Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN
36 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Kosningabaráttan
undanfarnar vikur
hefur sýnt, að á D-lista
Sjálfstæðisflokksins er
samhentur hópur
fólks, sem tekur mál-
efnalega afstöðu til úr-
lausnarefna í Reykja-
vík og kynnir hana
með skýra kosti hætti.
Auglýsingar í þessari
baráttu hafa einnig
leitt í ljós, að við á D-
listanum höfum haft
frumkvæði í umræðum
um stefnumál og R-
listinn hefur verið í
vörn og á undanhaldi.
Þetta á ekki síst við í
umræðum um fjármál Reykjavíkur,
hina erfiðu skuldastöðu borgarinn-
ar, málefni Línu.nets, Orkuveitu
Reykjavíkur, umhverfis- og skipu-
lagsslysið í Geldinganesi og að-
gerðaleysi R-listans í málefnum
aldraðra.
Þegar við lögðum fram stefnu
okkar miðvikudag fyrir páska,
sagði ég jafnframt, að við myndum
bjóða Reykvíkingum að gera við
okkur samning um framkvæmd
sérgreindra áherslumála á næstu
fjórum árum. Þennan samning höf-
um við sent inn á öll heimili í borg-
inni. Í fyrstu reyndu
andstæðingar okkar
að gera hann tor-
tryggilegan með rang-
færslum um kostnað
við að framkvæma
samninginn. Þeir gáf-
ust fljótt upp á því,
enda hefur öllum
spurningum um það
efni verið svarað með
skýrum rökum.
Nú í dag birtum við
auglýsingu hér í
Morgunblaðinu um
það, hvernig við höfum
tímasett ákvarðanir
okkar á næstu 48 mán-
uðum við framkvæmd
samningsins og stefnu okkar í
heild. Mér finnst mjög ólíklegt, að
andstæðingar okkar á R-listanum
sigli í kjölfarið og birti sambærilega
aðgerðaáætlun, því að þeir hafa
enga burði til að koma sér saman
um að standa að málefnum Reykja-
víkurborgar með þeim skipulega
hætti, sem hér er kynntur.
Þegar kjósendur ganga að kjör-
borðinu næsta laugardag, eiga þeir
ekki aðeins kost á því að velja á
milli frambjóðenda og stefnumála,
þeir geta einnig kosið á milli vinnu-
bragða við stjórn borgarinnar. Þeir
geta valið samhentan hóp, sem hef-
ur á heiðarlegan og jákvæðan hátt
lagt stefnu sína og tímasetta verk-
áætlun fyrir kjósendur. Við höfum
hvorki dustað rykið af margnota
kosningaloforðum né stundað þann
ljóta leik að reyna að plata gamla
fólkið í borginni með innantómum
fyrirheitum, eftir að hafa látið reka
á reiðanum í málefnum þeirra í átta
ár.
Ég skora á lesendur Morgun-
blaðsins að kynna sér, hvernig við
sjálfstæðismenn ætlum að vinna að
framgangi stefnu okkar fyrstu 48
stundirnar eftir að okkur er trúað
fyrir stjórn borgarinnar, 48 dagana,
48 vikurnar og 48 mánuðina. Kost-
irnir eru skýrir og valið auðvelt.
Auðvelt val
um skýra kosti
Björn
Bjarnason
Reykjavík
Við höfum lagt okkur
fram, segir Björn
Bjarnason, við að boða
skýra kosti með
jákvæðum hætti.
Höfundur skipar 1. sæti á borgar-
stjórnarlista Sjálfstæðisflokksins.
ÞAÐ hefur verið
bæði ánægjulegt og
hvetjandi að leiða öfl-
ugt framboð Samfylk-
ingarinnar í Hafnar-
firði í þeirri
kosningabaráttu sem
nú er senn á enda.
Hafnfirðingar hafa tek-
ið okkur frambjóðend-
um S-listans í Hafnar-
firði og stefnumálum
okkar á afar jákvæðan
hátt og hvatt okkur til
dáða. Bæjarbúar hafa
látið það í ljós með
skýrum hætti að það er
sterkur samhljómur í
málflutningi okkar og
þeim áherslum sem Hafnfirðingar
vilja að ráði við stjórn bæjarins.
Breyttar áherslur
og vinnubrögð
Samfylkingin hefur lagt fram
skýra stefnu í öllum málaflokkum og
frambjóðendur hafa afhent stefnu-
skrá S-listans með persónulegum
hætti inn á hvert heimili í bænum.
Þessi vinnubrögð kunna bæjarbúar
að meta. Þeir vilja eiga bein og milli-
liðalaus samskipti við þá fulltrúa sem
sitja í bæjarstjórn og þá frambjóð-
endur sem leita eftir umboði bæjar-
búa til að stjórna bæjarfélaginu. Þeir
vilja frá tækifæri til að ræða þau mál
sem eru efst á baugi og hafa áhrif á
gang mála. Bæjarbúar vilja taka
virkan þátt í stjórn bæjarmála og
þeir fagna þeim breyttu áherslum og
vinnubrögðum sem Samfylkingin
ekki aðeins boðar, heldur sýnir í
verki.
