Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 66
DAGBÓK
66 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Aðdáendaklúbbur
Leiðarljóss
HÖFUNDUR hefur verið
meðlimur í „Guiding Light
Fan Club“, en þættirnir
eru teknir upp í New York.
Klúbburinn gefur út frétta-
bréf 4 sinnum á ári, ca. 16–
20 síður hvert – (heimsent
fréttabréf + félagsgjald er
u.þ.b. $ 40). Í fréttabréfinu
er fullt af skemmtilegum
fróðleik um þættina, mynd-
um frá upptökum, heim-
sóknum til og viðtölum við
leikarana, tilkynningadálk-
um félagsmanna o.fl. Þetta
er fínn vettvangur til að
eignast vini (persónul./
penna/tölvupóst) hvaðan-
æva úr heiminum. Ár hvert
er fjögurra daga „Árshá-
tíð“ sem aðstandendur
Leiðarljóss standa fyrir.
Klúbbfélagar gista á Hilt-
on-hótelinu í New York og
er sérstök dagskrá fyrir þá
og nóg að gera. M.a. er dag-
ur með leikurunum; boðið
er upp á skemmtidagskrá
sem starfsfólk og leikarar
standa fyrir. Klúbbfélagar
hitta og ræða við leikara og
myndatökur eru með leik-
urum. Myndverið skoðað í
fylgd leikara og fylgst með
upptöku(m) þátta(r). Seldir
eru alls kyns hlutir, áritað-
ar myndir, minjagripir og
fleira tengt Leiðarljósi.
Loks er hátíðarkvöld-
verður með leikurunum.
Mikið fjör; einhver leikar-
anna heldur hátíðarræðu
og slegið er á létta strengi.
Klúbbfélagar sem höfund-
ur hefur kynnst hafa lýst
þessum dögum sem
ógleymanlegu ævintýri og
fyrir marga er viðburður-
inn hápunktur ársins.
Áhugi og alúð leikara er
frábær. Það eru þreyttir en
sælir aðdáendur sem fara
heim eftir ævintýrið.
Vil ég benda þeim sem
áhuga hafa á að gerast fé-
lagar að senda nafn, kenni-
tölu, heimilisfang, netfang
og síma til Leidarljos-
2002@hotmail.com .
Ákveðinn verður stofn-
fundur og stefnt að „New
York ævintýri“ – nýrri og
heillandi reynslu.
A.B.
Þakkir
ÞÖKKUM frábæra þjón-
ustu og góðan mat og fal-
lega fram borinn á Tveim
fiskum 15. maí.
Linda og Gulli.
Kútter Fríða
HEFUR einhver upplýs-
ingar um seglskútu sem hét
Kútter Fríða og var gerð út
frá Reykjavík á árunum
1930–1940? Ef einhver hef-
ur vitneskju um þetta skip,
smíðaár o.fl. væri ég mjög
þakklátur.
Ríkharður Jónsson,
Ólafsvík,
sími 436-1253.
Eru allir jafnir?
GREIÐIR borgarstjóri
Reykjavíkur skatt af bif-
reiðahlunnindum? Ef ekki
eru ekki allir jafnir fyrir
skattalögunum?
Forvitinn borgari.
Tapað/fundið
Gleraugu týndust
TVENN gleraugu, sólgler-
augu og sjóngleraugu,
týndust fyrir tveimur vik-
um líklega á leiðinni frá
Nóatúni í Ísaksskóla. Skil-
vís finnandi hafi samband í
síma 551-0261.
Tannréttingagómur
í óskilum
Tannréttingagómur fannst
14. maí við Haukalind í
Lindahverfi í Kópavogi.
Upplýsingar í síma
866 5508.
Treck-hjól týndist
BLÁTT Treck 800 22"
sporthjól týndist frá Skip-
holti. Þeir, sem hafa orðið
hjólsins varir, vinsamlega
hafi samband við Ásgerði í
síma 588 8329 eða 862 0068.
