Morgunblaðið - 04.06.2002, Side 2

Morgunblaðið - 04.06.2002, Side 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞORSTEINN Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja hf., vísar því alfarið á bug að fyrirtækið hafi beitt sjómannadagsráð á Ak- ureyri þrýstingi til að skipta um ræðumann á sunnudaginn. „Það er verið að reyna að blása þetta mál upp og gera það pólitískt. Enginn var beittur hótunum eða þrýstingi í þessu máli,“ segir hann. Þorsteinn vísar því á bug að um skoðanakúgun hafi verið að ræða. „Sjómenn hafa sínar skoðanir og þora að standa á þeim. Ég tjáði ein- ungis þá skoðun mína að mér fynd- ist val á ræðumanni skrítið. Þetta væri hátíðisdagur. Önnur áhrif vildi ég ekki hafa. Mér skilst að menn hafi verið algjörlega sammála þessu við nánari skoðun. Reyndar skilst mér að sjómannadagsráð hafi verið búið að ræða þessa hugmynd áður,“ segir hann. „Menn ættu að vanda orðaval sitt betur þegar þeir tala um skoðana- kúgun og allt slíkt tal er hlægilegt. Vinstri grænir hafa ótakmarkaðan aðgang að ríkisfjölmiðlunum, auk þess sem þeir geta tjáð sig í þing- sölum. Þeir hafa nú aldeilis tæki- færi til að koma á framfæri skoð- unum sínum,“ segir hann. Stefnan skaðleg sjómönnum Þorsteinn segir að stefna Vinstri grænna í sjávarútvegsmálum sé al- gjörlega skýr. „Hún skaðar þann sjávarútveg sem rekinn er á Ak- ureyri. Hún skaðar sjómenn. Það liggur ljóst fyrir,“ segir hann. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segist telja að átök í kringum sjómanna- daginn séu óeðlileg. „Við forystu- menn sjómanna höfum lagt okkur í líma við að gera sjómannadaginn að hátíðisdegi, frekar en að hann eigi að einkennast af átökum eða hags- munabaráttu,“ segir hann. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu á sunnudaginn sagði Árni Steinar Jóhannsson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, að sjómannadagsráð hefði fengið hann til að flytja hátíð- arræðu á Akureyri sl. sunnudag. Útgerðarfélögin Samherji og ÚA hefðu hins vegar hótað að styrkja ekki framkvæmd hátíðahaldanna ef Árni yrði ræðumaður og þannig fengið því framgengt að Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, yrði fengin í staðinn. Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, vísaði þessu á bug. Hann sagði að hann hefði ein- ungis sagt að Árni Steinar væri óheppilegur ræðumaður, með tilliti til skoðana hans á sjávarútvegsmál- um. Útgerðir á Akureyri eiga ekki fulltrúa í sjómannadagsráði og samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er ekki föst venja að þær styrki ráðið. Sjómannadagsráð á Akureyri er skipað einum fulltrúa af hverju skipi, til eins árs í senn, auk þess sem sjómannafélögin skipa hvert sinn mann til þriggja ára. Fáheyrt að blanda pólitík við ræðuhöld Stjórn kjördæmisráðs Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs sendi í gær frá sér yfirlýsingu um málið. Þar var lýst yfir mikilli undr- un og hneykslun á afskiptum for- svarsmanna útgerðarfyrirtækja af hátíðahöldunum. „Stjórnin hafnar með öllu órökstuddum fullyrðing- um um að sjávarútvegsstefna Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sé andstæð hagsmunum sjómanna eða fyrirtækja hvort heldur sem er við Eyjafjörð eða annars staðar á landinu,“ segir í yf- irlýsingunni. Fáheyrt sé að blanda pólitískum ágreiningi inn í hverjum sé falið að flytja ræðu á hátíðisdegi sjómanna. Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, vildi ekki tjá sig um málið er Morgun- blaðið náði tali af honum í gær. Ekki náðist í Ásgrím Sigurðsson, formann sjómannadagsráðs á Ak- ureyri og sjómann á skipi Sam- herja, Baldvini Þorsteinssyni. Þá náðist ekki í Valgerði Sverrisdótt- ur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmdastjóri Samherja Ekki um skoðana- kúgun að ræða ÞAÐ er engu líkara en hundurinn Salka, sem hér syndir af miklum krafti í Draugatjörn við Heng- ilinn, sé að hefja sig til flugs úr spegilsléttum vatnsfletinum. Vatnið þeytist til beggja hliða og er eins og hundurinn hafi fengið vængi. Salka er ljósgulur labrador retriever og mun um miðjan mán- uðinn gangast undir veiðipróf á vegum Hundaræktarfélagsins. Eigandi hundsins, Höskuldur Ólafsson, þjálfar hann nú á hverj- um degi fyrir prófið. Annan hvern dag er hann í þrekþjálfun og fer þá út að hlaupa eða ganga með eiganda sínum en hina dagana er hann þjálfaður í að sækja bráð og stað- setja hana og í öðrum kúnstum sem veiðihundar verða að hafa á valdi sínu. Mikið er á hund og mann lagt, en að sögn er ánægj- an af erfiðinu einnig ómæld. Morgunblaðið/Ingólfur Veiði- hundur hefur sig til flugsFIMM daga opinber heimsóknHalldórs Blöndal, forseta Alþingis, til Kanada hófst í Ottawa í gær. Heimsóknin er í boði kanadíska þingsins og með Halldóri í för eru eiginkona hans, Kristrún Ey- mundsdóttir, Einar K. Guðfinnsson alþingismaður, Belinda Theriault, forstöðumaður alþjóðasviðs Al- þingis, og Hjálmar W. Hannesson, sendiherra Íslands í Kanada. Halldór sagði í samtali við Morg- unblaðið að fyrsti dagur heimsókn- arinnar hefði verið ánægjulegur og fróðlegur. Fregnir af afsögn Pauls Martins, fjármálaráðherra Kan- ada, úr ríkisstjórn Jean Chretien á sunnudagskvöld væru þó fyrirferð- armiklar í fjölmiðlum og í um- ræðum stjórnmálamanna á milli. „Við áttum mjög góðan fund með forseta neðri deildar kanadíska þingsins, Peter Milliken, sem er væntanlegur til Íslands í ágúst- mánuði. Einnig fengum við tæki- færi til að tala við leiðtoga stjórn- arandstöðunnar í neðri deildinni, Stephen Harper, sem er nýtekinn við þeirri stöðu. Hann er af- skaplega elskulegur maður og lof- aði að kynna sér þau mál sem við tókum upp við hann, sem var eink- um loftferðasamningur milli Ís- lands og Kanada,“ sagði Halldór en hann snæddi kvöldverð í gærkvöldi í boði Millikens. Halldór hitti einn- ig í gær Don Boudria, þingflokks- formann stjórnarflokksins, og snæddi hádegisverð með nokkrum kanadískum alþingismönnum. Hann sagði að fiskveiðistjórnun hefði einkum borið á góma í við- ræðum við þingmennina. „Við Einar K. Guðfinnsson al- þingismaður og Hjálmar W. Hann- esson sendiherra höfum í við- ræðum okkar lagt áherslu á þau mál er varða samskipti þjóðanna á breiðum grunni. Meðal annars höf- um við tekið upp nauðsyn þess að loftferðasamningur verði gerður á milli þjóðanna. Eftirtektarvert hef- ur verið að allir þeir þingmenn sem við höfum hitt vita mjög mikið um Ísland og eru ekki í vandræðum með að ræða málefni Íslend- ingabyggðanna hér. Enginn vafi leikur á því að við eigum hér vinum að mæta í Kanada,“ sagði Halldór Blöndal. Hittir sjávarútvegs- ráðherra Kanada í dag Í dag mun forseti Alþingis og fylgarlið eiga fundi með Robert Thibault, sjávarútvegsráðherra Kanada, og Dan Hays, forseta öld- ungadeildar þingsins, og fylgjast með fyrirspurnartíma öldunga- deildarinnar. Á morgun mun sendi- nefndin halda til Calgary þar sem forseti Alþingis mun hitta fulltrúa samtaka Vestur-Íslendinga í Calgary og Markerville og í Mark- erville mun sendinefndin skoða sögustaði Stephans G. Stephans- sonar. Frá Calgary mun sendi- nefndin halda til Banff. Opinber heimsókn forseta Alþingis til Kanada hófst í gær Þingmenn vel að sér um Ísland Halldór Blöndal, forseti Alþingis, ásamt Peter Milliken, forseta neðri deildar kanadíska þingsins, sem hann hitti að máli í gær. UNGI maðurinn sem ráðist var á í Hafnar- stræti 25. maí sl. lést af áverkum sínum á gjör- gæsludeild Landspítala – háskólasjúkrahúss á sunnudagsmorgun. Hinn látni hét Magn- ús Freyr Sveinbjörns- son, til heimilis í Sund- stræti 34 á Ísafirði. Hann var 22 ára, fædd- ur 2. mars 1980. Tveir menn, 20 og 23 ára gamlir, hafa játað að hafa ráðist á Magnús í Hafnarstræti að morgni laugardagsins 25. maí. Annar þeirra mun hafa sparkað í hann með þeim af- leiðingum að hann féll og höfuð hans skall í götuna. Upptökur úr eftirlits- myndavél sýna mennina tvo sparka í efri hluta líkama hans. Þegar lögregla kom á vettvang var hann með- vitundarlaus og við skoðun á spítala kom í ljós að hann var höfuð- kúpubrotinn og með áverka á heila. Hann komst aldrei til meðvit- undar eftir árásina. Gæsluvarðhald yfir árásarmönnunum rennur út eftir hádegi í dag. Verði mennirnir kærðir fyrir að verða manni að bana með stórfelldri líkamsárás eiga þeir yfir höfði sér allt að 16 ára fangelsi. Skv. heimildum Morgun- blaðsins hafa mennirnir áður komið við sögu lögreglu en þeir eiga þó ekki langan feril að baki. Lést af völdum líkamsárásar Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isAllt um heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu / B6, B7, B8, B9 Sex marka jafntefli Fylkis og Fram í Árbænum / B2 12 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.