Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 63
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 63
HIN árlega álfasala SÁÁ verður
um næstu helgi, kosningahelgina.
Sölufólk frá SÁÁ mun jafnt
ganga í hús og selja álfinn á fjöl-
förnum stöðum. Allur ágóði af
álfasölunni mun renna til styrkt-
ar meðferðar- og félagsstarfi
unglingadeildar SÁÁ.
„Á síðasta ári komu tæplega
300 ungmenni á aldrinum 14-19
ára í meðferð hjá SÁÁ. Sérstök
unglingadeild hefur verið rekin á
Vogi frá því í ársbyrjun 2000. Að
auki býður SÁÁ unga fólkinu upp
á félagslega samveru að lokinni
meðferð, í þeim tilgangi að auka
batalíkurnar. Verulegur hluti af
þessari aðstoð við unga fólkið er
fjármagnaður með sjálfsaflafé
samtakanna og er álfasalan einn
stærsti þátturinn í þeirri fjár-
öflun,“ segir í frétt frá SÁÁ.
SÁÁ-álfurinn á þessu ári held-
ur á spjaldi þar sem getið er
þeirra tímamóta að síðar á þessu
ári verða liðin 25 ár frá stofnun
SÁÁ, segir einnig í fréttatilkynn-
ingu.
SÁÁ með
álfasölu
um helgina
GUÐMUNDUR Örn Arnarson, BS
matvælafræðingur ver meistara-
verkefni sitt Örhúðun með gelatíni
úr fiskroði við Háskóla Íslands í
föstudaginn 24. maí kl. 15, í stofu 157
í VR-II. við Hjarðarhaga. Leiðbein-
endur eru dr. Magnús Guðmunds-
son, matvælaverkfræðingur, Mat-
vælarannsóknum Keldnaholti og dr.
Magnús Már Kristjánsson, dósent
við matvælafræðiskor Háskóla Ís-
lands.
Örhúðun (microencapsulation) er
aðferð sem hefur verið notuð til þess
að breyta eiginleikum efna. Hún
felst í því að búin eru til örlítil hylki
sem innihalda t.d. næringarefni, lit-
arefni eða bragðefni. Þannig verður
til duft sem nota má sem íblöndunar-
efni í matvæli. Örhúðun hefur verið
notuð til þess að stjórna losun efna í
matvælum, hylja bragðvond efni,
breyta olíu í duft, og auka geymslu-
þol viðkvæmra efna. Gelatín er al-
gengt húðunarefni, en það er oftast
unnið úr húðum og beinum slátur-
dýra, s.s. nautgripum og svínum.
Vegna kúariðufársins í Evrópu hefur
gelatín úr nautgripum verið litið
hornauga upp á síðkastið. Því er gel-
atín úr fiskroði áhugaverður valkost-
ur, einnig fyrir þá sem ekki neyta
svínaafurða af trúarástæðum.
Í þessu verkefni voru rannsakaðir
eiginleikar gelatíns úr fiskroði til
húðunar á olíu. Tilraunir voru gerðar
með húðun á lýsi með fiskgelatíni, en
örhúðun á lýsi gæti auðveldað
íblöndun þess í matvæli með því að
fela bragðið af því. Tvær mismun-
andi aðferðir við húðunina voru próf-
aðar og reyndist fiskgelatínið jafnvel
og sambærilegt gelatín úr nautgrip-
um. Enn þarf þó að yfirvinna stutt
geymsluþol örhúðaðs lýsis, eins og
það var framleitt í verkefninu.
Meistaraprófsverkefni
í matvælafræði við HÍ
GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins,
Reykjum í Ölfusi, stendur fyrir nám-
skeiðinu „Sumarbústaðurinn – gróð-
ur og garðyrkja“ laugardaginn 8.
júní kl. 10-17 í húsakynnum skólans.
Leiðbeinendurnir verða allt sér-
fræðingar frá skólanum. Á nám-
skeiðinu verður m.a. fjallað um
skipulag við sumarbústaðinn, skjól-
girðingar, trépalla, hellulagnir,
stíga, meindýr og sjúkdóma í gróðri
og matjurtaræktun svo eitthvað sé
nefnt. Farið verður í vettvangsferð
um útisvistarsvæði skólans þar sem
mismunandi trjátegundir verða
skoðaðar.
Skráning og nánari upplýsingar
um námskeiðið fást á skrifstofu skól-
ans eða á heimasíðu hans, www.-
reykir.is, segir í frétt frá Garðyrkju-
skólanum.
Námskeið um
sumarbústaðinn
og garðyrkju
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir
eftir vitnum að ákeyrslum á kyrr-
stæðar bifreiðir hinn 20. maí sl.
Í öðru tilvikinu, milli kl. 15.15 og
23.30, var ekið á bifreiðina
ME-776, sem er grá Toyota RAV4,
þar sem hún stóð kyrr og mann-
laus á bifreiðastæði við Landspít-
alann í Fossvogi.
Í seinna tilvikinu, milli kl. 17 og
19, var ekið á bifreiðina SG-681,
sem er grá Toyota Corolla-fólks-
bifreið, þar sem hún stóð kyrr og
mannlaus í Tryggvagötu gegnt
Tollstöðinni.