Dýrahald
Kettlingur fæst gefins
KETTLINGUR 2ja mán-
aða, fallegur og vel upp al-
inn fæst gefins. Upplýsing-
ar í síma 557 1346.
Dvergkanína óskast
KVENKYNS dvergkanína,
kynþroska, óskast. Upplýs-
ingar í síma 552 0667.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI velur stundumskakkt númer þegar hann þarf
að hringja í einhvern. Það er mis-
munandi hvernig fólk bregst við þeg-
ar mistökin uppgötvast. Sumir eru
þrælhressir og taka þessu vel, en
aðrir eru beinlínis fúlir eins og geng-
ur. Því er þetta nefnt að Víkverji
fluttist búferlum fyrir 3 árum og
fékk nýtt símanúmer. Ekki leið á
löngu uns Víkverja fór að gruna að
nýja númerið hlyti að líkjast númeri
á læknastofu. Oft er hringt milli átta
og níu á morgnana og undantekning-
arlaust er það aldrað fólk að spyrja
um lækninn sinn. Víkverja þykir
vitaskuld hinn mesti sómi að því að
vera læknir í augum fólks, enda ætl-
aði hann alltaf í læknisfræði. Í sum-
um tilvika er það talsvert þolinmæð-
isverk að koma fólki í skilning um hið
rétta og hefur Víkverji frá upphafi
lagt sig fram um að vera skilnings-
ríkur og þolinmóður við sjúklingana.
Fyrir hefur komið að þeir hafa með
hringingum sínum á morgnana
bjargað Víkverja frá því að sofa illi-
lega yfir sig. Hefur þetta tvisvar
sinnum verið ómetanlegt og vill Vík-
verji nota tækifærið og þakka kær-
lega fyrir sig. Hann kann hins vegar
bófum litlar þakkir fyrir að hringja í
sig en bófar eru meðal þeirra sem
hringja heim til Víkverja og annarra
og skella á þegar svarað er.
Það er engin lygi að bófar nota
þessa aðferð til að athuga hvort ein-
hver sé heima áður en þeir brjótast
inn. Þekkt er að þeir fylgjast ótrú-
lega grannt með tilteknum húsum og
skrá kerfisbundið hjá sér hvenær
húsráðendur fara í vinnuna á morgn-
ana og koma heim á kvöldin. Svo
þegar á að láta til skarar skríða er
hringt til að vera viss um að enginn
sé heima.
Síðan eru það þeir (þó ekki endi-
lega bófar) sem hringja í vitlaust
númer og spyrja strax með þjósti:
„Hvar er þetta?“ Þetta finnst Vík-
verja alveg óskaplega pirrandi og
spyr strax á móti með ennþá meiri
þjósti í hvern viðkomandi ætlaði að
hringja. Víkverji er nefnilega ekkert
fyrir það að sitja fyrir svörum hjá
ókunnugum og þessi aðferð hans
virkar frábærlega vel. Það sljákkar
strax í hringjandanum og Víkverji
snýr vörn í snögga sókn. Ef hins veg-
ar gamla fólkið á morgnana spyr
„hvar þetta sé“ er Víkverji ekki með
neina hörku. Niðurstaðan af þessum
pælingum er sú að Víkverji er svo
sem ekkert eftirlæti allra sem
hringja í vitlaust númer hjá honum.
x x x
ÚR ÞVÍ að talið beinist að símtöl-um verður að minnast á sím-
sölufólk sem margir amast mjög við.
Víkverja þykir þessi gagnrýni afar
ómakleg og telur að leitun sé að fólki
úr öðrum starfsgreinum sem stimpl-
að er á sama hátt og símsölufólk. Það
er tíska að hafa símsölufólk á horn-
um sér og það hlýtur að vera leið-
inlegt hlutskipti að vinna eins van-
þakklátt starf og símsala virðist
vera. Og ekki svarar sölufólkið fyrir
sig þegar verið er að níðast á því og
kalla það plágu. Hefur einhver kunn-
að símsölufólki þakkir fyrir störf
sín? Að sjálfsögðu tengist þetta ekki
því að Víkverji var á námsárunum
símsölumaður, nánar tiltekið bóka-
sali. Þetta voru afar vandaðar bækur
á góðu verði, kjörgripir á hverju
heimili. Víkverja tókst að selja eina
eða tvær bækur á tíu vikum, en þetta
var stórkostlegur tími.
