Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 31
Ótrúlegt tilboð Heimsferða til Dóminíska lýðveldisins þann 14. nóvember í
sérflugi Heimsferða til þessarar paradísar í Karíbahafinu. Önnur stærsta eyja
Karíbahafsins býður uppá stórkostlegar aðstæður fyrir ferðamanninn, fagrar
strendur, einstaka tónlistarmenningu og glæsileg hótel, þar sem þú getur valið um
hvaða afþreyingu, íþróttir eða skemmtun sem hægt er að hugsa sér. Heimsferðir
bjóða nú í fyrsta sinn ferð til hinnar fögru Juan Dolio strandar, sem er í aðeins 35
kílómetra frá höfuðborginni Santo
Domingo, sem er ein fegursta borg
Karíbahafsins og hér er einstakt tækifæri
til að upplifa stórkostlegar strendur og
mannlífið í höfuðborginni.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Verð kr. 79.950
M.v. MasterCardávísun að upphæð kr.
5.000. Almennt verð án ávísunar kr.
84.950. M.v. 2 í herbergi með
morgunmat. Flug, gisting, skattar.
Hotel Barceló Colonia ****
Falleg 4 stjörnu hótel
við ströndina með frábærum
aðbúnaði.
Dóminíska
lýðveldið
14.–20. nóvember
frá 79.950 kr.
ÞEGAR músíkin er góð, flutning-
ur frábær og hljómburður sömuleið-
is, neyðast menn stundum til að leita
með nærri því smásjá að einhverju
öðru að pota í, ef ekki á allt að verða
amen og halelúja. Sem betur fór
reyndist verðugt skotmark auðfund-
ið á hádegistónleikum Listahátíðar í
Hafnarhúsi s.l. föstudag undir rað-
heitinu Fyrir augu og eyru – tón-
leikar á listasöfnum og renndi enn
stoðum undir oft heyrða fullyrðingu
um að upp sé runnin „öld augans“ á
kostnað eyrans. Því Listahátíð, sem
veltir tugmilljónum, taldi greinilega
eftir sér að prenta tónleikaskrá með
viðunandi lágmarksupplýsingum.
Áheyrendur fengu aðeins í hendur –
að vísu litprúðan – samvafinn papp-
írssnepil er veitti stytzta mögulega
yfirlit yfir tónleikaröðina með heit-
um verka, höfunda og flytjenda.
Búið. Ekki stafur um tilefni, inni-
hald og tímasetningu verka, feril
höfunda og flytjenda eða annað
hlustendum viðkomandi. Né heldur
um ástæður fyrir breyttri dagskrá
(frá því sem stendur í aðalskrá
Listahátíðar bls. 20). Hvað þá um
hljóðfærakostinn, þar sem meiri-
partur hinnar stóru klarínettfjöl-
skyldu blasti við. Fyrir hendingu
eina komst undirr. að því, að
Chalumeaux-meðlimurinn Kjartan
Óskarsson hefði umritað píanópart
Flóarinnar eftir Modest Muss-
orgskíj fyrir klarínetttríó, og hefði
vel mátt geta þess, enda ekki á allra
færi.
Fleira mætti telja. En kannski
réðst hugsunin að baki umrædds
annmarka á hádegisröð Listahátíðar
bara af streittum erli nútímans, þar
sem enginn má vera að því að
staldra við, hvað þá hugsa. Þar sem
það að njóta listar verður eins og
hver annar skyndibiti í dagsins önn
sem gleypa ber í hvelli. Köld hrað-
sturta fyrir andann í Culturotron,
líkt og með líkamsþarfirnar í
„Orgasmotron“-klefa Woody Allens.
Að frátöldu þessu litla en talandi
tímanna tákni var ómenguð ánægja
út í gegn af téðum tónleikum, sem
lyftu hátt fornu gæðamerki dívert-
erandi skemmtitónlistar eins og hún
bezt gat látið í vínarklassíkinni,
þrátt fyrir allt annað stílyfirbragð.
Hið nýja Trio trionfante Páls Pamp-
ichlers var stutt en bráðvel skrifað;
sprúðlandi spræk tónsmíð sem
hleypti dansandi ljósi og dillandi lit-
um í fangelsislegt umhverfi fyrrum
tollvörugeymslu Hafnarhússins.
