Morgunblaðið - 21.05.2002, Side 36
FRÉTTIR
36 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Íbúð óskast
3ja—4ra herbergja íbúð óskast til leigu í lengri
tíma fyrir miðaldra reglusöm hjón.
Helst í Linda- eða Salahverfi í Kópavogi.
Upplýsingar í síma 892 0020.
Til leigu
Byggingafélag Gylfa og Gunnars er með
eftirtalið húsnæði til leigu:
Hlíðasmári: Í nýju og fallegu húsnæði, hentar
vel fyrir skrifstofu, verslun eða þjónustu.
Stærðir frá 150—600 fm.
Síðumúli: Í nýju og glæsilegu húsnæði,
stærð ca 300 + fm.
Grandavegur: Í húsnæði fyrir eldri borgara.
Hentar vel fyrir nudd eða heilsugæslu,
stærð 103 fm.
Vegmúli: 141 fm mjög vel innréttað húsnæði
sem hentar t.d. fyrir kírópraktora eða nuddara.
Uppl. gefur Gunnar í síma 693 7310.
HÚSNÆÐI ÓSKAST
HÚSNÆÐI Í BOÐI
Íbúð í Barcelóna
Til leigu íbúð í Barcelona, laus:
28. maí—1. júní
15. júní—22. júní
20. júlí—27. júlí
29. júlí—3. ágúst
17. ágúst - 22. ágúst
28. sept. og út árið
Uppl. gefur Helen í síma 899 5863.
TILKYNNINGAR
!" # ! $%
% &%
Upplýsingar í síma 551 3836 frá kl. 16
til 17 sama dag.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Skeifan, til leigu verslunar-
húsnæði
Til leigu glæsilegt 820 m² verslunarhúsnæði
í Skeifunni 8. Næg bílastæði.
Áberandi staðsetning í ný endurbættu húsi.
Húsnæðið losnar 1. júní.
Upplýsingar í símum 588 2220 og 894 7997.
upplýsingar er að finna á mbl.is/upplýsingar
ATVINNU- OG RAÐAUGLÝSINGAR
EÐVALD Valgarðsson, fram-
leiðslustjóri hjá Íslandsfugli á Dal-
vík, vill árétta í framhaldi af um-
fjöllun um kjúklingaþurrð í
Morgunblaðinu á laugardag, að
kamfýlóbakter-sýking sem upp
kom hjá fyrirtækinu hafi fundist í
varphænum en ekki kjúklingum.
„Ef upp kemur kamfýlóbakter-
sýking þarf að frysta viðkomandi
sláturhópa. Við höfum verið að
selja ferskan kjúkling að undan-
förnu og fengum fyrirspurnir frá
okkar viðskiptavinum vegna frétta
af kamfýlóbakter-sýkingum í
Morgunblaðinu. Ástæðan er sem
sagt þessi, sýkingin greindist í
varphænum hjá okkur, ekki í eld-
is- eða sláturhópum,“ segir hann.
Segir Eðvald ennfremur að búið
sé að slátra fyrrgreindum varp-
hænum, ekki vegna sýkingarinnar,
heldur þess að líffræðilegu hlut-
verki þeirra hafi verið lokið.
Kamfýlóbakter
í varphænum
ÞRIÐJUDAGINN 21. maí næst-
komandi munu fulltrúar Reykjarvík-
urlista, Sjálfstæðisflokks og Frjáls-
lynda flokks kynna stefnuskrár
flokka sinna í Alþjóðahúsinu, Hverf-
isgötu 18. Kynningarnar verða á ís-
lensku og ensku og að kynningum
loknum verða umræður.
Kynningarfundurinn hefst kl. 19.
30 í Alþjóðahúsi, Hverfisgötu 18,
gegnt Þjóðleikhúsinu.
Kynna stefnu sína
í Alþjóðahúsinu MÁLSTOFA á vegum alþjóðanefnd-
ar Hjúkrunarfræðideildar Háskóla
Íslands verður haldin fimmtudaginn
23. maí, kl: 13.30 – 15.30 í stofu 6,
Eirbergi.
Erindi halda: Jean King og Sigríð-
ur Halldórsdóttir prófessor við Há-
skólann á Akureyri. Kynning verður
á störfum hjúkrunarfræðinga innan
kristilegs starfs á Íslandi í umsjá
hjúkrunarfræðinga og djákna.
Málstofan fer fram á ensku.
Málstofa
hjúkrunar-
fræðideildar
D-LISTI sjálfstæðismanna boðar
til hverfafundar í Myllubakkaskóla
í Reykjanesbæ, þriðjudaginn 21.
maí kl. 20.30. Allir eru velkomnir.
Frambjóðendur kynna stefnu-
skrá flokksins og svara fyrirspurn-
um fundarmanna.
Hverfafundur
í Reykjanesbæ
SUMARHÁTÍÐ Samfylkingar,
X-S, í Hafnarfirði verður miðviku-
daginn 22. maí kl. 17.30 á Thors-
plani.
Grín og glens, pylsur á grillinu,
tónlist, skemmtiatriði og leiktæki,
segir í fréttatilkynningu.
