Vísir - 15.09.1980, Blaðsíða 31

Vísir - 15.09.1980, Blaðsíða 31
 Mánudagur 15. september 1980 Umsjdn: Asta Björnsdóttir. Um þessar mundir eru tiu ár siöan bresku bltlarnir slitu samstarfi sfnu. Þorgeir Astvaldsson er mi byrjaöur aö undirbúa þætti um þessa vinsælu hljómsveit poppheimsins. Ulvarp kl. 15.00: þorgelr undirhýr pæltl um bítlana „Ég hef veriö beöinn um aö hafa umsjón meö 10-15 þáttum um Bitlana i vetur og ég er byrjaöur aö undirbúa þá þætti”, sagöi Þorgeir Astvaldsson, sem allir þekkja úr þáttum sjón- varpsins Skonrokki og mánu- dags-popphorni útvarpsins. „Þetta efni er unniö upp úr mjög vönduöum þáttum sem voru keyptir frá BBC i Bret- landi. Inn i þaö eru fléttuö viötöl viö þá John, Paul, George og Ringo, og einnig er talaö viö ættingja þeirra og aöra aö- standendur hljómsveitarinnar. 1 þessum þáttum veröur rakinn saga hljómsveitarinnar, en ein- mitt um þessar mundir eru tiu ár siöan hún hætti.” Þorgeir sagöi, aö þetta efni yröi á vetrardagskrá útvarps- ins. Hann sér þó ennþá um popphorniö á mánudögum og i dag ætlar hann aö kynna mikiö af nyjum hljómplötum sem eru aö koma á markaöinn. „Eins og alltaf á haustin er hljómplötuút- gáfa mjög lifleg um þessar mundir og I þættinum hjá mér i dag er þvi mikiö af alls konar nýju poppi.” Þá mun Þorgeir fá Bobby Harrison, sem aö undanförnu hefur veriö hér á landi og sungiö á Hótel Esju, i heimsókn og spila eitt eöa tvö lög af nýrri hljómplötu hans, sem mun koma út innan skamms. Fastir liöir i þætti Þorgeirs eru svo aö spila gömul lög, sem hafa veriö sett I nýjan búning af hljómsveitum dagsins i dag, og þáttinn endar hann svo aö venju meö þvi aö spiia lummu dags- ins. AB ÍÞRÓTTIR í KVðLD „Þetta veröur mest erlent efni I þættinum”, sagði Bjarni Felixson, er hann var spuröur um efni iþróttaþáttarins, sem er á dagskrá sjónvarpsins í kvöid. „Ég hef aö gamni minu sett saman filmur frá Olympiuleik- unum i Montreal og Moskvu, þar sem þær Nelly Kim og Nadia Comaneci sýna listir sin- ar. Einnig veröur svolitiö um ensku knattspyrnuna og sigling- ar. Af innlendu efni veröur eitt- hvaö um bilaiþróttir og svo knattspyrna. i iþróttaþættinum í kvöld verður sýnd filma, þar sem borin er sam- an geta og hæfni þeirra Nelly Kim og Nadiu Comaneci á óiympiu- leikunum i Montreal og Moskvu. útvarp Mánudagur 15. september 11.00 Morguntónleikar. Evelyn Barbirolli, Valda Aveling og Dennis Nesbitt leika Sónötu i F-dúr fyrir óbó, sembal og viólu da gamba eftir Carlo Tessar- ini/Edith Mathis syngur ljóösöngva eftir Mozart, Bernhard Klee leikur meö á planó / Hephzibah og Yehudi Menuhin leika Fiölusónötu nr. 7i c-moll op. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikasyrpa. Léttklassisk tónlist og lög úr ýmsum átt- um. 14.30 Miödegíssagan: „Móri” eftir Einar H. Kvaran. Ævar R. Kvaran lýkur lestrinum (6). 15.00 Popp. Þorgeir Astvalds- son kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar. Dvorák-kvartettinn og félagar i Vlach-kvartettin- um leika Strengjasextett I A-dúr op. 48 eftir Antonin Dvorák / Mstislav Rostropovitsj og Enska kammersveitin leika SeOó- konsert i C-dúr eftir Joseph Háydn, Benjamin Britten stj. 17.20 Sagan „Barnaeyjan” eftír P.C. Jersild. Guörún Bachmann þýddi. Leifur Hauksson les (21). 