Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 29 VIKTOR Orban, fráfarandi forsætis- ráðherra Ungverjalands, hvatti í gær til þess, að dauðarefsing yrði tekin aftur upp í landinu. Er tilefnið það, að nýlega voru átta manns skotnir til bana er tveir menn reyndu að ræna banka. „Vegna þessa hryllilega glæps eig- um við að skipa okkur í flokk með þeim Evrópuríkjum, sem vilja taka upp dauðarefsingu,“ sagði Orban en fyrir hálfum mánuði létu tveir bank- aræningjar vélbyssuskothríð dynja á saklausu fólki í banka í bænum Mor. Hafa þeir ekki fundist enn þrátt fyrir eina umfangsmestu leit í sögu lands- ins. „Ég var andvígur dauðarefsingum en eftir að hafa rætt við aðstandendur þeirra, sem létust, skipti ég um skoð- un,“ sagði Orban í útvarpsviðtali en hann er að láta af starfi sem forsætis- ráðherra. Við af honum tekur Peter Medgyessy, leiðtogi Sósíalistaflokks- ins, sem bar sigur úr býtum í þing- kosningunum í síðasta mánuði. Orban nefndi raunar, að Ungverjar gætu ekki orðið aðilar að Evrópusam- bandinu, tækju þeir upp dauðarefs- ingu en hélt því fram, að mikil gerjun væri í þessum efnum í Evrópu. Ungverska lögreglan birti í gær nýjar myndir af ræningjunum en þær eru gerðar eftir lýsingu vitna. Í dag munu fulltrúar hennar eiga fund með lögreglumönnum í nágrannaríkjun- um auk þess sem leitað verður eftir aðstoð við leitina annars staðar frá. Vill dauðarefsingu Búdapest. AFP. Viktor Orban ASKAR Akayev, forseti Kírg- ístans, skipaði í gær allri rík- isstjórninni að segja af sér og axla með því ábyrgð á dauða fimm manna, mótmælenda, sem féllu í átökum við lögregl- una í mars síðastliðnum. Síðan hefur verið mjög óróasamt í landinu og mikið um mótmæli. Hafa þau beinst gegn forsetan- um og frammistöðu hans í mannréttindamálum og þá ekki síður gegn þeirri ákvörðun hans að láta Kína eftir stórt og umdeilt landsvæði. Alþjóðleg mannréttindasamtök segja, að almenn réttindi séu lítils metin í landinu og oft miklu ofbeldi beitt gegn þeim, sem mótmæla framferði stjórnvalda. Eitraðir þörungar valda usla MIKILL fugla- og sjávarspen- dýradauði hefur verið við strönd Kaliforníu síðustu tvo mánuði og er það rakið til eitr- aðra þörunga. Safnast eitrið í þeim fyrst saman í smáfiski ýmsum, krabba og skelfiski, sem fugl og sjávarspendýr, sel- ir, sæljón og smáhvalir, lifa á. Þörungablómi á þessum slóð- um er engin nýlunda en ekki er vitað til, að hann hafi fyrr orðið þessum skepnum jafnskeinu- hættur og nú. Eitrið í þeim finnst oft í kræklingi og má það ekki vera meira en 20 hlutar af milljón. Nú mælist það 380. Enginn maður hefur enn veikst en varað er við skelfiski. Booker-verð- laun fyrir Bandaríkja- menn HUGMYNDIR þeirra, sem standa að Booker-verðlaunun- um, helstu bókmenntaverð- launum í Bretlandi, um að opna þau fyrir bandarískum rithöf- undum hafa verið harðlega gagnrýndar í breskum blöðum. Nú taka þau aðeins til rithöf- unda í Bretlandi og samveldis- löndunum. Er hugmyndin kom- in frá nýjum kostunaraðila verðlaunanna, Man-samsteyp- unni, en næstu fimm árin verða þau kölluð Man Booker-verð- launin. Óttast margir, að nú stefni í, að menningarlegt inni- hald verðlaunanna verði látið víkja fyrir fjármununum. Gamall næturgali NÆTURGALI nokkur hóf nú í apríl hreiðurgerð í borginni Frankfurt-an-der-Oder í aust- anverðu Þýskalandi og ekki í frásögur færandi nema fyrir það, að þangað er hann kominn frá Afríku 10. árið í röð. Telja fuglafræðingar, að hann sé hugsanlega elsti fuglinn af þessari söngelsku tegund í Evrópu. „Ég veit ekki um ann- an fugl eldri af þessari tegund,“ sagði Torsten Langgemach, yf- irmaður fuglarannsóknastofn- unar, og bætti við, að ekki hefði verið vitað, að næturgalar gætu orðið þetta gamlir. STUTT Kírgíst- ansstjórn neydd til afsagnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.