Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN 48 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Staðardagskrá 21 er áætlun um það hvernig samfélagið getur lagt sitt af mörkum til sjálfbærr- ar þróunar. En hvað er þá sjálfbær þróun? Máltæki frá Kenýa lýsir því hugtaki nokkuð vel: „Við feng- um jörðina ekki í arf frá forfeðrum okkar, við höfum hana að láni hjá börnunum okkar.“ Hugmynda- fræðin er sú að við getum lifað efnahags- lega og félagslega ríkulegu lífi án þess að skaða grunngæði jarðarinnar. Staðardagskrá fylgt eftir Í Staðardagskránni eru sett fram markmið og leiðir að sjálf- bærri þróun sem eru m.a. heild- arsýn og þverfagleg hugsun, virk þátttaka íbúanna og áhersla á langtímaáætlanir. Því er brýnt að henni sé fylgt eftir. Þetta eru að- gerðir sem stuðla að og viðhalda umhverfisgæðum ásamt því að taka yfir vistfræðilega, efnahags- lega og félagslega þætti. Staðar- dagskráin er heldur ekki bara áætlun sveitarstjórnar, heldur samfélagsins í heild. Embættis- menn og aðrir íbúar samfélagsins vinna saman að öflun upplýsinga og ná samstöðu um leiðir að sjálf- bærri þróun. Staðar- dagskráin er ekki bara skjal eða áætlun, hún er ferli sem er í sífelldri endurskoðun og er aldrei slitin úr samhengi við aðra málaflokka sveitarfé- lagsins. Vinnuhópur í Árborg „Hugsum hnatt- rænt, framkvæmum heimafyrir“ er slagorð Ríó-ráðstefnunnar, vegna þess að allar smávægilegar aðgerð- ir eða aðgerðarleysi, í hvaða samfélagi sem er, eiga þátt í hvernig ástand umhverfismála í heiminum þróast. Vinnuhópur um Staðardagskrá 21 var að störfum á vegum bæjarstjórnar Árborgar á þessu kjörtímabili sem senn er að ljúka. Hópurinn skilaði af sér viðamik- illi tillögu um gerð umhverfisáætl- unar þar sem lýst er ástandi t.a.m. holræsa- og fráveitumála, úrgangi frá heimilum og fyrirtækjum, nátt- úrumengun, gæðum neysluvatns, hávaða- og loftmengun, menning- arminjum og náttúruvernd, um- hverfisfræðslu í skólum, orku- sparnaðaraðgerðum, meindýraeyðingu, skipulagsmál- um, neyslumynstri og lífsstíl, op- inberum innkaupum, ræktun, úti- vist og fleiru. Þar kemur fram hvert þáverandi ástand mála var og tillögur um úrbætur. Fyrri hluti tillögunnar var tek- inn fyrir á bæjarráðsfundi 21. október 1999 og vísað til fjárhags- áætlunar fyrir árið 2000. Tillagan í heild var formlega afhent bæjar- stjórn á degi umhverfisins, 25. apríl 2000. Síðan ekki söguna meir. Það er von mín að næsta bæj- arstjórn sýni þessu verki meiri áhuga og mun Samfylkingin leggja sitt af mörkum fái hún til þess fylgi. Umhverfis- mál í öndvegi í Árborg Kristjana Hrund Bárðardóttir Höfundur er frambjóðandi Samfylk- ingarinnar í Árborg. Árborg Það er von mín, segir Kristjana Hrund Bárð- ardóttir, að næsta bæj- arstjórn sýni þessu verki meiri áhuga og mun Samfylkingin leggja sitt af mörkum fái hún til þess fylgi. MARGIR urðu til að fagna viljayfirlýs- ingunni um uppbygg- ingu hjúkrunarrýma, sem svo miklu fjaðra- foki hefur valdið á síð- ustu dögum kosninga- baráttunnar í Reykjavík. Þeim fjöl- mörgu úr röðum aldr- aðra og annarra sem í langan tíma hafa beitt