Morgunblaðið - 04.06.2002, Síða 20

Morgunblaðið - 04.06.2002, Síða 20
NEYTENDUR 20 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDASAMTÖKIN segja ráðstafanir Skífunnar, að læsa geisladiskum þannig að ómögulegt sé að taka afrit af þeim, gera lög- bundinn rétt neytandans til eintaka- gerðar að engu. Höfundarlög kveða á um að neytendum sé heimilt að gera eintök af tónlist og öðrum birtum verkum til einkanota. Allir geisladiskar sem Skífan gef- ur út eftir 1. maí verða læstir með af- ritunarvörn og hefur fyrsti íslenski geisladiskurinn með slíkri vörn, Eld- húspartí FM 957, þegar komið út. Læsingin hefur í för með sér að ekki er hægt að spila geisladiskana í tölvu og þar með ekki hægt að afrita þá, hvort sem um löglega eða ólöglega eintakagerð verður að ræða. Læsing geisladiska hefur valdið deilum vest- anhafs þar sem sumar eldri gerðir geislaspilara geti ekki lesið læstu diskana og hefur hollenska fyrirtæk- ið Phillips, sem hannaði upprunalega geisladiskastaðalinn, gefið til kynna að fyrirtæki sem læsi diskum megi ekki nota CD-merkinguna. Merking- in, sem er að finna á flestum diskum, feli það í sér að það eigi að vera hægt að spila diskinn í öllum gerðum geisladiskaspilara og tölvum að auki. Allur fjöldinn þjófkenndur vegna brota fárra aðila Í minnisblaði Neytendasamtak- anna vegna aðgerða Skífunnar, kem- ur fram að samtökin eru ekki fylgj- andi því að fólk geri fjölda eintaka og dreifi með ólöglegum hætti. „Hins vegar eru samtökin ekki sátt við að vegna brota fárra aðila á höfundar- réttarlögum sé allur fjöldinn þjóf- kenndur. Eðlilegra er að leitað verði annarra leiða til að koma í veg fyrir ólöglega afritun en að loka algjörlega á alla eintakagerð til einkanota,“ seg- ir í minnisblaðinu. Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Skífunnar, segir að ákvörðun Skíf- unnar um að læsa nýjum diskum eigi einungis við íslenska titla sem fyr- irtækið gefi út. Hann segir að það hafi færst mjög í aukana að framleiðendur tónlistar læsi geisladiskum, fyrirtækið Sony hafi verið í fararbroddi hvað þetta varð- ar. Þetta hafi einkum verið gert á Evrópumarkaði. Hann segir að fyrsti íslenski geisladiskurinn með afritunarvörn, Eldhúspartí FM 957, hafi verið mest seldi diskurinn í verslunum Skífunnar síðustu fjórar vikur. Eiður segir að Skífan hafi, fyrst evrópskra plötufyrirtækja, ákveðið að koma til móts við þá sem hlusta á geisladiska í tölvum. Því er níu stafa kóði prentaður inn í hulstur hvers geisladisks og geta neytendur sem hafa keypt varinn geisladisk sótt tón- listina á Netinu og vistað í tölvunni. Þó er einungis mögulegt að gera þetta einu sinni og því aðeins hægt að hlusta á tónlistina í þeirri tölvu sem notuð var til að sækja tónlistina. „Jafnvel þótt Skífan hyggist koma þarna til móts við viðskiptavini sína er samt sem áður verið að takmarka notkunarmöguleika neytenda. Þetta vegur heldur ekki upp á móti því að ekki verður hægt að búa til eintök til einkanota. Jafnvel þótt neytandi geti hlustað á tónlistina í tölvunni heima getur hann ekki búið til eintak til að nota í sumarbústaðnum eða í bíln- um,“ segir í minnisblaðinu. Eiður segir að neytendur geti eftir sem áður tekið tónlistina upp á seg- ulbandsspólur og því sé ekki verið að koma í veg fyrir, með því að læsa geisladiskum, að neytendur geti gert afrit af tónlistinni. Í höfundarlögun- um sé hvergi minnst á gerð staf- rænna eintaka. Hann segir fjölföldun á tónlist svo umfangsmikla að nauð- synlegt hafi verið að grípa í taumana. Rétthafar komast hjá löglegum takmörkunum á höfundarrétti Samkvæmt nýlegri tilskipun Evr- ópusambandsins hafa rétthafar al- gjöra