Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á almennum fundi í Garðabæ fyrir skömmu vegna væntanlegra kosninga lét Erling Ás- geirsson frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins mikið yfir því að sjálf- stæðismenn hefðu efnt öll kosningaloforðin frá því fyrir kosningarnar 1998. Nefndi hann m.a. að þeir hefðu efnt lof- orð sem þeir gáfu um byggingu íþróttahúss í Hofsstaðamýri. Hverju lofuðu sjálf- stæðismenn? Í kosningapésa flokksins frá 1998 er einn kafli um íþróttir og tóm- stundir. Þar segir að sjálfstæðis- menn ætli sér á næsta kjörtímabili (því sem nú er að ljúka) að ná mark- miðum sínum í þeim málaflokki, m.a. með því að „hefja byggingu á nýju al- hliða íþróttahúsi í Hofsstaðamýri, sem auk þess að nýtast til iðkunar al- menningsíþrótta verði nýtt til íþróttakennslu í Hofsstaðaskóla og Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.“ Garðbæingar vita að það er ekki byrjað á þessu húsi. Hönnun þess er meira að segja ekki fyllilega lokið! En árið er ekki úti svo enn er hægt að hefja framkvæmdir á árinu. Þá geta sjálfstæðismenn sagst hafa efnt kosningaloforð sitt – með reisn! Blekkingar Sannleikurinn er sá að sjálfstæð- ismenn létu sem þeir ætluðu að byggja húsið á kjörtímabilinu. Í blaðinu Garðar, blaði sjálfstæðis- manna, frá 20. maí 1998 segir að sjálfstæðismenn vilji gera betur en að efna gömul loforð og því ætli þeir að snúa sér að því að „byggja nýtt íþróttahús við Bæjarbraut“. Þessi orð verða varla skilin öðruvísi en þannig að ætlunin hafi verið að byggja húsið á yfir- standandi kjörtímabili, ekki að ætlunin hafi verið að hefja byggingu þess í lok þess. Sjálf- stæðismenn létu líka í það skína að byrjað yrði á húsinu innan skamms tíma og jafnvel stefnt að því að taka það í notkun árið 2001! Í sama blaði stuttu síðar (desemberblað) skrifar Erling Ásgeirs- son: „Nú er í vinnslu hönnun á nýju íþrótta- húsi í Hofsstaðamýri og mun það bæta úr að- kallandi þörf til að hægt sé að sinna betur íþróttastarfi barna og unglinga (leturbr. L.E). Áhuginn fyrir því að bæta úr þessari miklu þörf reyndist minni en látið var í veðri vaka. Í for- sendum fjárhagsáætlunar Garða- bæjar 2001–2003 (frá des. 1999) er ekki minnst á íþróttahús í Hofsstaða- mýri. Í forsendum fjárhagsáætlunar Garðabæjar árið 2002–2004 (frá des. 2000) kemur loks fram að gert sé ráð fyrir að hefja framkvæmdir við íþróttamannvirkið árið 2002! Fyrir fjórum árum – reyndar tals- vert fyrr – var „aðkallandi þörf“ fyrir íþróttahús í Hofsstaðamýri. Það er ekki enn risið og bið verður á því. Innisundlaugin Í þessu væntanlega myndarlega íþróttahúsi verður lítil sundlaug. Hún á eftir að koma að miklum not- um. M.a. getur Hofsstaðaskóli þá boðið nemendum sínum upp á fulla sundkennslu eftir námskrá. Sjálf- stæðismenn höfðu ekki áhuga á þess- ari sundlaug. Að þeirra mati var mun meiri þörf fyrir vatnsleikjagarð við sundlaugina í Ásgarði. Vatnsleikja- garðinum átti að koma upp á kjör- tímabilinu en ekkert varð úr því. Sennilega kemur hann aldrei! Það var fyrir kröftuga baráttu foreldra- félagsins í Hofsstaðaskóla og fulltrúa Garðabæjarlistans í bæjarstjórn að sundlaugin verður í nýja íþróttahús- inu. Garðbæingar hefðu þurft að bíða mun lengur eftir nýrri sundlaug ef sjálfstæðismenn hefðu fengið að ráða. Íþróttahúsið í Hofsstaðamýri Lovísa Einarsdóttir Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ og skipar 2. sæti