Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 21 V. Fellsmúla • S. 588 7332 Ný vefsíða: www.i-t.isww w .d es ig n. is © 20 02 - IT M 90 14 Tilboð - baðinnréttingar og hreinlætistæki SETTUR héraðsdýralæknir á Suð- urlandi segir að alls ekki megi skilja eftir óurðuð dýrahræ á víðavangi eins og gert var á bænum Vatnsnesi í Grímsnesi fyrir skömmu. Dýralækn- ir hugðist í gær fara að bænum ásamt fulltrúa heilbrigðiseftirlits Suðurlands til að tryggja að hræin yrðu urðuð án tafar og kanna hvers vegna dýrin drápust. Þorsteinn Magnússon bóndi upplýsti Morgun- blaðið um að a.m.k. ein kú hefði verið skotin og sett út sem agn fyrir refi. Segir Brigitte Berugge, settur hér- aðsdýralæknir, að slíkt megi alls ekki. Þorsteinn segir hins vegar að slíkt hafi tíðkast um árabil og ekki þótt tiltökumál. Bætti hann við að- spurður að hann hefði drepið nokkra refi út á agnið en auk kýrinnar liggja nokkrar dauðar rollur ofanjarðar ásamt kálfi. Héraðsdýralæknir segir dýrahræ teljast til hættulegs úr- gangs og hætta sé á því að fuglar, refir eða önnur dýr komist í hræin og breiði út dýrasmit ef um slíkt er að ræða. Ennfremur stóð til að kanna lifandi gripi á bænum til að kanna hvernig meðferð þeirra væri háttað. Brigitte segist ekki hafa yfirlit um fjölda mála af þessu tagi hjá embætt- inu en þau komi upp af og til. Henni var ekki kunnugt um hræin fyrr en greint var frá þeim í Morgunblaðinu og þá hafði heilbrigðiseftirlit Suður- lands ekki hugmynd um ráðstafanir bóndans. Ekki hefur verið kvartað til þessara embætta vegna málsins. Dýrahræ teljast til hættulegs úrgangs ÁSKORUN 127 brottfluttra Gnúp- verja um að tryggja til frambúðar verndun Þjórsárvera og fossaraðar- innar í Þjórsá og heimila engar frek- ari virkjunarframkvæmdir á svæð- inu var afhent oddvita hrepps- nefndar Gnúpverjahrepps í gær. Áskoruninni var einnig beint til áhugahóps um verndun Þjórsárvera. Í áskoruninni segir að samstaða hreppsnefndar og áhugahópsins „og virðing fyrir landinu, sem birtist á síðastliðnu vori og staðfest hefur verið með tillögum og umsögnum áhugahópsins og hreppsnefndar síð- an, vakti þjóðarathygli og sýnir að með samheldni og málefnalegri af- stöðu geta almenningur og sveitar- félög haft áhrif og mótað sitt um- hverfi“. Segir í frétt frá hópnum sem stendur að áskoruninni að henni sé ætlað „að styðja og hvetja sveitar- stjórn í fámennu sveitarfélagi í við- leitni hennar til að sporna gegn framkvæmdum sem fela í sér stór- fellt umhverfisslys á heimsvísu“. Vilja vernda Þjórsárver til frambúðar Brottfluttir Gnúpverjar ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.