Morgunblaðið - 23.05.2002, Page 21
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 21
V. Fellsmúla • S. 588 7332
Ný vefsíða: www.i-t.isww
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
02
-
IT
M
90
14
Tilboð - baðinnréttingar og hreinlætistæki
SETTUR héraðsdýralæknir á Suð-
urlandi segir að alls ekki megi skilja
eftir óurðuð dýrahræ á víðavangi
eins og gert var á bænum Vatnsnesi í
Grímsnesi fyrir skömmu. Dýralækn-
ir hugðist í gær fara að bænum
ásamt fulltrúa heilbrigðiseftirlits
Suðurlands til að tryggja að hræin
yrðu urðuð án tafar og kanna hvers
vegna dýrin drápust. Þorsteinn
Magnússon bóndi upplýsti Morgun-
blaðið um að a.m.k. ein kú hefði verið
skotin og sett út sem agn fyrir refi.
Segir Brigitte Berugge, settur hér-
aðsdýralæknir, að slíkt megi alls
ekki. Þorsteinn segir hins vegar að
slíkt hafi tíðkast um árabil og ekki
þótt tiltökumál. Bætti hann við að-
spurður að hann hefði drepið nokkra
refi út á agnið en auk kýrinnar liggja
nokkrar dauðar rollur ofanjarðar
ásamt kálfi. Héraðsdýralæknir segir
dýrahræ teljast til hættulegs úr-
gangs og hætta sé á því að fuglar,
refir eða önnur dýr komist í hræin og
breiði út dýrasmit ef um slíkt er að
ræða. Ennfremur stóð til að kanna
lifandi gripi á bænum til að kanna
hvernig meðferð þeirra væri háttað.
Brigitte segist ekki hafa yfirlit um
fjölda mála af þessu tagi hjá embætt-
inu en þau komi upp af og til. Henni
var ekki kunnugt um hræin fyrr en
greint var frá þeim í Morgunblaðinu
og þá hafði heilbrigðiseftirlit Suður-
lands ekki hugmynd um ráðstafanir
bóndans. Ekki hefur verið kvartað til
þessara embætta vegna málsins.
Dýrahræ
teljast til
hættulegs
úrgangs
ÁSKORUN 127 brottfluttra Gnúp-
verja um að tryggja til frambúðar
verndun Þjórsárvera og fossaraðar-
innar í Þjórsá og heimila engar frek-
ari virkjunarframkvæmdir á svæð-
inu var afhent oddvita hrepps-
nefndar Gnúpverjahrepps í gær.
Áskoruninni var einnig beint til
áhugahóps um verndun Þjórsárvera.
Í áskoruninni segir að samstaða
hreppsnefndar og áhugahópsins „og
virðing fyrir landinu, sem birtist á
síðastliðnu vori og staðfest hefur
verið með tillögum og umsögnum
áhugahópsins og hreppsnefndar síð-
an, vakti þjóðarathygli og sýnir að
með samheldni og málefnalegri af-
stöðu geta almenningur og sveitar-
félög haft áhrif og mótað sitt um-
hverfi“.
Segir í frétt frá hópnum sem
stendur að áskoruninni að henni sé
ætlað „að styðja og hvetja sveitar-
stjórn í fámennu sveitarfélagi í við-
leitni hennar til að sporna gegn
framkvæmdum sem fela í sér stór-
fellt umhverfisslys á heimsvísu“.
Vilja vernda
Þjórsárver til
frambúðar
Brottfluttir Gnúpverjar
♦ ♦ ♦