Morgunblaðið - 10.05.2002, Side 48
FRÉTTIR
48 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
mbl.is
Skagfirðingar ath.
Hið árlega gestaboð Skagfirðingafélagsins í
Reykjavík verður sunnudaginn 12. maí nk. í
félagsheimilinu Drangey, Stakkahlíð 17.
Húsið opnað kl. 13.30. Allir velkomnir.
Stjórnin.
Aðalfundur GFF árið 2002
verður haldinn í Krísuvíkurskóla föstudag-
inn 17. maí kl. 16.30.
Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Stjórnin.
SKIPULAGS- OG
BYGGINGARMÁL
Í REYKJAVÍK
Skipholti 70 // 105 Reykjavík // Sími 553 1277 // Netfang: baldur@mfh.is
Skrifstofan er opin kl. 8.30-16.00 mánudaga til fimmtudaga og 8.30-15 föstudaga
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
/
G
A
R
Ð
A
R
G
U
Ð
JÓ
N
S
S
O
N
- fundur með forystumönnum framboðanna
Meistarafélag húsasmiða gengst fyrir fundi með forystu-
mönnum D-lista, F-lista og R-lista um skipulags- og
byggingarmál í Reykjavík föstudaginn 10. maí kl. 18.
Fundurinn verður haldinn í sal meistarafélaganna á 2.
hæð í Skipholti 70.
Frambjóðendur halda stutt framsöguerindi en síðan verða
umræður og fyrirspurnir. Verktakar í byggingariðnaði eru
hvattir til að mæta, kynnast stefnu framboðanna og koma
sjónarmiðum sínum á framfæri við þau.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 12 1835107½ Lf.
Í kvöld kl. 20.00: Bæn og lof-
gjörð í umsjón Elsabet Daníels-
dóttur.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FASTEIGNIR
FRÉTTIR
mbl.is
LAUGARDAGINN 11. maí braut-
skráir Hólaskóli, Hólum í Hjaltadal,
hestafræðinga og leiðbeinendur.
Athöfnin fer fram í Hóladómkirkju
og hefst kl. 14.00. Þar mun land-
búnaðarráðherra, Guðni Ágústs-
son, ávarpa nemendur og gesti.
Með þessari hátíð hefst formlega
120 ára afmælisár Hólaskóla.
Að athöfninni lokinni er boðið til
kaffiveislu. Þá hefst dagskrá sem
byrjar á því að fulltrúar sveitarfé-
lagsins Skagafjarðar og Hólaskóla
skrifa undir formlega viljayfirlýs-
ingu um samstarf um að efla Hóla í
Hjaltadal annars vegar sem þekk-
ingarsetur og miðstöð háskóla-
menntunnar í héraðinu og hins veg-
ar sem einn af byggðakjörnum
svæðisins. Í tilefni af afmælinu
verður opnuð sýning um sögu skól-
ans.
Brautskráning á Hólum
NÚ um helgina, 11. og 12. maí, bjóða
eldri Kópavogsbúar fólki að skoða þá
fjölbreyttu vinnu sem unnin hefur
verið í vetur í félagsheimilunum Gjá-
bakka, Fannborg 8, og Gullsmára,
Gullsmára 13. Sýningarnar verða
opnar frá kl. 14:00 til 18:00 báða dag-
ana og verða smiðjur í gangi milli kl.
15:00 og 16:00 í báðum félagsheimil-
unum á sama tíma. Áhugavinnan
verður sýnd frá kl. 14:00 til 16:30 í
báðum félagsheimilunum
Ljóðahópur Gjábakka flytur
frumsamin ljóð kl. 20:00 laugardag-
inn 11. maí í Gjábakka og er dag-
skráin öllum opin.
Nafnlausi leikhópurinn sem starf-
ar innan félagsstarfsins frumsýnir
ásamt Smellurum í Hana-nú nýtt ís-
lenskt leikrit í hjáleigunni í Félags-
heimili Kópavogs, Fannborg 2 laug-
ardaginn 11. maí kl. 14 og verða
sýningar frá 12. til 18. maí á sama
stað og tíma.
Bókmenntaklúbbur Hana-nú flyt-
ur dagskrá tileinkaða aldarafmæli
Halldórs Laxsness í nýju húsnæði
Bókasafns Kópavogs í nýju menn-
ingarmiðstöðinni sem opnuð verður
11. maí.
Allir eru velkomnir á viðburði
helgarinnar í félagsstarfi aldraðra í
Kópavogi.
Vorsýning í
Gjábakka og
Gullsmára
UNGMENNADEILD Norræna fé-
lagsins, Nordklúbbur, stendur fyrir
kynningarkvöldi á verkefninnu
Nordjobb laugardaginn 11. maí
klukkan 20 í Norræna húsinu.
Nordjobb er verkefni sem gefur
norrænum ungmennum á aldrinum
18–25 ára kost á sumarstarfi í öðru
norrænu landi. Nordjobb-verkefnið
hefur verið við lýði frá árinu 1985 við
góðan orðstír. Á hverju ári halda
hátt í 200 íslensk ungmenni til starfa
á Norðurlöndum og ríflega 100 nor-
ræn ungmenni fá vinnu á Íslandi.
Á kynningarkvöldinu verða fyrr-
verandi Nordjobbarar, ungt fólk frá
Norðurlöndum, starfsfólk Nordjobb
á Íslandi, formaður Nordklúbbsins
og verkefnisstjóri Snorra-verkefnis-
ins.