Næst komu tvö stutt söngverk
eftir Igor Stravinskíj, bæði fyrir
klarínetttríó í meðleiksáhöfn. Fyrst
var Elegy (Harmljóð) um JFK frá
1964, þar sem hljómmikil dimman
úr safaríkri barýtonrödd Ólafs
Kjartans Sigurðarsonar, enn frekar
undirstrikuð af dökkri tregahlið
klarínettanna, tjáði eftirminnilega
hryggð tónskáldsins við sviplegt frá-
fall Bandaríkjaforseta. Léttara var
yfir fjórum örsöngvum rússneska
meistarans frá Parísarútlegð hans í
fyrri heimsstyrjöld, Berceuses du
chat (Vöggusöngvum kisu), sem
sungnir voru á frönsku frummáli.
Þar mátti víða kenna áhrif frá
cantilenu-stíl og fauxbourdon-rit-
hætti síðmiðalda í nýrri umgjörð, og
túlkun Ólafs við teygjulipran undir-
leik tríósins var skemmtilega fjöl-
breytt, ýmist ljúfkímin, nærgætin
eða súðvæð, en ávallt barnslega inn-
lifuð við hæfi. Ólafur kastaði loks
kómískum tólfum sínum í Flónni
eftir Mussorgskíj í sérdeilis vel upp-
lögðum og kraftmiklum flutningi
allra, sem óhjákvæmilega hlaut að
uppskera mikinn fögnuð hjá áheyr-
endum.
Tónleikunum lauk með liðlega 16
mín. löngu kammerverki Tryggva
M. Baldvinssonar fyrir þrjá spilara
og (alls) fjórar meginstærðir af
þessari makalausu og líklega full-
komnustu fjölskyldu allra sinfón-
ískra tréblásara, klarínettfjölskyld-
unni, sem í innbyrðis samleik
nálgast yfirburði strengjakvartetts-
ins að tjáningarbreidd. Velkist ein-
hver í vafa um réttmæti jafnstórrar
fullyrðingar, lægi beinast við að vísa
á bráðskemmtilegt 11 ára gamalt
verk Tryggva, en því miður, og af
torséðum ástæðum, mun það enn
ófáanlegt á hljómdiski. Bak við hið
hlutlausa heiti „Tríó“ leyndist því-
líkt hlustunarlegt ríkidæmi að tæki
allt of mikið pláss bara að tæpa á
helztu stöðum. Nægja verður að
segja að undirritaður mundi ekki
eftir kammerhljóðfæraverki á vett-
vangi íslenzkrar listmúsíkur síðustu
ára, ef ekki áratuga, sem honum
fannst girnilegra til frekari kynna.
Ekki aðeins vegna bullandi kontra-
punktískra tilþrifa – þó að áhöfnin
bjóði vissulega upp á þessa kjarn-
músíklegu meðferð sem flestum nú-
tímatónskáldum þykir annars
vitaúrelt og lúðaleg – heldur einnig
vegna óvenjulíflegrar púlshrynj-
andi, laglínugnóttar og ómældrar
litadýrðar á öllu sviði tónfangs og
styrkleika.
Í svellandi glæsiflutningi Chal-
umeaux-tríósins, sem óhætt má
kalla minnst þekktu „súper-grúppu“
landsins, fór hér að mínu viti einn
hlustvænasti – en líklega jafnframt
leyndasti – tónlistarhápunktur yfir-
standandi Listahátíðar.
TÓNLIST
Listahátíð
Hafnarhús
Páll P. Pálsson: Trio trionfante (frumfl.).
Stravinskíj: Harmljóð um JFK; Berceuses
du chat. Mussorgsskíj: Flóin. Tryggvi M.
Baldvinsson: Tríó. Ólafur Kjartan Sigurð-
arson barýton; Chalumeaux-tríó: Kjartan
Óskarsson, Óskar Ingólfsson & Sigurður
Ingvi Snorrason, klarínett. Föstudaginn
17. maí kl. 12:30.
KAMMERTÓNLEIKAR
Ólafur Kjartan
Sigurðarson
Ríkarður Ö. Pálsson
Tóndjásn án tilstands
LÍKLEGA eru fá verk jafn fræg
og píanóverkið Myndir á sýningu eft-
ir Mussorgsky og hafa margir leitað
skýringar á þessu og komast flestir
að þeirri niðurstöðu, sem út af fyrir
sig er ekki merkileg, að því valdi ein-
staklega frumlegar tónhugmyndir og
sérstæður umbúnaður, þ.e. útsetn-
ing. Þessir þættir, hugmynd og út-
setning, eru með einhverjum galdri
svo samofnir, að ekki verður greint á
milli hugmyndar og útsetningar eða
útfærslu, sem er oft ekki síður sér-
kennileg en sjálfar tónhugmyndirn-
ar.
