Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Nú getum við, Guðjón minn. Íslensk-bandarískur vísindadagur Vantað form- legan vettvang EFNT verður til Ís-lensk-bandarísksvísindadags í Sunnusal Radisson Hótels Sögu nk. föstudag og hefst hann klukkan 9. Vilhjálmur Lúðvíksson framkvæmda- stjóri Rannís svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins. – Hvers vegna þessi vís- indadagur? „Tilgangur vísindadags- ins er að efla vísindasam- starf við Bandaríkin og benda á viðfangsefni og- leiðir til að ýta undir sam- vinnu íslenskra vísinda- manna við bandaríska og kanadíska vísindamenn og um leið treysta stöðu Ís- lands í alþjóðlegri vísinda- samvinnu m.a. á grundvelli stöðu Íslands í norrænu og evr- ópsku rannsóknarsamstarfi. Sú staða er hlutfallslega sterk og get- ur Ísland vegna legu sinnar og öfl- ugs vísindastarfs myndað sam- starfsbrú yfir Norður-Atlantshaf á mörgum sviðum.“ – Hvers vegna þessi samvinna við Bandaríkin? „Mjög stór hluti íslenskra há- skólamanna sækir menntun sína til Norður-Ameríku. Um fjórðung- ur háskólanema, sem fá lán hjá LÍN, sækir menntun sína til Bandaríkjanna og um helmingur doktorsnema, sem taka lán hjá sjóðnum, er við nám í Ameríku. Hins vegar hefur ekki verið neinn formlegur vettvangur til að ýta undir rannsóknasamstarf eftir að námi lýkur þannig að nýta megi þau sambönd sem myndast á námstímanum og eftir að rann- sóknardvöl lýkur. Úr þessu vill Rannís bæta. Rannís undirritaði samstarfs- samning við Vísindastofnun Bandaríkjanna, NSF, haustið 2000. Halda átti þennan vísinda- dag á grundvelli samningsins hinn 13. september í fyrra en honum varð að aflýsa í kjölfar hryðjuverk- anna 11. september. Nú er verið að taka upp þráðinn aftur.“ – Helstu áherslur? „Á vísindadeginum munu við- horf aðilanna til samstarfs verða kynnt og jafnframt munu fulltrúar evrópskra og norrænna sam- starfsstofnana tjá sig um sam- vinnumöguleika á einstökum svið- um. Einnig mun fulltrúi Rannsóknarráðs Kanada kynna þarlend viðhorf til samstarfs yfir hafið. Athyglin mun einkum bein- ast að rannsóknasamvinnu sem snertir jarðvísindi, umhverfismál, hnattrænar breytingar, mann- erfðafræði og heilbrigðisrann- sóknir. Einnig verður fjallað um aukna samvinnumöguleika á sviði rafrænna bóka- og gagnasafna. Í pallborðsumræðum verður m.a. fjallað um aðferðir til að ýta undir samstarfið og möguleika Íslands til að brúa bilið á milli N-Ameríku og Evrópu í vísindarannsóknum sem stundaðar eru hér á landi.“ – Hvað hafa Banda- ríkjamenn uppúr þessu samstarfi? „Íslendingar hafa á undanförnum árum sýnt mjög góða frammistöðu á ýmsum sviðum vís- inda mælt á alþjóðlegan kvarða. Þeir hafa m.a. staðið sig mjög vel í samkeppni innan rammaáætlunar Evrópusambandsins, einmitt á þeim sviðum þar sem alþjóðasam- starf er mikilvægast. Þar má nefna rannsóknir á umhverfisbreyting- um og náttúruvá svo og í hafrann- sóknum sem hafa gildi fyrir skiln- ing manna á loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra á lífríki og hag- kerfi þjóða. Þá hafa íslenskar heil- brigðisrannsóknir vakið athygli, ekki síst þær sem tengjast erfða- háðum sjúkdómum. Íslendingar eru því áhugaverðir samstarfsaðil- ar á ýmsum sviðum og hafa banda- rískar stofnanir í vaxandi mæli farið að styrkja rannsóknir á Ís- landi og samstarf bandarískra og íslenskra vísindamanna.“ – Hverjir tala? „Meðal þeirra sem erindi flytja eru Norman Neureiter, vísinda- ráðgjafi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, Margret Leinen, for- stöðumaður jarðvísindasviðs NSF, Minerva Rojo, fram- kvæmdastjóri við alþjóðamiðstöð bandarísku heilbrigðisstofnunar- innar, NIH, og Dr. Stephen Pioto- wicz aðstoðarframkvæmdastjóri hafrannsóknasviðs bandarísku haf- og veðurfræðistofnunarinnar, NOAA. Ýmsir þekktir vísinda- menn, innlendir og erlendir, munu flytja erindi um einstök svið.