Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 70
FÓLK Í FRÉTTUM
70 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HÁPUNKTUR Cannes-
hátíðarinnar í ár, allavega
hvað stjörnufans og athygli
varðar var án efa þegar Leon-
ardo DiCapro og Cameron
Diaz mættu á svæðið fyrr í
vikunni í fylgd Martin Scor-
sese. Tilgangurinn var að
kynna nýjustu mynd Scorsese,
Gangs of New York, sem ver-
ið hefur heila eilífð í bígerð og
beðið er með mikilli eft-
irvæntingu.
Leo! Leo! Leo!
Þegar þríeykið margfræga mætti
á rauða dregilinn til að verða við-
statt sérstaka kynningarsýningu á
20 mínútum úr myndinni ætlaði
gjörsamlega allt um koll að keyra á
La Croisette, breiðgötunni nafntog-
uðu, utan við Palais-kvikmyndahöll-
ina. Margreyndir Cannes-farar
segja langt síðan annar eins mann-
fjöldi hafi verið mættur til að fylgj-
ast með stjörnunum á rauða dregl-
inum og ekki fór á milli mála hverja
flestir voru komnir til að berja ber-
um augum – Leonardo DiCaprio.
Megnið stálpaðar unglingsstúlkur
sem klárlega hafa enn ekki komist
yfir ást sína á goðinu síðan hann
kvaðst konungur heimsins um borð í
Titanic-dallinum. „Leo! Leo! Leo!“
æptu frönsku stúlkurnar hástöfum,
eins og þær ættu lífið að leysa og
þær sem voru svo lánsamar að ná
augnsambandi við hann féllu gjör-
samlega í stafi, svo ekki sé minnst á
þær sem fengu eiginhandaráritun.
Minning um Wilder
Áður en Scorsese sneri sér að
myndinni margumræddu notaði
hann þetta virðulega tækifæri til
þess að heiðra minningu átrún-
aðargoðsins síns Billy Wilder, leik-
stjórans og handritshöfundarins
kunna sem lést nýverið. Scorsese
sagði verk Wilders vera einn sinn
helsta innblástur og að Sunset Bou-
levard – sem hann teldi núorðið
hrollvekju – væri trúlega hans uppá-
haldsmynd. Að máli sínu um Wilder
loknu sýndi Scorsese síðan eftirlæt-
isbrot sín úr Wilder-myndum á borð
við Double Indemnity, Sunset Boule-
vard, The Apartment og Some Like
it Hot.
Þá kom að því sem allir biðu eftir,
brotinu úr Gangs of New York.
Scorsese sagði áður en það var sýnt
að markmiðið með myndinni, sem
fjallar um átök milli innflytjenda á
götum New York-borgar á árunum
1846 og 1863, væri að reyna að skil-
greina Bandaríkin og hvað það þýð-
ir að vera Bandaríkjamaður. Og
sýnishornið sýndi sannarlega hversu
viðamikið verk Scorsese tókst á
hendur. Hann virðist aldrei hafa
gripið til auðveldu lausnanna í að
endurskapa borgina sem aldrei sef-
ur á nítjándu öldinni og mikið er um
„stór“ atriði, vítt sjónarhorn þar
sem sjá má fjölda bygginga og fjöl-
menni á gangi eða í áflogum. Það
sem gerði verkið ennþá erfiðara en
ella er að ólíkt flestum öðrum í dag
reyndi Scorsese algjörlega að kom-
ast hjá því að grípa til tölvutækninn-
ar til að endurskapa fortíðina. Nær
allt var byggt frá grunni og annar
eins fjöldi leikara og statista er orð-
inn æði fátíður í kvikmyndum sam-
tímans.
Þau DiCaprio og Diaz leika aðal-
hlutverkið ásamt Daniel Day-Lewis,
Liam Neeson, nýbakaða Ósk-
arsverðlaunahafanum Jim Broad-
bent og mörgum fleiri gæðaleik-
urum. Þótt Day-Lewis hafi verið
fjarri góðu gamni gekk stór hluti
blaðamannafundar, sem haldinn var
með Scorsese, DiCaprio, Diaz og
Harvey Weinstein hæstráðanda hjá
aðalframleiðanda myndarinnar,
Miramax, út á að mæra þátt hans í
myndinni. „Hann helgar sig hlut-
verki sínu af líkama og sál,“ sagði
DiCaprio sem annars var fámáll á
fundinum. „Það er eins og hann sé í
orrustu, að hvert hlutverk sem hann
leikur sé barátta.“
„Ég var enn við tökur á Charlie’s
Angels þegar Scorsese bauð mér að
vera með í myndinni,“ sagði hin sí-
glaða Diaz. „Ég varð svo glöð að ég
hoppaði hæð mína í loft upp og
þurfti enga strengi til þess eins og í
Charlie’s Angels.“
Ósannur orðrómur
Einn megintilgangurinn með því
að „gengið“ var mætt á Cannes er
án efa að reyna að slá á allar nei-
kvæðar sögusagnir um gerð mynd-
arinnar og hversu brösótt fæðing
hennar hefur verið. Og það var hinn
þéttvaxni og grimmilegi Weinstein
sem tók að sér að skamma blaða-
menn. „Þetta er alvöru listaverk.
