Morgunblaðið - 04.06.2002, Page 19

Morgunblaðið - 04.06.2002, Page 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 19 R Dell PowerEdge 1500SC netfljónn Intel Pentium III 1.13GHz/512k 256MB (2x128MB) 133MHz RAM 18GB 10.000 snúninga SCSI diskur Intel Pro/1000 XT netkort á mó›urbor›i 3ja ára ábyrg› á vinnu og varahlutum f a s t la n d - 8 1 3 1 - 0 3 0 6 0 2 S É R S N I ‹ N A R L A U S N I R O G F Y R I R T Æ K J A R Á ‹ G J Ö F + I S O 9 0 0 1 V O T T A ‹ G Æ ‹ A K E R F I + H A F ‹ U S A M B A N D Í S Í M A 5 6 3 3 0 0 0 + W W W . E J S . I S Dell PowerEdge 1500SC er úr vanda›ri línu netfljóna á gó›u ver›i. Hann getur tekist á vi› krefjandi verkefni og er au›veldur í uppsetningu. fiessi truflar ekki vinnandi fólk - og allra síst fjármálastjórann. Tilbo›sver›: 219.990 m/vsk Fjármálastjórinn fær frí EJS b‡›ur nokkrar tegundir fljónustusamninga me› netfljónum; Bronsfljónustu í eitt ár, Bronsfljónustu í flrjú ár, Silfurfljónustu í flrjú ár og Gullfljónustu í flrjú ár. Ver› frá 7.800 m/vsk út samningstímann. Allar nánari uppl‡singar á www.ejs.is HAGNAÐUR samstæðu Íslenskra aðalverktaka, ÍAV, fyrstu þrjá mán- uði þessa árs nam 110,7 milljónum króna. Hagnaður fyrir fjármagns- liði, skatta og afskriftir, EBITDA, var 91 milljón króna. Rekstrartekjur ÍAV námu tæp- um 1,3 milljörðum króna á tíma- bilinu en rekstrargjöld tæpum 1,2 milljörðum. Fjármagnsliðir voru já- kvæðir um 61 milljón samanborið við neikvæða stöðu upp á 629 millj- ón krónur allt árið 2001. „Skýrist þessi breyting af styrkingu íslensku krónunnar, en verulegur hluti skulda félagsins er bundinn erlend- um myntum. Auk þess er fjármála- starfsemi tengd íbúðarbyggingum og alverktöku vaxandi hluti af starf- semi félagsins og skilar sá rekstr- arliður félaginu viðunandi árangri á fyrsta fjórðungi ársins 2002,“ segir í tilkynningu ÍAV. Eignir félagsins námu rúmum 7,8 milljörðum króna í lok mars en voru tæplega 8,3 milljarðar í árslok 2001. Eigið fé var rúmir 3,1 milljarður í marslok og eiginfjárhlutfall var 40%. Innra virði hlutafjár reyndist 2,4. Veltufé samstæðu Íslenskra að- alverktaka hf. frá rekstri á tíma- bilinu var 116 milljónir króna, en var 666 milljónir króna allt árið 2001. Í tilkynningunni segir að á fyrsta fjórðungi ársins 2002 hafi verið lok- ið við tvö af stærstu verkefnum sem félagið vann að á síðasta ári, hjúkr- unarheimili við Sóltún og fram- kvæmdir við Vatnsfellsvirkjun. Vöruhótel fyrir Eimskip og nýbygg- ing Orkuveitu Reykjavíkur eru verkefni sem ÍAV mun vinna á þessu ári og munu þau skapa félag- inu tekjur vel á þriðja milljarð króna á árinu 2002. Hagnaður ÍAV 111 milljónir SAMSTÆÐA Stáltaks hf. var rekin með 34 milljóna króna tapi á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Rekstrartekjur á tímabilinu námu 206 milljónum króna og tap fyrir af- skriftir nam 18 milljónum króna. Afskriftir námu 10 millljónum króna og fjármagnsgjöld 5 millj- ónum króna. Veltufé til rekstrar nam 28 milljónum króna. Heildareignir minnkuðu um rúm- ar fimmtíu milljónir króna frá ára- mótum og námu 721 milljón króna í lok mars. Eigið fé nam 57 millj- ónum króna og eiginfjárhlutfall lækkaði úr 12% um áramót í 8% í lok mars. Veltufjárhlutfall hélst óbreytt, eða 0,9. Í fréttatilkynningu frá Stáltaki segir að afkoma félagsins beri merki árstíðabundinnar lægðar í verkefnastöðu á fyrstu mánuðum ársins. Verkefnastaðan hafi síðan batnað og útlitið fram á sumar sé ágætt. Í tilkynningunni segir einnig að héraðsdómur Reykjavíkur hafi staðfest nauðasamning félagsins við kröfuhafa hinn 17. apríl síðastliðinn. Samkvæmt honum verði kröfur að fjárhæð 92 milljónir króna felldar niður ásamt því að 84 milljóna króna eftirstöðvum krafna verði breytt í hlutafé. Loks segir í tilkynningunni að rekstur félagsins hafi verið nokkuð undir áætlunum á fyrsta ársfjórð- ungi en vormánuðirnir líti betur út og gert sé ráð fyrir hagnaði í árs- uppgjöri. 34 milljóna króna tap hjá Stáltaki ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið Moody’s Investors Service hefur staðfest einkunnina A2 fyrir skuld- bindingar Íslandsbanka hf. til langs tíma og P-1 fyrir skuldbindingar til skamms tíma. Einkunn fyrir fjár- hagslegan styrkleika er C+. Í til- kynningu frá Íslandsbanka kemur fram að lánshæfiseinkunnir Íslands- banka eru þær hæstu sem fyrirtækið gefur banka hér á landi. Horfur láns- hæfismatsins eru jákvæðar, að mati Moody’s. „Í nýrri skýrslu Moody’s um Ís- landsbanka kemur fram að lánshæf- ismatið sé byggt á leiðandi markaðs- stöðu bankans. Vel hafi tekist til við hagræðingu í kjölfar samruna Ís- landsbanka og FBA árið 2000 og stærðarhagkvæmni sé meiri en hjá innlendum keppinautum. Moody’s vekur athygli á því að þrátt fyrir að bankinn standi frammi fyrir vaxandi samkeppni innlána við önnur sparn- aðarform, hafi hann yfir að ráða fjöl- breyttum fjármögnunarleiðum inn- anlands og utan. Moody’s bendir á að vegna takmarkaðra vaxtamöguleika innanlands hafi bankinn aukið al- þjóðleg umsvif sín, einkum með hag- nýtingu á sérfræðiþekkingu í þjón- ustu við sjávarútveg,“ að því er kemur fram í tilkynningu frá Ís- landsbanka. Óbreytt mat á Íslandsbanka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.