Morgunblaðið - 10.05.2002, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 53
DAGBÓK
Hlutavelta STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
NAUT
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert byltingarmaður og
leggur þitt af mörkum til
samfélagsins. Síðari hluti
ársins á eftir að reynast
þér farsæll.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Gættu þess vel, sem þú vilt
ekki að aðrir komist yfir.
Annars áttu á hættu að allt
verði eyðilagt fyrir þér og
þínum.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það kann yfirleitt ekki góðri
lukku að stýra að leggja af
stað í leiðangur án áttavita.
Það sama á við á öðrum
sviðum lífsins.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú ættir að undirbúa málin
vandlega því þá getur þú
óttalaus ýtt þeim úr vör og
stýrt til sigurs. Vertu ekki
of óþolinmóður.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Hættu að láta þér leiðast
allir skapaðir hlutir. Hristu
af þér slenið. Það þarf engin
ósköp til þess að gera þær
breytingar sem eru nauð-
synlegar.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það er hollt að vera jafnan
við öllu búinn og geta þá
notið velgengni og tekist
hraustlega á við mótlætið
þegar það kemur upp.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þótt þér hafi ekki tekist að
segja allt sem þú vildir sagt
hafa á síðasta fundi mælir
ekkert á móti því að þú takir
upp þráðinn aftur.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Í nýjum hugmyndum felast
oft gömul sannindi. Taktu
því engu sem sjálfsögðum
hlut heldur gaumgæfðu mál-
in frá öllum hliðum áður.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það kann ekki góðri lukku
að stýra að láta fjármálin
reka á reiðanum. Taktu þér
tak sem fyrst og komdu lagi
á hlutina.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Einhverjar breytingar
standa fyrir dyrum sem
gefa þér tækifæri til að sýna
hvers þú ert megnugur.
Vertu tilbúinn að fórna ein-
hverju fyrir það.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú ert útsjónarsamur og
það skaltu nýta þér á öllum
sviðum. Sýndu sveigjanleika
í samskiptum þínum við
aðra því það ber bestan ár-
angur.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þér finnst engu líkara en
einhver sé að reyna að reita
þig til reiði. Láttu það ekki
ganga eftir heldur haltu ró
þinni og þá fer allt vel.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Mundu að öll sambönd
byggjast á því að báðir að-
ilar leggi sitt af mörkum.
Sýndu því tillitssemi og
virtu tilfinningar annarra.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Þessir duglegu drengir, Helgi Andrésson (til vinstri) og
Stefán Darri Þórssosn (til hægri), söfnuðu kr. 1.673 til
styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna.
Þessi duglegi strákur, Axel Máni Gíslason í Borgar-
firði, safnaði dósum að andvirði 4.000 kr. til styrktar
Rauða krossi Íslands.
1. f4 c5 2. b3 Rf6 3. Bb2 g6
4. e4 Bg7 5. Bc4 d6 6. e5
dxe5 7. fxe5 Rd5 8. Df3 e6 9.
Dg3 Rc6 10. Rf3 a6 11. Rc3
b5 12. Bd3 Rcb4 13. Re4 0–0
14. Rxc5 Dc7 15. Df2
Rxd3+ 16. cxd3 a5 17. 0–0
b4 18. Hac1 Dd8 19. Dg3 h6
20. Rd4 Db6 21. Kh1 Rc3
Heinrik Danielsen
(2.520) þykir ein-
staklega skemmti-
legt að koma til Ís-
lands og tefla.
Hann starfar á geð-
sjúkrahúsi í heima-
landi sínu og nýtir
hvert frí til að koma
til sögueyjunnar
góðu í norðri. Í
stöðunni hafði hann
hvítt gegn Helga
Ólafssyni (2.474) á
Reykjavíkurskák-
mótinu. 22. Rcxe6!
Bxe6 23. dxc3 bxc3
24. Bxc3 a4 25. Hb1
axb3 26. axb3 Hfc8 27.
Rxe6 Dxe6 28. d4 Ha3 29.
Bb4 Ha2 30. Hf2 Hxf2 31.
Dxf2 Dd5 32. Bd6 Hc3 33.
b4 h5 34. b5 Hb3 35. Hxb3
Dxb3 36. Df1 og svartur
gafst upp.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
LJÓÐABROT
GRÁTITTLINGURINN
Ungur var ég, og ungir
austan um land á hausti
laufvindar blésu ljúfir,
lék ég mér þá að stráum.
