Morgunblaðið - 23.05.2002, Side 57

Morgunblaðið - 23.05.2002, Side 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 57 Sími 562 0200 Erfisdrykkjur við Nýbýlaveg, Kópavogi íþrótta o.fl. Haldnir voru fundir og skemmtanir í gamla hótelinu og unga fólkið lagði mikið á sig við að koma upp leikritum og halda uppi annarri menningarstarfsemi. Allmörg ár vann Helgi utan heim- ilis með búskapnum og var lengi traustur starfskraftur hjá Slátur- félagi Suðurlands, vinsæll meðal samstarfsmanna. Hann vann einnig í áratugi hjá Landgræðslunni, sá m.a. um girðingar við Þorlákshöfn og vann að uppgræðslu þar. Helgi fékk Landgræðsluverðlaun árið 1997. Helgi og Jóna sungu í mörg ár með Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna og gegndu þar trúnaðarstörfum. Kórfélagar voru mjög samheldnir og farnar voru margar skemmtiferðir bæði innan- lands og utan. Man ég þar frænda minn hressan og glaðan og alltaf brosandi. Fyrir nokkrum árum seldu Jóna og Helgi sinn part í Núpum og fluttu að Bröttuhlíð 6 í Hveragerði. Þar eignuðust þau líka fallegt heim- ili sem þau voru samtaka um að prýða. Nýlega fengu þau viðurkenn- ingu fyrir fallegan garð sem ber þeim fagurt vitni. Ég kveð frænda minni með þökk og virðingu. Fjölskyldan í Lauga- skarði þakkar samfylgdina um leið og við sendum Jónu, börnunum svo og öllum afkomendum innilegar samúðarkveðjur. Ester. Landnámsjörðin Núpar í Ölfusi stendur undir fallegu klettabelti og þar er eitt fegursta bæjarstæði í Ár- nesþingi. Þrír öflugir bræður byggðu upp þetta höfuðból af stór- hug á öldinni sem var að líða, með sínum samhentu fjölskyldum. Helgi var þeirra elstur og bjó á einum þriðja parti jarðarinnar snotru meðalstóru búi, en Siggeir og Gunnlaugur ráku myndarlegan félagsbúskap á hinum hluta jarð- arinnar. Ungur varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Helga á Núpum og starfa með honum. Mín fyrstu kynni af honum og hans fjöl- skyldu voru þau, að í nokkrar vikur að hausti var ég verkamaður í hey- skap og fjósi að Núpum. Þetta sum- ar var erfitt og Helgi, sem var orð- lagður heyskaparmaður, átti enn eftir að slá á engjum þegar sláturtíð hófst í byrjun september. Þarna komst ég í að vera í heyskap niðri á Ölfusforum sem er mér minnis- stætt. Helgi var verkstjóri í áratugi hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi í sauðfjárslátrun og er mörgum minnisstæður frá þeim árum. Ég átti síðar eftir að vinna hjá Helga nokkur haust við slátrunina og kynnast hans góðu hæfileikum bet- ur. Helgi átti óvenju gott með að vinna með fólki og fór vel í forystu- hlutverki. Hann laðaði að sér gott fólk og kunni jákvæða hernaðarlist öðrum betur. Framganga hans var örugg og hvetjandi, hann skipti ekki skapi, ólgaði af áhuga og metnaði og var gamansamur við samstarfsmenn sína. Ég minnist þess sérstaklega hvað hann var hrífandi og tillits- samur við starfsfólkið og hvernig fas hans og framganga bar vott um myndugleik. Helgi var snyrtimenni, fríður sýnum og hafði fallegan mál- róm og menn hlustuðu þegar hann talaði og öll tilsögn hans, ekki síst við okkur unga fólkið, var föðurleg og það hljóp mörgum kapp í kinn þegar fótatak sláturhússtjórans nálgaðist. Þannig minnist ég hans og svo er með marga sem hugsa með þakklæti til hans á kveðju- stund. Fyrstu skrefin á vinnumark- aði hafa mótandi áhrif og þeir eru margir sem nutu hans leiðsagnar. Helgi