Vísir - 19.07.1980, Síða 20
VÍSIR
Laugardagur 19. júll 1980
M
hœ kiakkar!
Umsjón: Anna
Brynjúlfsdóttir
Tvcir á
sílaveiðum
Sveinn Þór Hrafnsson og óskar Gunnarsson. (Mynd:
Anna).
Jói/ Kalli og Friðrik eiga skál, sem í eru 300 kúlur,
hvitar, rauðar og svartar.
Getið þið fundið, hversu margar kúlur eru af hverj-
um lit. Það eru helmingi fleiri hvítar kúlur en rauðar
og svörtu kúlurnar eru 100 færri en þær hvítu. Á móti
hverjum 3 svörtum kúlum eru 4 rauðar. (Svar á bls. 22
— No. 1)
Sveinn Þór Hrafnsson
er 11 ára strákur, sem á
heima í Vaðlaseli 2 í
Breiðholti í Reykjavik.
Ég hitti hann og vin hans,
óskar Gunnarsson, 11
ára, Strandaseli 4, þegar
þeir voru að veiða síli á
óbyggðu svæði ekki langt
frá hinu margumtalaða
Fífuhvammslandi.
— „Viðförum stundum
að veiða síli hérna",
sögðu strákarnir, „sílin
eru yfirleitt lítil, og við
sleppum þeim aftur.
Annars reyndum við um
daginn að hafa þau í
krukku heima og gefa
þeim, en þau drápust
flest", sagði Oskar.
— Ekki öll, sagði
Sveinn. „Það eru nokkur
lifandi hjá mér. Ég er nú
með þau í stóru fati og
gef þeim mold að borða.
Bráðum fæ ég fiskabúr
og ætla þá að setja þau í
búrið. Eitt sílið er eins
stórt og þumalputtinn á
mér. En það stingur, það
er nefnilega með horn á
bakinu. Ég hef stungið
mig á stóru síli. Fyrst
vöruðum við okkur ekki á
hornunum á sílunum, en
nú tökum við þau alltaf
upp á sporðunum".
— „Ég fór að veiða í
Elliðavatni um daginn,
segir Óskar", en ég
veiddi bara ekki neitt, ég
ætlaði auðvitað að veiða
silung".
— „Ég hef átt alls kon-
ar dýr", segir Sveinn", ég
hef átt hund og kött, dúf-
ur og mýs og nú á ég hest.
Ég var einu sinni með
dúfur í kjailaranum á
húsinu okkar og gaf þeim
bygg ,að borða. Svo einu
sinni sáum við, að það
voru komnar mýs í bygg-
pokann. Þetta voru haga-
mýs, litlar og brúnar. Ég
gaf músunum að borða,
en pabbi og mamma voru
nú ekki hrifin af því. Svo
voru settar músagildrur.
En við vorum alveg hissa,
þegar uppsláttartimbrið
var hreinsað út úr bíl-
skúrnum, þá voru svona
um 30 mýs á bak við það.
Það voru allt hagamýs.
Þaðer víst mikið um þær
hérna í kring.
Hesturinn minn heitir
Léttfeti og ég fékk hann
fyrir mánuði síðan. Ég er
svo heppinn, að ég get
alltaf farið á hestbak,
þegar ég vil, því að hann
er á beit hérna rétt hjá
húsinu okkar, á Alaska-
túninu.
I vetur vorum við með
taminn hrafn. Pabbi fékk
hann hjá einhverjum
manni. Hann var sniðug-
ur hrafninn, hann gat
flautaðog sagði hálfpart-
inn já. Hann flautaði
samt aldrei, ef einhver
horfði á hann. En svo
hvarf hann einn góðan
veðurdag, og hefur aldrei
komiðaftur. Ég hef samt
frétt af honum, ég frétti
að hann hefði sést við
strætóþvottastöðina og
lika við síldarverksmiðj-
una Klett.
Við fundum líka einu
sinni svartbaksunga úti í
Viðey og tókum hann með
heim. Við pabbi ætluðum
aðtemja hann, en það var
ekki hægt. Hann f laug svo
sjálfur burt".
Að lokum sögðu svo
strákarnir þetta um frí-
stundavinnu sína og skól-
ann: Óskar: „Mér finnst
ekki gaman í skólanum.
Ég safna frímerkjum,
bara íslenskum. Ég á frí-
merkjabók, töng og
stækkunargler, en það er
það helst, sem maður
þarf að eiga i frímerkja-
söfnun. Ég lesekki mikið,
þó helst á veturna, þegar
skólinn er".
Sveinn: „Núna fara
flestar mínar frístundir í
hestinn minn, hann Létt-
feta. Ég les ekki mikið,
bara teiknimyndasögur.
Ég hef ekki enn lagt í
öðru vísi bækur. Maður
fær líka mest af teikni-
myndasögum gefins, það
er þá helst, ef maður á
pening sjálfur, að maður
kaupi hinsegin bækur".
Á myndinni eru tveir veiðimenn. Annar veiðimaður-
inn segir: Ef þú gefur mér tvo þinna fiska, þá er ég
með helmingi fleiri fiska en þú.
En hinn veiðimaðurinn segir: Gef þú mér heldur tvo
þinna fiska, því að þá eigum við jafn marga fiska.
Hve marga fiska á hvor veiðimaður? (Lausn á bls. 22
— No. 2)
María og óli hafa teiknað 9 hús, sem líkjast hvert
öðru, en aðeins tvö hús eru nákvæmlega eins. Getið þiö
séð, hvaða hús það eru? Takið vel eftir gluggum, dyr-
um, strompum, göf lum og þaki. (Svar á bls. 22 — No.
3)