17.50 Tónleikar. Tilkynn- ingar 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Þórhallur Guttormsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Hjörtur Þórarinsson fram- kvæmdastjóri sunnlenskra sveitarfélaga talar. 20.00 Af ungu fólki. Anders Hansen stjórnar þætti fyrir unglinga. ( Aöur á dagskrá I nóv. 1977). Fjallaö um popp- tónlist fyrr og nú. M.a. rætt viö unglinga I Breiöholts- hverfi. Olafur Dayiösson hagfræöingur skýrir nokkur ^orö. 20.40 Lög unga fólksins. Hildur Eiriksdóttir kynnir. 21.45 Utvarpssagan: „Hamraöu járniö" eftir Saul Bellow. Arni Blandon les þýöíngu sina (4). 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Fyrir austan fjall. Um- sjónarmaöur: Gunnar Kristjánsson kennari á Sel- fossi. 1 þættinum veröur fjallaö um árnar ölfusá, Hvitá og Sog og atburöi og sagnir tengdar þeim. 23.00 Kvöldtónleikar: Tónlist eftir Edvard Grieg. Hallé- hljómsveitin leikur, Sir John Barbirolli stj. a. Ljóö- ræn svlta op. 54. b. Hyll- ingarmars op. 56 nr 3 r Norskir dansar op. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Mánudagur 15, september 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Tommi og Jenni 20.40 iþróttir Umsjónarmaöur Bjarní Felixson. 21.10 ófriður I Namibiu.Ný, bresk fréttamynd. Namíbia er aö nafninu tíl sjálfstætt riki, en Suöur-Afrikumenn hafa þar tögl og hagldir. Skærulíöar SWAPO færa sig nú mjög upp á skaftíö og njóta stuönings Sovétrlkj- anna og annarra kommún- istarikja. Þýöandí og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 21.35 Skoilaleíkur Sjónvarps- upptaka á sýningu Alþýöu- leikhússins á Skollaleikeftir Böðvar Guömundsson. Leikstjórí Þórhildur Þor- leífsdóttir. Leíkendur Arnar Jónsson, Evert Ingólfsson, Jön Júliusson, Kristin A. Olafsdóttir og Þráinn Karls- son. Tónlist Jón Hlööver As- kelsson. Leikmynd, búning- ar og grimur Messiana Tómasdóttir. Stjórn upp- töku Rúnar Gunnarsson. Aður á dagskrá 1. október 1978. 23.20 Ilagskrárlok Hinlr „Ijóngáluöu" fá á pansarann Þótt Steingrimur Hermanns- son, samgöngumálaráðherra, hafi iýst þvi yfir að hann sé ekki eins „ljóngáfaður” og Ólafur Ragnar Grfmsson, er komið á daginn, að ólikt viturlegar fer Steingrimur að i flugleiðamál- inu en sá „ljóngáfaði”. Viðræð- ur viö Bandarikjamenn um flutninga á liði og vistum til varnarstöðvarinnar á Kefla- vikurvelli eru alveg sjálfsagöar I ljósi þeirra erfiðleika, sem Flugleiðir eiga nú við aö strlða. Vekur nokkra furðu, aö þeir tveir ráöherrar Alþýðubanda- iagsins, sem skipa meirihluta rikisstjórnarinnar, skuli ekki hafa sett fótinn fyrir þessar viö- ræður, svo hægt hefði verið að fullkomna áætlun hins „ljóngáf- aða” um aö koma solvent fyrir- tæki undir rikið eingöngu til þess að sýna og sanna, að Islenskur atvinnurekstur geti ekki borið sig, hvorki stór eða smár. Sannleikurinn er sá að f kennslumálum og menningar- málum hefur verið við aum- ingja og veikiaða einstaklinga aö eiga, sem hafa afhent Alþýðubandalaginu alla forsjá á þeim vettvangi. Þegar Alþýöu- bandalagið ætlar siðan að hefja aðförina aö atvinnurekstri f landinu, hitta þeicþó fyrir nokk- urn kjarna islenskrar borgara- stéttar, þann sem lét sig engu varða kennslumál og menningarmál. Þar af leiöir aö aöförin hefur i raun verið stööv- uö. Þegar taliö berst að flutning- um fyrir varnarliöiö kemur einnig I hugann, aö mikil viö- skipti, innflutningur og umsvif önnur eiga sér stað á vegum varnarliðsins á Keflavikurvelli. Af þeim umsvifum hefur rlkið engar eða sáralitiar tolltekjur og engan söluskatt. Það er held- ur þarflitið aðgerðarleysi að láta sllkt viðgangast, og þótt tollur og söluskattur væri ekkl innheimtúr af hverri vöruteg- und mætti hugsa sér ákveðna greiðslu áætlaða vegna umsetn- ingar varnarliösins, og tryggja meö þeim hætti, aö hér fari ekki fram viðskipti, sem undanþegin eru ákvæðum sem verslunin I landinu almennt veröur að lúta. Það er óþarfi, þegar að krepp- ir, að ástunda ekki lögmætar innheimtur jafnt á Keflavikur- velli sem annarsstaðar i land- inu. Jafnframt er rétt að hefja athugun á þvi hvernig vörnum landsins verði sem best við komiðutan Keflavikurvallar, en það er skylda okkar og Atlants- hafsbandalagsins að tryggja að aðstaða til varna á landi verði ekki I þvl ófremdarástandi sem hún hefur verlð, mest vegna pólitiskrar skelfingar. Pólitfsk- ur andstæðingur lýðræðisþjóða I Evrópu sækir nú fram I Afganistan, og þess er að vænta aö hann h efji aðgeröir I Póllandi innan tiðar. Að mati þessa and- stæðings er tsland byssa, sem beinist að siglingaleiöum á Norður-Atlantshafi. Það skiptir miklu að þessarar byssu sé gætt þannig, aö hún verði ekki auð- gripin hvenær sem andstæðing- um lýðræðis hentar aö hefja Afganistan-aögcröir hérna megin á hnettinum. Póiitiska ástandiöflandinu bendirtii þess að sá tlmi kunni að koma að hægt verði aö kalla á hjálp úr austurvegi meöllkri réttlætingu og innrásinni I Afganistan var hrundið af stað. Vel má vera aö þaö for- ustuliö Islenskrar borgara- stéttar, sem nú hefur snúið bök- um saman til bjargar Flug- leiðum frá frekari taprekstri sé ekki eins Ijóngáfað og upp- lausnarkrikar Alþýðubanda- lagsins. En þeir hafa þó sýnt núna, að ekki skuli lengra gengið gegn atvinnurekstri i landinu. Vel má vera aö þessu liöi aukist enn kjarkur, þegar ljóst veröur hvers þaö er megn- ugt ef það stendur saman. Sú samstaða hlýtur að koma fram viöurkenn'ingu á þvi, að islandi beri að efia varnir*slnar með öllum tiltækum ráðum. Þaö er ekki nóg að snúast skarplega gegn „ljóngáfaöri” fimmtu her- deiid I landinu sjálfu. Það þarf einnig að tryggja að liösauki eigi erfitt um landgöngu, hyggi hann á Afganistan-aðgerðir. Þess vegna hlýtur krafan á næstu árum að vera, að hér verbi komiö upp vegakerfi, flug- völlum og annarri aðstöbu til daglegra nota, sem sé þannig úr garði gerö, aö hægt sé fyrir- varalaust að hefja varnarað- gerðir Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.