Kosningarnar á laugardaginn eru
afar mikilvægar fyrir framtíð Hafn-
arfjarðar. Niðurstaða þeirra mun
ráða því hvort haldið verður áfram á
braut einkavæðingar og einkafram-
kvæmda undir forystu Sjálfstæðis-
flokksins eða hvort Samfylkingin
fær umboð bæjarbúa til að standa
vörð um Hafnarfjörð í sátt og sam-
starfi við Hafnfirðinga. Standa vörð
um grunnþjónustu og
sameiginlegar eigur
okkar. Standa vörð um
fjárhagslega stöðu, um-
hverfi og sérkenni okk-
ar bæjarfélags.
Nú stöndum
við saman
Nú stöndum við jafn-
aðar- og félagshyggju-
fólk í Hafnarfirði sam-
an og sýnum styrk
okkar og vilja í verki.
Við setjum hagsmuni
bæjarins okkar í for-
gang og tryggjum sókn
og sigur með því að
setja x við S á laugardaginn.
Ég vil fá að þakka Hafnfirðingum
fyrir þann mikla stuðning og traust
sem þeir hafa sýnt okkur, frambjóð-
endum Samfylkingarinnar. Ég er
sannfærður um að sá mikli stuðning-
ur mun sýna sig með skýrum hætti í
kosningunum á laugardaginn. Við
erum tilbúin að axla ábyrgð og tak-
ast á við þau brýnu verkefni sem
bíða úrlausnar í Hafnarfirði. Þau
verk munum við vinna í samstarfi og
samráði við ykkur, ágætu Hafnfirð-
ingar. Stöndum saman og sigrum
saman á laugardaginn.
Stöndum
saman og
sigrum saman
Lúðvík
Geirsson
Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti
Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Hafnarfjörður
Við erum tilbúin
að axla ábyrgð,
segir Lúðvík
Geirsson, og takast
á við þau brýnu verkefni
sem bíða úrlausnar
í Hafnarfirði.
ÁRNI Þór Sigurðsson, borgar-
fulltrúi og formaður skipulags- og
byggingarnefndar Reykjavíkur, fer
með ósannindi í grein sinni í Morg-
unblaðinu í gær þar sem hann segir
að ég „hafi lagt kapp á að ljúka
skipulagi Landsímalóðarinnar í
Grafarvogi sem fyrst og með sem
allra mestu byggingarmagni“.
Ég hef einu sinni rætt þetta mál í
stuttu persónulegu spjalli við Árna
Þór vegna kvartana um ótrúlega
mikinn seinagang í meðferð málsins,
bæði eigendum lóðarinnar og íbúum
til mikilla óþæginda.
Ég hvatti hann eindregið til þess
að beita sér fyrir framlagningu til-
lögu, sem væri til þess fallin að leysa
málið í sátt við íbúa í hverfinu.
Fullyrðingar Árna Þórs Sigurðs-
sonar eru hrein ósannindi og honum
til lítils sóma.
Ósannindi
Árna
Þórs
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Reykjavík
Fullyrðingar Árna Þórs
Sigurðssonar, segir Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálms-
son, eru hrein ósannindi
og honum til lítils sóma.
Höfundur er borgarfulltrúi.
Í AUGLÝSINGU í
dagblöðum í gær full-
yrðir Sjálfstæðis-
flokkurinn að fjárfest-
ingar Reykjavíkur-
borgar í þágu
aldraðra í borgar-
stjóratíð minni hafi
verið miklu minni en í
valdatíð Sjálfstæðis-
flokksins í borginni,
1987–2002. Auglýsing-
in lýsir því einkum að
sjálfstæðismenn sjá
áfram ofsjónum yfir
viljayfirlýsingunni
sem Reykjavíkurborg
og heilbrigðisráðherra
stóðu að á dögunum
um stórfjölgun hjúkrunarrýma
fyrir aldraða hér í borginni. Ekki
aðeins hafa þeir kosið að kalla heil-
brigðisráðherra ómerking af þessu
tilefni, heldur hafa þeir sagt vilja-
yfirlýsinguna marklaust plagg og
„kosningabombu“ hjá heilbrigðis-
ráðherra og Reykjavíkurlistanum.
Ég bjóst satt að segja frekar við
því að hinir ábyrgari stjórnmála-
menn meðal borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisfloksins myndu fagna af ein-
lægni þeirri uppbyggingu sem nú
hafa verið gefin fyrirheit um og
hefur verið baráttumál okkar
Reykvíkinga um langt skeið.
Reykjavíkurlistinn hefur síðustu
tvö kjörtímabil lagt áherslu á að
bæta hag borgarbúa með ýmsu
móti. Á þetta við um yngstu borg-
arbúana í leikskólum og grunn-
skólum borgarinnar, unglingana
sem taka þátt í þróttmiklu æsku-
lýðs- og tómstundastarfi og eldri
borgara, bæði þá sem búa í eigin
húsnæði við góða heilsu og þá sem
þurfa á þjónustu og hjúkrun að
halda. Sérstök áhersla hefur verið
lögð á þjónustuþáttinn á síðustu
árum og að bæta aðstæður aldr-
aðra til að búa heima eins lengi og
kostur er. Einmitt þess vegna
kjósa sjálfstæðismenn
að hagræða sannleik-
anum eða segja aðeins
hálfan sannleikann í
auglýsingum sínum.
Því miður hafa þeir
kosið að beita þeirri
aðferðafræði í allri
kosningabaráttunni en
ég er sannfærð um að
Reykvíkingar sjái í
gegnum hana og beiti
eigin skynsemi þegar
þeir gera upp hug
sinn á kjördag.
Á tólf ára tímabili,
frá 1982–1994, risu
tvö ný hjúkrunar-
heimili fyrir aldraða í Reykjavík.
Þetta voru Skjól við Kleppsveg og
Eir að Hlíðarhúsum í Grafarvogi,
með samtals 204 hjúkrunarrýmum.
Á síðustu átta árum hafa þrjú ný
hjúkrunarheimili risið, Skógarbær,
Víðines og Sóltúnsheimilið, með
alls 209 hjúkrunarrýmum.
Sjö milljarðar – ekki
nokkrar milljónir
Í auglýsingum sjálfstæðismanna
er aðeins greint frá fjárfestingum
til málefna aldraðra á átta ára
tímabili, frá 1986–1994. Reykjavík-
urlistinn hefur ekki einblínt á fjár-
Vinnum með
öldruðum
Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir
Reykjavík
Um sjö milljörðum
króna hefur verið varið,
segir Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, til þjónustu
og framkvæmda fyrir
aldraða í tíð Reykja-
víkurlistans.
Í STEFNUSKRÁ
Sjálfstæðisflokksins í
Kópavogi fyrir næstu
fjögur ár má sjá að
hann mun áfram leggja
mikla áherslu á leik-
skólamál og að mark-
visst verði unnið að því
að styrkja leikskólana
sem fyrsta skólastigið.
Sjálfstæðisflokkurinn
telur því mikilvægt að
styðja við símenntun
og fjarnám starfsfólks
leikskólanna. Samhliða
þarf að efla sérkennslu
í leikskólunum til að
koma til móts við sér-
þarfi einstaklinganna.
Margir foreldrar óska eftir því að
börn þeirra fái notið leikskóladvalar
áður en þau verða tveggja ára. Því
hefur Sjálfstæðisflokkurinn ákveðið
að bjóða börnum frá 18 mánaða aldri
leikskóladvöl á kjörtímabilinu.
Miklar kröfur eru gerðar til leik-
skólakennara og annarra uppeldis-
menntaðra starfsmanna, bæði varð-
andi uppfræðslu barna og
félagslegan þroska.
Í Kópavogi hefur verið unnin viða-
mikil áætlun er um fræðslu leik-
skólakennara og annars starfsfólks
sem m.a. er gerð í samvinnu við ná-
grannasveitarfélög. Til að efla
fræðslu og símenntun starfsfólks
leikskólanna fær nú hver leikskóli,
annað árið í röð, ákveðna fjármuni
sem þeir verja til slíkra verkefna en
þeir geta einnig nýtt þá til þróun-
arverkefna. Það hefur sýnt sig að
þessi fjármunir hafa nýst skólunum
og starfsfólkinu mjög vel. Menntun
leikskólakennara er nú
öll á háskólastigi og
meðal þeirra ríkir mik-
ill metnaður til að gera
góða leikskóla enn
betri. Hið sama á við
um aðra starfsmenn
leikskólanna. Nokkrir
starfsmenn leikskóla
Kópavogs eru nú í fjar-
námi í leikskólafræðum
og þrátt fyrir að þeir
séu í starfi með náminu
hefur þeim gengið
mjög vel í náminu. Við
sjáflstæðismenn viljum
efla enn frekar sí-
menntun starfsfólks
leikskólanna og styðja
enn frekar við bakið á fjarnáminu.
Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins
fyrir síðustu kosningar var sett fram
það markmið að árið 2002 ættu öll 2
ára börn og eldri kost á leikskóla-
dvöl. Þrátt fyrir mikla fjölgun barna
í Kópavogi á þessum aldri og lengri
dvarlartíma barna á leikskólum hef-
ur okkur tekist að uppfylla þetta
markmið. En á undanförnum árum
hefur stöðugt aukist að foreldrar
sæki um heilsdagsdvöl eða átta tíma
vistun á leikskóla fyrir börn sín. Er
það mikil breyting frá því sem áður
var þegar flestir sóttu um fjögurra
tíma dvöl fyrir börn sín. Til að geta
sinnt þessum óskum foreldra hefur
þurft að fjölga leikskólarýmum mun
meira en ef leikskólarnir væru enn
tvísetnir. Kópavogur hefur því ekki
aðeins þurft að fjölga leikskólarým-
um vegna fólksfjölgunar í bænum
heldur einnig vegna lengri dvalar-
tíma hjá hverju barni. Nú þegar
Eflum leikskólana
enn frekar
Sigurrós
Þorgrímsdóttir