Í GREIN í Morgunblaðinu
16. maí sl. eftir Matthías
Johannessen stendur: „...
og gat spurt hann þeirrar
mikilvægu spurningar, að
mér fannst, hvort það
hefði verið erfið ákvörðun
að koma til Íslands og
reyna að ljúka heimsátök-
unum þar, enda væri land-
ið eitt af aðildarríkjum
Atlantshafsbandalagsins,
en ekki hlutlaust. Gorb-
asjov sagði það hefði á
engan hátt verið erfið
ákvörðun og skipti aðild
Íslands að NATO engu
máli í því efni. Sovétar litu
ekki á Ísland sem árás-
arríki og héðan stafaði
þeim engin ógn, það vissu
þeir hvað sem áróðri leið.“
Það vekur nokkra undr-
un mína að Matthías skuli
láta hjá líða að vitna í
fyrstu viðbrögð Gorb-
asjovs sem voru: „Það var
upphaflega mín hugmynd
að fundurinn yrði haldinn
í Reykjavík.“
Helgi Ólafsson,
Ásvallagötu 69.
Athugasemd
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
LÁRÉTT:
1 þjófnaður, 4 naumur, 7
láði, 8 aflið, 9 þakhæð, 11
vitlaus, 13 skot, 14 svif-
dýrið, 15 laus í sér, 17
dreitill, 20 duft, 22 skyld-
ur, 23 furða, 24 mál, 25
éti upp.
LÓÐRÉTT:
1 hæðir, 2 framkvæmd, 3
leðja, 4 úrgangsfiskur, 5
böggull, 6 trjágróður, 10
svelginn, 12 háð, 13 frost-
skemmd, 15 kunnátta, 16
hitann, 18 bárur, 19
hvassviðri, 20 venda, 21
súg.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 fúlmennið, 8 ferli, 9 senna, 10 nýt, 11 tossa, 13
arnar, 15 hjörs, 18 skata, 21 tóm, 22 launa, 23 ástar, 24
fullhugar.
Lóðrétt: 2 útrás, 3 meina, 4 nísta, 5 innan, 6 eflt, 7 gaur,
12 súr, 14 rok, 15 hæll, 16 ötuðu, 17 stagl, 18 smáðu, 19
aftra, 20 aðra.
K r o s s g á t a
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Goða-
foss og Arnarfell fara í
dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Sléttbakur kom og fór í
dag. Ostankino kom í
gær. Brúarfoss fór frá
Straumsvík í gær. Kar-
elia kemur í dag. Eridan
og Prizvanie fara í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa og jóga, kl. 10
boccia, kl. 13 vinnustofa,
myndmennt og bað. Vor
í vesturbæ hefs kl. 14,
tískusýning, Glæðurnar
kvennakór undir stjórn
Sigurbjargar P. Hólm-
grímsdóttur syngur,
kaffi allan daginn.
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta, opin
handavinnustofan, bók-
band og öskjugerð, kl.
9.45–10 helgistund, kl.
10.15 leikfimi, kl. 11
boccia, kl. 13–16.30 opin
smíðastofan. Bingó er 2.
og 4. hvern föstudag.
Dans hjá Sigvalda byrjar
í júní. Púttvöllurinn er
opinn alla daga. Allar
upplýsingar í s. 535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
16 hárgreiðsla, kl. 8.30–
14.30 böðun, kl. 9–16
handavinna, kl. 10–17
fótaaðgerð. Dagana 25.