Sumarhátíð í
Hafnarfirði
BÖRNIN í leikskólanum Tjarn-
arborg trítluðu niður í Ráðhús
Reykjavíkur á fimmtudag og færðu
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur
borgarstjóra listaverk að gjöf, inn-
rammaðar myndir, sem þau höfðu
teiknað af Tjörninni í Reykjavík í
verkefninu Vesturbærinn okkar.
Þemaverkefnið Vesturbærinn
okkar var í gangi hjá leikskólum í
Vesturbænum í vetur með því
markmiði að kynna skapandi starf í
leikskólum, að sögn Huldu Ásgeirs-
dóttur, leikskólastjóra í Tjarn-
arborg. Hluti verkefnisins var að
heimsækja stofnanir í nágrenni við-
komandi leikskóla og var Ráðhús
Reykjavíkur vettvangur barnanna í
Tjarnarborg, en Tjörnin var þema
þeirra undir leiðsögn verkefn-
isstjóranna Svanhildar Vilbergs-
dóttur og Charlottu Ragn-
arsdóttur. 47 börn á aldrinum
tveggja til sex ára eru í leikskól-
anum og teiknuðu allir krakkarnir
myndir en fjórar voru síðan valdar
úr til að færa Reykjavíkurborg að
gjöf.
Morgunblaðið/Golli
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, þakkar börnum
úr leikskólanum Tjarnarborg fyrir glæsilegt listaverk.
Börnin
færðu borg-
arstjóra
listaverk
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun frá Sambandi
ungra framsóknarmanna:
„Framkvæmdastjórn Sambands
ungra framsóknarmanna lýsir yfir
mikilli furðu á viðbrögðum Geirs H.
Haarde fjármálaráðherra við yfirlýs-
ingu heilbrigðisráðherra og Reykja-
víkurborgar um uppbyggingu á
hjúkrunarheimilum fyrir aldraða.
Með viljayfirlýsingunni er stefnt
að því að bæta úr brýnni þörf á
auknu hjúkrunarrými í Reykjavík og
er því í fullu samræmi við heilbrigð-
isáætlun sem samþykkt var á Alþingi
vorið 2001. Það er í hæsta máta óeðli-
legt af fjármálaráðherra að gagn-
rýna samráðherra sinn fyrir að vinna
samkvæmt stefnumörkun sem sam-
þykkt hefur verið á Alþingi og í raun
ódrengilegt í garð heilbrigðisráð-
herra.“
Samband ungra framsóknarmanna
Ódrengileg gagn-
rýni á heilbrigðis-
ráðherra
SÍLDARVINNSLAN hf. í Nes-
kaupstað hlýtur hvatningarverð-
laun Þróunarfélags Austurlands í
ár. Verðlaunin voru veitt á aðal-
fundi Þróunarfélagsins sem hald-
inn var á Hótel Framtíð á Djúpa-
vogi nýlega. Þremur öðrum
fyrirtækjum voru veittar viður-
kenningar fyrir athyglisverða ný-
sköpun, uppbyggingu framleiðslu-
iðnaðar og fjölbreytt starf á sviði
menntunar.
Síldarvinnslunni hf. í Neskaup-
stað voru veitt hvatningarverðlaun
Þróunarfélags Austurlands 2002
fyrir forystuhlutverk sitt í íslensk-
um sjávarútvegi og stórhuga verk-
efni á sviði fiskeldis.
Þróunarfélag Austurlands veitti
einnig þrjár viðurkenningar fyrir
athyglisverða og metnaðarfulla
starfsemi. Fræðsluneti Austur-
lands var veitt viðurkenning fyrir
kraftmikið og fjölbreytt starf á
sviði miðlunar háskólanáms og sí-
menntunar og nýjungar í eflingu
menntunar fyrir atvinnulífið, Mið-
ás hf. á Egilsstöðum hlaut við-
urkenningu fyrir einstaklega góð-
an árangur í uppbyggingu
framleiðsluiðnaðar á Austurlandi
og Norðurís hf. á Hornafirði var
veitt viðurkenning fyrir metnaðar-
fulla atvinnuuppbyggingu á Aust-
urlandi og athyglisverða nýsköpun
á sviði efna- og matvælafram-
leiðslu, segir í fréttatilkynningu.
Hvatningarverð-
laun Þróunar-
félags Austurlands
EKKI verður af útgáfu Meirablaðs-
ins, vestfirsks fréttablaðs, sem koma
átti út fyrst fimmtudaginn 23. maí
næstkomandi eins og greint hafði
verið frá í Morgunblaðinu.
Í frétt frá útgefendum segir að þar
sem kjölfestufjárfestir hafi dregið
sig út úr útgáfunni á síðustu stundu
og að viðtökur auglýsenda og styrkt-
arfyrirtækja hafi ekki verið nægi-
lega góðar að mati útgefenda sé hætt
við útgáfuna. Óska þeir eftir að koma
á framfæri þökkum til þeirra sem
höfðu hug á að styrkja útgáfuna.
Hætt við útgáfu
Meirablaðsins