Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 28
ERLENT
28 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
meistar inn. is
GULL ER GJÖFIN
JAPANIR hótuðu í gær að hindra
endurnýjun hvalveiðikvóta frum-
byggja í Alaska og norðausturhluta
Rússlands á ársfundi Alþjóðahval-
veiðiráðsins, IWC. Elliot Morley,
sjávarútvegsráðherra Bretlands,
lýsti þessari hótun sem „móðgun“
við Bandaríkin og Rússland og
sagði hana geta leitt til „kreppu“ í
Alþjóðahvalveiðiráðinu.
Japanir vilja að hvalveiðiráðið
heimili sjómönnum í japönskum
fiskveiðibæjum, sem urðu illa úti
vegna hvalveiðibannsins, að veiða
50 hrefnur, en tillagan var felld með
21 atkvæði gegn 20. Hún þurfti að
fá tvo þriðju atkvæðanna.
Japanir sögðu eftir atkvæða-
greiðsluna að þeir myndu ekki sam-
þykkja endurnýjun hvalveiðikvóta
frumbyggjanna. Þessi afstaða Jap-
ana kann að verða til þess að hval-
veiðiráðið geti ekki heimilað frum-
byggjum í Alaska og
norðausturhluta Rússlands að veiða
280 norðhvali á fimm árum og aðrir
hvalveiðikvótar frumbyggja geta
einnig verið í hættu.
Hvalveiðiráðið sakað
um tvískinnung
„Við höfum sagt í tíu eða fimmtán
ár að samþykkja þurfi beiðni okkar
verði tillagan um hvalveiðikvóta
frumbyggja samþykkt,“ sagði Tak-
anori Ohashi, embættismaður í
sjávarútvegsráðuneyti Japans. „Við
erum mjög hliðholl hvalveiðum
frumbyggjanna. Við viljum hins
vegar benda á tvískinnung hval-
veiðiráðsins.“
„Þetta er ekki aðeins móðgun við
Rússland og Bandaríkin, heldur
veldur þetta kreppu í hvalveiði-
ráðinu,“ sagði breski sjávarútvegs-
ráðherrann og lýsti hótun Japana
sem stríðsyfirlýsingu.
Masayuki Komatsu, sem á sæti í
sendinefnd Japans á ársfundi hval-
veiðiráðsins, sakaði fulltrúa Mexíkó,
Andres Rozental, um að hafa logið
þegar hann lýsti því yfir á fundinum
að Japanir væru eina þjóðin sem
legðist gegn endurnýjun hvalveiði-
kvóta frumbyggjanna. Rozental
kvaðst standa við yfirlýsinguna og
ætla að berjast gegn beiðni Japana
um að fá að veiða 50 hrefnur.
Náist ekki samkomulag um end-
urnýjun kvóta frumbyggjanna þarf
að bera hana undir atkvæði og hún
þarf þá að fá tvo þriðju at-
kvæðanna.
Elliot Morley sagði að Japanir
kynnu að fá ríki í Karíbahafi, Afríku
og Asíu, sem hafa fengið efnahags-
legan stuðning frá Japan, til að
greiða atkvæði gegn endurnýjun
kvóta frumbyggja. Það gæti síðan
orðið til þess að Bandaríkin höfnuðu
tillögu um að heimila takmarkaðar
hvalveiðar á eyjum í Karíbahafi.
Veiðikvóti frumbyggja
ekki endurnýjaður?
Shimonoseki. AFP.
Viðbúnaður
vegna komu
Bush
STJÓRNVÖLD í Rússlandi
hafa ákveðið að efla mjög ör-
yggisráðstafanir í lýðveldinu
Tsjetsjníu á
meðan á
heimsókn
George W.
Bush
Bandaríkja-
forseta til
Rússlands
stendur.
Óttast þau
að skæru-
liðar í
Tsjetsjníu, sem berjast fyrir
sjálfstæði landsins og sem
sagðir eru hafa tengsl við al-
Qaeda hryðjuverkasamtökin,
hyggist láta til skarar skríða
á meðan Bush er í Rússlandi.
Hafa yfirvöld látið handtaka
meira en níutíu manns á und-
anförnum tveimur dögum, og
eru þeir grunaðir um tengsl
við hryðjuverkamenn.