Í báðum þessum tilfellum fóru
tjónvaldar af vettvangi án þess að
tilkynna tjónið til hlutaðeiganda
eða lögreglu. Því eru þeir eða aðr-
ir, sem geta gefið frekari upplýs-
ingar, beðnir að snúa sér til um-
ferðardeildar lögreglunnar í
Reykjavík.
Lýst eftir vitnum
Á AÐALFUNDI UNIFEM á Ís-
landi 29. apríl sl. var kjörin ný stjórn
félagsins. Stjórnina skipa: Sigríður
Margrét Guðmundsdóttir formaður,
Kristín Jónsdóttir varaformaður,
Sigríður Guðmundsdóttir gjaldkeri,
Þórgunnur Skúladóttir ritari og
Hildur Helga Gísladóttir, Ása Kolka
Haraldsdóttir, Herdís Friðriksdóttir
meðstjórnendur. Starfsmaður á
skrifstofu er Rún Ingvarsdóttir, seg-
ir í fréttatilkynningu.
Ný stjórn UNIFEM
JEAN Pol Dumont Le Douarrec
er afkomandi franskra sjómanna
sem veiddu við strendur Íslands
og höfundur bókar um þá. Hann
ætlar að fjalla um samskipti
Frakka og Íslendinga sem tengj-
ast sjónum og kynna rannsóknir
Frakka á högum forfeðra þeirra
hér við land í dag, fimmtudaginn
23. maí, kl. 20.30 í húsakynnum
Alliance française, Hringbraut 121.
Aðgangur er ókeypis og öllum
opinn. Petrina Rós Karlsdóttir
mun þýða fyrirlesturinn á ís-
lensku.
Jean Pol Dumont Le Douarrec
er forseti Samtaka hvítu skonn-
ortnanna og dvelur hér á Íslandi
22. maí til 6. júní ásamt sendinefnd
sem komin er til að minnast
frönsku sjómannanna 4.000 sem
veiddu við strendur Íslands árið
1900. Á sjómannadaginn, sunnu-
daginn 2. júní, verður vígður minn-
isvarði á Patreksfirði til heiðurs
frönskum sjómönnum og hinum
200.000 mönnum sem veiddu við
strendur Íslands. Minnisvarðann
gerði myndhöggvarinn Patrick
Stein, segir í fréttatilkynningu.
Fyrirlestur
um frönsku
sjómennina
Kosningahátí› á kosningaskrifstofum
D-listans í kvöld. Björn Bjarnason
fer á milli og heilsar upp á stu›ningsmenn.
Kosningahátí›
Gísli Marteinn Baldursson
og fiorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Kosningami›stö›in Skaftahlí› 24,
Sjálfstæ›isfélög Hlí›a- og Holtahverfis,
og Háaleitishverfis.
Ó›inn, Hvöt og Heimdallur
Sími: 553 9634
Rúnar Freyr Gíslason
og Alda Sigur›ardóttir
Kosningaskrifstofan Hraunbæ 102 b,
Sjálfstæ›isfélag Árbæjar-, Seláss-
og Ártúnsholts
Sími: 567 4011
Gu›laugur fiór fiór›arson
og Tinna Traustadóttir
Kosningaskrifstofan Hverafold 1-3,
Sjálfstæ›isfélag Grafarvogs
Sími: 557 7682
Benedikt Geirsson
og Margrét Einarsdóttir
Kosningaskrifstofan Glæsibæ,
Sjálfstæ›isfélög Langholtshverfis og
Smáíbú›a-, Fossvogs- og Bústa›ahverfis
Sími: 553 9653
Kristján Gu›mundsson
og Jórunn Frímannsdóttir
Kosningaskrifstofan Laugalæk 4,
Sjálfstæ›isfélag Laugarneshverfis
Sími: 553 9670
Vilhjálmur fi. Vilhjálmsson
og Gu›rún Ebba Ólafsdóttir
Kosningaskrifstofan Álfabakka 14 a,
Sjálfstæ›isfélög Hóla- og Fellahverfis,
Skóga- og Seljahverfis, Bakka-
og Stekkjahverfis
Sími: 557 7694
Kjartan Magnússon
og Hanna Birna Kristjánsdóttir
Kosningaskrifstofan Laugavegi 70,
Sjálfstæ›isfélög Vestur- og
Mi›bæjarhverfis, Austurbæjar- og
Nor›urm‡rar
Sími: 552 9183
Inga Jóna fiór›ardóttir
og Marta Gu›jónsdóttir
Kosningaskrifstofan Hjar›arhaga 47,
Sjálfstæ›isfélag Nes- og Melahverfis
Sími: 552 9187
Haf›u samband vi›
hverfaskrifstofuna flína.
Mundu a› öflugt starf á
kosningaskrifstofunum er
lykilatri›i í baráttu fyrir sigri
Sjálfstæ›ismanna 25. maí.
Viltu leggja
baráttunni li›?
D - listans í kvöld frá 21 - 23
Frambjó›endur ver›a á öllum kosningaskrifstofum.