Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KLEMENZ Jónsson, leikari og leikstjóri, er látinn á á áttugasta og þriðja aldursári. Klemenz var fæddur 29. febrúar árið 1920 að Klettstíu í Norðurár- dal, sonur hjónanna Jóns Jóhannessonar, bónda þar, og konu hans Sæunnar Klem- enzdóttur. Klemenz útskrifaðist frá Héraðsskólanum í Reykholti árið 1939 og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1942. Hann stundaði leiklistar- nám hjá Haraldi Björnssyni 1942–44 og framhaldsnám við Royal Aca- demy of Dramatic Art í London 1945–48, þar sem hann stundaði einnig skylminganám á sama tíma. Klemenz lék hjá Leikfélagi Reykjavíkur á fimmta áratugnum, var leikari og leikstjóri hjá Þjóðleik- húsinu 1950–75 og leiklistarstjóri Ríkisútvarpsins 1975–1981. Hann var kennari við leiklist- arskóla Þjóðleikhúss- ins frá 1950 og yfir- kennari 1960–73. Þá leikstýrði hann tuttugu leiksýningum í Þjóð- leikhúsinu og fjölda út- varpsleikrita og samdi handrit og leikstýrði dagskrám hjá Ríkisút- varpinu, auk fjölda annarra starfa. Klemenz gegndi trúnaðarstörfum fyrir leikara. Hann var með- al annars í stjórn Fé- lags íslenskra leikara í tuttugu ár frá 1955 til 1975, formað- ur félagsins frá 1967 og fram- kvæmdastjóri þess frá 1970–79. Þá var hann kjörinn formaður Norræna leikarasambandsins 1974 og gegndi því starfi í þrjú ár. Hann var einnig dagskrárstjóri fyrir Reykjavíkur- borg á 17. júní hátíðarhöldum í 22 ár. Kona Klemenzar er Guðrún Guð- mundsdóttir og eignuðust þau þrjú börn. Andlát KLEMENZ JÓNSSON TÆPLEGA átta ár eru liðin frá hvarfi Valgeirs Víðissonar en síðast er vitað um ferðir hans þegar hann yfirgaf heimili sitt á Laugavegi um miðnætti hinn 19. júní 1994. Fjórum árum síðar úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að Val- geir skyldi teljast látinn enda hefði ekkert komið fram sem benti til ann- ars. Miðað var við að andlát hans hefði borið að höndum daginn sem hann hvarf. Í gær var karlmaður á fertugs- aldri úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. júní nk. vegna gruns um aðild að hvarfi hans. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær kom mað- urinn til landsins á þriðjudag en hann hafði verið framseldur frá Hol- landi. Lögregla hefur yfirheyrt manninn en lætur ekki uppi hvort yfirheyrsl- urnar hafi varpað nýju ljósi á málið. Á baksíðu Morgunblaðsins 7. júlí 1994 var lýst eftir Valgeiri og þeir sem vissu um ferðir hans beðnir að láta lögregluna í Reykjavík vita. Fljótlega eftir að Valgeir hvarf bár- ust lögreglu vísbendingar um að ekki væri allt með felldu varðandi hvarf hans og var málið upp frá því rannsakað sem hugsanlegt mann- dráp. Ýmsar sögur fóru af afdrifum Valgeirs en enga þeirra hefur verið hægt að staðfesta. Maðurinn sem nú situr í gæslu- varðhaldi var framseldur frá Hol- landi þar sem hann afplánaði fang- elsisdóm vegna innflutnings á um 16 kílóum af kókaíni til landsins. Lög- reglan í Reykjavík fór utan til að yf- irheyra manninn en hann neitaði að tjá sig. Í framhaldinu fór dómsmála- ráðuneytið fram á framsal sem mað- urinn mótmælti en Hæstiréttur Hol- lands féllst á kröfu ráðuneytisins. Síminn hleraður frá 1995–2001 Lögregla hætti síðasta vetur rannsókn á þætti annars manns sem hefur legið undir grun um aðild að hvarfi Valgeirs en rannsókn á hans þætti var hætt síðasta vetur, þar sem lögreglu þótti ekki efni til að halda henni áfram. Kom fram að lög- regla hafði vegna rannsóknarinnar hlerað síma hans á tímabilinu frá 1995 til 2001. Skv. upplýsingum frá lögreglu lýkur rannsóknum á mannshvörfum ekki formlega fyrr en þau upplýsast, annaðhvort með því að viðkomandi finnst eða óyggjandi upplýsingar um afdrif þeirra berast lögreglu. Frá árinu 1945 hafa rúmlega 40 manns horfið sporlaust á Íslandi. Í gæsluvarðhald vegna hvarfs Valgeirs Víðissonar Hvarfið óupplýst eftir átta ár UNDIRRITAÐ var samkomulag í gær milli Flugmálastjórnar Íslands og Slysavarnafélagsins Lands- bjargar um sameiginlegt átak í björgunarbátamálum við áætl- unarflugvelli Flugmálastjórnar. Þá hefur verið ákveðið að kaupa tvo fimmtán manna björgunarbáta ásamt björgunarflekum fyrir Reykjavíkurflugvöll. Samkvæmt samkomulaginu verð- ur unnin samræmd stefna í björg- unarbátamálum fyrir flugvellina og gerð úttekt á stöðu þessara mála þar sem farið verður yfir núverandi bátakost, sjósetningaraðstöðu og viðbragð vegna hugsanlegra flug- slysa. Að lokinni úttekt