var af þeirri öflugu kynslóð sem hóf sveitirnar til sóknar og um leið atvinnulíf í þéttbýlinu á lands- byggðinni, þar var samvinnuhug- sjónin og bjartsýni leiðarljós. Þegar hjónin hættu búskap fluttu þau í Hveragerði. Helgi var í ein 40 ár landgræðsluvörður hjá Land- græðslu ríkisins í Þorlákshöfn. Þessi störf hóf hann um 1950 og af mikilli elju og hugsjón barðist hann gegn sandfokinu og eyðingaröflun- um sem ógnuðu hinni ungu byggð. Í þeirri baráttu munaði um Helga, hann átti gott með að reka erindi og eldmóðinn skorti ekki þegar hann var að sameina ráðamenn um að- gerðir. Þorlákshafnarbúar og við öll þökkum þessi störf, þau snerust um forsendur byggðarinnar. Árið 1997 heiðraði Landgræðsla ríkisins Helga sérstaklega fyrir störf hans. Í hvert sinn sem ég hitti Helga á förnum vegi eða hann sótti fund sem ég boðaði til, var hann samur og jafn, hughreystandi og hvetjandi, með góð ráð og ábendingar. Það var mér hollt að kynnast Helga og eiga hann að vini, fyrir það þakka ég af heilum hug á kveðjustund. Þegar ég sit og skrifa þessi fátæklegu orð og horfi vetur yfir Ölfusið, finnst mér að skuggarnir frá hamraveggjunum séu lengri og dýpri en venjulega. Það er sárt að sjá á eftir góðum samferðamönnum en þetta er lífsins saga, ungur má en gamall skal. Það er hins vegar heiðríkja um minn- ingu þessa manns og hans góðu störf og áhrif. Helgi var mikill fjöl- skyldumaður og vakti yfir velferð fjölskyldu sinnar og einstakt fannst mér hvernig hann studdi og hjálpaði konu sinni í hennar veikindum. Á kveðjustund sendum við Mar- grét eiginkonu og börnum innilegar samúðarkveðjur. Minningin um góð- an mann lifir. Guðni Ágústsson. Helgi Jóhannsson, fyrrum bóndi á Núpum, sem í dag er kvaddur, átti um tæpra fimmtíu ára skeið samleið með Sláturfélagi Suðurlands. Var reyndar mestan þann tíma einn af hornsteinum félagsins sem stjórn- armaður þess frá 1968 til 1983 og sláturhússtjóri á Selfossi í áratugi. Helgi gekk ungur í þjónustu slát- urfélagsins við haustslátrun á Skúlagötunni í Reykjavík. Hóf hann störf þar haustið 1937, þá 19 ára gamall og starfaði í Reykjavík í nokkur ár, hin síðustu haustin sem skotmaður. Eftir nokkurt hlé kom Helgi aftur til vinnu hjá Sláturfélag- inu og nú í hinum nýja sláturhúsi í Fossnesi á Selfossi. Þangað kom hann haustið 1949 og var þá aftur settur í hið vandasama starf skot- mannsins. Páll Diðriksson, bóndi á Búrfelli, var þá sláturhússtjóri á Selfossi, en kaus að hætta því starfi er síðasta féð í Árnessýslu hafði ver- ið fellt vegna fjárskiptanna 1951. Nú var ekki slátrað á Selfossi haustið 1952 en einmitt það haust kom nýi fjárstofninn í héraðið. Helgi Bergs, forstjóri SS, hafði þá fengið auga- stað á Helga, öðrum mönnum frem- ur. Hann kom að Núpum að fala hann í starfið og er mér sagt að það hafi kostað hann miklar fortölur – en hafðist þó. Þetta má teljast hið mesta happa- verk fyrir félagið því Helgi gegndi stöðu sláturhússtjóra samfellt í meira en þrjátíu ár, frá hausti 1953 til loka sláturtíðar haustið 1984. Mjög breyttist starfsumhverfið á þessum árum. Helgi sagði mér að fyrstu ár sín hefði sveitafólkið í kringum Selfoss verið aðaluppistaðan en er fólki fækkaði í sveitunum hefðu Selfyss- ingar sótt þar um vinnu, fólk sem hefði geymt sumarfríið sitt til þessa og húsmæður úr þorpinu sem komu til starfa í húsinu 5–6 vikur hvert haust svo árum skipti. Sláturhússtjórinn lét einskis ófreistað að læra sitthvað nýtt í fag- inu. Á áttunda áratugnum sótti hann námskeið í Reykjavík sem sláturleyfishafar sáu um fyrir verk- stjóra í sláturhúsum. Þessi nám- skeið voru honum og mörgum öðr- um gagnleg og auk þess fór Helgi í námsferð til Englands og Írlands árið 1969 sem SS og Samband ís- lenskra samvinnufélaga gengust fyrir. Þar sá hann afar fullkomin sláturhús en samt fannst honum hvergi snyrtilegra í slátursölum en hjá Sláturfélagi Suðurlands. Helgi Jóhannsson hafði einstaka geðprýði til að bera og þess naut hann í forystustarfi sínu. Hann var með bros á vör að hverju verki sem hann gekk. Þó vildi hann ekki gefa eftir í neinum hlut. Samstarfsmaður hans í áratugi lýsir honum þannig að hann hafi bæði verið samviskusamur og stjórnsamur, duglegur og feikna- atorkusamur. Hann lagði mikið upp úr því að slátrunin gengi vel og snurðulaust. Fé mátti aldrei vanta og því var hann sjálfur einatt í sím- anum og nýtti sér áratuga persónu- leg kynni við nær alla bændur hér- aðsins. Sjálfur hafði ég af honum mikil kynni sem deildarstjóri og vissi að hverju máli var borgið sem hann hafði lofað. En oft var erfitt að kom- ast í símann þegar aðeins eitt símtól var í öllu sláturhúsinu. Þá var bíll- inn tekinn og brunað á staðinn. Það þótti Helga ennþá vænna um og á persónulegum fundum réðum við málum betur til lykta. Þótt Helgi á Núpum væri í upp- hafi tregur til þess ábyrgðarstarfs hlífði hann sér hvergi er á hólminn var komið. Þær 5–6 vikur er haust- slátrunin fór þá fram, gaf hann sig allan að starfinu. Mér er minnis- stætt haust eitt fyrir rúmum 40 ár- um er við nágrannar úr Sandvík- urhreppi áttum að færa hross til slátrunar á mánudegi. Við töldum vissara að flytja þau á sunnudags- síðdegi, og vorum komnir með þau um sjöleytið um kvöldið. Okkur til furðu kom enginn starfsmaður frá Selfossi í móttökuna, heldur sjálfur sláturhússtjórinn. Þá sagði hann: „Mikið þótti mér vont að fara í slát- urhúsið núna. Við systkinin vorum að halda móður okkar merkisafmæli – og ég varð að fara úr því.“ „En þú getur farið svo aftur – þetta eru 10– 12 kílómetrar,“ sögðum við. „Nei,“ svaraði Helgi, „nú eru komnar skepnur inn í húsið, ég opnaði það og verð að gæta þeirra, þangað til mannskapurinn kemur í fyrramál- ið.“ Þetta viðhorf lýsir heiðurs- manninum Helga Jóhannssyni. Í starfi sínu hafði hann mikla mann- hylli og þótt álagið væri oft mikið komu góðir menn honum til hjálpar. Um 1970 urðu þau miklu umskipti að stórgripasláturhús starfandi allt árið var opnað í Fossnesi. Þá kom þangað Halldór Guðmundsson sem gerðist stöðvarstjóri og létti nokk- urri ábyrgð af Helga. En fyrst og fremst studdist hann árum saman við sömu verkstjórana og aðstoð- armenn sem allir gáfu honum þann vitnisburð að betri yfirmann væri vart að fá. Helgi Jóhannsson er nú allur. En áfram mun lifa það orð sem af hon- um fór er hann vann þýðingarmikil brautryðjendastörf fyrir Sláturfélag Suðurlands í Árnessýslu. Fyrir fé- lagsins hönd vil ég þakka honum manntaksverkin og félagsmenn hér eystra sem kynntust honum í starfi munu aldrei gleyma honum heldur. Páll Lýðsson. Kær vinur, félagi, frændi og sam- starfsmaður er látinn. Stór er sá hópur vina og kunningja sem nú drúpir höfði með söknuði vegna frá- falls öðlingsins frá Núpum í Ölfusi. Hans verður minnst af hlýhug og virðingu allra þeirra er til hans þekktu. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg samskipta okkar Helga. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir áralanga vin- áttu og heilladrjúgt samstarf. Þegar ég hugsa til Helga kemur fyrst í hugann einbeitni hans og óþrjótandi eljusemi. Það hefur löngum verið gæfa Landgræðslunn- ar að hafa í þjónustu sinni ósér- hlífna og trúa starfsmenn. Þar hefur verið að verki sú framvarðasveit sem ótrauð axlaði erfiði og baráttu við óblíð náttúruöfl og lagði grunn að betra og fegurra Íslandi. Í þess- um hópi var Helgi meðal hinna fremstu. Í æsku sá hann hvernig eyðingaröfl sandfoksins ógnuðu byggðinni í Ölfusinu. Þúsundir hekt- ara gróðursælla landsvæða urðu sandinum að bráð. Flestir töldu á þeim tíma óvinnandi verk að stöðva þá eyðingu. Þegar sandgræðslu- starfið hófst í Þorlákshöfn upp úr 1935 þá var þar aðeins eitt býli og lá það undir miklum sandágangi. Þeir sem gerst til þekkja vita að grósku- leg byggð í Höfninni og umfangs- mikil útgerð á tilveru sína sand- græðslustarfinu allt að þakka. Á ævikvöldi gat Helgi glaðst yfir því að starf hans átti ríkan þátt í að beisla sandinn er varð grundvöllur athafna og þéttbýlis í Þorlákshöfn. Helgi hóf ungur störf sem land- græðsluvörður í Þorlákshöfn, rétt fyrir 1950, hjá föður mínum og síðar einnig við umsjón Hjallagirðingar- innar í Ölfusi. Aðstæður þá voru gjörólíkar því sem við þekkjum í dag. Unnið var myrkranna á milli, oft sá ekki út úr augum fyrir sand- foki, en áfram var haldið við að hlaða grjótgarða og reisa timbur- garða til að stöðva sandskriðið, sá melfræi, girða nýjar girðingar og gera við þær eldri. Helgi starfaði í hlutastarfi hjá Landgræðslunni um nær hálfrar aldar skeið, samhliða búskap á Núpum og ýmsum ábyrgð- arstörfum sem hér verða ekki talin. Helgi var einstaklega ráðvandur og setti hag stofnunarinnar framar eigin hag. Einstök samviskusemi og elja einkenndi öll störf Helga. Hann var sérstakt ljúfmenni og dagfars- prúður og það var mér heiður að fá að starfa með honum. Hann hafði ríka réttlætiskennd og sagði skoð- anir sínar umbúðalaust og hafði sér- stakt en afar fagurt málfar. Helgi var hvers manns hugljúfi, glaðvær og kom sér afar vel hvar sem hann fór. Hann var samur við háa sem lága og var hafsjór af fróðleik um sögu héraðsins og baráttuna við sandinn, hinn landsins forna fjanda. Er ég axlaði ungur ábyrgð hjá Landgræðslunni þá var ómetanlegt að vita frá Páli Sveinssyni, land- græðslustjóra, frænda okkar og fyr- irrennara í starfi, að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af framkvæmd verk- efna á Þorlákshafnarsvæðinu. Þar stýrðu öruggar hendur verkum og þar vantaði bara meiri fjármuni til aðgerða. Landgræðslan veitti Helga verð- skuldaða viðurkenningu árið 1997 þegar hann hlaut landgræðsluverð- launin á 90 ára afmæli Landgræðsl- unnar. Við hjónin vorum svo lánsöm fyr- ir skömmu að það var eins og ein- hver ósýnileg hönd leiddi okkur í heimsókn til Jónu og Helga á þeirra yndislega heimili í Hveragerði. Þá hafði liðið allt of langur tími frá því okkar fundum bar síðast saman. Þeirri heimsókn gleymum við aldrei, þau hjónin glöð og sæl og horfðu björtum augum til elliáranna. En skjótt skipast veður í lofti og gróð- urgjafinn frá Núpum var kvaddur burt. Það voru forréttindi að kynnast Helga, hans er nú sárt saknað en minningin um góðan dreng lifir. Ég votta Jónu, börnum þeirra, ættingj- um og vinum, mína dýpstu samúð og bið þeim Guðs blessunar. Sveinn í Gunnarsholti. Þegar ég heyrði andlátsfregn Helga vinar míns frá Núpum komu margar endurminningar upp í hug- ann frá samskiptum okkar. Helgi var einn af þeim mönnum sem seint líða úr minni, traustur og áreiðan- legur, ákveðinn í skoðunum en gat verið fljótur upp ef því var að skipta, en jafn fljótur að sættast aft- ur. Þau Núpasystkin Ragnheiður, Helgi, Siggeir, Gunnlaugur og Hjörtur, sem ég þekkti best, voru og eru allt mesta heiðursfólk og hvert með sín sterku séreinkenni. Eins og Skaftfellingur sagði eitt sinn við mig þegar mannkosti Núpa- systkina bar á góma, að þau bæru einkenni Skaftfellinga, en þaðan komu foreldrar þeirra með þau í æsku. Ekki skal sú kenning dregin í efa enda margir heiðursmenn af Skaftfellingum komnir. Fyrstu búskaparárin bjuggu Helgi og Jóna kona hans í Hvera- gerði en fluttust fljótlega á æsku- slóðir hans aftur að Núpum og bjuggu þar lengst af ævi sinni. Við Helgi þekktumst sem sveit- ungar, en ég kynntist honum vel þegar ég réðst til hans í haustslátr- un hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi 1969, en hann var um langt skeið sláturhússtjóri þar. Helgi stjórnaði sláturhúsinu af mikilli röggsemi og dugnaði og átti gott með að fá góða starfsmenn með sér til starfa enda var hann í metum hjá flestum sem kynntust honum. Reyndi oft mikið á í þessu starfi, sérstaklega þegar miklar breyting- ar urðu á skipulagi sláturhússins og þjálfa þurfti alla með nýjum hand- brögðum. Ég sé Helga fyrir mér á fleygiferð í sláturhúsinu í hvíta sloppnum þegar hann var að „redda“ málum enda var hugurinn stundum langt á undan honum. Hann spjallaði oft við starfsmenn sína á léttum nótum og var þá oft kátt á hjalla. Helgi var einnig stjórnarmaður í Sláturfélagi Suðurlands í langan tíma og gegndi því starfi af sam- viskusemi. Á þeim tíma var ég gagnrýninn á stjórn og forstjóra sláturfélagsins og gekk ýmislegt á á þeim vettvangi. Helgi lét mig aldrei gjalda þess hversu óvæginn ég var í gagnrýni minni þó stundum sæi ég að honum sárnaði ummæli mín. Hann sagði stundum við mig eins og til að skýra ástandið að „ungir menn eiga að vera róttækir“. Síðar stuðl- aði hann að því að ég yrði deild- arstjóri Sláturfélagsins hér í sveit. Leiðir okkar Helga lágu einnig saman á öðrum vettvangi því í marga áratugi sá Helgi um viðhald landgræðslugirðinga hér í sveitarfé- laginu og var einnig vörslumaður þeirra. Girðingarhólfin sem eru tug- ir kílómetra að lengd liggja í og við land Hrauns og lá leið hans því oft hér um. Hann fór yfir girðingarnar snemma vors og brást aldrei að þær væru fjárheldar þegar menn slepptu fé. Eftir að Helgi hætti að sjá um viðhald þeirra urðu mikil umskipti enda erfitt að fylla skarð hans. Þegar ég lít yfir farinn veg og minnist Helga þá koma margar ánægjulegar minningar upp í hug- ann. Það sem stendur upp úr í minningunni eru mannkostir hans, áreiðanleiki og dugnaður. Ég sé hugmanninn Helga fyrir mér þegar við spjölluðum saman, en þá kom það fyrir að hann brá hægri hendi á loft til að leggja áherslu á orð sín og einnig þegar hann tók þessu trausta vinartaki í handlegg mér. Ég og fjölskylda mín sendum Jónu og börnum þeirra, Jóhanni, Sigurveigu Gerði og Hönnu sam- úðarkveðjur. Hrafnkell Karlsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.