gerð-
ist. Afhverju Sigga, sem átti fram-
tíðina fyrir sér? Hún sem ætlaði að
verða læknir, hún sem kenndi Ástu
Margréti á stultur, sú sem vann
okkur oftast í Viltu vinna milljón.
Sigga sem var svo gaman að
spjalla við. Sigga sem kom fram
við alla sem jafningja.
„Sigga var góð“ sagði Hafþór
Andri, „hún ætlaði að verða læknir
og hún situr alltaf í sófanum þegar
formúlan er“. Við vorum góður
hópur og áttum góðar stundir.
Þannig verður það áfram – með
Siggu í hjarta okkar. Líklega hefur
Hafþór Andri rétt fyrir sér, hún
mun sitja áfram með okkur í sóf-
anum.
Ei vitkast sá er verður aldrei hryggur,
hvert visku barn á sorgar brjóstum
liggur.
Á sorgarhafs botni sannleiksperlan skín,
þann sjóinn máttu kafa, ef hún skal
verða þín.
(Steingrímur Thorsteinsson.)
Elsku Bjössi þú átt hug okkar
allan. Þér, foreldrum Siggu og öðr-
um ástvinum vottum við okkar
innilegustu samúð.
Blessuð sé minning Siggu.
Guðlaug og Helgi.
Á fallegum vordegi fengum við
þær sorgarfréttir að Sigga bekkj-
arsystir okkar væri dáin. Aðdrag-
andinn var enginn og því verður
áfallið þeim mun þyngra og óraun-
verulegra.
Í janúar 1998 komum við fyrst
saman í Læknagarði eftir að nið-
urstöður samkeppnisprófa lágu
fyrir. Eftirvæntingin var mikil þar
sem við fengum loksins að sjá and-
litin á bak við kennitölurnar 36 og
eitt þeirra var Sigga. Það var mikil
gleði og veisluhöld þessa önnina og
hópurinn náði vel saman. Sigga lét
sig aldrei vanta og Bjössi hennar
varð strax einn af hópnum.
Á þessum fimm árum sem liðin
eru höfum við smám saman kynnst
henni Siggu. Hún var frábær
manneskja sem öllum þótti vænt
um. Hógvær og rólynd við fyrstu
sýn og við nánari kynni komu fleiri
góðir eiginleikar í ljós. Henni tókst
alltaf að vera undirbúin fyrir tíma
og vel lesin fyrir próf ásamt því að
stunda félagslífið af kappi og njóta
lífsins með Bjössa.
Það hefur verið gaman að fylgj-
ast með Siggu eflast og blómstra í
gegnum námið. Rannsóknarverk-
efni 4. árs vakti áhuga hennar á
ónæmisfræði og fyrir stuttu náði
hún þeim frábæra árangri að
kynna niðurstöður rannsókna sinna
í New York á merku þingi í ónæm-
isfræðum. Það lýsir Siggu vel að
þrátt fyrir þennan framúrskarandi
árangur var hún ekki að hreykja
sér af afrekum sínum.
Öll eigum við okkar minningar
um hana Siggu og við getum verið
sammála um að hún var gull af
manni. Við vottum Bjössa, fjöl-
skyldu Siggu og tengdafjölskyldu
okkar dýpstu samúð.
Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi
því táradaggir falla stundum skjótt
og vinir berast burt á tímans straumi
og blómin fölna’ á einni hélunótt. –
Því er oss best að forðast raup og reiði
og rjúfa hvergi tryggð né vinarkoss,
en ef við sjáum sólskinsblett í heiði,
að setjast allir þar og gleðja oss.
(Jónas Hallgrímsson.)
Við minnumst Siggu með hlýhug
og minning hennar mun lifa áfram
í hugum þeirra sem hana þekktu.
Hún var og er engill.
Bekkjarfélagar í læknisfræði.
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við vinkonurnar kveðja hana
Siggu okkar með söknuði. Lífið
getur verið miskunnarlaust en
aldrei héldum við að svona hart
gæti það orðið. Efnileg ung kona í
blóma lífsins hrifin burt frá ástvin-
um. En kannski vegna þess hve
hún var einstök hefur verið þörf
fyrir hana á betri stað.
Við þökkum fyrir ástúð alla,
indæl minning lifir kær,
núna mátt þú höfði halla,
við herrans brjóst, er hvíldin vær.
Í sölum himins sólin skín,
við sendum kveðju upp til þín.
(H.J.)
Við vottum Bjössa og öðrum að-
standendum okkar innilegustu
samúð.
Hlín Ólafsdóttir,
Sigríður Björk
Halldórsdóttir.
Um það bil þegar kvöldroði sól-
arinnar framkallaðist á fagurbláum
himninum undir kvöld, fimmtudag-
inn 2. maí s.l. hringdi farsíminn og
Bjössi vinur minn tilkynnir mér þá
sorgarfregn að unnusta hans hafi
látist þá um morguninn, orðið
bráðkvödd. Hugurinn lamaðist og
vanmáttugur stamaði maður og
stundi fram samúð, hluttekningu
og stuðning. Fyrirvaralaust er
þessi ungi efnilegi maður sviptur
ástinni sinni. Allt í einu er tilver-
unni nánast slegið á frest í sjálf-
sagðri og gleðilegri tilvist þessara
ungmenna, þessa ástfangna pars,
sem allt gekk svo vel hjá. Fyr-
irvaralaust deyr efnileg blómarós,
og er hrifsuð frá ástinni sinni, for-
eldrum, tengdaforeldrum, ættingj-
um og ástvinum öllum og bjartri
framtíð hér í jarðvistinni sem svo
sannarlega blasti við þessum efni-
legu ungmennum á allan hátt.