Undir yfiskriftinni „Fyrir augu og
eyru“ eru á vegum Listahátíðar
haldnir hádegistónleikar á ýmsum
myndlistarsýningum Listahátíðar
2002 og sl. miðvikudag, á rússnesku
myndlistarsýningunni í Listasafni Ís-
lands, lék Miklos Dalmay píanóverk-
ið Myndir á sýningu eftir Muss-
orgsky. Verkið skiptist í sextán
þætti, lýsingar á tíu myndum og sex
útfærslur á göngustefinu, sem verkið
hefst á, hátíðlegt stef og sérlega rúss-
neskt, sem Miklos lék mjög ákveðið,
en upphafsgerð þess er nær tvöföldu
„forte“ en einföldu. Fyrsta myndin er
af skakkfætta dvergnum Gnomus.
Hún byggist á þremur hugmyndum,
sem bæði eru lýsingar á sköpulagi og
göngulagi dvergsins (1. stef), skjálgu
og undirhyggjulegu tilliti hans (2.
stef), sem birtist í tveimur út-
færslum, og tilraun dvergsins til að
koma þægilega fyrir (3. stef), en kafl-
inn endar á því að dvergurinn hleyp-
ur í burtu með miklu írafári.
Þessi kafli var í heild var mjög vel
leikinn. Sama má segja um fjórðu
myndina, Bydlo, þá sjöttu, Samuel
Goldenberg og Smúli, og einnig þá ní-
undu, Kofi Baba-Yaga, en þetta eru
sérkennilegustu þættirnir í þessu
sérstæða tónverki. Uxakerran
(Bydlo) er í sumum útgáfum (Peters)
látin hefjast veikt, með vaxandi styrk
upp í tvöfalt forte og síðan deyja út,
og þannig útfærði Ravel einnig þenn-
an sérstæða kafla. Dalmay hóf kafl-
ann mjög sterkt og lék hann þannig
út að niðurlaginu, sem smám saman
fjaraði út. Þessi styrkleikaleikur,
veikt – vaxandi styrkur og síðan veikt
niðurlag, á að vera táknrænn fyrir
ferð kerrunnar, sem birtist í fjarska,
nálgast og hverfur síðan á bak við
hæðirnar. Þrátt fyrir ágætan og
kraftmikinn leik fórst ferðalag þessa
einkennilega farartækis fyrir. Kafl-
inn um Samúel og Smúla er eins kon-
ar samtal. Upphafið lýsir þóttafullri
framkomu ríka mannsins og í níunda
takti hefst smjaðrandi tal hins fátæka
og í fimmtánda takti hefjast samræð-
ur þeirra, sem nánast eru eins og þeir
séu að deila. Samúel er túlkaður í
bassanum en flaðrandi og sníkjulegt
smjaðrið í hægri hendi er táknrænt
fyrir Smúla. Samtali þeirra lýkur
skyndilega og eftir situr Smúli (con
dolore) en niðurlagið má túlka sem
heiftúðugar heitingar af hálfu Smúla.
Í heild lék Miklos Dalmay verkið
mjög vel og ef velja má einhvern sér-
stakan kafla var sá nr. þrjú, Börn og
fóstrur að leik í Tuileries-garðinum í
París, einstaklega fallega leikinn. Í
nr. fimm, ballett hænuunganna, nr. 7,
Á markaðstorginu, og ekki síst í ní-
unda og lengsta þætti verksins, Kofa
Baba-Yaga, var leikur Miklos
Dalmay einstaklega glæsilegur en
þar naut sín tónskörp tækni hans, eða
eins og sagt er; þá hefur hann á valdi
sínu „kikkið“, þetta eitthvað, sem
tekur í og allir hlustendur skynja.
Það eina sem undirritaður vill finna
að er styrkleikavalið. Dalmay hættir
til að vera of fljótt farinn að leika í
fullum styrk, t.d. í tíundu myndinni,
Stóru borgarhliðin í Kænugarði.
Fullur styrkur á að koma þegar stóru
klukkunum er hringt, þá ys og þys
borgarbúa linnir og eftir kvöldbænir,
að hliðunum er lokað við hinn þunga
og dimma hljóm stóru borgarklukkn-
anna. Þetta er túlkunaratriði en að
öðru leyti var leikur Dalmay glæsi-
legur og á sprettum hrein snilld.
Myndir á sýningu
TÓNLIST
Listasafn Íslands
Miklos Dalmay flutti Myndir á sýningu
eftir Modest Mussorgsky. Miðvikudaginn
15. maí.
