Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 16
AKUREYRI
16 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Til sölu
á Akureyri
sérverslun með náttúru-, heilsu- og snyrtivörur, falleg
verslun á besta stað í miðbæ Akureyrar (ekki göngu-
götunni). Ódýrt leiguhúsnæði til 5-6 ára. Vörulager ca
1/2 milljón.
Upplýsingar gefur Hermann í síma 462 1878
á Fasteignasölunni, Gránufélagsgötu 4, Akureyri.
VEIÐIMÁLASTOFNUN áformar
að opna deild á Akureyri sem sinna
mun rannsóknum í ám og vötnum og
fiskeldi á Norðaustur- og Austur-
landi. Erindi frá stofnuninni þessa
efnis var kynnt á fundi bæjarráðs
Akureyrar í síðustu viku og fagnar
ráðið framkomnum hugmyndum
Veiðimálastofnunar.
Sigurður Guðjónsson, forstjóri
Veiðimálastofnunar, sagði að undir-
búningur að stofnun deildarinnar
hafi staðið yfir um nokkurt skeið.
Hann sagði ráðgert að deildin taki til
starfa næsta vetur og að í upphafi
verði starfsmenn 1-2. „Við ætlum að
byrja rólega en mjór er mikils vísir,“
sagði Sigurður.
Hann sagði að á Akureyri væri
umhverfi sem stofnunin vildi gjarn-
an vinna í og er opnun deildarinnar í
samvinnu við Háskólann á Akureyri.
Er því gert ráð fyrir nánu samstarfi
milli stofnunarinnar og HA.
Sigurður sagði að meðal fyrirliggj-
andi verkefna væri að taka út og
rannsaka veiði á sjóbleikju en víða er
hægt að stunda slíkar veiðar í ám á
Norðurlandi. „Við vitum lítið um
veiðiþol sjóbleikjunnar en teljum að
þar séu vaxtarmöguleikar en laxinn
er fullnýttur.“
Veiðimála-
stofnun opnar
deild
KARLMAÐUR hefur í Héraðsdómi
Norðurlands eystra verið dæmdur til
að greiða 20 þúsund krónur í sekt til
ríkissjóðs en hann var ákærður fyrir
brot á lögum um náttúruvernd með
því að hafa ekið bifreið sinni utan veg-
ar undir aðalhlíð Vegahnjúks á Lauf-
skálafjallgarði á afréttum Öxarfjarð-
arheiðar í október síðastliðnum.
Maðurinn hafði ekið bifeið sinni í
nefnt sinn á svo til gróðurlausum mel
og sáust hjólförin greinilega, en þau
voru 3–5 sentímetrar að dýpt.
Sekt vegna ut-
anvegaaksturs
ALLS höfðu um miðjan dag í gær
tæplega 500 manns kosið utankjör-
staðar hjá sýslumannsembættinu á
Akureyri vegna sveitarstjórna-
kosninganna á laugardag. Þar er
opið daglega frá kl. 9 til 21 fram á
kjördag sem og einnig kjördaginn
sjálfan.
Þá er hægt að kjósa hjá sýslu-
manninum í Ólafsfirði og á skrif-
stofu sýslumanns á Dalvík.
Samkvæmt skoðanakönnun sem
Gallup gerði á Akureyri dagana
14. til 21. maí síðastliðinn og birt
var í Útvarpi Norðurlands fengi
Sjálfstæðisflokkur 36,5% atkvæða
og 5 menn kjörna í bæjarstjórn,
Framsóknarflokkur 21,6% og 2
menn kjörna, Listi fólksins fengi
19,2% atkvæða og 2 menn kjörna,
Samfylking, 11,9% og 1 mann og
Vinstri hreyfingin – grænt fram-
boð 10,8% atkvæða og sömuleiðis 1
mann.
Um 500 höfðu kosið
Mosfellsbæ en tóku eldsneyti á
leiðinni á Alexandersflugvelli á
Sauðárkróki. Veður var einstakt
til flugs, glampandi sólskin og
blíða. Í flughópnum voru um 45
manns sem nutu veðurblíðunnar
og möguleika Grímseyjar hið
besta, bæði í bjargi og við
bryggju. Flugfólkið bauð síðan
öllum Grímseyingum að njóta
SÁ merkilegi atburður gerðist um
liðna hvítasunnuhelgi að Flug-
klúbburinn Þytur og fleiri flug-
áhugamenn tóku sig til undir for-
ustu Einars Dagbjartssonar
flugstjóra og flugu til Grímseyjar.