Garðabæjarlistans. Garðabær Sjálfstæðismenn, segir Lovísa Einarsdóttir, höfðu ekki áhuga á þessari sundlaug. ÞAÐ að reka þjóð- félag er um margt líkt því að reka fyrirtæki. Þar líkt og í stjórnmál- um nútímans togast á gagnstæðir kraftar. Sem dæmi má nefna að langtímasjónarmið tog- ast á við skammtíma- árangur og lækkun kostnaðar togast á við aukin gæði. Þessu gera menn sér að öllu jöfnu grein fyrir og hafa það í huga við stefnumörk- un. Þegar stjónmála- hreyfing, sem ætlar að ná árangri, semur stefnuskrá sína setur hún kúrsinn á ákveðin markmið sem eru sett í for- gang. Það sama á við um markmið stjórnmálahreyfinga og markmið fyrir- tækja. Þau verða að vera raunhæf, skýr, mælanleg og það verður að vera á valdi þess sem á að ná markmiðunum að hafa áhrif á það að markmiðunum sé náð. Markmiðin verða síð- an að rúmast innan einnar heildarstefnu, án þess að árekstrar verði á milli þeirra. Skammsýni sjálfstæðismanna Engum aðila í fyrir- tækjarekstri dytti í hug að setja sér þau markmið að bjóða betri og kostnaðarsamari þjónustu, lækka verð á framleiðsluvörum sínum, minnka umsvif sín og taka ekki lán til að fara út í arðbærar fram- kvæmdir. Það sér hver maður að þetta er fráleitt, því þarna eru al- gerlega ósamræmanlegir kraftar að verki. En þetta er það sem sjálf- stæðismenn í Reykjavík bjóða kjós- endum upp á fyrir næstu borg- arstjórnarkosningar. Þeir ætla að lækka skatta og þar með tekjur borgarinnar, þeir ætla auka útgjöld í öllum málaflokkunum, selja arð- bær fyrirtæki borgarinnar og ekki að taka ný lán. Þar með ætla þeir væntanlega ekki í virkjun á Hellis- heiði. Þannig láta þeir sér í léttu rúmi liggja að tryggja framtíðar- orkuþörf borgarinnar. Það kemur svo sem ekkert á óvart þar sem þeir mega ekki heldur heyra minnst á framtíðarhafnarsvæði eða framtíðina yfir höfuð. Þeir fussuðu og sveiuðu yfir fyrirhyggjusemi Reykjavíkurlistans þegar kosningar fóru fram um framtíðarnýtingu Vatnsmýrarinnar. Inntakið í mál- flutningi þeirra þá var „hvað er ver- ið að hugsa um þetta núna það er svo langt þangað til?“ Þannig virðist framtíðarsýn sjálf- stæðismanna ekki vera fyrir hendi. Innantóm orð Stefnan sem þeir bjóða kjósend- um er uppfull af markmiðum sem stangast á og engin leið er að vinna saman í framkvæmanlega stefnu. Enda læðist að manni sá grunur að stefna sjálfstæðismanna sé í raun aðeins orð á blaði, það fylgi enginn hugur máli. Líkt og þegar stjórn- endur fyrirtækja falla í þá gryfju að þeir verði að setja einhverja huggu- lega stefnu á blað af því að það er að koma aðalfundur. Þeir upp- gvötva að eina raunverulega stefn- an sem þeir hafa framfylgt er sú að græða peninga með öllum tiltækum ráðum og kokka því upp einhverja þægilega og huggulega stefnu sem allir geti skrifað uppá. Slík stefna er einskis virði. Eina raunverulega stefna sjálfstæðismanna er að ná völdum og því var ekki seinna vænna fyrir þá en að setja eitthvað huggulegt á blað enda að koma kosningar. Ég hef þó ekki ennþá séð fyr- irtæki lofa góðu veðri en það gera sjálfstæðismenn. Þeir lofa auknu hjúkrunarrými fyrir aldraða og aukinni löggæslu. Rekstur hjúkr- unarheimila og löggæsla er í hönd- um ríkisins en ekki sveitarfélaga. Það er því að mjög takmörkuðu leyti á valdsviði sveitarstjórna að ná þessum markmiðum. Sjálfstæð- ismenn hafa hinsvegar setið á ann- an áratug í ríkisstjórn og hafa haft full tök á að leggja áherslu á þessi mál. Þeir hafa kosið að gera það ekki. Það virðist því ljóst að hugur fylgir ekki máli. Nú síðast hafa sjálfstæðismenn í ríkisstjórn bein- línis lagst gegn byggingu hjúkr- unarrýma í Reykjavík, eftir að heil- brigðisráðherra og Reykjavíkur- borg voru búin að skrifa undir viljayfirlýsingu þar um. Ef ekki fylgir hugur máli hvað þessa þætti varðar, er þá einhver von til þess að aðrir þættir stefn- unnar séu annað en orð á blaði? Ég efast um það. Markmiðin skarast, stefnan gengur ekki upp, hún er laus við framtíðarsýn og þá sann- færingu sem þarf að búa að baki, eigi nokkur stefna að ganga eftir. Ég fæ því ekki annað séð en stefna sjálfstæðismanna sé ómerkileg til- raun til að villa um fyrir kjósendum til þess að ná fram því eina marki sem sjálfstæðismaskínan hefur sett sér, að ná borginni á sitt vald. Sjálfstæðismenn lofa góðu veðri Sigrún Elsa Smáradóttir Reykjavík Stefna sjálfstæðis- manna gengur ekki upp, segir Sigrún Elsa Smáradóttir, mark- miðin stangast á. Höfundur er í 15. sæti á Reykjavíkurlistanum. VAR mig að dreyma, eða frétti ég að nú væri verið að undirbúa sér- stakt vegakerfi innan Reykjavíkur? Við hlið- ina á venjulega gatna- kerfinu ætti að leggja háhraða einkavegi fyrir milljónahundruð, sem aðeins ættu að þjóna stofnunum borgarinn- ar? Einkavegi á milli jafn óskyldra stofnana og Árbæjarsafns, Njálsborgar, Borgar- endurskoðunar og Sorpu? Eða var það einkavatnsveita? Einkarafmagnslínur kannski? Hvað var það aftur? Jú, nú man ég: það er einkaháhraðaljósleið- ari sem verður lagður, á kostnað skattgreiðenda, út og suður til að tengja þessar stofnanir og aðrar álíka svo fremi sem þær eru á forræði borgarinnar, sama hversu ólíkar þær kunna að vera í eðli sínu og starfi. Hvers vegna þarf einkanet á milli þessara stofnana? Eru ekki flest fyr- irtæki borgarinnar prýðilega tengd hvert við annað og umheiminn með þeim leiðslum sem þegar liggja í jörð, símaleiðslunum sem lagðar voru á kostnað skattgreiðenda á sínum tíma? Til hvers þarf einkakerfi? Er flutningsgeta og boðhraði símalín- anna að verða uppbókuð? Er ekki pláss fyrir borgarstofnanirnar? Svarið er, að öll núverandi notkun fyrirtækja og einstaklinga í borginni tekur upp minna en 5% af burðargetu kerfisins. Hvers vegna erum við þá að leggja í þennan kostnað? Svarið er orðið gamalkunnugt: Það er vegna þess að Lína.Net verður að fá verkefni, hvað sem það kostar. En hver eru rökin? Það er fróðlegt að sjá þá leikfléttu: Línu.Neti var falið (án útboðs) að leggja ljósleiðara milli allra skóla í Reykjavík, svokallað skólanet. Það var gefið í skyn að ljós- leiðari væri forsenda þess að skólarn- ir gæru fengið viðunandi tölvuteng- ingar við umheiminn. Það er ekki rétt, því þetta hefði mátt gera jafn vel og reyndar miklu betur fyrir örlítið brot af kostnaðinum með því að nýta þær leiðslur sem þegar eru til staðar bæði í formi ljósleiðara og koparlína. Mis- muninn, sem nemur tugum milljóna, hefði mátt nota til að efla tölvubúnað skólanna og tölvuþjálfun starfs- manna þeirra. Að maður tali ekki um heildarkostnaðinn við Línu.Net sem er nú orð- inn meira en 3 milljarð- ar. En það var ekki gert, því skólanetið er ekki fyrir skólana. Það er fyrst og fremst lífæð Línu.Nets, sú fram- kvæmd sem á að sýna fram á nauðsyn þess að leggja ljósleiðara um allan bæ. Netið var lagt og tengt og niður- staðan var sú, að skólamenn voru mjög ánægðir með breytinguna. Það er engin furða, því fram að þessu höfðu þeir verið með einhverjar hæg- virkustu tengingar sem völ var á og engum um að kenna öðrum en borg- aryfirvöldum sem höfðu dregið úr hömlu að veita skólunum eðlilega þjónustu að þessu leyti. Skólunum hafði verið haldið á hestakerru og komust allt í einu ekki bara á átta gata tryllitæki, heldur í geimflaug. Er að furða að þeim fyndist það fljótvirk- ara? En þurfti að grafa upp hálfan bæinn og leggja ljósleiðara Línu.Nets til að bæta aðstöðu skólanna? Nei, svo sannarlega ekki, öll almennilega tölvuvædd fyrirtæki í bænum, og reyndar á landinu, höfðu fyrir löngu komið sér upp háhraðatengingu í gegnum þær lagnir sem til voru. Ljósleiðaratengingu Línu.Nets til skólanna hefur af skólamönnum verið líkt við 50 akreina brú sem staðsett væri inni á miðjum öræfum. Engin á rynni undir þessa brú og hvorki lægi að henni né frá henni vegur. Þetta lýs- ir ágætlega ástandinu í tölvumálum skólanna, því flöskuhálsinn í virkri tölvuvæðingu skólanna er skortur á tækjabúnaði og góðum kennsluforrit- um á íslensku, sem kennarar bíða spenntir eftir. Það er enn mikill skort- ur á tölvum í skólunum og má geta þess að sjálfstæðismenn hafa ítrekað lagt til að kennarar fái fartölvu til um- ráða eins og gert er í Garðabæ. Á meðan grunninn vantar er rokið í að koma á tengingum með burðargetu sem er álíka hjá minnstu skólum í Reykjavík með fáeina starfsmenn sem nota tölvur og stærstu fyrirtækj- um landsins með meira en þúsund starfsmenn. Það dugar ekkert minna. Við skulum skoða nokkrar tölur til glöggvunar. Venjuleg heimilistenging hefur burðargetu á bilinu 56 til 256 KB/s. með tengingum frá venjulegum símalínum til svokallaðra ADSL- tenginga. Þeir sem vinna með mjög þung myndvinnsluforrit og þess hátt- ar fara kannski upp í 1.500 KB/s., eða 1,5 MB/s. Þetta má allt auðveldlega flytja með símalínum. Alstærstu not- endur hafa fengið ljósleiðara sem ber 10 MB/s. – en VDSL-tenging með símalínum mun fljótlega geta annað fimmfalt meiru, eða 50 MB/s. Skól- arnir hafa nú 10 MB/s. tengingu eins og stærstu fyrirtækin, en hefðu getað fengið fimmfalt meira með VDSL- tengingu í gömlu símalínunum, sem ekki hefði kostað neitt að leggja, því leiðslurnar eru allar til staðar. Ég er í stuttu máli að segja að allt þetta brölt með ljósleiðarann var óþarfi frá upphafi, skattgreiðendur höfðu þegar greitt fyrir þær leiðslur sem þurfti. Skólanetinu var komið á til að finna Línu.Neti verkefni. Til þess þurfti að nota fyrirtæki sem ekki ráða sér sjálf, fyrirtæki sem borgaryfirvöld geta sagt fyrir verkum, og því voru skól- arnir upplagðir. Síðan á að nota „góða reynslu“ af skólanetinu til að ryðja brautina fyrir því að Lína.Net leggi lokað einkanet til allra stofnana borg- arinnar, eins og ég rakti hér að ofan. Það er ótrúlegt en satt, að þau áform eru þegar uppi. Sérpöntuð skýrsla var lögð fram í Innkaupastofnun í vor sem staðfestir það. Þetta er álíka fá- ránlegt og að leggja einkavegakerfi milli borgarstofnana. Í þetta eiga skattpeningar okkar að fara, ágætu Reykvíkingar, ef Alfreð heldur áfram að stjórna fjármálum borgarinnar. Líflína Alfreðs.Net Guðrún Pétursdóttir Reykjavík Ljósleiðaratengingu Línu.Nets til skólanna, segir Guðrún Péturs- dóttir, hefur af skóla- mönnum verið líkt við 50 akreina brú sem staðsett væri inni á miðjum öræfum. Höfundur er skattgreiðandi í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.