PÍANÓEINLEIKUR
Jón Ásgeirsson
Leikur Miklos Dalmay var glæsilegur og á sprettum hrein snilld.
LAGAVALIÐ á tónleikum Kórs
Hjallakirkju sl. fimmtudag var að
öllu leyti hið frambærilegasta en
varla að sama skapi nýstárlegt, ef
taka mætti Kom þú, ó Kristur (Jónas
Tómasson (yngri)), Fyrirlátið mér
(Jón Ásgeirsson) og Stóðum tvö í túni
(Hjálmar H. Ragnarsson) sem e.t.v.
minnst þekktu dæmin af 17 á prent-
aðri dagskrá. Öll hin voru það gamlir
eða a.m.k. það vinsælir kunningjar
sæmilega þroskuðum tónleikagest-
um að þyrfti ekki einu sinni að geta
höfunda þeirra til að flestir myndu
strax kannast við þau: Ísland far-
sælda frón, Sofðu unga ástin mín,
Tíminn líður trúðu mér, Heyr himna
smiður, Kvæðið um fuglana, Smávin-
ir fagrir, Fuglinn í fjörunni, Hvert ör-
stutt spor, Hjá lygnri móðu, Íslenzkt
vögguljóð á Hörpu, Bátsöngurinn úr
Ævintýrum Hoffmanns og dúettinn
Varir þegja úr Kátu ekkjunni – auk Í
fjarlægð og Vín, borg minna drauma,
sem einsöngvararnir Gunnar Jóns-
son bassi og Gréta Þ. Jónsdóttir
sópran sungu hvort fyrir sig.
Kórinn bar þess merki, eins og
langflestir blandaðir kórar á seinni
árum hérlendis, hvað framboð í
karlaraddir virðist af æ skornari
skammti, eins og glöggt mátti sjá af
raddhlutföllum: 13 í sópran og 12 í
alt, en aðeins 6 í tenór og 5 í bassa.
Liggur við að mætti óska þess að
senn yrði settur „kvóti“ á aðsókn í
karlakórana ef tryggja mætti þannig
meiri jöfnuð, þótt ekki dugi lengur
aðferð kórstjóra fyrr á öldum sem
hreinlega rændu efnilegustu kórpilt-
unum hver frá öðrum. Það kom því á
óvart hvað heyrðist samt mikið úr
tenór- og bassadeildinni, og það
m.a.s. án heyranlegs belgings. Einn-
ig var eftirtektarvert hvað kórinn
hélt lengi hreinni tónstöðu fyrir hlé,
þar sem aðeins tvö af þremur síðustu
númerum („fuglalögin“) voru með pí-
anóundirleik, enda þótt færi að votta
fyrir smá þreytusigi í 5. lagi sem
hvarf ekki alveg upp frá því, þrátt
fyrir píanóstuðning í öllum lögum eft-
ir hlé. Burtséð frá nokkrum einkenni-
lega löngum fermötudvölum í Sofðu
unga og Hjá lygnri móðu var mótun
kórstjórans í heild mjúk og sannfær-
andi – og alveg sérstaklega í aukalög-
unum tveim í lokin, Abba labba lá og
Ríðum ríðum, sem voru afburðavel
og persónulega formuð.
Einsöngvararnir úr röðum kór-
félaga skörtuðu bæði hljómmiklum
röddum, þótt nokkuð skorti upp á
tjáningartækni og reynslu. Gilti það
einkum um veikustu nótur Gunnars í
lagi hans, Í fjarlægð. Raddbeiting
Grétu var jafnari eftir öllu tónsvið-
inu, en túlkunin á hinn bóginn hlut-
fallslega tilþrifaminni. Dúett þeirra á
móti kórnum í lokaatriðinu, Varir
þegja, tókst þó bezt og var honum
fagnað að vonum. Píanóleikur Lenku
Mátéová var framan af kannski held-
ur hlédrægur, enda gáfust fá tæki-
færi til stórræða meðal viðfangsefna
kvöldsins (að frátöldum „storm“-
kaflanum örstutta í saknaðarsöng
Karls O. Runólfssonar), en lyfti ein-
att vel og samtaka undir með kór og
einsöngvurum.
Að sækja á
kunnustu miðin
TÓNLIST
Hjallakirkja
Vortónleikar Kórs Hjallakirkju. Lenka
Mátéová, píanó. Stjórnandi: Jón Ólafur
Sigurðsson. Fimmtudaginn 16. maí kl.
20.30.
KÓRTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson