Morgunblaðið - 21.05.2002, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 23
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
S
PA
1
77
29
05
/2
00
2
Lífeyrissparna›ur er fjölskyldumál www.spar.is
*m.v. 4% lífeyrissparna›, mána›artekjur 175.000 kr. og 6% ávöxtun.
21.365.990 kr.
Ef flú ert í lífeyrissparna›i Sparisjó›sins
og byrjar a› spara 25 ára átt flú
21.365.990 kr. vi› 65 ára aldur.*
Far›u á www.spar.is og reikna›u út lífeyrinn flinn
í reiknivél Sparisjó›sins.
Trygg›u flér og flínum fjárhagslegt öryggi í framtí›inni.
Haf›u samband vi› fljónustufulltrúa í Sparisjó›num flínum.
með bílgeymslum og helst nálægt
miðbænum. Þar látum við hendur
standa fram úr ermum með skipu-
lagi á Rafha-reitnum þar sem nú
þegar eru risin slík hús og fleiri eru
á teikniborðinu á fallegasta stað í
Hafnarfirði, niðri við Lækinn. Svo
verður norðurbakkinn sannkölluð
paradís og þar verða eflaust reistar
byggingar sem henta eldri borgur-
um afar vel. Við ætlum einnig að
standa ásamt ríkisvaldinu að bygg-
ingu hjúkrunardeilda við Sólvang og
heilsugæslustöðvar í miðbæ.
7) Á sviði menningarmála höfum
við einbeitt okkur að því að tryggja
starfsfólki og gestum menningar-
stofnana almennilegt þak yfir höf-
uðið. Mannvirki höfðu drabbast nið-
ur eða voru löngu búin að sprengja
utan af sér húsin með ötulli starf-
semi: Þakið á Hafnarborg var end-
urnýjað, þar lekur ekki lengur niður
á sýningargesti og listaverk, þak
Sívertsenshússins, elsta hússins
okkar, var endurnýjað, Byggðasafn-
ið fékk aukið húsnæði og rúsínan í
pylsuendanum er vort glæsilega
bókasafn í hjarta bæjarins. Mest um
vert er að styrkja mannlíf og gera
bæinn aðlaðandi fyrir listsýningar
og annað menningarstarf af öllu
tagi. Við eigum perlur eins og þær
sem hér hafa verið nefndar og síðan
Kvikmyndasafn og Hafnarfjarðar-
leikhúsið sem notið hafa stuðnings
Hafnarfjarðarbæjar.
8) Miðbærinn er að glæðast af
kröftugu mannlífi Hafnfirðinga með
því að fleira er þangað að sækja. Við
höfum stuðlað að uppbyggingu á
grundvelli framsækins skipulags
fyrir svæðið. Fyrirtæki sjá sér hag í
að hefja þar starfsemi og nýja bóka-
safnið hefur hleypt miklu lífi í
miðbæinn. Ný byggð á norðurbakka
mun síðan verða eins og vítamín-
sprauta fyrir miðbæ Hafnarfjarðar.
9) Í fjármálum höfum við sjálf-
stæðismenn sýnt að okkur er treyst-
andi til þess að standa fyrir kröft-
ugri uppbyggingu en halda um leið
þannig á fjármálum bæjarsjóðs að
markviss áætlanagerð endurspeglar
í réttu ljósi þær skuldbindingar og
kostnað sem falla mun á bæjarsjóð
næstu áratugi. Að því leyti hefur
mönnum á fyrri tíð gjarnan orðið
fótaskortur, framkvæmt kröftuglega
en látið ófyrirsjáanlegar afleiðingar
bitna á stjórnendum á síðari tímum.
Með þeim aðferðum sem við beitum
nú er skotið loku fyrir að þetta geti
gerst. Áætlanir eru gerðar um fjár-
málin til framtíðar og þær hafa stað-
ist í öllum meginatriðum. Nærtæk-
asta sönnun þess að fjármálastjórn
er traust í Hafnarfirði eru þau góðu
lánskjör sem bæjarsjóður nýtur hjá
erlendum lánastofnunum.
Hér er aðeins fátt eitt talið og ekki
stórmál, eins og það að við endur-
heimtum auðlindasvæði í Krýsuvík á
síðastliðnu ári og stöndum ásamt
fleirum að hugsanlegri jarðhitavirkj-
un í Trölladyngju. Og raforkuverð
lækkaði um nær 15% við samruna
Rafveitu Hafnarfjarðar og Hitaveitu
Suðurnesja.
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnar-
firði leggur verk sín óhikað í dóm
kjósenda í komandi kosningum. Við
erum stolt af verkum okkar og hinni
bættu ímynd sem Hafnarfjörður
hefur öðlast á kjörtímabilinu. Hér
hefur ríkt stöðugleiki í stað sund-
urlyndis fyrri meirihluta. Hafnar-
fjörður á bjarta framtíð ef Sjálfstæð-
isflokkurinn fær umboð til
áframhaldandi áhrifa fyrir fólkið í
fjölskylduvænum og fallegum bæ
með bjarta framtíð.
Höfundur er bæjarstjóri
í Hafnarfirði.
alltaf á þriðjudögum
HEIMILI/FASTEIGNIR