Kvöldið er ætlað öllum sem hafa
sótt um Nordjobb eða hafa annars
áhuga á möguleikum sem standa til
boða, t.d. Norrænni menningarrútu,
Ferð til Nordkap, Snorra West eða
Cafe Norden.
Kynning á
Nordjobb
FATLAÐIR geta nú notið þess að
fara á hestbak á tveimur sérhönn-
uðum hnökkum sem Reykjavíkur-
deild Rauða kross Íslands hefur gef-
ið reiðskólanum Þyrli.
Erlendur Sigurðsson söðlasmiður
gerði hnakkana. Á hnakkana er
hægt að festa sérbúið bak og á því
eru ólar sem eru spenntar utan um
einstaklinginn, sem þannig fær góð-
an stuðning. Með gjöfinni vill
Reykjavíkurdeild Rauða krossins
stuðla að því að fatlaðir geti notið
endurhæfingar og útivistar á hest-
baki.
Reiðskólinn Þyrill hefur á undan-
förnum árum boðið fötluðum á hest-
bak og notið til þess styrkja frá ýms-
um aðilum. Þessi þjálfun bætir
úthald og jafnvægi þeirra fötluðu
einstaklinga sem geta nýtt sér þjón-
ustuna.
Áhugi fatlaðra á reiðmennsku hef-
ur stóraukist að undanförnu. Hreyf-
ingarnar sem þeir fá á hestbaki eru
margar og mismunandi, taldar vera
um það bil 200.
Fötluðum boðið
í reiðtúr
GIGTARFÉLAG Íslands stendur
fyrir gönguferð um Laugardalinn
laugardaginn 11. maí kl. 11 og verð-
ur gengið frá húsakynnum félags-
ins í Ármúla 5. Gert er ráð fyrir
fremur þægilegri klukkutíma
göngu sem ætti að henta flestum.
Einn af kennurum hópþjálfunar
gengur með hópnum og sér um
létta upphitun í byrjun og teygjur í
lokin, segir í fréttatilkynningu. Öll-
um er frjáls þátttaka, bæði fé-
lagsmönnum GÍ og öðrum. Ekkert
gjald.
Gengið um
Laugardal
HIN árvissa póstganga Íslands-
pósts verður farin laugardaginn 11.
maí. Í póstgöngum Íslandspósts
hefur verið reynt að feta í fótspor
fyrri alda landpósta og varð leiðin
frá Hellisheiði til Hveragerðis fyrir
valinu í þetta sinn.
Fyrirkomulag göngunnar í ár
verður með svipuðu sniði og áður.
Lagt verður af stað frá ýmsum stöð-
um á höfuðborgarsvæðinu. Ekið
verður í rútum upp á Hellisheiði og
þaðan gengið til Hveragerðis sem
mun taka u.þ.b. þrjár klst. og fylgja
rúturnar lengst af. Í Hveragerði
verður boðið upp á grillaðar pylsur
og ávaxtasafa. Póstkort með póst-
göngustimpli ásamt göngubolum
verða afhent þeim sem mæta í göng-
una.
Þetta er gömul póstgönguleið sem
farin var yfir Hellisheiði austur fyr-
ir fjall. Með í för verður leiðsögu-
maður frá Hveragerði, Björn Páls-
son, sem er vel kunnugur á þessum
slóðum.
Rútur koma við á pósthúsum og
sækir göngumenn. Önnur rútan
leggur af stað frá Pósthúsinu í
Hafnarfirði kl. 9.30 og kemur við á
pósthúsunum í Garðabæ, Kópavogi
og Mjódd. Hin rútan legguraf stað
frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9.30 og
kemur við á Pósthúsinu á Grensás-
vegi, Póstmiðstöðinni Stórhöfða 32
og í Mosfellsbæ. Áætlaður komutími
til Reykjavíkur er kl. 17.
Póstganga
Íslandspósts
HIN árlega messa og kirkjukaffi Ís-
firðingafélagsins fer fram sunnudag-
inn 12. maí kl. 14 í Áskirkju við Vest-
urbrún í Reykjavík. Allir Ísfirðingar
eru velkomnir.
Sveinbjörn Bjarnason prestur á
Þórshöfn á Langanesi messar. Kór
brottfluttra Ísfirðinga syngur. Veit-
ingar verða í umsjón Breiðholtsbak-
arís, segir í fréttatilkynningu.
Messa og kirkju-
kaffi Ísfirðinga-
félagsins
ÖLL börn í 1. bekk Nesjaskóla
fengu nýlega reiðhjólahjálma að
gjöf frá Kiwanismönnum á Höfn.
Þetta er sjötta árið sem Kiwanis-
klúbburinn Ós gefur sjö ára börn-
um hjólahjálma en 43 börn fengu
hjálm að þessu sinni.
Samstarfsaðilar Kiwanismanna í
þessu verkefni eru sem fyrr Spari-
sjóður Hornafjarðar og nágrennis
og Vörður vátryggingafélag. Kiw-
anismenn stilltu hjálmana fyrir
börnin og brýndu fyrir þeim nauð-
syn þess að nota hjólahjálma.
Gulir hjálmar á öll sjö ára börn
Hornafirði. Morgunblaðið.