Vísir - 15.09.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 15.09.1980, Blaðsíða 11
VISIR Mánudagur 15. september 1980 Söby elnn um lektorsstöðuna Höskuldur Þráinsson fékk flest alkvæöl í stððu prðfessors í ísienskri málfræöl I gær var haldinn deildar- fundur heimspekideildar Háskóla Islands, þar sem gengið var til atkvæðagreiðslu um nokkur embætti deildar- innar, en þau voru staða pró- fessors i islenskri málfræði, staða lektors i islenskum bók- menntum og hin umdeilda lektorsstaða i dönsku. Umsækjendur um fyrst- greindu stöðuna voru þrir, Baldur Jónsson, Höskuldur Þráinsson og Kristján Arna- son. Atkvæði féllu þannig, að Höskuldur hlaut 17 atkvæði, en Baldur 10. Sex sóttu um lektorsstöðuna i islenskum bókmenntum þau Vésteinn Ólason, Helga Kress, Sverrir Tómasson, Silja Aðalsteinsdóttir, Eysteinn Sigurðsson og Davið Erlingsson. Atkvæði féllu þannig, að Vésteinn fékk 22, aðrir fengu mun minna Um lektorsstöðuna i dönsku voru upphaflega tveir um- sækjendur, Peter Söby Kristensen og Peter Rasmus- sen. Sá siðarnefndi dró sig þó til baka áður en til atkvæða- greiðslunnar kom, þannig að Söby er einn um stöðuna og næsti deildarfundur með honum i hana. Embætti þetta er nokkurs konar bráða- birgðaembætti, ætlað sem staðgengill prófessorsem- bættis, þar sem enginn prófessor hefur fengist. Staðan er veitt til tveggja ára.A deildafundinum sátu 32. Ráðherra hefur úrslitavald i þessum málum sem öðrum, er snúa að menntamálum og er búist við, að hann geri út um þetta næstu daga, enda vart seinna vænna, þar sem háskólaráðið er hafið eða um það bil. —KÞ þakjárn • þaksaumur plastbáruplötur • þakpappi Byggingavörudeild Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 simi10 600 Frétt Morgunblaðslns: „ALGER ÚSANN- INDAVAÐALL „Þetta er alger ósannindavað- all og greinilega af pólitiskum toga spunninn” sagði Arnmundur Bacmann, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, þegar blaðamaður Visis, barundirhann frétt-Morgunblaðsins á föstudag- inn þess efnis, að hann hafi á fundi með flugfreyjum bent þeim á þann möguleika, að tilkynna sig veikar 1. desember næstkomandi, en þá eiga uppsagnir þeirra að koma til framkvæmda. ,,A þessum fundi var eingöngu rætt um vandamál atvinnulegs eðlis og ég gerði, aðspurður, flug- freyjunum grein fyrir þvi hvar þær stæðu i lögfræðilegum skiln- ingi eftir uppsagnirnar. Flug- leiðir hefðu lagalegan rétt til þess aðsegja þeim upp og þær yrðu að lita á uppsagnirnar sem endan- legar. Ég orðaði aldrei þann möguleika að flugfreyjurnar til- kynntu sig veikar eins og Morgunblaðið hefur spunnið upp”, sagði Arnmundur. ,,Ég sat að visu ekki þennan fund, en samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem ég hef af honum, kom þetta aldrei til tals”, sagði Gréta önundardöttir, varaformaður Flugfreyjufélagsins, þegar blaðamaður Visis hafði samband við hana. „Engin af þeim flugfreyjum sem sátu fundinn og gáfu mér upplýsingar um það sem þar fór fram, minntist einu orði á þetta. Hins vegar heyrði ég þetta haft eftir blaðamanni Morgunblaðsins og ég skil ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar”, sagði Gréta. Visi tókst ekki að ná tali ai þeim flugfreyjum, sem sátu fund- inn með Arnmundi Bachmann. —P.M. Tiiiögur um auknar kröfur til ökunema ökukennarafélag Islands hefur sent fjölmiðlum tilkynningu, meðal annars vegna tillagna landlæknis um endurskoðun á reglum um ökukennslu og bættri ökukennslu. 1 tilkynningu ökukennara- félagsins segir meðal annars, að árið 1979 hafi stjórn félagsins af- hent þáverandi dómsmálaráð- herra Steingrimi Hermannssyni bréf, þar sem óskað hafi verið eftir þvi að nefnd yrði skipuð til aðendurskoða reglugerð um öku- kennslu, próf ökumanna og fleira. Við það tækifæri voru dómsmála- ráðherra einnig afhentar full- mótaðar tjllögur frá stjórn félag- sins um breytingar á reglugerð- inni. I þeim tiliögum voru meðal annars geröar miklar kröfur um menntun ökukennara, þjálfun ökunema og aukna fræðilega kennslu. Var lagt til, að sam- ræmd, skrifleg próf yrðu lögð fyrir ökunema á öllu landinu. Þá var gert ráð fyrir þvi, að öku- kennarafélagið sjái um að mennta alla bifreiðastjóra. Þá segir i tilkynningu öku- kennarafélagsins, að fyrrverandi dómsmálaráðherra Vilmundur Gylfason hafi á siðasta ári skipað nefnd þriggja manna til aðendur- skoða reglugerðina um öku- kennslu, próf ökumanna og fleira. Segir i tillögunni að nefndin hafi haldiðnokkra fundi, en nú virðist sem málið sé 1 biðstöðu hjá Dómsmálaráðuneytinu og hafi nefndin ekki verið kölluð saman i nokkra mánuði. ab verður þú ekki var við þvottabretti á malarvegunum. Rúmgóður og þægilegur ferðabíll, framhjóladrifinn OG verðið kemur þér á óvart. Tilbúinn til afgreiðslu strax. Greiðslukjör. [***-v" Vonarlandi v/Sogaveg — Sími 33560

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.