26. og 27. maí kl. 13–17
verður sýning á munum
sem unnir hafa verið í fé-
lagsstarfinu í vetur,
harmonikkuleikur
sunnudag og mánudag,
kaffi og meðlæti. Allir
velkomnir.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á þriðju-
og fimmtudögum kl. 13–
16.30, spil og föndur.
Lesklúbbur kl. 15.30 á
fimmtudögum. Jóga á
föstudögum kl. 11. Kór-
æfingar hjá Vorboðum,
fimmtudaga kl. 17–19.
Uppl. hjá Svanhildi í s.
586 8014 kl. 13–16. Uppl.
um fót-, hand- og andlits-
snyrtingu, hárgreiðslu
og fótanudd, s. 566 8060
kl. 8–16.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 9–12 aðstoð
við böðun, kl. 9–16.45
hárgreiðslustofan opin,
kl. 9–13 handa-
vinnustofan opin, kl.
14.30 söngstund.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9
fótaaðgerð, kl. 10 hár-
snyrting, kl. 11 leikfimi,
kl. 13 föndur og handa-
vinna.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Fimmtudag
23. maí kl. 13 gönguhóp-
ur, mánudag 27. maí kl. 9
glerskurður, kl. 11.15 og
12.05 leikfimi, miðviku-
dag 29. maí kl. 11.15 og
12.05 leikfimi, fimmtu-
dag 30. maí kl. 13 göngu-
hópur. Vinnustofur fyrir
glerskurð og leirmótun
eru opnar áfram á um-
sömdum tíma.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Pútt í
Bæjarútgerð kl. 10–
11.30, glerskurður kl.
13, félagsvist kl. 13.30.
„Sameiginleg sýning“ á
handverki eldri borgara
í Hafnarfirði verður 25.,
26. og 27. maí í Hraun-
seli, Flatahrauni 3. Opið
frá kl. 13–17. Kaffisala.
Vestmanneyjaferð 2.–4.
júlí, rúta, Herjólfur,
gisting í 2 nætur. Skrán-
ing í Hraunseli, sími
555 0142. Á morgun
brids kl. 13.30, morg-
ungangan á laugardag,
farið frá Hraunseli kl.
10.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi.
Fimmtudagur: Brids kl.
13. Brids fyrir byrj-
endur kl. 19.30. Dags-
ferð 27. maí, Hafn-
arfjörður–Heiðmörk.
Kaffi og meðlæti. Leið-
sögn: Páll Gíslason og
Pálína Jónsdóttir, brott-
för frá Ásgarði,
Glæsibæ kl. 13. Þeir sem
hafa skráð sig vinsam-
legast sæki farmiðann á
skrifstofu FEB fyrir há-
degi á morgun, föstu-
dag. Fræðslunefnd
FEB stendur fyrir ferð í
Skrúðgarða Reykja-
víkur 29. maí. Brottför
frá Ásgarði, Glæsibæ kl.
13.30, skráning á
skrifstofu FEB. Silf-
urlínan er opin á mánu-
og miðvikudögum frá kl.
10–12 í s. 588 2111.
Skrifstofa félagsins er
flutt í Faxafen 12, sama
símanúmer og áður. Fé-
lagsstarfið er áfram í
Ásgarði, Glæsibæ. Upp-
lýsingar á skrifstofu
FEB.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
glerskurður, kl. 9–13
hárgreiðsla, kl. 9–16
böðun, kl. 10 leikfimi, kl.
15.15 dans. Opið sunnu-
daga frá kl. 14–16, blöð-
in og kaffi.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9.30 sund og leik-
fimiæfingar í Breið-
holtslaug. Umsjón
Brynjólfur Björnsson
íþróttakennari. Kl. 10.30
helgistund, umsjón Lilja
G. Hallgrímsdóttir
djákni. Frá hádegi
vinnustofur og spilasal-
ur opinn. Myndlist-
arsýning Huga Jóhann-
essonar stendur yfir.
Veitingar í Kaffi Bergi.
Upplýsingar um starf-
semina á staðnum og í s.
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9 handavinna, kl.
