Vísir - 15.09.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 15.09.1980, Blaðsíða 9
vtsm Mánudagur 15. september 1980 Hvarvetna úr heiminum, vegna góöra fjarskipta, berast fréttir af ofbeldi, misjafnlega miklu.Ofbeldi er i sjálfu sér allt af svivirðilegt, og þegar stjórn- völd beita þvi til að útrýma þjóðflokkum, verður það ætið á endanum einskonar samvizku- mál upplýstra þjóða. Við höfum nýlega verið að horfa á mynd af skipulögðu, pólitisku ofbeldi, sem gyðingar voru beittir i Þýzkalandi nasista á árunum 1937-1945. Bæði vegna þess að útrýmingarherferð nasista var frekari á mannsif en nokkur önnur, sem við höfum haft spurnir af, og einnig vegna þess hvað útrýmingin virtist auðveld og án mótmæla, þykir okkur, sem iifum lungann úr tuttugustu öldinni, að drápin á gyöingunum sé svartasti blettur mannlegra samskipta, sem við höfum hingað til þurft að sætta okkur við. Með likum hætti bregður okkur við, þegar fréttir berast af þjóðarmorði i Kambodiu, stórfelldum manndrápum i ein- stökum rikjum Suður-Ameriku og fangabúðariki Sovétmanna. Tuttugasta öldin er mesta framfaraöld, sem maðurinn hefur lifað. Hún er það bæði i visindalegum efnum og efnum mannúðlegrar samábyrgðar. Þótt undarlegt megi telja, hefur af ösku gyðinga risið viðhorf, sem þolir ekki að þjóöabrotum sé misþyrmt, og við erum mikið meira á verði nú um slika hluti, en fólk var fyrir seinna strið. Við látum okkur einnig varða hungur og heilsuleysi með þjóðum, sem skyndilega, eða vegna langvarandi kreppu eiga ekki málungi matar. Samvizka okkur var vakin með aðgerðum nazista, og það er ekki pólitik þegar haldið er fram, að óþol- andi er að enn skuli til svo frum- stæö þjóðfélög, að þau bæði drepa fólk og binda i fangabúö- um telji þau einhverjum mannasetningum hætt vegna frjálsrar tilvistar þess. Þessa samvizkuvakningu má hiklaust rekja til þeirra eftirmála, sem urðu að striöinu loknu, þegar likbrennsluofnar og gasklefar blöstu við umheiminum. Hinn svarti blettur sam- vizkunnar. Stefán Edelstein hefur skýrt frá þvi I sjónvarpi, að fimmtiu og þrjú þúsund menn hafi haft umsjón með framkvæmd út- rýmingar gyðinga. Auðséð er á þieirri tölu, að ekki hefur fleirum verið blandaö I málið en nauð- syn krafði. Útrýming gyðinga var launmál’. sem væntanlegir sigurvegarar ætluðu sér að geyma I leynihólfum. Þeir virð- ast þvi hafa gert sér grein fyrir þvi, þrátt fyrir allt kjaftæðið um hinn ariska kynstofn, að siðað fólk leysti ekki nein vandamál, hvorki sin né annarra, með þvi að drepa sex milljónir gyðinga, ótaldan fjölda kúmmúnista og fólk af smærri þjóðabrotum. Launungin bendir til þess að nazistar hafi ekki verið rúnir allri siðferðisvitund. Og það er hörmulegt, einkum vegna okkar hinna, sem teljum okkur hafa siðferðisvitund i lagi. Efa- „Með iikum hætti bregður okkur við, þegar fréttir berast af þjóðarmorði i Kambódiu, stórfelidum manndrápum i einstökum rikjum Suður-Ameriku og fangabúöariki Sovétmanna.” MILLJðNAMORB 0G OTRÝMINGAR semdarmenn hafa látið að þvi liggja að ekki hafi verið unnt að drepa sex milljónir gyðinga, sú tala standist ekki. En það breyt- ir bara engu. Verknaðurinn er ljós, kynslóðir tuttugustu aldar sitja uppi meö hann, og hann verður aldrei bættur. Það stafar af þvi að i sjálfu sér hljótum viö að taka hann öðrum þræði sem vitnisburð um ófullkomleika mannsins, um dýrið i hverjum manni. Enginn þarf að segja fólki, að Þjóðverjar hafi verið siðlausari en aðrar þjóðir. Þvi má álita að verknaður þeirra eigi rætur i sammannlegu eðli. Þess vegna eru gyðingadrápin þung á samvsiku okkar allra, og svartasti