En hretið kom að hvetja
harða menn í bylsennu.
Þá sat ég ennþá inni
alldapur á kvenpalli.
Nú var trippið hún Toppa,
tetur á annan vetur,
fegursta hross í haga,
og hrúturinn minn úti.
- - -
Jónas Hallgrímsson
BRÆÐURNIR Oddur og
Hrólfur Hjaltasynir unnu
aðaltvímenningskeppni
Bridsfélags Reykjavíkur
sem lauk á þriðjudagskvöld-
ið. Keppnin stóð yfir í fimm
kvöld með þátttöku 40 para.
Bræðurnir náðu snemma
forystu í mótinu, en misstu
hana undir lokin í hendur
Matthíasar Þorvaldssonar
og Þorláks Jónssonar.
Raunar leit út fyrir öruggan
sigur Þorláks og Matthíasar
á tímabili, en þeir fengu
stóran skell í næst síðustu
umferð og þá voru efstu tvö
pörin nánast jöfn að stigum.
Síðasta spil mótsins var
dramatískt:
Vestur gefur; AV á hættu.
Norður
♠ DG3
♥ 853
♦ K953
♣963
Vestur Austur
♠ 972 ♠ 6
♥ D72 ♥ KG10964
♦ 1087 ♦ G4
♣K1052 ♣DG84
Suður
♠ ÁK10854
♥ Á
♦ ÁD62
♣Á7
Suður á fallega hönd og
það standa sex spaðar og sjö
tíglar í NS. Báðar slemm-
urnar byggjast á þeirri
sömu forsendu að tígullinn
komi í hús og því eru sjö tígl-
ar yfirburðasamningur. En í
reynd náðu örfá pör hálf-
slemmunni spaða og aðeins
eitt par sagði sjö tígla – það
voru Runólfur Jónsson og
Kristinn Þórisson og mót-
herjar þeirra voru engir aðr-
ir en Þorlákur og Matthías:
Vestur Norður Austur Suður
Þorlákur Runólfur Matthías Kristinn
– – 3 hjörtu 4 hjörtu *
Pass 4 spaðar Pass 5 spaðar
Pass 6 tíglar Pass 7 tíglar
Pass Pass Pass
Kristinn á enga góða sögn
við þremur hjörtum og valdi
að sýna tvo liti með fjórum
hjörtum. Þetta er Michaels
innákoma, sem oftast gefur
til kynna 5-5 skiptingu. Og
sú staðreynd skýrir sex tígla
sögn Runólfs við fimm spöð-
um, en hann ákvað að taka
slemmuboði makkers og
leita í leiðinni að hinum lit-
um. Og þá hlaut Kristinn að
lyfta í sjö.
Þorlákur og Matthías
fengu tært núll fyrir spilið,
en það hefði ekki dugað
þeim til sigurs í mótinu að
verjast í sex spöðum. Þeir
hefðu hins vegar unnið ef
Runólfur og Kristinn hefðu
stansað í geimi.
Svona eiga mót að vera –
ráðast á síðasta spilinu.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Með morgunkaffinu
Ég þoldi
ekki leng-
ur hvað
hann sóð-
aði allt út.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk get-
ur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
K
læ
ja
r þ
ig í tærnar?
Gætu það verið
fótsveppir?
Lamisil krem 15 g
og úðalausn 15 ml
Ráðgjöf og kynningar
í eftirtöldum apótekum
kl. 14–18 dagana:
Nesapóteki 10. maí
Grafarvogsapóteki 13. maí
Borgarapóteki 14. maí
Árbæjarapóteki 15. maí
Apóteki Keflavíkur 16. maí
15% afsláttur
10. – 16. maí
í öllum Plús
apótekum
15% afsláttur
10. – 16. maí
Skipst á sko›unum
fiórdís Pétursdóttir
Sími: 515-1700, netfang: disa@xd.is
Björg fiór›ardóttir
Sími: 515-1700, netfang: bjorgth@xd.is
Ef flú vilt frambjó›anda/frambjó›endur
Sjálfstæ›isflokksins á fund e›a í heimsókn haf›u flá
samband vi› skrifstofu Sjálfstæ›isflokksins
í síma 515-1700.
Nánari uppl‡singar gefa: