Morgunblaðið - 23.05.2002, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 23.05.2002, Qupperneq 66
DAGBÓK 66 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Aðdáendaklúbbur Leiðarljóss HÖFUNDUR hefur verið meðlimur í „Guiding Light Fan Club“, en þættirnir eru teknir upp í New York. Klúbburinn gefur út frétta- bréf 4 sinnum á ári, ca. 16– 20 síður hvert – (heimsent fréttabréf + félagsgjald er u.þ.b. $ 40). Í fréttabréfinu er fullt af skemmtilegum fróðleik um þættina, mynd- um frá upptökum, heim- sóknum til og viðtölum við leikarana, tilkynningadálk- um félagsmanna o.fl. Þetta er fínn vettvangur til að eignast vini (persónul./ penna/tölvupóst) hvaðan- æva úr heiminum. Ár hvert er fjögurra daga „Árshá- tíð“ sem aðstandendur Leiðarljóss standa fyrir. Klúbbfélagar gista á Hilt- on-hótelinu í New York og er sérstök dagskrá fyrir þá og nóg að gera. M.a. er dag- ur með leikurunum; boðið er upp á skemmtidagskrá sem starfsfólk og leikarar standa fyrir. Klúbbfélagar hitta og ræða við leikara og myndatökur eru með leik- urum. Myndverið skoðað í fylgd leikara og fylgst með upptöku(m) þátta(r). Seldir eru alls kyns hlutir, áritað- ar myndir, minjagripir og fleira tengt Leiðarljósi. Loks er hátíðarkvöld- verður með leikurunum. Mikið fjör; einhver leikar- anna heldur hátíðarræðu og slegið er á létta strengi. Klúbbfélagar sem höfund- ur hefur kynnst hafa lýst þessum dögum sem ógleymanlegu ævintýri og fyrir marga er viðburður- inn hápunktur ársins. Áhugi og alúð leikara er frábær. Það eru þreyttir en sælir aðdáendur sem fara heim eftir ævintýrið. Vil ég benda þeim sem áhuga hafa á að gerast fé- lagar að senda nafn, kenni- tölu, heimilisfang, netfang og síma til Leidarljos- 2002@hotmail.com . Ákveðinn verður stofn- fundur og stefnt að „New York ævintýri“ – nýrri og heillandi reynslu. A.B. Þakkir ÞÖKKUM frábæra þjón- ustu og góðan mat og fal- lega fram borinn á Tveim fiskum 15. maí. Linda og Gulli. Kútter Fríða HEFUR einhver upplýs- ingar um seglskútu sem hét Kútter Fríða og var gerð út frá Reykjavík á árunum 1930–1940? Ef einhver hef- ur vitneskju um þetta skip, smíðaár o.fl. væri ég mjög þakklátur. Ríkharður Jónsson, Ólafsvík, sími 436-1253. Eru allir jafnir? GREIÐIR borgarstjóri Reykjavíkur skatt af bif- reiðahlunnindum? Ef ekki eru ekki allir jafnir fyrir skattalögunum? Forvitinn borgari. Tapað/fundið Gleraugu týndust TVENN gleraugu, sólgler- augu og sjóngleraugu, týndust fyrir tveimur vik- um líklega á leiðinni frá Nóatúni í Ísaksskóla. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 551-0261. Tannréttingagómur í óskilum Tannréttingagómur fannst 14. maí við Haukalind í Lindahverfi í Kópavogi. Upplýsingar í síma 866 5508. Treck-hjól týndist BLÁTT Treck 800 22" sporthjól týndist frá Skip- holti. Þeir, sem hafa orðið hjólsins varir, vinsamlega hafi samband við Ásgerði í síma 588 8329 eða 862 0068. Dýrahald Kettlingur fæst gefins KETTLINGUR 2ja mán- aða, fallegur og vel upp al- inn fæst gefins. Upplýsing- ar í síma 557 1346. Dvergkanína óskast KVENKYNS dvergkanína, kynþroska, óskast. Upplýs- ingar í síma 552 0667. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... VÍKVERJI velur stundumskakkt númer þegar hann þarf að hringja í einhvern. Það er mis- munandi hvernig fólk bregst við þeg- ar mistökin uppgötvast. Sumir eru þrælhressir og taka þessu vel, en aðrir eru beinlínis fúlir eins og geng- ur. Því er þetta nefnt að Víkverji fluttist búferlum fyrir 3 árum og fékk nýtt símanúmer. Ekki leið á löngu uns Víkverja fór að gruna að nýja númerið hlyti að líkjast númeri á læknastofu. Oft er hringt milli átta og níu á morgnana og undantekning- arlaust er það aldrað fólk að spyrja um lækninn sinn. Víkverja þykir vitaskuld hinn mesti sómi að því að vera læknir í augum fólks, enda ætl- aði hann alltaf í læknisfræði. Í sum- um tilvika er það talsvert þolinmæð- isverk að koma fólki í skilning um hið rétta og hefur Víkverji frá upphafi lagt sig fram um að vera skilnings- ríkur og þolinmóður við sjúklingana. Fyrir hefur komið að þeir hafa með hringingum sínum á morgnana bjargað Víkverja frá því að sofa illi- lega yfir sig. Hefur þetta tvisvar sinnum verið ómetanlegt og vill Vík- verji nota tækifærið og þakka kær- lega fyrir sig. Hann kann hins vegar bófum litlar þakkir fyrir að hringja í sig en bófar eru meðal þeirra sem hringja heim til Víkverja og annarra og skella á þegar svarað er. Það er engin lygi að bófar nota þessa aðferð til að athuga hvort ein- hver sé heima áður en þeir brjótast inn. Þekkt er að þeir fylgjast ótrú- lega grannt með tilteknum húsum og skrá kerfisbundið hjá sér hvenær húsráðendur fara í vinnuna á morgn- ana og koma heim á kvöldin. Svo þegar á að láta til skarar skríða er hringt til að vera viss um að enginn sé heima. Síðan eru það þeir (þó ekki endi- lega bófar) sem hringja í vitlaust númer og spyrja strax með þjósti: „Hvar er þetta?“ Þetta finnst Vík- verja alveg óskaplega pirrandi og spyr strax á móti með ennþá meiri þjósti í hvern viðkomandi ætlaði að hringja. Víkverji er nefnilega ekkert fyrir það að sitja fyrir svörum hjá ókunnugum og þessi aðferð hans virkar frábærlega vel. Það sljákkar strax í hringjandanum og Víkverji snýr vörn í snögga sókn. Ef hins veg- ar gamla fólkið á morgnana spyr „hvar þetta sé“ er Víkverji ekki með neina hörku. Niðurstaðan af þessum pælingum er sú að Víkverji er svo sem ekkert eftirlæti allra sem hringja í vitlaust númer hjá honum. x x x ÚR ÞVÍ að talið beinist að símtöl-um verður að minnast á sím- sölufólk sem margir amast mjög við. Víkverja þykir þessi gagnrýni afar ómakleg og telur að leitun sé að fólki úr öðrum starfsgreinum sem stimpl- að er á sama hátt og símsölufólk. Það er tíska að hafa símsölufólk á horn- um sér og það hlýtur að vera leið- inlegt hlutskipti að vinna eins van- þakklátt starf og símsala virðist vera. Og ekki svarar sölufólkið fyrir sig þegar verið er að níðast á því og kalla það plágu. Hefur einhver kunn- að símsölufólki þakkir fyrir störf sín? Að sjálfsögðu tengist þetta ekki því að Víkverji var á námsárunum símsölumaður, nánar tiltekið bóka- sali. Þetta voru afar vandaðar bækur á góðu verði, kjörgripir á hverju heimili. Víkverja tókst að selja eina eða tvær bækur á tíu vikum, en þetta var stórkostlegur tími. Í GREIN í Morgunblaðinu 16. maí sl. eftir Matthías Johannessen stendur: „... og gat spurt hann þeirrar mikilvægu spurningar, að mér fannst, hvort það hefði verið erfið ákvörðun að koma til Íslands og reyna að ljúka heimsátök- unum þar, enda væri land- ið eitt af aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins, en ekki hlutlaust. Gorb- asjov sagði það hefði á engan hátt verið erfið ákvörðun og skipti aðild Íslands að NATO engu máli í því efni. Sovétar litu ekki á Ísland sem árás- arríki og héðan stafaði þeim engin ógn, það vissu þeir hvað sem áróðri leið.“ Það vekur nokkra undr- un mína að Matthías skuli láta hjá líða að vitna í fyrstu viðbrögð Gorb- asjovs sem voru: „Það var upphaflega mín hugmynd að fundurinn yrði haldinn í Reykjavík.“ Helgi Ólafsson, Ásvallagötu 69. Athugasemd 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 þjófnaður, 4 naumur, 7 láði, 8 aflið, 9 þakhæð, 11 vitlaus, 13 skot, 14 svif- dýrið, 15 laus í sér, 17 dreitill, 20 duft, 22 skyld- ur, 23 furða, 24 mál, 25 éti upp. LÓÐRÉTT: 1 hæðir, 2 framkvæmd, 3 leðja, 4 úrgangsfiskur, 5 böggull, 6 trjágróður, 10 svelginn, 12 háð, 13 frost- skemmd, 15 kunnátta, 16 hitann, 18 bárur, 19 hvassviðri, 20 venda, 21 súg. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 fúlmennið, 8 ferli, 9 senna, 10 nýt, 11 tossa, 13 arnar, 15 hjörs, 18 skata, 21 tóm, 22 launa, 23 ástar, 24 fullhugar. Lóðrétt: 2 útrás, 3 meina, 4 nísta, 5 innan, 6 eflt, 7 gaur, 12 súr, 14 rok, 15 hæll, 16 ötuðu, 17 stagl, 18 smáðu, 19 aftra, 20 aðra. K r o s s g á t a Skipin Reykjavíkurhöfn: Goða- foss og Arnarfell fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sléttbakur kom og fór í dag. Ostankino kom í gær. Brúarfoss fór frá Straumsvík í gær. Kar- elia kemur í dag. Eridan og Prizvanie fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og jóga, kl. 10 boccia, kl. 13 vinnustofa, myndmennt og bað. Vor í vesturbæ hefs kl. 14, tískusýning, Glæðurnar kvennakór undir stjórn Sigurbjargar P. Hólm- grímsdóttur syngur, kaffi allan daginn. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, opin handavinnustofan, bók- band og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Bingó er 2. og 4. hvern föstudag. Dans hjá Sigvalda byrjar í júní. Púttvöllurinn er opinn alla daga. Allar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 10–17 fótaaðgerð. Dagana 25. 26. og 27. maí kl. 13–17 verður sýning á munum sem unnir hafa verið í fé- lagsstarfinu í vetur, harmonikkuleikur sunnudag og mánudag, kaffi og meðlæti. Allir velkomnir. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13– 16.30, spil og föndur. Lesklúbbur kl. 15.30 á fimmtudögum. Jóga á föstudögum kl. 11. Kór- æfingar hjá Vorboðum, fimmtudaga kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlits- snyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9–13 handa- vinnustofan opin, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- snyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Fimmtudag 23. maí kl. 13 gönguhóp- ur, mánudag 27. maí kl. 9 glerskurður, kl. 11.15 og 12.05 leikfimi, miðviku- dag 29. maí kl. 11.15 og 12.05 leikfimi, fimmtu- dag 30. maí kl. 13 göngu- hópur. Vinnustofur fyrir glerskurð og leirmótun eru opnar áfram á um- sömdum tíma. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Pútt í Bæjarútgerð kl. 10– 11.30, glerskurður kl. 13, félagsvist kl. 13.30. „Sameiginleg sýning“ á handverki eldri borgara í Hafnarfirði verður 25., 26. og 27. maí í Hraun- seli, Flatahrauni 3. Opið frá kl. 13–17. Kaffisala. Vestmanneyjaferð 2.–4. júlí, rúta, Herjólfur, gisting í 2 nætur. Skrán- ing í Hraunseli, sími 555 0142. Á morgun brids kl. 13.30, morg- ungangan á laugardag, farið frá Hraunseli kl. 10. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Fimmtudagur: Brids kl. 13. Brids fyrir byrj- endur kl. 19.30. Dags- ferð 27. maí, Hafn- arfjörður–Heiðmörk. Kaffi og meðlæti. Leið- sögn: Páll Gíslason og Pálína Jónsdóttir, brott- för frá Ásgarði, Glæsibæ kl. 13. Þeir sem hafa skráð sig vinsam- legast sæki farmiðann á skrifstofu FEB fyrir há- degi á morgun, föstu- dag. Fræðslunefnd FEB stendur fyrir ferð í Skrúðgarða Reykja- víkur 29. maí. Brottför frá Ásgarði, Glæsibæ kl. 13.30, skráning á skrifstofu FEB. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikudögum frá kl. 10–12 í s. 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 glerskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 15.15 dans. Opið sunnu- daga frá kl. 14–16, blöð- in og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9.30 sund og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug. Umsjón Brynjólfur Björnsson íþróttakennari. Kl. 10.30 helgistund, umsjón Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni. Frá hádegi vinnustofur og spilasal- ur opinn. Myndlist- arsýning Huga Jóhann- essonar stendur yfir. Veitingar í Kaffi Bergi. Upplýsingar um starf- semina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9 handavinna, kl. 9.05 og kl. 9.50 leikfimi, kl. 9.30 klippi- myndir, kl. 13 gler og postulín. Hraunbær 105. Kl. 9 opin vinnustofa, búta- saumur, kortagerð og perlusaumur, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, kl. 14 fé- lagsvist. Fótaaðgerð, hársnyrting. Allir vel- komnir. Norðurbrún 1. Kl. 9 tré- skurður og opin vinnu- stofa, kl. 10–11 ganga, kl. 10–15 leirmunanám- skeið. Hand- og list- munasýning verður 26. og 27. maí í borðsal fé- lagsstarfsins kl. 13.30 til 17 báða dagana, kaffi- veitingar, allir velkomn- ir. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 aðstoð við böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kóræfing. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 gler- skurður, fatasaumur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og boccia, kl. 13 handmennt og frjálst spil, kl. 14 leik- fimi. Vor og sumarfagn- aður verður haldinn fimmtudaginn 30. maí kl. 17. Matur, gleði, söngur, gaman. Allir velkomnir. Upplýsingar í síma 561 0300. Kívanisklúbburinn Geysir, Mosfellsbæ. Fé- lagsvist spiluð í Kív- anishúsinu í Mosfellsbæ í kvöld kl. 20.30. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58–60, kaffi kl. 16. Fund- ur í umsjá Birnu G. Jóns- dóttur. Allar konur vel- komnar. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins, Hverfisgötu 105. Kl. 13–16 prjónað fyrir hjálparþurfi er- lendis. Efni á staðnum. Allir velkomnir. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leikfimi kl. 11 í Bláa salnum. Bandalag kvenna í Reykjavík. Gróðursetn- ingarferð verður þriðju- daginn 28. maí kl. 17 frá Hallveigarstöðum, látið vita um þátttöku fyrir sunnudagskvöld í síma 552 5926, Karitas, 553 3454, Ágústa, eða 553 3439, Björg. Hláturklúbbur Hana-nú. Lokafundur vetrarins í Hláturklúbbi Hana-nú í Gullsmára er kl. 20 í kvöld. Fólk er einnig minnt á heimsóknirnar á kosningaskrifstofur flokkanna kl. 10 á laug- ardagsmorgun frá Gjá- bakka. Allir velkomnir. Tómstundastarf eldri borgara í Reykjanesbæ. Sýning á handverki eldri borgara verður dagana 26.–31. maí, að báðum dögum meðtöldum. Kaffihúsastemmning og lifandi tónlist. Minningarkort Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum Kvennadeild- ar RRKÍ á sjúkrahúsum og á skrifstofu Reykja- víkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568 8188. Í dag er fimmtudagur 23. maí, 143. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast. (Mark. 11, 24.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.