Ólíkt hinu draslinu sem flæðir yfir
okkur frá helv… Hollywood,“ spýtti
hann út úr sér hárri raust og bætti
við að allar sögusagnir um myndina
væru ýktar stórum í einu og öllu. En
það vildi samt enginn neita
því að upp úr hefði soðið milli
stórlaxanna Weinstein og
Scorsese þegar hinn síð-
arnefndi lagði fram hátt í
fjögurra klukkustunda langa
fyrstu útgáfu, sem ku nú hafa
verið klippt niður í tvær og
hálfa klukkustund án þess þó
að lengdin hafi verið rædd
sérstaklega á blaðamanna-
fundinum. „Ég er mjög til-
finningaríkur maður,“ sagði
Scorsese, „og Harvey er mjög
litríkur maður. Okkur hefur
vissulega sinnast en þótt aldrei svo
að við náðum ekki sáttum fljótlega á
eftir.“ Weinstein bætti við þetta að
hann viðurkenndi fúslega að hann
væri enginn engill og að samstarfs-
fólk hans gæti vottað fyrir það. En
hann notaði einnig tækifærið til að
verja DiCaprio og þrálátan orðróm
um að áhugi DiCaprios á ljúfa lífinu
væri ein ástæðan fyrir því að tökur á
myndinni hefðu dregist um heilt ár.
Weinstein sagðist geta fullyrt það að
þegar götublöðin veltur sér upp úr
því að DiCaprio verið ölvaður á
þessum skemmtistaðnum eða öðrum
þá hefði það nær alltaf verið hauga-
lygi því hann hefði eytt ófáum kvöld-
stundum í að vinna heimavinnu sína.
Scorsese fullyrti að í raun hefðu
tökur á myndinni ekkert dregist,
frumsýningardagurinn sem hinn
ákafi Weinstein gaf, hafi verið
óraunhæfur, „hann getur hreinlega
ekki beðið eftir því að þið sjáið
myndina og þegar hann talaði um á
sínum tíma að stefnan yrði sett á jól
þá meinti hann jólin 2001 en ég hélt í
sannleika sagt að hann ætti við jólin
2002. En við Thelma (klipparinn
Schoonmaker) reyndum hvað við
gátum til að ná dagsetningu Har-
veys, án árangurs.“
Epísk stórmynd
Myndskeiðið sem sýnt var úr
Gangs of New York lagðist vel í
langflesta sem um hafa fjallað. Þótt
menn séu á því að svo hraðsoðin og
stutt samsetning úr eins mikilli kvik-
mynd geti aldrei gefið rökrétta
mynd af verkinu í heild þá greip
sviðsmyndin, kvikmyndataka Mich-
ael Ballhaus og kröftugur leikurinn
flesta sem sáu og kvaðst m.a. blaða-
maður The Hollywood Reporter sjá
teikn á lofti um að í desember á
þessu ári kæmi í kvikmyndahús „ep-
ísk stórmynd“ í anda Guðföðurins.
Vonandi, Scorsese, Weinstein og
bíóunnenda vegna, reynist sú tilfinn-
ing rétt, því ekki má gleyma að
bömmerar á borð við Heaven’s Gate
og Pearl Harbour voru líka „epískar
stórmyndir“.
Gengið í Cannes
Leonardo DiCaprio í hlutverki sínu
í Gangs of New York.
ReutersGengið mætt, Leonardo DiCaprio, Martin Scorsese og Cameron Diaz.
Cannes. Morgunblaðið.
skarpi@mbl.is
ÞEIR eru trúlega fáir sem sáu fyrir
sér er bandaríski grínistinn Adam
Sandler bullaði sig inn í hjörtu fólks í
Saturday Night Live-þáttunum að
hann ætti eftir að ganga upp rauða
dregilinn á Kvikmyndahátíðinni í
Cannes. Hvað þá að hann myndi leika
aðalhlutverkið á móti einni virtustu
leikkonu samtímans, Emily Watson, í
mynd sem tæki þátt í aðalkeppninni
og væri ein sú umtalaðasta á hátíð-
inni. En þetta er nú samt veruleikinn.