sér fyrir átaki í upp- byggingu hjúkrunar- rýma á höfuðborgar- svæðinu létti vitaskuld við að heyra að þessum áfanga væri náð, enda þar með stigið stórt skref í átt að því að bæta úr brýnni þörf þeirra öldruðu Reykvíkinga sem á þess- ari þjónustu þurfa að halda. Upp- bygging hjúkrunarrýma hefur um árabil fyrst og fremst átt sér stað utan Reykjavíkur og lengi hefur legið fyrir að í höfuðborginni, þar sem fólksfjölgun hefur jafnframt orðið einna mest, er uppsafnaður vandi sem við höfum bæði hugsjón og metnað til að leysa. Úttekt sem Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra lét gera á þjónustuþörf aldr- aðra staðfesti meðal annars mjög brýna þörf í Reykjavík fyrir úr- bætur og uppbyggingu þessa þjón- ustuforms. Skýrsla um úttektina var lögð fyrir ríkisstjórn og kynnt á Alþingi nú í vor. Undirritun heilbrigðisráðherra á viljayfirlýsingunni lýsir fyrst og fremst þeim vilja hans að beita sér pólitískt fyrir því að hægt verði að ráðast í nauðsynlegar framkvæmd- ir. Ég vil nota þetta tækifæri og lýsa yfir fullum stuðningi við þessa ætlan ráðherrans, sem ég hef í raun gert áður ásamt þingheimi öllum í maí 2001 með samþykkt heilbrigðisáætlunar til ársins 2010. Forgangsverkefni númer eitt, sér- staklega í þágu aldraðra í þeirri áætlun var að ,,bið eftir vistun á hjúkrunarheimili fyrir fólk sem er í mjög brýnni þörf verði ekki lengri en 90 dagar.“ Um þetta for- gangsverkefni eins og önnur sem heilbrigðisáætlunin gengur út frá var mjög víðtæk sátt og full samstaða á Al- þingi sem með sam- þykkt áætlunarinnar studdi jafnframt þá forgangsröðun sem hún byggir á. Útgjaldaþörfin lá fyrir Öllum hlýtur að hafa verið ljóst að markmiðinu um há- mark 90 daga bið aldraðra eftir hjúkr- unarrýmum yrði ekki náð án viðbótarút- gjalda. Sérstaklega gilti þetta um heilbrigðisráðherra Jón Kristjánsson, sem er þraut- reyndur í gerð fjárlaga eftir að hafa gegnt formennsku í fjárlaga- nefnd um langt árabil. Því var að- eins eðlilegt næsta skref heilbrigð- isráðherra, sem ber faglegu ábyrgð á málaflokknum gagnvart ríkisstjórn og Alþingi, að fenginni úttektinni nú í vor, að leita eftir samstarfi og þátttöku í kostnaði við hið viðamikla verkefni og byggja upp á næstu fimm árum þau tæplegu 300 hjúkrunarrými í Reykjavík sem ætlað er að mæta brýnustu þörfinni. Allt tal um ann- að er annaðhvort á misskilningi byggt, eða gert í þeim tilgangi ein- um að villa um fyrir kjósendum. Undirritun yfirlýsingarinnar af hálfu borgarstjóra fyrir hönd Reykjavíkurborgar var fyrirvara- laus. Borgin skuldbindur sig til að taka þátt í þessu verkefni og leggja fram á næstu fjórum árum 1,4 milljarða króna. Samhliða hlýt- ur að vera unnið að því við und- irbúning fjárlaga að tryggja hlut ríkisins svo staðið verði við heil- brigðisáætlunina og markmið hennar til samræmis við vilja Al- þingis sem þegar liggur fyrir. Atbeina Sjálfstæðis- flokks þarf til Það veit vonandi á gott hve mál- efni aldraðra og öryrkja hafa verið ofarlega í pólitískri umræðu á liðn- um vikum. Þannig fór verulegur hluti framboðsfundar í Ráðhúsi Reykjavíkur á dögunum í umræðu um kjör aldraðra. Þar var meðal annars dregið fram að hagsmuna- mál þeirra ættu ýmist undir rík- isvaldið eða sveitarstjórnir. Björn Bjarnason, borgarstjóraefni Sjálf- stæðisflokksins, rétt nýkominn úr ríkisstjórn, áréttaði sérstaklega og svaraði með því gagnrýni á hendur ríkisvaldinu fyrir ónógar aðgerðir, að það væri Framsóknarflokkur- inn sem færi með heilbrigðismálin í ríkisstjórninni. Af orðum hans á fundinum mátti ætla að allt í heil- brigðismálum, bæði gert og ógert, væri óskorað og eingöngu á ábyrgð samstarfsflokksins. Nú er annað uppi á teningnum. Af orðum bæði fjármálaráðherra, Geirs H. Haarde, og borgarstjóraefnisins Björns Bjarnasonar í tilefni af viljayfirlýsingu heilbrigðisráð- herra er auðvitað fyrst og fremst ljóst að uppbygging hjúkrunar- heimila í Reykjavík er ekki undir Framsóknarflokknum einum eða heilbrigðisráðherra komin. Full samstaða þarf að vera um þetta innan ríkisstjórnarinnar eins og um öll önnur stór þjóðþrifamál. Hitt er og jafnljóst að ef Sjálf- stæðisflokkurinn styður það ekki að ráðist verði í þetta forgangs- verkefni þá brýtur slík ákvörðun ekki aðeins í bága við heilbrigð- isáætlunina, sem full sátt og stuðningur var við á Alþingi, held- ur verður ekki af þessari upp- byggingu í þágu aldraðra. Ekki í tíð núverandi ríkisstjórnar. Á því verður þá Sjálfstæðisflokkurinn að axla alla ábyrgð. Ég lýsi hins vegar eftir stuðningi við þær pólitísku áherslur sem viljayfir- lýsing heilbrigðisráðherra og borgarstjóra um uppbyggingu hjúkrunarrýma fyrir aldraða felur í sér. Hjúkrunarrými fyrir aldraða Reykvíkinga Jónína Bjartmarz Reykjavík Ef Sjálfstæðisflokk- urinn styður ekki upp- byggingu hjúkrunar- rýma fyrir aldraða í Reykjavík, segir Jónína Bjartmarz, verður ekki af henni í tíð þessarar ríkisstjórnar. Höfundur er alþingismaður Reyk- víkinga og formaður heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis. UMRÆÐAN um af- leiðingar fíkniefna- neyslu er ekki ný af nálinni. Fíkniefnasalar eiga ávallt frumkvæði í atburðarásinni sem fer eftir þeirra hand- riti. Stjórnvöld bregð- ast ekki nægilega við, hafa enga burði til að koma í veg fyrir vand- ann, en á hátíðlegum stundum vantar ekki að þau þykist hafa lausnina. Kópavogs- bær hefur gert sam- komulag um samvinnu við embætti sýslu- manns og lagt grunn að forvarnarátaki gegn fíkniefnum í grunnskólum bæjarins með því að ráða starfsmann hjá Félagsþjón- ustu Kópavogs, er hefur aðsetur í húsakynnum sýslu- manns. Þetta hefur áður verið í deiglunni og ekki orðið af fyrr en nú rétt fyrir kosn- ingar og er það vel. Þessari samvinnu hefði átt að vera búið að koma á fyrir löngu, en núverandi meiri- hluti lætur í veðri vaka að þar sé komist eins langt og hann getur til að bregðast við fíkniefnavandanum og þar með sé hann leystur undan ábyrgð eins og Framsóknar- flokkurinn lofaði fyrir árið 2002. Að gefa slík kosningalof- orð er ekkert nýtt. En með þessu vill Félagsþjónusta Kópavogs leggja áherslu á að grunnskólar bæjarfélagsins eigi að vera heil- brigðir og öruggir vinnustaðir fyrir börn og fullorðna, þar sem fíkni- efnasalar hafa lagt