Vísir - 07.07.1980, Page 2

Vísir - 07.07.1980, Page 2
vtsnt Mánudagur 7. júli 1980. 2 Feröu oft f sund? Pétur Pétursson, nemi: — Ég fer svona aöra hverja viku. Harpa Heimisdóttir, sendill: — Nei, ég fer ekki oft. Guöjón Danfelsson, afgreiöslu- maöur: — Þaö fer alveg eftir þvi hvernig liggur á mér. Lára Jónsdóttir, hjá simanum: — Já, oftast þegar þaö er vont veöur. Þá eru svo fáir. Siguröur Arnórsson, fataverk- smiöjunni Heklu: — Mjög sjaldan. Ég nenni þvi ekki. i llpp og níöur meia ; ! og moldarbðrð, yfir j ; druliusýki og gryfjur; ! Fjölmenni við torfærukeppni BílaklObbs Akureyrar í gær ! Mikill mannfjöldi fylgdist meö torfærukeppni Bilaklúbbs Akureyrar, sem fram fór i malarkrúsunum á Glerárdal fyrir ofan Akureyri I gær. Tókst keppnin vel i alla staöi, enda veöur hiö besta. Sigursteinn Þórsson sigraöi meö nokkrum yfirburöum. Hann ók á Willys, búnum 8 cyl. 304 cub. vél og hlaut 1605 stig. 1 ööru sæti varö Kristinn óláfs- son.sem var aökomni keppand- inn, kom frá Reykjavik. Ók hann „ameriskum Rússa- jeppa”, þvi ekkert var eftir af gamla rússajeppanum nema boddiiö og grindin. í þriöja sæti varö Vésteinn Finnsson á 4 cyl Willys og sýndi hann svart á hvituaö það er hægt að ná furöu langt, jafnvel þótt hestöflin séu ekki mörg. Þrautirnar voru margbreyti- legar. Fyrst áttu keppendur að fara upp bratt modarbarö. Fyrstur reyndi viö það Guð- mundur Gunnarsson á Willys 8 cyl 340 cub. Var jeppinn búinn skófludekkjum og sigurstrang- legur á aö lita fyrir keppnina. En ekki tókst betur til viö moldarbaröiö en þaö, aö hjörliö- ur brotnaöi. Þar meö var hann úr sögunni, en kom aftur inn i keppnina tvær siöustu þraut- irnar. Rússinn var ragur viö moldarbaröiö, en Sigursteinn flaug upp á Willysnum og þaö geröi Vésteinn lika á „litla” Willys viö mikinn fögnuö áhorf- enda. Siöan var fariö upp og niöur mela og moldarbörö, yfir drulludýki og dekkjagryfju. Einnig var farin tlmabraut meö allskyns torfærum, upp og niður mela og stokkiö á stökkpalli hvaö þá annaö. í fyrstu verölaun voru 300 þúsund, 200 þúsund i 2. verðlaun og 100 þús. i 3. verðlaun. Næsta keppni Bilaklúbbs Akureyrar veröur sandspyrnu- keppni i lok ágústs, en siöan veröur önnur torfærukeppni I byrjun september. G.S. Ahorfendur höföu góöa aöstööu til aö fylgjast meö keppninni. Hann komst ekki langt þessi, jafnvel þó hann væri meö „hjálpar- mótor”. Þaö brotnaöi hjöruliöur og þar meö var draumurinn búinn. „Litii” Willys fór þaö, sem sumir aörir komust ekki, viö mikinn fögnuö áhorfenda. Fjórðungsmót hestamanna á Vesturlandi lokið: 4000 manns á mótinu Fjóröungsmóti hestamanna á Vesturlandi lauk um kl. átta i gærkvöldi. Mótiö sóttu um 4000 manns, keppendur og áhorf- endur. Keppnin var mikil og góö I flestum greinum og árangur ágætur. Úrslit uröu sem hér segir: Hæst dæmdi stóöhestur meö afkvæmum: Ófeigur 818 frá Hvanneyri, Hann hlaut 1. verö- laun fyrir afkvæmi og 8,07 stig. Af hryssum meö afkvæmum, stóö Þota 301 efst meö 8,15 stig og hlýtur 1. heiðursverölaun fyrir afkvæmi. Hæstur stóöhesta 6 vetra og eldri var Gáski frá Gullbera- stööum meö 8,07 i aöaleinkunn. Af 5 vetra stóöhestum stóö efstur Fifill frá Flatey, meö 7,94 og af 4. vetra stóöhestum Stjarni frá Húsafelli meö 7,79 I aöaleinkunn Hryssur 6 vetra og eldri: Hæst var Sunna frá Fáskrúöarbakka meö 8,16 stig. Hryssur 5. vetra: Löpp frá Kirkjubæ meö 8,00 stig. Hryssur 4. vetra: Dögg frá Gullberastöö- um meö 7,87 stig. Gæðingar. 1 A flokki gæöinga stóö efstur Hrafn meö 8,75. Annar var Ljúfur meö 8,64 stig, þriöji Valsi meö 8,38 stig. — Þessir hestar eru allir frá Hestamannafélag- inu Dreyra. 1B. flokki gæöinga stóö efstur Erill meö 8,37 stig, annar var Kópur meö 8,33 stig en þeir eru báöir frú Hestamannafélaginu Faxa. Þriöji varö Stigandi frá Hestamannafélaginu Snæfell- ingi, meö 8,22 stig. I flokki unglinga 13—15 ára: Efstur varö Eyjólfur Glslason frá Faxa meö 8,05.1 öðru sæti er Elin Bjamadóttir frá Kinnsker meö 8,36 og I þriöja sæti varAðal- steinn Reynisson, Faxa meö 8,23 stig. Unglingar 10—12 ára: Efstur varö Jóhann Agústsson I Faxa meö 8,36. Annar varö Guömundur Bæringsson, Snæ- fellingi meö 8,28 og þriöji Asgeir Guömundsson úr sama félagi meö 8,17 stig. Kappreiöar: 250 metra skeiö: 1. Þór, 22,8 sek., 2. Frami, 23,1 sek., 3. Fundi, 23,3 sek. 800 metra brokk: 1. Svarri, 1:40,6 min., 2. Frúarjarpur, 1:41,1 min„ 3. Reýkur, 1:43,2 min. 250 metra unghrossahlaup: 1. Hrinir, 18,7sek„ 2. Hnailþóra, 18,8. sek., 3. Lýsingur, 18,9 sek. 350 metra stökk: 1. Óli, 24,6 sek., 2. Stromur, 24,7 sek., 3. Lóa, 24,7 sek. 800 metra stökk: 1. Gnýfari, 60, 1 sek., 2. Gutti, 61,3 sek., 3. Móri, 61,6 sek. s.V.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.