Morgunblaðið - 10.05.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.05.2002, Blaðsíða 48
FRÉTTIR 48 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is Skagfirðingar ath. Hið árlega gestaboð Skagfirðingafélagsins í Reykjavík verður sunnudaginn 12. maí nk. í félagsheimilinu Drangey, Stakkahlíð 17. Húsið opnað kl. 13.30. Allir velkomnir. Stjórnin. Aðalfundur GFF árið 2002 verður haldinn í Krísuvíkurskóla föstudag- inn 17. maí kl. 16.30. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. SKIPULAGS- OG BYGGINGARMÁL Í REYKJAVÍK Skipholti 70 // 105 Reykjavík // Sími 553 1277 // Netfang: baldur@mfh.is Skrifstofan er opin kl. 8.30-16.00 mánudaga til fimmtudaga og 8.30-15 föstudaga M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN / G A R Ð A R G U Ð JÓ N S S O N - fundur með forystumönnum framboðanna Meistarafélag húsasmiða gengst fyrir fundi með forystu- mönnum D-lista, F-lista og R-lista um skipulags- og byggingarmál í Reykjavík föstudaginn 10. maí kl. 18. Fundurinn verður haldinn í sal meistarafélaganna á 2. hæð í Skipholti 70. Frambjóðendur halda stutt framsöguerindi en síðan verða umræður og fyrirspurnir. Verktakar í byggingariðnaði eru hvattir til að mæta, kynnast stefnu framboðanna og koma sjónarmiðum sínum á framfæri við þau. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 12  1835107½  Lf. Í kvöld kl. 20.00: Bæn og lof- gjörð í umsjón Elsabet Daníels- dóttur. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FASTEIGNIR FRÉTTIR mbl.is LAUGARDAGINN 11. maí braut- skráir Hólaskóli, Hólum í Hjaltadal, hestafræðinga og leiðbeinendur. Athöfnin fer fram í Hóladómkirkju og hefst kl. 14.00. Þar mun land- búnaðarráðherra, Guðni Ágústs- son, ávarpa nemendur og gesti. Með þessari hátíð hefst formlega 120 ára afmælisár Hólaskóla. Að athöfninni lokinni er boðið til kaffiveislu. Þá hefst dagskrá sem byrjar á því að fulltrúar sveitarfé- lagsins Skagafjarðar og Hólaskóla skrifa undir formlega viljayfirlýs- ingu um samstarf um að efla Hóla í Hjaltadal annars vegar sem þekk- ingarsetur og miðstöð háskóla- menntunnar í héraðinu og hins veg- ar sem einn af byggðakjörnum svæðisins. Í tilefni af afmælinu verður opnuð sýning um sögu skól- ans. Brautskráning á Hólum NÚ um helgina, 11. og 12. maí, bjóða eldri Kópavogsbúar fólki að skoða þá fjölbreyttu vinnu sem unnin hefur verið í vetur í félagsheimilunum Gjá- bakka, Fannborg 8, og Gullsmára, Gullsmára 13. Sýningarnar verða opnar frá kl. 14:00 til 18:00 báða dag- ana og verða smiðjur í gangi milli kl. 15:00 og 16:00 í báðum félagsheimil- unum á sama tíma. Áhugavinnan verður sýnd frá kl. 14:00 til 16:30 í báðum félagsheimilunum Ljóðahópur Gjábakka flytur frumsamin ljóð kl. 20:00 laugardag- inn 11. maí í Gjábakka og er dag- skráin öllum opin. Nafnlausi leikhópurinn sem starf- ar innan félagsstarfsins frumsýnir ásamt Smellurum í Hana-nú nýtt ís- lenskt leikrit í hjáleigunni í Félags- heimili Kópavogs, Fannborg 2 laug- ardaginn 11. maí kl. 14 og verða sýningar frá 12. til 18. maí á sama stað og tíma. Bókmenntaklúbbur Hana-nú flyt- ur dagskrá tileinkaða aldarafmæli Halldórs Laxsness í nýju húsnæði Bókasafns Kópavogs í nýju menn- ingarmiðstöðinni sem opnuð verður 11. maí. Allir eru velkomnir á viðburði helgarinnar í félagsstarfi aldraðra í Kópavogi. Vorsýning í Gjábakka og Gullsmára UNGMENNADEILD Norræna fé- lagsins, Nordklúbbur, stendur fyrir kynningarkvöldi á verkefninnu Nordjobb laugardaginn 11. maí klukkan 20 í Norræna húsinu. Nordjobb er verkefni sem gefur norrænum ungmennum á aldrinum 18–25 ára kost á sumarstarfi í öðru norrænu landi. Nordjobb-verkefnið hefur verið við lýði frá árinu 1985 við góðan orðstír. Á hverju ári halda hátt í 200 íslensk ungmenni til starfa á Norðurlöndum og ríflega 100 nor- ræn ungmenni fá vinnu á Íslandi. Á kynningarkvöldinu verða fyrr- verandi Nordjobbarar, ungt fólk frá Norðurlöndum, starfsfólk Nordjobb á Íslandi, formaður Nordklúbbsins og verkefnisstjóri Snorra-verkefnis- ins. Kvöldið er ætlað öllum sem hafa sótt um Nordjobb eða hafa annars áhuga á möguleikum sem standa til boða, t.d. Norrænni menningarrútu, Ferð til Nordkap, Snorra West eða Cafe Norden. Kynning á Nordjobb FATLAÐIR geta nú notið þess að fara á hestbak á tveimur sérhönn- uðum hnökkum sem Reykjavíkur- deild Rauða kross Íslands hefur gef- ið reiðskólanum Þyrli. Erlendur Sigurðsson söðlasmiður gerði hnakkana. Á hnakkana er hægt að festa sérbúið bak og á því eru ólar sem eru spenntar utan um einstaklinginn, sem þannig fær góð- an stuðning. Með gjöfinni vill Reykjavíkurdeild Rauða krossins stuðla að því að fatlaðir geti notið endurhæfingar og útivistar á hest- baki. Reiðskólinn Þyrill hefur á undan- förnum árum boðið fötluðum á hest- bak og notið til þess styrkja frá ýms- um aðilum. Þessi þjálfun bætir úthald og jafnvægi þeirra fötluðu einstaklinga sem geta nýtt sér þjón- ustuna. Áhugi fatlaðra á reiðmennsku hef- ur stóraukist að undanförnu. Hreyf- ingarnar sem þeir fá á hestbaki eru margar og mismunandi, taldar vera um það bil 200. Fötluðum boðið í reiðtúr GIGTARFÉLAG Íslands stendur fyrir gönguferð um Laugardalinn laugardaginn 11. maí kl. 11 og verð- ur gengið frá húsakynnum félags- ins í Ármúla 5. Gert er ráð fyrir fremur þægilegri klukkutíma göngu sem ætti að henta flestum. Einn af kennurum hópþjálfunar gengur með hópnum og sér um létta upphitun í byrjun og teygjur í lokin, segir í fréttatilkynningu. Öll- um er frjáls þátttaka, bæði fé- lagsmönnum GÍ og öðrum. Ekkert gjald. Gengið um Laugardal HIN árvissa póstganga Íslands- pósts verður farin laugardaginn 11. maí. Í póstgöngum Íslandspósts hefur verið reynt að feta í fótspor fyrri alda landpósta og varð leiðin frá Hellisheiði til Hveragerðis fyrir valinu í þetta sinn. Fyrirkomulag göngunnar í ár verður með svipuðu sniði og áður. Lagt verður af stað frá ýmsum stöð- um á höfuðborgarsvæðinu. Ekið verður í rútum upp á Hellisheiði og þaðan gengið til Hveragerðis sem mun taka u.þ.b. þrjár klst. og fylgja rúturnar lengst af. Í Hveragerði verður boðið upp á grillaðar pylsur og ávaxtasafa. Póstkort með póst- göngustimpli ásamt göngubolum verða afhent þeim sem mæta í göng- una. Þetta er gömul póstgönguleið sem farin var yfir Hellisheiði austur fyr- ir fjall. Með í för verður leiðsögu- maður frá Hveragerði, Björn Páls- son, sem er vel kunnugur á þessum slóðum. Rútur koma við á pósthúsum og sækir göngumenn. Önnur rútan leggur af stað frá Pósthúsinu í Hafnarfirði kl. 9.30 og kemur við á pósthúsunum í Garðabæ, Kópavogi og Mjódd. Hin rútan legguraf stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9.30 og kemur við á Pósthúsinu á Grensás- vegi, Póstmiðstöðinni Stórhöfða 32 og í Mosfellsbæ. Áætlaður komutími til Reykjavíkur er kl. 17. Póstganga Íslandspósts HIN árlega messa og kirkjukaffi Ís- firðingafélagsins fer fram sunnudag- inn 12. maí kl. 14 í Áskirkju við Vest- urbrún í Reykjavík. Allir Ísfirðingar eru velkomnir. Sveinbjörn Bjarnason prestur á Þórshöfn á Langanesi messar. Kór brottfluttra Ísfirðinga syngur. Veit- ingar verða í umsjón Breiðholtsbak- arís, segir í fréttatilkynningu. Messa og kirkju- kaffi Ísfirðinga- félagsins ÖLL börn í 1. bekk Nesjaskóla fengu nýlega reiðhjólahjálma að gjöf frá Kiwanismönnum á Höfn. Þetta er sjötta árið sem Kiwanis- klúbburinn Ós gefur sjö ára börn- um hjólahjálma en 43 börn fengu hjálm að þessu sinni. Samstarfsaðilar Kiwanismanna í þessu verkefni eru sem fyrr Spari- sjóður Hornafjarðar og nágrennis og Vörður vátryggingafélag. Kiw- anismenn stilltu hjálmana fyrir börnin og brýndu fyrir þeim nauð- syn þess að nota hjólahjálma. Gulir hjálmar á öll sjö ára börn Hornafirði. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.