Líkams-
leifar Levy
fundnar?
LÖGREGLAN í Washington
sagði í gær að líkamsleifar
sem fundust í skemmtigarði
væru ef til vill af ungri konu,
Chandra Levy, sem var nemi
hjá fyrrverandi þingmanni frá
Kaliforníu, Gary Condit. Lík-
ið fannst skammt frá húsinu
þar sem Levy bjó. Condit,
sem er kvæntur, viðurkenndi
á sínum tíma að hafa átt í ást-
arsambandi við Levy en sagð-
ist ekki vita hvað orðið hefði
um hana. Ekkert hefur spurst
til hennar frá 30. apríl 2001.
Malta vill
í ESB
EDWARD Fenech Adami,
forsætisráðherra Möltu, sagði
í gær að hann teldi Möltu
reiðubúna fyrir inngöngu í
Evrópusambandið og bætti
hann því við að hann teldi að
meirihluti Möltubúa myndi
samþykkja aðild í þjóðarat-
kvæðagreiðslu.
Malta er eitt tíu ríkja, sem
sótt hafa um aðild að ESB, en
stjórnarandstaðan í landinu
hefur beitt sér gegn aðild, og
segir að með aðild muni Möl-
tubúar afsala sér hluta full-
veldis síns til Brussel. Íbúar á
eynni Möltu eru um 400 þús-
und en hún er á Miðjarðar-
hafi, suðaustan við Ítalíu.
Tíbetar fái
ekki aðgang
KÍNVERSK stjórnvöld fóru í
gær fram á það við Samein-
uðu þjóðirnar að Samtökum
um mannréttindi og lýðræði í
Tíbet, sem hlynnt eru sjálf-
stæði Tíbets, yrði meinaður
aðgangur að ráðstefnu SÞ um
sjálfbæra þróun sem fyrir-
huguð er í Jóhannesarborg í
Suður-Afríku í ágúst.
Sagði í bréfi Kínverja að Tíb-
et væri óaðskiljanlegur hluti
Kína og að málflutningur
samtakanna, sem um ræddi,
væri móðgun við fullveldi
Kína. Stjórn Kína hefur stöð-
ugt neitað að ræða um mála-
miðlun í deilunni við útlægan
leiðtoga Tíbeta, Dalai Lama,
sem myndi sætta sig við auk-
ið sjálfræði Tíbeta.
STUTT
George W.
Bush
Fram kemur í frétt The Irish Tim-
es að halli á rekstri RTÉ á síðasta ári
hafi numið 71 milljón evra, eða um
sex milljörðum ísl. króna. Segir
Wright að engu að síður hefðu yf-
irmenn ríkisútvarpsins gert allt sem
í þeirra valdi stóð til að rétta rekst-
urinn af, eftir að stjórnvöld sam-
þykktu að hækka afnotagjöldin úr 89
evrum í 107 í júlí á síðasta ári. Yf-
irmenn stofnunarinnar höfðu þá
strax farið fram á að afnotagjöldin
yrðu hækkuð í 152 evrur.
Wright sagði að hækkunin í fyrra
hefði engan veginn dugað til. Hvatti
hann stjórnvöld til að hækka afnota-
gjöldin hið fyrsta og þá stakk hann
upp á því að þau yrðu framvegis
tengd verðbólguþróun.
„Ef afnotagjöldin verða ekki
hækkuð þýðir það dauðadóm yfir
RTÉ. Við munum lognast út af og
dauðastríðið verður afar sársauka-
STJÓRNARFORMAÐUR írska
ríkisútvarpsins, RTÉ, vill að ársaf-
notagjöld á hvert heimili verði hækk-
uð um 45 evrur, um 4.000 ísl. krónur,
fari úr 107 evrum í 152. Segir stjórn-
arformaðurinn, Paddy Wright, að ef
stuðningur ríkisins verði ekki aukinn
verulega muni RTÉ „verða útdautt“
innan fárra ára.
fullt,“ sagði Wright. „Við munum
annaðhvort loka stofnuninni eða
hætta að starfa í núverandi mynd.
Ég held að það RTÉ sem við þekkj-
um nú muni lognast út af á næstu
tveimur árum. Þess vegna er bráð-
nauðsynlegt á þessari stundu að
stjórnvöld komi til hjálpar.“
Gífurleg umskipti
Starfsemi írska ríkisútvarpsins er
fjármögnuð á sama hátt og þess ís-
lenska, þ.e. með afnotagjöldum og
auglýsingatekjum í bland. Auglýs-
ingatekjur hafa undanfarin ár fengið
vaxandi þýðingu fyrir fjáröflun
stofnunarinnar og voru á árinu 2000
um 60% af heildartekjum.
Þá er það verkefni RTÉ, eins og
Ríkisútvarpsins íslenska, að sinna
innlendri menningu og málefnum.
Bob Collins útvarpsstjóri, sem
heimsótti Ísland í hitteðfyrra í boði
Ríkisútvarpsins, sagði auglýsinga-
tekjur RTÉ hafa minnkað verulega á
síðasta ári. Staðan hefði stöðugt
versnað.
Nam halli á rekstrinum í fyrra
sem fyrr segir 71 milljón evra, en var
rúmlega 14 milljón evrur árið 2000.
Auglýsingatekjur lækkuðu í fyrra
um 9% á meðan rekstrarkostnaður
jókst um 7%.
Wright sagði engin teikn á lofti um
að auglýsingatekjur myndu aukast á
þessu ári. Hann tók undir, að stjórn-
skipulag stofnunarinnar hefði verið
gamaldags, en sagði að á þeim mál-
um hefði verið tekið. Endurskipu-
lagning dygði einfaldlega ekki til.
„Umfang rekstrarhallans, og sú þró-
un sem verið hefur, sýnir berlega að
við svo búið má ekki standa. Vandi
RTÉ er slíkur að hann hlaut að kalla
á tafarlaus viðbrögð af okkar hálfu,“
sagði Wright.
Kröfur um að árleg afnotagjöld RTÉ verði hækkuð um 4.000 kr. á hvert heimili
Talsmenn írska ríkisútvarps-
ins segja stofnunina í lífshættu
PALESTÍNUMAÐUR sprengdi
sig í borginni Rishon Letzion,
skammt frá Tel Aviv í Ísrael, síð-
degis í gær og tók að minnsta kosti
tvo vegfarendur með sér í dauðann.
Tugir manna slösuðust, þar af tveir
alvarlega. Nokkrum klukkustund-
um fyrr hafði Ísraelsher skotið til
bana þrjá Palestínumenn á Vest-
urbakkanum. Sögðu talsmenn
hersins mennina, Mahmoud Titi,
Imad Khatib og Iyad Abu Hmeyd-
an, hafa skipulagt fjölda árása á
ísraelska borgara og hermenn.
Samtökin Hamas og Alþýðufylk-
ingin til frelsunar Palestínu,
PLFP, lýstu bæði á hendur sér til-
ræði á sunnudag í borginni Net-
anya er tveir Ísraelar féllu auk til-
ræðismannsins og samtökin
al-Aqsa, sem tengjast Fatah-sam-
tökum Yassers Arafats Palestínu-
leiðtoga, sögðust bera ábyrgð á
ódæðinu í gær. Arafat fordæmdi
hins vegar tilræðið en ísraelskir
embættismenn sögðu að hvað sem
liði yfirlýsingum hans bæri leiðtog-
inn ábyrgð á árásum sjálfsvígs-
manna.
Ísraelska sjónvarpið sagði að
maðurinn hefði komist inn í fjölfar-
inn stórmarkað og sprengt þar
sprengihleðslu sem hann hefði bor-
ið á sér.
Sjálfs-
morðsárás
í Ísrael
Rishon Letzion. AFP, AP.
BANDARÍSKI sjónhverfingamaðurinn David Blaine
hafði um miðjan dag í gær staðið í 23 klukkustundir
á nærri 30 metra hárri súlu í Bryant-garði í New
York. Ætlaði hann að reyna að halda það út í 35 tíma
og stinga sér síðan niður og láta aðeins pappakassa-
hrúgu taka af sér fallið.
Reuters
Þolraun á súlu í New York