Sandler fer hamförum í hlutverki
skapbráðs og einmana sérvitrings
sem finnur loksins stóru ástina í nýj-
ustu mynd Pauls Thomas Andersons
sem heitir Punch Drunk Love. Í ljósi
fyrri mynda Andersons, Boogie
Nights og Magnolia, sem gagnrýn-
endur féllu í stafi yfir, þykir mönnum
undarlegt að hann skuli velja háðfugl
á borð við Sandler til að leika í mynd
eftir sig. Anderson sagði á sunnudag
stuttu fyrir frumsýninguna í Cannes
að skýringin á því væri þó einföld,
hann hefði lengi verið aðdáandi Sand-
lers, enginn ætti eins auðvelt með að
koma sér til að hlæja og því er hann
ákvað að gera rómantíska gaman-
mynd hefði enginn annar komið til
greina í hlutverkið. Sandler sagðist
hafa tekið tilboði Andersons fegins
hendi enda alltaf langað að prófa eitt-
hvað sem væri svona allt öðruvísi en
hann væri vanur að gera. Hann við-
urkenndi hinsvegar að hafa ekki enn
áttað sig á þessu „húllumhæi“ sem
væri Kvikmyndahátíðin í Cannes,
virðuleika hennar, kampavíninu og
kavíarnum. Hann væri nefnilega bú-
inn að hanga upp á herbergi með
bróður sínum að dilla sér við
skemmtileg lög á MTV-sjónvarps-
stöðinni.
Reuters
Sandler (lengst til vinstri) ásamt samverkamönnum í myndinni Punch
Drunk Love, leikstjóranum Paul Thomas Anderson, leikkonunni Emily
Watson og leikaranum Philip Seymour Hoffman.
Sandler glápir á
imbann í Cannes
Cannes. Morgunblaðið.
JACK er maðurinn. Það mátti
greina vel á viðbrögðum Frakka og
annarra gesta á Kvikmyndahátíðinni
í Cannes er Jack Nicholson mætti á
svæðið í gær til að kynna og vera við-
staddur frumsýningu á myndinni
About Schmidt sem tekur þátt í að-
alkeppninni um Gullpálmann.
Í myndinni, sem gerð er af Alex-
ander Payne (Election), leikur Nich-
olson þreyttan og lífsleiðan mann
sem þarf að leggjast út í mikla nafla-
skoðun á sjálfum sér eftir að hann
verður fyrir röð áfalla á fáránlega
skömmum tíma. Hann neyðist til
þess að leggja niður störf hjá trygg-
ingafyrirtækinu fyrir aldurs sakir,
missir eiginkonu sína og horfir á eft-
ir dóttur sinni heittelskuðu ganga í
það heilaga með einföldum og þumb-
aralegum náunga sem kemur úr
ennþá skrautlegri fjölskyldu.
Hlutverk Walters Schmidts er
mikil áskorun fyrir Nicholson. Hann
á að vera eldri en Nicholson er sjálf-
ur og í ofanálag mun eldri í anda.
Nicholson tók undir með blaðamönn-
um í gær að þar að auki hefði hann
trúlega aldrei leikið jafn tilkomulít-
inn náunga, eins ofurvenjulegan og
Maður dagsins
Morgunblaðið/Halldór KolbeinsJack Nicholson svalur að vanda.
óöruggan mann. „Líf hans er í tómu
rugli,“ sagði Nicholson ofursvalur,
fúlskeggjaður, með sleikt hárið, sól-
gleraugu og sitt fræga glott.
Það er ekki að ástæðulausu sem
Nicholson er í miklu uppáhaldi í
Cannes. Hann var fastagestur á 7.
áratugnum er hann vann við gerð lít-
illa B-mynda undir handleiðslu Rog-
er Cormans og fleiri. Þá mætti hann
á svæðið með fullt af filmum í hatta-
kassa og ráfaði um götur Cannes í
þeim tilgangi að reyna að selja
myndirnar, með misjöfnum árangri.
Það var ekki fyrr en með Easy Rider
árið 1969 sem hann komst í hóp
hinna merkilegu á hátíðinni, þeirra
sem allt hringsólast um. En hann
segist samt líta til þessara mögru
daga með stjörnur í augum. „Þá
kynntist maður öllum þeim sem
maður þurfti að kynnast í bransan-
um og umgengst enn í dag. Það var
líka mun léttara yfir mönnum, allt
mun frjálslegra, enda flestir hátt
uppi. Menn mættu að ósekju vera
hærra uppi í dag,“ sagði karlinn
kvikindislega og flissaði.
skarpi@mbl.is
Cannes. Morgunblaðið.
55. kvikmyndahátíðin í Cannes