Alls lentu 19 flugvélar á Gríms-
eyjarflugvelli í þremur hópum í
þessu stóra átaki. Flugvélarnar
lögðu upp frá Tungubökkum í
flugs við þessar sérstöku að-
stæður og má segja að 95% eyj-
arbúa hafi nýtt sér tækifærið.
Sumir meira að segja losuðu sig
við flughræðslu, svona í leiðinni.
Þegar best lét voru flugvélarnar
eins og skrautfuglar um allan
himin. Elstu áhöfnina skipuðu
Dagfinnur Stefánsson flugstjóri,
76 ára, og aðstoðarflugmaður
hans, Smári Karlsson, 81 árs!
Flughópurinn gisti aðallega að
Básum og í Gullsól.
Veitingar voru reiddar fram af
kvenfélagskonum í Baugi og mat-
urinn var höfrungur með öllu
góðu eins og sagt er. Einar Dag-
bjartsson sagði að yfir þessa daga
hefðu alls 26 smávélar heimsótt
eyjuna við heimskautsbaug.
Morgunblaðið/Helga Mattína
Flugvélar eins og skrautfuglar um himininn
SÖGUSÝNING var opnuð í
Landsbankanum á Akureyri í gær
í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá
því útibú bankans var opnað á Ak-
ureyri. Útibúið var opnað 18. júní
1902 og mun Landsbankinn minn-
ast þessa áfanga með margvísleg-
um hætti á árinu.
Á sögusýningunni, sem stendur
til 1. september næstkomandi, eru
annars vegar ýmsir munir úr sögu
Landsbankans, s.s. rit- og reikni-
vélar, tölvur, fyrsta fartölva bank-
ans, fyrsti vasareiknirinn og fleira
og hins vegar ljósmyndir úr sögu
útibúsins á Akureyri. Jóhann G.
Möller og Sigurður Pálmason,
starfsmenn bankans, hafa haft veg
og vanda af undirbúningi sýning-
arinnar og notið aðstoðar Magn-
úsar Björnssonar, fyrrverandi
skrifstofustjóra. Hann hefur tekið
saman ágrip af sögu þess og flutti
það við opnun sýningarinnar í gær.
Takist að greiða úr pen-
ingavandræðum…
Landsbankinn á Akureyri er
elsta peningastofnunin í bænum
og í blaði frá þeim tíma segir að
hún sé kærkomin íbúum Akureyr-
ar og nágrennis „og er það von
manna að með hinni nýju peninga-
stofnun á staðnum muni takast að
greiða úr peningavandræðum á
Akureyri“.
Innlán á svæðinu, sem nær frá
Skagaströnd í vestri að Breiðdals-
vík í austri, nema um 16 milljörð-
um króna og útlánin ögn lægri
upphæð. Um helmingur upphæð-
anna kemur frá Akureyri. Alls
starfa um 60 manns hjá Lands-
bankanum á Akureyri.
Þrír fyrstu útibússtjórarnir, Júl-
íus Sigurðsson, Ólafur Thorarens-
sen og Jón Sólnes gegndu störfum
í samtals 74 ár, en frá 1975 hafa
þeir Halldór Helgason, Magnús
Gíslason, Helgi Jónsson og Eirík-
ur S. Jóhannsson gegnt störfum
útibússtjóra. Núverandi útibús-
stjóri er Sigurður Sigurgeirsson.
Auk sögusýningarinnar stendur
einnig yfir myndlistarsýning nem-
enda Myndlistarskóla Arnar Inga í
afgreiðslusal en að henni lokinn
verður sett upp sýning nemenda
Myndlistarskólans á Akureyri.
Í næsta mánuði verður einnig
mikið um að vera í bankanum, m.a.
verður sportdagur fyrir börn 9–13
ára og þá verður vegleg dagskrá á
afmælisdaginn 18. júní.
