Morgunblaðið - 21.05.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.05.2002, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir hefur sýnt það og sannað að hún er framúrskarandi stjórnmálamaður. Vinnubrögð hennar eru vönduð og hefur hún borið hag allra Reykvíkinga fyrir brjósti. Heilsdagspláss þrefaldast Sjálfstæðismönnum er títtrætt um fjölgun reykvískra barna á bið- listum eftir leikskóla- plássi. Að sjálfsögðu hefur reykvískum börnum fjölgað á biðlistum þar sem ekki var hægt að skrá nema lítinn hluta þeirra á biðlista fyrir heils- dagspláss í tíð sjálfstæðismanna. Förum aðeins yfir þær staðreyndir sem liggja fyrir í leikskólamálum og hvernig ástandið var þegar sjálf- stæðismenn stjórnuðu Reykjavíkur- borg:  Aðeins einstæðir foreldrar og foreldrar í námi áttu kost á heils- dagsplássum  Giftir foreldrar gátu ekki sótt um heilsdagspláss  Enginn gat sótt um leikskóla- pláss fyrr en barnið var orðið 18 mánaða. Undir forystu Ingibjargar Sólrún- ar og Reykjavíkurlistans hefur grettistaki verið lyft í þessum mála- flokki. Árið 1994 voru aðeins 1.335 heilsdagspláss fyrir börn á leikskóla- aldri en eftir átta ára valdatíma Reykjavíkurlistans eru þau 3.747. Heilsdagspláss hafa því þrefaldast og hefur dvalarstundum þar af leið- andi fjölgað um 63%. Þetta er eft- irtektarverður árangur sem Reykvíkingar njóta. Einsetning grunnskóla Menntamál barna hafa verið í forgangi hjá Reykjavíkurlistan- um. Árið 1994 voru að- eins fjórir skólar ein- settir en haustið 2002 verða allir skólar ein- settir. Í þetta verkefni hafa farið 10 milljarðar og skólahúsnæði hefur stækkað um heila 50 þúsund fermetra. Þess- ar staðreyndir tala fyr- ir sig sjálfar. Nú stefnir Reykjavík- urlistinn að því að börnum verði boðið verði upp á heitar máltíðir í grunnskólum Reykjavíkur. Þetta er mikið þarfaþing þar sem við gerum okkur öll grein fyrir mikilvægi þess að börn nærist vel. Ingibjörg Sólrún kom dagvistar- málum fyrst fyrir alvöru á dagskrá og fyrir það fær hún tíu í einkunn sem stjórnmálamaður. Ingibjörg er traustsins verð og því er brýnt að borgarbúar veiti henni og Reykja- víkurlistanum brautargengi 25. maí nk. Ingibjörg Sólrún fær í 10 í einkunn Lilja D. Alfreðsdóttir Höfundur er stjórnmála- hagfræðingur. Reykjavík Ingibjörg, segir Lilja D. Alfreðsdóttir, er traustsins verð. NÚ takast á tvær fylkingar sem báðar vilja stjórna Reykja- vík næstu fjögur árin. Reykjavíkurlistinn hefur kynnt borgar- búum verk sín síðustu átta ár og hvernig haldið verður áfram að byggja borgina upp á næstu árum. Reykjavíkurlistinn hefur lagt grunn að borgarsamfélagi framtíðarinnar þar sem lífsgæði borgar- anna eru lykilatriðið. Þannig hefur verið gert stórátak í dag- vistarmálum, einsetningu grunn- skóla er að ljúka og hreinsun strandlengjunnar er að ljúka. Orkuveitan er að byggja upp til framtíðar, Lína.Net hefur tryggt aðgang að háhraða gagnaflutn- ingskerfi og stjórn borgarinnar hefur verið breytt úr hægfara skrifræðisbákni í þjónustumiðað, framsækið og opið stjórnkerfi sem vill að íbúar hafi áhrif. Grettistaki hefur verið lyft í íþróttamálum með uppbyggingu mannvirkja, göngustígakerfi borgarinnar hefur aldrei verið betra og menningin blómstrar sem aldrei fyrr – t.d. er menningarnóttin stórkostleg upp- lifun á ári hverju. Ekki man ég betur en sjálfstæðis- menn hafi gagnrýnt hugmyndina um menningarnótt og kallað hana fjáraustur – varla eru margir borgarbúar sammála því. Stjórnarhættir Reykjavíkurlistans hafa einkennst af festu, framsýni og ábyrgð. Þess sér held- ur betur merki í kosn- ingabaráttunni nú þar sem annars vegar fer Reykjavíkurlistinn fullur af atorku, fram- sýni og bjartsýni á meðan bölsýnin og niðurrifið ræður ríkjum hjá Sjálf- stæðisflokknum. Neikvæðir sjálfstæðismenn Kosningabarátta Sjálfstæðis- flokksins hefur verið með eindæm- um neikvæð og birt hefur verið mynd af Reykjavík sem við íbúar hennar könnumst ekki við. Sér- staklega hafa þeir beint sjónum sínum að skuldastöðu borgarinnar. Sjálfstæðismenn vilja meina að skuldir borgarinnar séu komnar úr böndunum. Það rétta er, að skuldastaða borgarinnar einkenn- ist af því að verið er að vinna að uppbyggingu til framtíðar t.d. með fjárfestingum Orkuveitunnar. Á sama tíma er rekstur borgarinnar í jafnvægi eins og sést af lækkandi skuldastöðu borgarsjóðs. Allar þessar tölur geta þó verið ruglandi þannig að mig langar að setja þetta í annað samhengi. Flestir Ís- lendingar hafa reynslu af því að koma sér þaki yfir höfuðið. Það gerum við jú til þess að skapa okk- ur öryggi og festu í lífinu – til framtíðar. Til þess að geta keypt hús skuldsetjum við okkur í lang- an tíma. En var það þá óskyn- samleg ákvörðun að fjárfesta í húsnæði? Flestir svara þessari spurningu eflaust neitandi. Nema ef til vill fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins sem frekar vilja hræða fólk til fylgis við sig en að vinna sér fylgi með málefnalegri sam- ræðu við íbúa borgarinnar. Sterk staða Reykjavíkur undir stjórn Reykjavíkurlistans Hákon Óli Guðmundsson Höfundur er verkfræðingur. Reykjavík Tryggjum áframhald- andi framþróun í Reykjavík, segir Hákon Óli Guðmundsson, vör- umst bölsýni og niðurrif sjálfstæðismanna. Fasteignagjöld á at- vinnuhúsnæði í Reykjavík eru 1,65% af fasteignamati húss og lóðar. Fasteigna- mat ríkisins fór í mik- inn leiðangur á síðasta ári og endurmat stór- an hluta fasteigna landsmanna. Í viðtali við sérfræðing hjá stofnuninni 16. maí kom fram, að líklega hafi fasteignamat á at- vinnuhúsnæði í miðbæ Reykjavíkur hækkað meira en sambærilegt húsnæði í öðrum hverfum. Borgarstjórn Reykjavíkur kom til móts við flesta fasteignaeigendur í Reykjavík og lækkaði álagning- arprósentuna á íbúðarhúsnæði til þess að fasteignagjöld myndu ekki hækka í samræmi við nýtt fast- eignamat. Matið hækkaði sumstað- ar mikið, sérstaklega í mið- og vest- urbæ Reykjavíkur. Eigendur at- vinnuhúsnæðis voru þó undanskild- ir, álagningarprósentan er eftir sem áður 1,65% hjá þeim. Ekki liggja fyrir upplýsingar um heild- arhækkun á fasteigna- mati í miðbæ Reykja- víkur. Ef tekið er mið af hækkuninni á eign höfundar, þá er hún 19,44%. Afleiðingarn- ar koma að fullu fram í jafn hárri hækkun fasteignagjalda. Gjöld- in hækkuðu um hvorki meira né minna en 19,4%. Bæði stóru fram- boðin í Reykjavík hafa farið mikinn í sam- bandi við miðborgina. Á sama tíma lætur R- listinn undir höfuð leggjast að lækka álagningarprósentuna á at- vinnuhúsnæði til móts við stór- hækkað fasteignamat og eykur þar með álögur á atvinnurekstur í mið- bænum á einu ári um 20%. Sjálf- stæðisflokkurinn lofar í stefnuskrá sinni, að stórlækka fasteignagjöld hjá eldri borgurum sérstaklega. Hver skyldi eiga að greiða þá lækk- un? Ætlar borgarstjórinn í Reykjavík að beita sér fyrir leiðréttingu á álögðum fasteignagjöldum á at- vinnuhúsnæði í miðbænum, nái hún kjöri? Ætla sjálfstæðismenn að fjármagna lækkun fasteignagjalda með óbreyttri álagningarprósentu á atvinnuhúsnæði ef þeir vinna kosn- ingarnar? Höfundur skorar á báðar fylking- arnar, að gera kjósendum grein fyrir því hvernig, eða hvort, þær hyggjast bregðast við þessu. At- vinnulífið í miðbænum mun líða fyr- ir þetta þegar fram í sækir. Í þetta skiptið verður veskið en ekki hjart- að látið ráða hvar krossinn lendir á seðlinum. Hækkun fasteignagjalda í miðbæ Reykjavíkur Jens P. Jensen Reykjavík Gjöldin hækkuðu, segir Jens P. Jensen, um hvorki meira né minna en 19,4%. Höfundur er hagfræðingur og rekur fyrirtæki í Grjótaþorpinu. Ellilífeyrisþegar eru orðnir stór hópur þjóðarinnar. Mikill hluti þeirra með mikla reynslu, en hefur bók- staflega verið kastað út úr samfélaginu eins og einskisverðri druslu, sem ekkert er að marka. Þeir hafa verið hlunnfarnir í góðærinu í launum um 17 þúsund krónur á mánuði. Af því, oft litla, sem þeir fá þurfa þeir að greiða um 40% í skatt og það sem meira er. Þetta er tví- sköttun. Aldraðir eru þegar búnir að greiða sinn skatt. Reynt hefur verið til hins ítrasta að fá ríkisstjórnina sjálfstæðis- menn og framsóknarmenn (fram- sókn er í R-lista) til þess að leið- rétta þetta. En nei. Aldraðir eiga að borga þótt aðrir þurfi aðeins að greiða 10% í fjármagnstekjuskatt. Lífeyrir fellur alls ekki undir þann skatt, að mati ríkisstjórnar. Nú skal dómsvaldið skera úr um hvað rétt sé. Fasteignaskattur léttur í pyngju Björn Bjarnason virðist halda að hann hafi ekki borið neina ábyrgð á meðan hann var í ríkisstjórn. Til- heyrði hann ekki sjálfstæðismönn- um þar? Nú tekur hann þátt í borgar- stjórnarkosningum og þá vantar ekki fagurgalann. Hann lofar að gera svo vel við aldraða að hann ætlar að lækka fasteignaskattinn. Það þyngir ekki budduna að ráði. Hann ætti heldur að setja það í samninga við okkur Reykvíkinga, og bæta við öðrum landsmönnum, að hækka lágmarks- laun upp í 100 þúsund krónur og hafa þau skattfrjáls. Var ekki ríkisstjórnin með Björn innanborðs búin að lofa því að afnema tekjuskatt? Launa- tenging launa hefur þegar verið afnumin hjá námsmönnum og að sjálfsögðu ætti að gera hið sama hjá ör- yrkjum og öldruðum. Ef þetta væri gert gætu aldraðir í fullu fjöri tekið að sér alls konar verk í þágu samfélagsins með sína miklu reynslu í farteskinu og gætu lifað lífinu með fullri reisn. Þetta er það sem við F-lista menn stefnum að, ekki bara með innantómum loforðum heldur með því að vera það afl sem hefur al- vöruáhrif. Fagurgali D- og R- við aldraða Erna V. Ingólfsdóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur, eldri borgari í 4. sæti F-listans. Reykjavík Launatenging launa hefur þegar verið afnumin hjá náms- mönnum, segir Erna V. Ingólfsdóttir. Að sjálfsögðu ætti að gera hið sama hjá ör- yrkjum og öldruðum. Sjálfstæðisklukkan í turninum á torginu okkar er sannkallað tákn bæjarins. Hún er ekki bara einkenni bæjarins heldur einnig einkennandi fyrir meirihlutann. Hún hef- ur þann galla að stóri vísirinn varpar skugga á skífuna sem veldur því að þegar litið er á hana í kvöldrökkrinu virðast stóru vísarnir vera tveir – og vísa þeir hvor í sína áttina. Þetta er einmitt lýsandi fyrir margt í stjórnarfari íhaldsins og tvískinn- ung þess sem gerir tillögu að aðal- skipulagi með nýjan grunnskóla staðsettan á Grundum en fer svo á fætur, að Ásdís Halla telur, kort- eri fyrir kosningar og þykist ætla að staðsetja skólann í samráði við bæjarbúa, en gætir sín ekki á því að þau hafa þegar sofið yfir sig. Það er orðið fram- orðið – og heldur seint í rassinn gripið, jafnt í þessu máli sem mörgum öðrum, s.s. málefnum eldri borg- ara. Því klukkan í turn- inum er ekki öll þar sem hún er séð og er í raun orðin fimm mínút- ur í kosningar! Því segi ég: „Garðbæingar, vaknið og kjósið B-listann sem veit hvað klukkan slær! Það er kominn tími til að fara á fætur eftir 36 ára svefn í draumaheimi íhaldsins.“ Hvað er klukkan, gamli úlfur? Svava Garðarsdóttir Garðabær Það er kominn tími til að fara á fætur, segir Svava Garðarsdóttir, eftir 36 ára svefn í draumaheimi íhaldsins. Höfundur er kerfisfræðingur og skipar 4. sæti B-lista óháðra og framsóknarmanna við bæjarstjórn- arkosningarnar í Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.