Siggu í námi sínu í læknisfræði,
þar sem hún hugðist leggja stund á
vísinda- og rannsóknarstörf og
Bjössi sem atvinnuflugmaður. Já
tilhlökkun ungmennanna var mikil.
Framtíðin var þeirra, en margt fer
öðru vísi en ætlað er segir mál-
tækið. Nú grætur samkór ættingja
og vina og syrgir látinn ástvin, vin-
konu sem nú heldur til æðra til-
verustigs. Við verðum bara að trúa
því að það sé tilgangur með þessu,
hversu erfitt sem það nú annars er
á stundu sem þessari.
Minningarbrot um ástfangið par
og ýmsar stundir með þeim sækja
á, eins og Flórídaferðin fyrir
tveimur árum, nánast upp á dag,
þar sem Sigga ásamt foreldrum
Bjössa, þeim Ásbirni og Kristínu,
fóru til að heimsækja kappann þar
sem hann dvaldi við flugþjálfun í
Flórída og ég ásamt syni mínum
sem vorum í afmælisferð. Á sjálfan
afmælisdaginn minn heiðraði þetta
ágæta fólk mig með því að bjóða
okkur feðgum í ógleymanlegt út-
sýnisflug yfir Flórída. Um kvöldið
var svo slegið upp veislu á veit-
ingahúsi. Fyrir mig og okkur feðga
var þetta vinarvottur sem gleymist
aldrei. Sigga átti sinn þátt í að
gera daginn ógleymanlegan með
nærveru sinni og léttleika.
Ekki get ég sagt að ég hafi
þekkt Siggu svo mjög, en í hvert
sinn sem ég hitti þau Siggu og
Bjössa var alltaf svo bjart yfir
þeim. Stutt í brosið og jafnan var á
ferð hresst og afslappað par sem
heillaði mann alltaf upp úr skónum
með yfirvegaðri og vandaðri fram-
komu. Það er enn bjart yfir þeim
báðum það fullyrði ég; Bjössa í
jarðvistinni og Siggu þar sem hún
er nú í nýjum heimkynnum eilífð-
arinnar. Sagt er að tíminn lækni öll
sár og þó það sé kannski ekki alls-
kostar rétt er það staðreynd að eft-
ir því sem frá líður mildast sárið á
sálinni og það lærist að lifa með
því. Það mun alltaf stafa ljómi og
birta af ykkur báðum, hvoru á sínu
stigi tilverunnar Við Bjössa segi ég
á þessari erfiðu stundu: Þú munt
tvíeflast við þessa ótímabæru lífs-
reynslu og éghvet þig til að horfa
björtum augum til framtíðarinnar,
jafnvel þó sárt sé um stund. Þín
bíður björt framtíð og þegar þok-
unni léttir muntu sjá ljósið í lífinu
sjálfu og munt lifa með ánægju-
legar og dýrmætar minningar um
elskulega unnustu og vinkonu.
Mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur til þín Bjössi minn, foreldra
Siggu, tengdó, þau Ása og Krist-
ínu, Guðna og Kristbjargar sem og
til allra annarra ættingja og vina.
Guð blessi minningu Sigríðar
Reynisdóttur.
Rúnar Sig. Birgisson.
Þó við séum ekki gamlar þá er
vinskapur okkar Siggu níu ára
gamall. Ég kynntist Siggu high í
fyrsta bekk í menntó. Báðar vorum
við metnaðargjarnar og námsfúsar
og til að vinskapurinn héldist gerð-
um við sáttmála um að láta ein-
kunnirnar aldrei koma upp á milli
okkar.
Óteljanlegar eru stundirnar sem
við hlustuðum á Led Zeppelin í
Ladamobil, þetta var eina spólan í
bílnum og ég hef ekki ennþá fengið
leið á henni.
Eftir menntaskólann skildu leið-
ir okkar að hluta en þó gafst iðu-
lega tími fyrir útilegur, partý, sum-
arbústaðaferðir og spilakvöld, sem
var seinast fyrir tveimur vikum.
Sigga er ein af þeim fáu sem ég
hef alla tíð haft tröllatrú á og eng-
ar áhyggjur af, henni tókst yfirleitt
það sem hún ætlaði sér.
Takk fyrir samveruna, Sigga
mín.
Emelía.
Við fáum ekki skilið hvers vegna
þú fékkst ekki lengri tíma með
okkur. Allir sem þekkja þig sáu að
þér gekk allt í haginn. Þú varst
hamingjusöm, námsfús og glöð. Við
trúðum að þín biði áframhaldandi
skemmtilegt og krefjandi líf. Fleiri
áfangar til að sigrast á. Lífið virtist
brosa við þér og þínu fólki. Fyr-
irvaralaust varst þú tekin frá okk-
ur öllum. Hver tilgangurinn með
fráfalli þínu er er erfitt að sjá og
skilja. Eflaust bíða þín verðug
verkefni á öðrum stað. Ef svo er
munt þú leysa þau jafnvel af hendi
og öll þau verk sem þú tókst á
hendur í lifandi lífi.
Sigga mín, hvers vegna? Við vit-
um að þú getur ekki svarað því
frekar en aðrir. Sumt fáum við
ekki skilið. Í bænum okkar munum
við biðja um styrk handa foreldr-
um þínum, unnusta og öðrum ást-
vinum. Þú átt góða að þar sem þú
ert nú. Við vitum að vel var á móti
þér tekið. Í því er huggun. Guð
styrki okkur öll.
Þínar frænkur.
Kristborg, Eva Björk
og Hildur Sif.
SIGRÍÐUR
REYNISDÓTTIR
! "
# $%
"
!
"#
$
# %