Landsbankinn á Akureyri fagnar 100 ára afmæli sínu
Sögusýning opnuð
í afgreiðslusal
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, opnar sögusýn-
inguna og nýtur við það aðstoðar Agnesar Björnsdóttur, starfs-
manns bankans, og Magnúsar Björnssonar sem starfaði í bankanum
í áratugi, m.a. sem skrifstofustjóri og aðstoðarútibússtjóri.
Vinnuaðstæður bankastarfsmanna hafa breyst mikið í áranna rás.
♦ ♦ ♦
ANNASAMT hefur verið hjá
sjúkraflutningamönnum í Slökkvi-
liði Akureyrar síðustu daga vegna
sjúkraflugs, en sex slíkum beiðnum
hefur verið sinnt síðustu daga. Á
mánudagskvöld fékk slökkviliðið
beiðni um að senda sjúkraflugvél
ásamt sjúkraflutningamanni og
lækni til Egilsstaða þar sem ungur
maður hafði lent í vélhjólaslysi.
Hann hafði slasast á hálsi og hrygg.
Á síðasta ári voru farin 166
sjúkraflug frá Akureyri en það sem
af er þessu ári hafa verið farin 55
flug. Það er svipað og var á sama
tíma í fyrra.
Nokkuð hefur borið á því sam-
kvæmt upplýsingum frá Slökkviliði
Akureyrar að flugvél sem á að vera
tiltæk á Akureyri samkvæmt samn-
ingi sem gerður var við ríkið þar
um, sé ekki til staðar þegar á þarf
að halda. Því hefur ekki alltaf verið
hægt að sinna öllu því flugi sem
óskað hefur verið eftir frá Akureyri
og þykir starfsmönnum slökkviliðs
það dapurlegt.
Flugvél
ekki alltaf
tiltæk
ÓLAFUR G. Vagnsson, ráðunautur
hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar,
sagði að þrátt fyrir kuldatíð norðan-
lands væri hægt að fullyrða að víðast
hvar kæmu tún bænda í Eyjafirði
ágætlega undan vetri. „Það hafa
væntanlega aldrei legið svell eins
lengi á túnum og í vetur og því er
þessi köfnun, sem er aðalvandamálið
hjá okkur, sáralítil ef einhver. Tún
eru afskaplega þolinmóð gagnvart
vorinu og kalt vor kemur ekki svo illa
við þau á meðan ekki er grimmdar-
frost.“
Ólafur sagði að maímánuður væri
oft frekar kaldur og því þyrftu menn
ekki að hrökkva mikið við þótt ein-
hver seinkun yrði á vorverkum, eins
og t.d. áburðardreifingu. Hann sagði
að sauðburður væri víða kominn af
stað og á meðan kalt væri í veðri
þyrftu bændur að hafa allt fé á húsi
með tilheyrandi vinnu í tengslum við
það.
Þrátt fyrir kalt tíðarfarið er eitt-
hvað um að menn séu farnir að sá
korni, að sögn Ólafs. Kornið þoli það
vel að vera sáð í kalda jörð. Þegar vel
viðrar er nú kominn sá tími að fyrstu
menn fari að setja niður kartöflur.
Ólafur sagði að í einhverjum tilfell-
um hefðu menn þurft að setja útsæði
sitt aftur í kælingu, svo það spíraði
ekki of mikið áður en það væri sett
niður. „En það er nú spáð hlýnandi
veðri og vonandi fer sumarið að
koma.“
Tún koma vel
undan vetri
VORTÓNLEIKAR Karlakórs Eyja-
fjarðar verða haldnir í Glerárkirkju í
kvöld, fimmtudagskvöldið 23. maí, kl.
20.30 og í Laugarborg, Eyjafjarðar-
sveit, á föstudagskvöld kl. 21.
Kórinn býður upp á nýtt og gamalt
efni, létt og fjörugt ásamt voldugum
karlakórsverkum. Hljómsveit kórsins
verður með í nokkrum lögum auk
þess sem Daníel Þorsteinsson leikur á
píanó. Einsöngvarar stíga og á stokk.
Félagar í Karlakór Eyjafjarðar
voru 43 talsins í vetur og er stjórnandi
Petra Björk Pálsdóttir.
Vortónleikar
Karlakórs
Eyjafjarðar
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