verða gerð- ar tillögur um úrbætur. Sam- komulagið felur einnig í sér að Landsbjörg tekur að sér þjálfun þeirra starfsmanna Flugmála- stjórnar sem sinna björgunarþjón- ustu á sjó og/eða í vötnum. Morgunblaðið/Þorkell Átak í björgunarbáta- málum við flugvelli KJARTAN Atli Kjart- ansson er að öllum lík- indum yngsti frambjóð- andinn á landinu í sveitarstjórnarkosning- unum sem fram fara á laugardaginn. Kjartan skipar 10. sæti Á-listans í Bessastaðahreppi og er fulltrúi Samfylking- arinnar á listanum. Kjartan verður 18 ára í dag, fimmtudag, og öðl- ast þar með kosninga- rétt tveimur dögum fyr- ir kjördag. „Ég hef alltaf haft áhuga á pólitík,“ segir Kjartan. „Ég hef hlakk- að mjög til að verða 18 ára svo ég gæti farið að kjósa og þannig haft áhrif á málin. Þegar mér var boðið að taka sæti á listanum sá ég að ég gæti haft enn meiri áhrif svo ég tók sæti á listanum. Ég hef fylgst svo lengi með pólitík að ég var stuðningsmaður Alþýðuflokksins þáverandi og var kominn með brennandi stjórnmálaáhuga ellefu ára gamall. Það hef- ur verið gamall draumur að komast í pólitík og vonandi kemst ég á þing síð- ar.“ Kjartan segist vera fulltrúi ungs fólks í hreppnum og segir það hafa mik- inn áhuga og skoð- anir á málunum en þessi hópur sé hins- vegar útundan að vissu leyti. „Það er ekki um auðugan garð að gresja í íþrótta- málum hér í hreppn- um og eins vantar félagsmiðstöð hingað. Fasteignir hér eru líka mjög dýrar sem kemur illa við ungt fólk, sem hefur alist hér upp, vill ekki flytja, en hefur ekki efni á að kaupa sér húsnæði. Það er á stefnuskrá okkar að fjölga hús- næðiskostum fyrir ungt fólk og reisa hér félagsmiðstöð auk þess að efla íþróttastarfið.“ Fær kosningarétt tveim- ur dögum fyrir kjördag Kjartan Atli Kjartansson FLUGMÁLASTJÓRN hefur komið kvörtun á framfæri við varn- arliðið á Keflavíkurflugvelli og bent á að ekki sé æskilegt að þotur á vegum hersins fljúgi nálægt fuglabjörgum við Íslandsstrendur. Á mánudag flugu orrustuþotur frá varnarliðinu nærri Látrabjargi í um 500 feta hæð frá jörðu (152 m) og röskuðu fuglavarpi að sögn Árna Bragasonar, forstjóra Nátt- úruverndar ríkisins. Hallgrímur N. Sigurðsson, að- stoðarframkvæmdastjóri Flug- málastjórnar, segir að ekki hafi verið um brot á reglum að ræða, vélarnar hafi verið í sjónflugi og þá megi fara niður í 500 feta hæð yfir jörðu. Lögum samkvæmt er óheimilt „að þeyta flautur, fljúga flugvélum eða vera með annan há- vaða að óþörfu í grennd við fugla- björg“ en ekki er útlistað nánar hvað falli undir skilgreininguna „að óþörfu.“ Hallgrímur segir að ákveðið hafi verið að skipa vinnuhóp í samstarfi við Náttúruvernd þar sem fjallað verði um flugumferð við fugla- björg, viðkvæm svæði kortlögð og ákveðið hvernig flugi við fugla- björg skuli hagað. Hallgrímur seg- ir að auk þess sem flug geti truflað fuglavarp sé hættulegt að fljúga yf- ir slík svæði þar sem fugl geti farið í hreyfla flugvélanna. Hann telur að ástæða þess að flugmennirnir fóru yfir þetta svæði sé vanþekking og hugsunarleysi, en vélarnar voru að koma af æfingu. Látrabjarg er stærsta sjávar- bjarg landsins og er áætlað að ein milljón fugla verpi í bjarginu. Árni segir að eflaust hafi einhver egg farið en telur að ekki hafi orðið stórtjón. Kvörtun til varnarliðsins Orrustuvélar trufluðu fuglavarp í Látrabjargi ELDUR kom upp í þaki fjölbýlis- húss við Yrsufell í gær, að því er talið er af völdum tækja frá iðnaðarmönn- um, sem voru að vinna við húsið. Til- kynnt var um eldinn kl. 14.30 og var lið frá öllum slökkvistöðvum höfuð- borgarsvæðisins sent á vettvang þar sem eldur í þaki fjölbýlishúsa er mjög hættulegur. Eldurinn uppgötv- aðist mjög fljótt og varð þannig kom- ið í veg fyrir mikinn bruna. Tveir reykkafarar voru sendir inn í húsið og voru þeir fljótir að ráða niðurlög- um eldsins. Engan sakaði. Eldur í þaki fjöl- býlishúss TILKYNNT var um innbrot í skartgripaverslunina Gull og silfur á Laugavegi snemma á þriðjudagsmorgun. Hurð baka- til í versluninni hafði verið spennt upp og hafði nokkru af skartgripum verið stolið þegar lögreglan kom á vettvang. Lög- reglumenn fundu þýfið í yfir- gefinni bifreið á Vatnsstíg og tók það í sína vörslu auk bif- reiðarinnar. Hún var ekki skráð eign ákveðins manns sem grunaður er um innbrotið. Þjófsins er leitað og sætir málið rannsókn hjá lögreglunni. Skartgripa- þjófnaður í rannsókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.