æ meiri áherslu á grunnskólastigið en áður. Einn varnarlaus einstaklingur í grunn- skóla er sá veiki hlekkur er þeir leita eftir. Hálfnað verk þá hafið er hjá þeim og það þarf enginn að fara í grafgötur um að þetta eru skipulögð samtök er verður að taka á. Ótaldar eru þær hörmungar er dynja yfir fjölskyldur einstaklinga er ánetjast fíkniefnum. Þeim er haldið í gíslingu af innheimtumönn- um andskotans. Ásýnd þessara óbilgjörnu manna er ekki betri en svo að þeir verða að nota hnefarétt malbikaða frumskógarins til að ná fram markmiðum sínum. Andvöku- nætur, biturleiki, yfirhylming, varnarleysi og mörg önnur ólýs- anleg vanlíðan er afrakstur þessara sveina gróðahyggjunnar. Þeir eru boðberar auðhyggjunnar og ein- staklingsframtaksins í sinni verstu mynd. Forvörnin er eina ráðið er eftir stendur og það verður að byrja á heimilunum og vinna sig þaðan út í samfélagið. Í skýrslu dómsmálaráðherra um stöðu og þróun löggæslu í landinu, er lögð var fyrir Alþingi 2001-2002 skv. fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns, kvað brenna mest á að fjölga í lögreglunni Kópavogi, en Kópavogsbúar njóta ekki sömu þjónustu og nágrannasveitarfélögin sé miðað við fjölda íbúa á hvern lögreglumann. Í henni eru í Reykjavík 456,4 íbúar á hvern lög- reglumann, Hafnarfirði 749,7 íbúar og í Kópavogi eru þeir 922,3 á hvern lögreglumann. Sparnaður kemur hvað verst niður á Kópa- vogsbúum og það virðist vera stefna íslenskra stjórnvalda, þ.e.s. Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks í bæjarstjórn og ríkisstjórn að spara á okkar kostnað; að nota löggæsluna í Kópvogi til að ná fram þeim sparnaði. Á 24. þingi Landssambands lögreglumanna í apríl sl. var samþykkt ályktun um fámenna lögreglu í Kópavogi er bæjarráð Kópavogs tók að sjálf- sögðu undir. Það skaut skökku við er formaður bæjarráðs lét hafa það eftir sér í blaðaviðtali að hann teldi nægjanlegt að fjölga um tvo til fjóra. Er hann bauð sig fram til Al- þingis lét hann í veðri vaka að Kópavogur þyrfti að eiga sér öfl- ugan talsmann á þingi. Hvaðan afl- ið hafi átt að koma lét hann ekki getið. VG-Kópavogi leggur á það megináherslu að réttarvarsla höf- uðborgarsvæðisins gangi jafnt yfir alla. Forvarnarfulltrúa bæjarins er ætlað veigamikið hlutverk sem ger- ir auknar kröfur til lögreglu er hef- ur öll skilyrði til að halda uppi góðri „grenndarlöggæslu“ til að tryggja öryggi borgaranna. Með tilkomu Smáralindarinnar hafa út- köll vegna „karmelluþjófnaða“ auk- ist á kostnað úrlausnar hinna al- varlegri brota. VG-Kópavogi leggur áherslu á að mikilvægt sé að bærinn setji sér markmið í for- vörnum, veiti fé til forvarnarstarfs. Samstarf við löggæsluyfirvöld er lykilatriðið og brýnt er að bærinn hafi nána samvinnu við foreldra- félög grunnskólanna og styðji starf á þeirra vegum sem stuðlar að for- vörnum. Innheimtumenn andskotans Þórir Steingrímsson Kópavogur Samstarf við löggæslu- yfirvöld er lykilatriðið, segir Þórir Stein- grímsson, og brýnt er að bærinn hafi nána samvinnu við foreldra- félög grunnskólanna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.