“ – Er þetta byrjunin á einhverju meira eða stærra? „Ég vona að þarna skapist áhugi á aukinni samvinnu og menn komi auga á að íslenskir vísindamenn geta gegnt afar mikilvægu hlut- verki í rannsóknasamstarfi yfir N- Atlantshafið. Ég vona líka að ís- lensk stjórnvöld vilji greiða götu þess að Íslendingar verði ekki bara fjárhagslega þiggjendur í þessu efni heldur geti lagt sitt af mörkum til að stuðla að auknum kynnum og samskiptum á sviði vís- inda. Ísland er góður staður fyrir vísinda- menn beggja vegna hafsins að hittast. Hér er bókstaf- lega hægt að sýna viðfangsefni rannsókna með beinum hætti, bet- ur en í afstrakt umhverfi fundar- sala í Brussel eða Washington. Það er stutt á milli notenda þekk- ingar og vísindamanna hér á landi og Ísland er upplögð vísindaleg til- raunastöð á mjög mörgum sviðum sem þykja áhugaverð um þessar mundir.“ Vilhjálmur Lúðvíksson  Vilhjálmur Lúðvíksson fædd- ist í Reykjavík 4. apríl 1940. Stúdent frá VÍ 1960 og stærð- fræðideildarpróf frá MR 1961. B.Sc.-próf í efnaverkfræði frá Kansasháskóla 1964, M.Sc. í sama fagi í Wisconsin-háskóla í Madison, Wisc. 1965 og doktor frá sama skóla 1968. Verkfræð- ingur hjá Rannsóknarráði rík- isins 1968–73. Frkvæmdastjóri og formaður Iðnþróunarnefndar 1973–75, í eigin rekstri 1975–78. Framkvæmdastjóri Rannís frá 1987. Maki er Áslaug Sverr- isdóttir vefnaðarkennari og eiga þau tvær uppkomnar dætur. Íslendingar áhugaverðir til samstarfs BORGARRÁÐ samþykkti á þriðju- dag að óska eftir því við félagsmála- ráðherra að eigendum félagslegra eignaríbúða í Reykjavík verði heim- ilað að selja þær á frjálsum markaði. Jafnframt fellur borgarráð frá for- kaupsrétti sínum að íbúðunum. Í samþykkt borgarráðs segir að Alþingi hafi nýlega samþykkt breyt- ingar á húsnæðislöggjöfinni, sem gera ráð fyrir að eigendur eignar- íbúða með kaupskylduákvæðum geti selt þær á frjálsum markaði. Sam- kvæmt lögunum sé félagsmálaráð- herra heimilt að staðfesta ósk sveit- arfélaga um að aflétta kaupskyldurétti. „Borgarráð samþykkir að Reykja- víkurborg sæki þegar í stað, við gild- istöku laganna, um heimild til félags- málaráðherra þess efnis að eigendum félagslegra eignaríbúða í Reykjavík verði heimilað að selja þær á frjálsum markaði,“ segir í samþykktinni. „Jafnframt samþykk- ir borgarráð að falla frá forkaups- rétti sínum að þessum íbúðum, sem byggðar voru í átaki til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis samkvæmt reglugerð frá 1957.“ Eigendur félagslegra íbúða í Reykjavík Verði heimilað að selja á frjálsum markaði REYKJAVÍKURLISTINN nýtur 53,5% fylgis og Sjálfstæðisflokkur- inn í Reykjavík rúmlega 41,3% fylgis ef marka má skoðanakönnun Talna- könnunar, sem gerð var fyrir vef- svæðið heimur.is 21. maí. Frjáls- lyndir og óháðir njóta samkvæmt könnuninni 4,2% fylgis en önnur framboð í Reykjavík minna fylgis. Samkvæmt þessu fengi R-listinn níu borgarfulltrúa í Reykjavík en D-list- inn sex borgarfulltrúa. Afar mjótt er á munum á sjöunda manni D-listans og níunda manni R-listans sam- kvæmt könnuninni. Í henni kemur jafnframt fram að R-listinn nýtur meira fylgis hjá báðum kynjum. Þá kemur fram að 15% voru óviss, 4% vildu ekki svara og 2% sögðust ekki ætla að kjósa. Í könnuninni var spurt hvaða lista fólk myndi kjósa í borgarstjórnar- kosningunum ef kosið væri í dag. Könnunin byggist á svari 461 ein- staklings. Valið var með handahófs- úrtaki úr símanúmeraskrá. Vikmörk miðað við 95% vissu eru 5,2% til eða frá. Munurinn milli R- og D-lista er samkvæmt þessu tölfræðilega mark- tækur. R-listinn með 12% forskot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.