Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga UNDIRBÚNINGUR er hafinn af fullum krafti í Laugardalshöll fyrir tónleika Sigur Rósar, Hilmars Arn- ar Hilmarssonar, Steindórs And- ersens, strengjasveitar og kórs á Listahátíð í Reykjavík annað kvöld. Flutt verður fornkvæðið Hrafna- galdur Óðins. Þarna kemur einnig við sögu steinharpa úr íslensku grjóti eftir Pál frá Húsafelli en verið var að setja hana upp þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði í gær. Sigur Rósar-menn og Hilmar Örn voru þá að prófa gripinn og stilla. Verkið var samið sérstaklega fyrir Listahátíð og hefur nú þegar vakið athygli en hluti þess var flutt- ur í Barbican Center í Lundúnum fyrir um mánuði. Morgunblaðið/Golli Steinharpa Páls á Húsafelli stillt BO Fernholm, formaður Alþjóða- hvalveiðiráðsins, segir að aðild Ís- lands að hvalveiðiráðinu hafi verið hafnað vegna þess að Ísland hafi sett fyrirvara við samþykktir ráðs- ins. Nýtt aðildarskjal hafi engu breytt vegna þess að það hafi efn- islega falið í sér sömu fyrirvara og áður. Hann vísar því á bug að hafa brotið reglur ráðsins eða fundar- sköp. „Ástæðan fyrir því að hvalveiði- ráðið hafnaði aðild Íslands að ráðinu er sú að Ísland setti fyr- irvara við aðild sinni. Það voru nokkrir nýir meðlimir samþykktir og þær þjóðir voru boðnar vel- komnar í ráðið á fundinum. Aðeins Ísland reyndi að fá aðild að hval- veiðiráðinu með því að setja fyr- irvara við samþykktir ráðsins.“ Staðan alveg sú sama í ár og í fyrra „Aðild á þessum grundvelli var ekki samþykkt á síðasta ári og var ekki heldur samþykkt í ár,“ sagði Fernholm í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði að það nýja að- ildarskjal sem Ísland hefði lagt fram fyrir nokkrum dögum hefði innihaldið alveg sömu fyrirvarana og settir voru fram á síðasta ári. Þess vegna væri staðan alveg sú sama í ár og í fyrra. Orðalagið væri það sama og eina breytingin væri sú að í nýja skjalinu væri bætt við nokkrum línum þar sem segði að Ísland mundi sjálft taka ákvörðun um hvenær þessir fyrirvarar tækju gildi. „Meginatriðið er að Ísland vill setja einhliða fyrirvara við aðild og fyrirvarinn er sá sami og áður,“ sagði Fernholm. Hann hvetur Íslendinga til að gerast aðilar án fyrirvara. Ísland yrði boðið velkomið í ráðið á þeim forsendum. Formaður Alþjóðahvalveiðiráðsins segir nýtt aðildarskjal engu hafa breytt Sömu einhliða fyrirvar- arnir við aðild og áður  Nýtt aðildarskjal/39  Veiðikvóti/28 VERIÐ er að ganga frá samkomulagi um að bandarísk alþjóðasveit á sviði rústabjörgunar frá Fairfax í Virginíu aðstoði Íslendinga á hættutímum. Viðbragðstími hennar yrði rétt um hálfur sólarhringur. Sveitin er stödd hér á landi um þessar mundir við að kenna íslenskum slökkviliðs- og björgunarsveitarmönnum undir- stöðuatriði rústabjörgunar en með- limir hennar hafa meðal annars unnið við björgun úr rústunum í Pentagon og World Trade Center. Að sögn Sólveigar Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Almannavarna ríkisins, er samstarfið byggt á grund- velli varnarsamnings Bandaríkjanna og Íslands og hefur undirbúningur staðið yfir í nokkur ár. Hún segir að verið sé að ganga frá samkomulagi við bandarísku sveitina um að hún komi að aðstoð við rústabjörgun hér á landi ef þörf krefur, einkum með tilliti til jarðskjálftahættu. Aðstoða Íslendinga á hættu- tímum  Rústir vegna/38 FANGAVERÐIR í fangelsinu á Litla-Hrauni lögðu nýlega hald á talsvert magn af óútfylltum kvitt- unum fyrir tannlæknaþjónustu sem bárust með sendingu til eins refsifangans. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafði fanginn sett sig í samband við prentsmiðju sem prentar kvittanir fyrir tannlækna og óskað eftir kvittunum. Varð prentsmiðjan við þeirri ósk og mun hafa sent þær til sam- verkamanns fangans sem var utan fangelsismúranna. Hann sendi kvittanirnar síðan áfram á Litla- Hraun. Ekkert liggur fyrir um hvað fanginn hugðist gera við kvittanirnar en Tryggingastofnun mun greiða út hlut sjúklinga í tannlæknaþjónustu á grundvelli slíkra kvittana. Fanginn sem um ræðir afplánar nú 16 ára fangelsisdóm fyrir manndráp en hann hafði áður hlot- ið dóma fyrir fjársvik, skjalafals og skattsvik. Fékk óútfylltar tann- læknakvittanir í fangelsið GENGI íslensku krónunnar veiktist um 1,3% í gær og endaði gengisvísi- talan í 131,7 stigum í lok dags. Er þetta hæsta gengisvísitala um mán- aðartíma. Viðskipti voru talsverð á millibankamarkaði, námu rúmum 6 milljörðum króna. Í hálffimmfréttum Búnaðarbank- ans Verðbréfa sagði að krónan hefði verið að veikjast undanfarna daga, allt frá því að Seðlabanki Íslands til- kynnti um 0,5% vaxtalækkun. Sterk- ust hefði krónan orðið í 127 til 128 stigum dagana þar á undan. Búnað- arbankinn spáir því að jafnvægi ná- ist í 130 til 135 vísitölustigum. Krónan veiktist um 1,3% í gær ♦ ♦ ♦ SLÖKKVILIÐ var kallað að ný- byggingu á horni Sólvallagötu og Vatnsnesvegar í Keflavík um níu- leytið í gærkvöldi. Logaði eldur í ein- angrunarplasti og mótatimbri þegar slökkvilið og lögregla kom á vett- vang. Greiðlega gekk að ráða niður- lögum eldsins, en mikinn reyk lagði yfir bæinn. Talið er líklegt að kveikt hafi verið í plastinu. Eldur í ný- byggingu í Keflavík ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.