bletturinn á sögu mannsins á tuttugustu öld. Andrúmsloft hafið yfir efa. Það er ljóst að myndaþættir- nir eru byggðir á skáldsögu, sem að þvi leyti er söguleg, að hún nefnir til frásagnar ýmsa kunna menn og kemur þeim fyrir á sögusviðinu að geðþótta höfundar. Þar af leiðir að ýmis- legt i þessum myndaþáttum getur hæglega stritt gegn fyrri vitnesku um einstaklinga og þátttöku þeirra i gyðinga- morðum. Það breytir ekki þvi að sagan er haglega rituð og býr yfir mikilli þekkingu á hinum ýmsu þáttum i framkvæmd út- rýmingar. Vel má vera að maður á borð við Heydrich hafi verið gagnrýninn á forustu nas- istaflokksins. Þó er það ótrú- legt, og einkum ótrúlegt að hann hafi trúað'einhverjum fyrir slt-i gagnrýni.enda hefði hann þá allt eins getað verið kærbur neöanmóls Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur gerir í þess- ari mánudagsgrein sinni að umtalsefni útrým- ingarherferðir nasista í Þýskalandi á gyðingum og þjóðamorð á seinni árum. Hann segir engu likara en nasisminn hafi boðið upp á óhugnaðinn, gert menn að villidýrum, og leyst einhverja frum- eigind úr læðingi, sem ekki hafi verið afsannað að blundi á öllu fólki. fyrir drottnsvik af framgjörn um undirmanni. Hitt er annað mál, að gagnrýni hans á forustu flokksins gerir verknaði hans óhugnanlega mannlega. Það er skáldaleyfi, en fer illa i verki, sem fólk hefur tilhneigingu til að taka bókstaflega. Margt fleira bendir til skáldaleyfa, bæði i bókinni og i þáttunum. En eins og i öðrum góðum skáld- verkum stendur eftir andrúms- loft, sem ekki verður dregið i efa. Sjokk — viðbrögð Banda- manna. Tvennt vekur enn einu sinni athygli varðandi þessi svivirði legu mál. Annað er að gyðingar trúðu ekki sjálfir, að verið væri að leiða þá til slátrunar. Þeir uröu að leita sannana og þær voru af skornum skammti þangað til komið var i fnyk radius likbrennsluofnanna. Þetta er látið koma vel i ljós i myndinni, enda er þessi ör- yggistilfinning gyðinga ein af frumforsendum þess hve auðvelt var að smala þeim svo til hávaðalaust i ferðir til af tökustaðanna. Hitt er, að svo virðist sem umheimurinn hafi þrjóskast við að trúa þvi, að útrýmingin ætti sér stað, þegar gyöingar höfðu áttað sig til fulls og freistuðu þess að láta fréttir berast af aðförunum til banda manna. Og það er eins og maður skilji tregðuna á þvi að vilja skilja þann vanda, sem gyð- ingar voru i. Stundum hefur þetta verið túlkað á þann veg að uppi hafi verið öfl meðal banda- manna, sem töldu heppilegt að láta útrýminguna liggja i þagn- argildi. En það fær ekki staðist. Ofugt við það sem nú er, var var þó alveg furðulegt hvað flóttafólki frá Þýzkalandi gekk erfiðlega að fá landvist og eru til af þvi margar og heldur illar sögur. í bók Greens er látið að þvi liggja að Þjóðverjar hafi taliö vantrú bandamanna stafa af þvi, að i sjálfu sér væru þeir samþykkir útrýmingunni. Vfðbrögð ba'ndamanna eftir strið benda óneitanlega til þess, að þeir hafi ekki trúað sögunum. Viðbrögð þeirra þegar sannleik- urinn kom i ljós akýra þessa kenningu. Þaö voru sjokk- viðbrögð. 1 Helför án enda. Þessi helfarar-o.aga af gyð- inguni hefur legið þungt á Þjóð- verjum. Við þurfum ekki að vera hissa á þvi. Sjálf vitum við að okkur fellur ekki allskostar að útrýmingin skyldi fram- kvæmd af homo sapiens. Þeim mun meira hlýtur þetta þvi að tengst framkvæmdinni. Manni skilst að sýning þáttanna i Þýskalandi hafi valdið ómæld- um árelstrum, jafnvel innan fjölskyldna. Það er ekki óeðlilegt. Engin þjóð á Vestur- löndum situr uppi með annað eins. Ég minnist þess að i kringum 1960 átti ég þátt I birtingu sex- greina flokks I Alþýðublaðinu um útrýminguna. Margar af þeim ljósmyndum, sem fylgdu þáttunum, birtust með greinar- flokki þessum. Vegna þessara greina haföi einhver einstakl- ingur i þýzka sendiráöinu sam- band við blaðið og taldi óþarfa að vera að rifja þessi mál upp, menn heföu þegar tekiö út sinar refsingar. Ég sætti mig illa við þessa afskiptasemi, vegna þess aö mér fannst aö með henni væri verið að taka á sig ó.nauðsynlega ábyrgð á verknaði, sem tilheyrði hrika- legri harmsögu anhars tima. Þaö gleöurmann hins vegar óneitanlega, að þættirnir skuli hafa veriö sýndir I Þýzka- landi,og að þeir skuli hafa vakiö þar umtalsveröa athygli og umræðu. Þvi það eru einmitt þagnargildin sem ætið reynast erfiðust þegar til lengdar lætur. Og það mega Þjóðverjar vita, að nýjar kynslóðir þar i landi standa jafnréttar eftir, enda ekki til þess vitað að þær geymi með sér löngun til endurtekn- ingar á öðrum eins ofsóknum og framdar voru af forverum þeirra. Og minnist ég þá einnig framburða um afdrif þeirra, sem dæmdir voru eftir tilraun- ina til að drepa Hitler sumarið 1944. Þeir voru hendir lifandi á kjötkróka og voru þó engir gyð- ingar. Það er þvi eins og nazisminn hafi boðið upp á óhugnaðinn, gert menn að villi- dýrum, og leyst einhverja frum- eigind úr læöingi, sem ekki hefur verið afsannað að blundi i öllu fólki. Þess vegna er aldrei of varlega farið. Til stuðnings þeirri kenningu má minna á, að ekki linnir manndrápum i stórum og smáum stil. Þióðarmorö eru enn framin og drukkna i kjaft- æði á útnárum menningarinnar. Þangað til viðhorfin breytast til milljónamorða og útrýmingar heldur helförin áfram. Engin rökræða getur létt sliku af okk- „Eo mun gefa kost á mér sem lormaður” - seglr Benedíkt Grðndal. núverandi tormaður fiokkslns verða átðk vlð formannskiðr í Alþýðuflokknum? Benedikt: „Gef kost á mér áfram”. Bragi: „Nei, það er alveg klárt mál”. „Já, ég mun gefa kost á mér áfram sem formaöur Alþýðu- fiokksins” sagði Benedikt Gröndal formaður Alþýðu- flokksis, en flokksþingið verður haldið um mánaðar- mótin október-nóvember. Benedikt Gröndal var spurður að þvi i samtali við Visi i morg- un.hvort vitaðværiaf framboði gegn honum. „Nei, ég hef heyrt ekki um nein sérstök nöfn en ég geri mér auövitað ljóst að þegar flokkr er utan stjórnar og ýmislegt gengur siður en það gæti gert, þá mæðir það á formanni” sagði Benedikt Gröndal. Visir leitaði til þeirra sem helst hafa verið taldir liklegir til þess að gefa kost á sér gegn núverandi formanni. ,Nei það er alveg klárt mál” sagði dr. Bragi Jósepsson, i samtali við blaðamann Visis. „Annars held ég að málið sé ekki enn komið á það stig að vitað sé um menn, aðra en Benedikt, sem hyggjast géfa kost á sér” sagði Bragi. „Nei það hefur ekki komiö til tals, og er ekki til umræðu” voru svör Vilmundur Gylfa- sonar við spurningu VIsis um það hvort möguleiki væri á að hann gæfi kost á sér I formanns- embætti Alþýðuflokksins á næsta flokksþingi. „Ég reikna ekki með þvi” sagði Jón Baldvin Hannibals- son, ritstjóri um hugsanlegt framboð sitt. „Þú slærð það þá ekki alveg frá þér?” „Ég tel það mál alls ekki vera á dagskrá” sagöi Jón Baldvin og bætti þvi við að hann hefði ekkert slikt i hyggju. Viðmælendur Visis minntust þó á að alltaf kæmi upp pmræða, sem þessi en ekki væri Vitað til að nokkur þungi væri i þeirri umræöu. Eins og er virðist þvi Benedikt Gröndal liklegur til þess að veröa sjálfkjörinn I formanns- embættið. -AS. Vilmundur: „Hefur ekki komiö til tals”. Jón Baldvin: „Ég reikna ekki meö þvi”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.