9.05 og kl. 9.50
leikfimi, kl. 9.30 klippi-
myndir, kl. 13 gler og
postulín.
Hraunbær 105. Kl. 9
opin vinnustofa, búta-
saumur, kortagerð og
perlusaumur, kl. 9.45
boccia, kl. 11 leikfimi, kl.
14 félagsvist.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun og bútasaumur,
kl. 10 boccia, kl. 13
handavinna, kl. 14 fé-
lagsvist. Fótaaðgerð,
hársnyrting. Allir vel-
komnir.
Norðurbrún 1. Kl. 9 tré-
skurður og opin vinnu-
stofa, kl. 10–11 ganga, kl.
10–15 leirmunanám-
skeið. Hand- og list-
munasýning verður 26.
og 27. maí í borðsal fé-
lagsstarfsins kl. 13.30 til
17 báða dagana, kaffi-
veitingar, allir velkomn-
ir.
Vesturgata 7. Kl. 9 fóta-
aðgerðir og hárgreiðsla,
kl. 9.15–12 aðstoð við
böðun, kl. 9.15–15.30
handavinna, kl. 10
boccia, kl. 13–14 leikfimi,
kl. 13–16 kóræfing.
Vitatorg. Kl. 9 smíði og
hárgreiðsla, kl. 9.30 gler-
skurður, fatasaumur og
morgunstund, kl. 10
fótaaðgerðir og boccia,
kl. 13 handmennt og
frjálst spil, kl. 14 leik-
fimi. Vor og sumarfagn-
aður verður haldinn
fimmtudaginn 30. maí kl.
17. Matur, gleði, söngur,
gaman. Allir velkomnir.
Upplýsingar í síma
561 0300.
Kívanisklúbburinn
Geysir, Mosfellsbæ. Fé-
lagsvist spiluð í Kív-
anishúsinu í Mosfellsbæ í
kvöld kl. 20.30.
Kristniboðsfélag
kvenna, Háaleitisbraut
58–60, kaffi kl. 16. Fund-
ur í umsjá Birnu G. Jóns-
dóttur. Allar konur vel-
komnar.
Gullsmárabrids. Eldri
borgarar spila brids í
Gullsmára 13 mánu- og
fimmtudaga. Skráning
kl. 12.45. Spil hefst kl. 13.
Sjálfboðamiðstöð Rauða
krossins, Hverfisgötu
105. Kl. 13–16 prjónað
fyrir hjálparþurfi er-
lendis. Efni á staðnum.
Allir velkomnir.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra, leikfimi
kl. 11 í Bláa salnum.
Bandalag kvenna í
Reykjavík. Gróðursetn-
ingarferð verður þriðju-
daginn 28. maí kl. 17 frá
Hallveigarstöðum, látið
vita um þátttöku fyrir
sunnudagskvöld í síma
552 5926, Karitas,
553 3454, Ágústa, eða
553 3439, Björg.
Hláturklúbbur Hana-nú.
Lokafundur vetrarins í
Hláturklúbbi Hana-nú í
Gullsmára er kl. 20 í
kvöld. Fólk er einnig
minnt á heimsóknirnar á
kosningaskrifstofur
flokkanna kl. 10 á laug-
ardagsmorgun frá Gjá-
bakka. Allir velkomnir.
Tómstundastarf eldri
borgara í Reykjanesbæ.
Sýning á handverki eldri
borgara verður dagana
26.–31. maí, að báðum
dögum meðtöldum.
Kaffihúsastemmning og
lifandi tónlist.
Minningarkort
Minningarkort Rauða
kross Íslands eru seld í
sölubúðum Kvennadeild-
ar RRKÍ á sjúkrahúsum
og á skrifstofu Reykja-
víkurdeildar, Fákafeni
11, s. 568 8188.
Í dag er fimmtudagur 23. maí, 143.
dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Fyrir því segi ég yður: Hvers sem
þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að
þér hafið öðlast það, og yður mun
það veitast.
(Mark. 11, 24.)