Vísir - 15.09.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 15.09.1980, Blaðsíða 22
Mánudagur 15. september 1980 Burt með poppfarganið Aðdáandi góðrar tón- listar skrifar: Fréttir um aö leggja eigi niö- ur poppþættina i útvarpinu gleöja mig ákaflega. Þaö er enginn friöur fyrir þessu gargi — bitlahávaöinn er spilaöur i tima og ötima i útvarpinu og maöur er aldrei óhultur. Þaö er greinilegt merki um úrkynjun, þegar heilar kynslóö- ir leggja sig niöur viö aö hlusta á sóöalega lúsablesa og eitur- ly fjaneytendur framleiöa hávaöa á hljóöfæri, sem þeir kunna ekkert á. Þegar viröuleg stofnun eins og Rikisútvarpiö flytur svo þennan glamranda svo aö segja þindarlaust, þá er mælirinn fullur. Sem betur fer eru góöir menn famir aö vakna til vitundar um, aö þennan ósóma vill vandaö fólk ekki hlusta á. Fyrir bitla- lýöinn má leika eitt tvö bitlalög á viku, iögin, ef lögskyldi kalla, eru hvort eö er öll eins. Alla vega flýti ég mér alltaf aö loka fyrir útvarpiö þegar hryllingur- inn brestur á og ég hlusta aldrei á poppfarganiö ótilneyddur. Lesendum veröur tiörætt um unglingavandamáliö svokallaöa. Opnið samkomuhús fyrir krakkana! Reið húsmóðir hringdi: Smáinnlegg i umræöur um „unglingavandamáliö”. Visir hefur birt bréf undanfariö, þar sem lausnir á umræddu vanda- máli eru reifaöar. Ein vill láta sprauta vatni á unglingana, önnur vill senda þá alla i kirkju. Hefur þetta ágæta fólk ekkert kynnt sér máliö? Væri ekki nær aö opna einhverja staöi, þar sem unglingargætukomiösam- an, því aö i Reykjavik er bók- staflega enginn staöur fyrir krakkana. Hefur enginn gert sér grein fyrir, aö krakkar þurfa aö vera einhverstaöar þurfi aö koma saman og hittast? Ég vil lika minnast á fram- komu lögreglunnar föstudaginn 12. september. Þaö vill svo til, aö ég á böm á þessu reki og son- ur minn var tekinn, er mestu lætin voru. Hann fór fram á, aö tekin yröi af sér blóöprufa, en þvi var hafnaö. Mér finnst lög- reglan ekki nota réttar aöferöir. SETJfÐ SÁPU í HEKLU! Sápumaður hringdi: Ég er meö ágætis tillögu um þaö, hvernig auka má ferða- mannastrauminn til landsins. Eins og allir vita eru eldgos ávalltefni i heimsfréttir. Feröa- menn, sem hér voru staddir á meöan Heklugosiö stóö yfir, voru sérstaklega hrifnir og segja örugglega vinum sinum frá atburðinum og ýkja fremur frásagnirnar en hitt. Gallinn er bara sá, aö eldgos em ekki nógu algeng og sjaldn- ast er hægt aö segja til um þau fyrirfram. Þess vegna er ekki hægt að skipuleggja skoðunar- feröir til landsins meö nægilega miklum fyrirvara. Ég legg þvi til, að reynt veröi aö láta sápu i Heklu. Það hefur veriö reynt meö Geysi og fleiri hveri og það hefur gefist vel, góö gos hafa komiö af þvi. Hvers vegna ætti þaö þá ekki aö vera hægt meö Heklu? Þaö væri þá hægur vandi að auglýsa „gosferöir” til Islands með sex mánaöa fyrirvara og þá gjarnan á árstima, sem er utan hins heföbundna feröa- Heklugosiö 1980. mannatima, þaö er á vetuma. valda eins miklu tjóni og ef gos- Þannig myndi öskufall ekki iö hæfist á miðju sumri. t Þaö er ljóst, aö Bubbi á ekki upp á paiiboröiö hjá bréfritara. Sjónvarp- iö pjálfi pátta- stjórn- endur J.M. Kópavogi hringdi: Mig langar aðeins aö beina þvi til ráöamanna Sjónvarpsins, hvort ekki væri ráð aö bæta þar við fólki sem þjálfaö yröi til að stjórna umræðuþáttum, i staö þessaðætlasér aðdraga fram á skjáinn ýmsa þeirra, sem önn- uöust þáttastjórn á fyrstu árum Sjónvarpsins, eins og sagt var frá i blööunum um daginn. Þaö getur auövitaö engin stofnun bjargaö andlitinu meö þvi aö stóla á þá, sem farnir eru, heldur veröur hún að reyna aö þjálfa starfsliö sitt á hverjum tima þannig, aö þaö sé fært um aö fást viö verkefni sin. Hörmungarþátturinn um Flugleiöir á dögunum, þar sem Helgi Helgason þvældi I ógöngur efni, sem eflaust heföi getað oröiö dúndrandi sjónvarpsefni, er dæmi um, aö Sjónvarpiö vantar hæft fólk á þessu sviði. En aö ætla sér aö bjarga mál- unum meö þvi aö láta fyrrver- andi starfsmenn stjórna einum og einum umræöuþætti er léleg undankomuleið. Fýrir nú utan þaö, að meðal þeirra sem nefnd- ir hafa verið i þessu sambandi eru m en n se m eru á k afi i pó litík oggeta þvi varla veriö hlutlaus- ir, eins og Eiöur Guönason, þingmaöur Alþýöuflokksins og Ólafur Ragnar Grimsson, for- maöur þingflokks Alþýöu- bandalagsins. Af þeim siöar- nefnda er lfka þjóöin búin aö fá yfriö nög i bili. sandkorn Baldur og Flugleiðir Mörgum veröur á aö spyrja hverra erinda Baldur óskarsson gangi sem efitrlits- maöur meö fjármálum Flug- Ieiða, en Ragnar Arnalds fjár- málaráöherra skipaöi hann f þaö starf. Baldur viröist hins vegar líta á sig sem fulltrúa Alþýöubandalagsins i þessu starfi en ekki rlkisins, nema hann álfti flokkinn vera rikiö. Ekki er ástandiö oröið svo slæmt ennþá, þótt stefnan sé ljós. Baldur óskarsson kom á fund stjórnar Alþýðubanda- lagsins i Reykjavik i sföustu viku. Þar gaf hann skýrslu um fjárhagsstööu Flugíeiöa og rekstur fyrirtækisins. Upp- lýsti Baldur, aö Flugleiöir græddu óhemju fé á fluginu til Evrópu „miðað viö flogna tonnakflómetra”. Fundarmenn áttu erfitt meö aöskilja sambengið i öllu, sem Baldur sagði, og er þaö aö vonum, því aö búktalari hans, Ólafur Ragnar Grimsson, var nýbúinn aö lýsa þvi vfir aö fyrirtækiö væri fallitt. Gleymdist erlndið? Handtaka blaöamanns á Helgarpóstinum, þar sem hann var aö störfum I miö- bænum um næst sföustu helgi hefur veriö talsvert f fréttum og hefur Blaöamannafélag islands samþykkt mótmæli gegn handtökunni. i Helgarpóstinum, sem kom út á föstudaginn, er greint frá þvi, aö blaöamaðurinn hafi veriö sendur ásamt ljósmynd- ara „til aö kynna sér ástandiö i miöbænum”. Siðan er I löngu máli fjallað um handtöku blaöamannsins og aödrag- anda hennar, en i engu getiö um störf hans fram aö þeim tima. Engin viötöl eru birt viö unglinga, sem voru I bænum um nóttina né heldur myndir af þeim og er þaö skaði, þvf aö fróölegt heföi veriö aösjá góöa grein um orsök þessa vanda, ef um vanda er aö ræöa. GOtt'lð nlðurgreltt? Útflutningsmiðstöð iönaöar- ins hefur ákveöiö aö verja 15 milljónum króna til undirbún- ings aö útflutningi á islensku sælgæti. Hvaö ætli niöurgreiðslur á slikkerfinu þurfi aö vera mikl- ar, svo aö þaö veröi sam- keppnisfært erlendis hvaö verö varöar? Ertltt tlltelll — Þetta hefðir þú getaö sagt mér fyrir löngu og sparaö mér mikla fyrirhöfn, sagöi læknir- inn ávftandi viö sjúklinginn. — Hvaö áttu viö? — Nú ég er búinn aö reyna aö lækna þig af gulu I sex vik- ur, þeear þú segir mér loks aö þd sért Kinverji.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.