stjórn á framleiðslu og dreif- ingu á úrræðum sem hönnuð eru til að komast hjá tæknilegum afritunar- hindrunum. Telur framkvæmda- stjórn sambandsins að aðrar leiðir hefðu haft í för með sér aukna hættu á misnotkun og ólöglegri útgáfu efn- is. Þar sem nú sé hægt að gera ótak- markað magn af fullkomnum afritum á stuttum tíma verði að auka vernd rétthafa. Gera megi afrit til einka- nota í ákveðnum tilvikum þar sem rétthafar hafa gert það mögulegt. Evrópusamtök neytendasamtaka, BEUC, telja að samþykktin hafi í för með sér að rétthafar komist hjá öll- um löglegum takmörkunum á höf- undarrétti, t.d. rétti til einkagerðar. Samþykktin hafi t.d. í för með sér að ekki megi lengur búa til safn af uppá- haldslögum á spólu eða geisladisk, sem tekin eru upp af geisladisk sem neytandi hefur þegar greitt fyrir. Telja samtökin að frelsi til að gera eintök til einkanota verði að vernda. Höfundarréttartilskipunin verður tekin upp í 17. viðauka EES-samn- ingsins og mun Ísland í framhaldinu þurfa að leiða í lög þau markmið sem tilskipunin stefnir að. „Fara Neyt- endasamtökin fram á að þegar lög- gjafinn grípur til aðgerða til að full- nægja skyldum sínum verði tryggt eðlilegt jafnvægi á milli hagsmuna rétthafa og neytenda. Einnig fara samtökin fram á að ríkið grípi inn í þegar brotið er á rétti neytenda til að gera lögleg eintök til einkanota,“ segir í minnisblaði samtakanna. Neytendasamtökin um læsingu Skífunnar á geisladiskum Lögbundinn réttur neytenda að engu hafður Morgunblaðið/Þorkell Eldhúspartí FM 957, fyrsti íslenski geisladiskurinn með afritunarvörn. VIÐSKIPTI SJÖUNDI fundur ráðherra Norð- ur-Atlantshafsríkjanna var haldinn í St. Pétursborg í Rússlandi 29.–31. maí s.l. Auk sjávarútvegsráðherra Rússlands sátu fundinn sjávarút- vegsráðherrar Íslands, Noregs, Grænlands og Kanada, ráðuneytis- stjóri færeyska sjávarútvegsráðu- neytisins og yfirmaður sjávarút- vegsmála ESB. Á dagskrá fundarins voru fyrst og fremst tvö málefni. Annars veg- ar voru umræður um samvinnu á sviði hafrannsókna og nýtingu nýrr- ar tækni við rannsóknir á Norður- Atlantshafinu, og hins vegar end- urnýjun á stefnumörkun ríkjanna í sjávarútvegsmálum þannig að við stjórnun fiskveiða yrði tekið mið af vistkerfisnálgun og stefnum í um- hverfismálum. Mikil áhersla var lögð á nauðsyn þess að ríkin störfuðu saman að því að ná sameiginlegum langtíma- markmiðum varðandi sjálfbærni í fiskveiðum á Norður-Atlantshafinu og að tryggja hámarksnýtingu auð- linda sjávar. Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra fór fyrir sendinefnd Ís- lands en með honum sátu fundinn Kolbeinn Árnason og Þórir Skarp- héðinsson frá sjávarútvegsráðu- neytinu. Tryggð verði hámarksnýting auðlinda sjávar HAGNAÐUR af rekstri Plastprents hf. nam 48,5 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2002 samanborið við 34,3 milljóna króna tap á fyrra ári. Umskiptin til hins betra nema tæpum 83 milljónum króna. Í til- kynningu segir að bætt afkoma stafi fyrst og fremst af lækkun fjár- magnsgjalda vegna gengishækkun- ar krónunnar, en einnig hafi fram- legð rekstrarins aukist. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, var 44,9 milljónir króna en nam 25,1 milljón króna á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur félagsins drógust saman um 14% frá fyrra ári og námu 303,3 milljónum króna. Minnkunin er rakin til almenns samdráttar, minni sölu á innfluttum endursöluvörum og minni útflutn- ings, en á sama tíma á fyrra ári. Rekstrargjöld lækkuðu um rúm 20% á milli ára og námu 258,4 millj- ónum. Lækkunin er sögð skýrast af minni umsvifum og hagræðingu í rekstri. Fjármagnsliðir voru já- kvæðir um 24,5 milljónir króna sem er 61,9 milljónum króna umskipti til hins betra frá fyrra ári. Veltufjár- hlutfall Plastprents fór úr 0,82 í 1,03 á tímabilinu. Eigið fé félagsins var 180,8 milljónir króna í marslok og eiginfjárhlutfallið 14%. Veltufé fé frá rekstri nam 36,4 milljónum króna á tímabilinu samanborið við 8,1 milljón króna á sama tímabili á fyrra ári. Reikningsskilin eru verðleiðrétt, sem fyrr, en hefðu þau ekki verið verðleiðrétt hefði hagnaður tíma- bilsins orðið 6 milljónum króna lægri og eigið fé 7,6 milljónum króna lægra. Ekki var gerður sam- stæðureikningur fyrir Plastprent og dótturfélag þess, Ako/Plastos hf., þar sem ársreikningur hins síðar- nefnda liggur ekki fyrir. Bókfært verð eignarhlutar Plastprents í Ako/ Plastos, sem er 85,43%, var á tíma- bilinu að fullu fært niður. Hagnaður Plastprents 48,5 milljónir króna HAGNAÐUR af rekstri Sparisjóðs Ólafsfjarðar á liðnu ári nam 1,6 millj- ónum króna en var árið á undan 74,2 milljónir króna. Vaxtatekjur sparisjóðsins á árinu 2001 námu 202,2 milljónum króna og vaxtagjöld 129,8 milljónum. Hreinar vaxtatekjur námu því 72,7 milljónum króna samanborið við 52,6 milljónir á árinu 2000, sem er 38,0% aukning. Aðrar rekstrartekjur voru 22,7 millj- ónir. Rekstrarkostnaður nam 69,2 milljónum og lækkaði um 3,11% frá fyrra ári. Framlag á afskriftarreikn- ing útlána var 24,3 milljónir á árinu 2001 en 86,9 milljónir árið áður. Heildarinnlán jukust um 10,55% milli ára og útlán jukust um 8,4%. Eigið fé sjóðsins í árslok nam 168,1 milljón króna, en var 156,5 milljónir árið á undan. Eiginfjárhlutfall sam- kvæmt CAD-reglum er 16%, en var 18,4% árið áður. Arðsemi eigin fjár var 1,0%. Í tilkynningu segir að niðurstaðan sé vissulega vonbrigði en skýrist af mun meiri afskriftum en ráð var fyr- ir gert. Ýmislegt jákvætt megi þó greina sem gefi fyrirheit um batn- andi hag. Minni hagn- aður 2001 hjá Sparisjóði Ólafsfjarðar SIGURÐUR Villi Guðmundsson yfirvélstjóri, fékk á sjó- mannadaginn afhentan Neist- ann, viðurkenningu Trygg- ingamiðstöðvarinnar og Vélstjórafélags Íslands fyrir fyr- irmyndar yfirvélstjórastörf um borð í skipi. Tilgangur við- urkenningarinnar er að vekja athygli á því hve þýðingarmikið og krefjandi starf yfirvélstjór- ans er og um leið að veita þeim sem skara fram úr, hafa neist- ann sem þarf til að hljóta við- urkenningu fyrir fyrirmyndar störf. Við val á viðtakanda er m.a. lagt til grundvallar ástand skoðunarskylds vélbúnaðar um borð, ástand öryggis- og viðvör- unarbúnaðar, rekstur á vélbún- aði skipsins og umgengni í vél- arúmum. Sigurður lauk sveinsprófi í vélvirkjun 1970 og 4. stigi Vélskóla Íslands 1974. Hann hóf sjómennsku fyrir um 27 árum og hefur verið yfirvél- stjóri á nótaveiðiskipinu Víkingi AK síðastliðin 25 ár. Á myndinni tekur hann við Neistanum úr hendi Guðmundar Hallvarðs- sonar, formanns Sjómannadags- ráðs. Sigurður Villi Guðmundsson yfirvélstjóri hlaut á sjómannadaginn Neistann, viðurkenningu Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og Vélstjóra- félags Íslands, fyrir fyrirmyndar yfirvélstjórastörf um borð í skipi. Sigurður Villi fékk Neistann LÍF hf., áður Lyfjaverslun Íslands hf., hagnaðist um 80 milljónir króna þrjá fyrstu mánuði ársins 2002. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsgjöld, EBITDA, nam 56 milljónum króna á tímabilinu en vegna styrkingar íslensku krónunn- ar eru fjármagnsliðir jákvæðir um 74 milljónir króna. Tekjur tímabilsins námu röskum 1,6 milljörðum króna, sem er 3% aukning frá sama tímabili árið 2001. Reiknað er með að tekjur ársins í heild verði um 6,8 milljarðar króna og tekjuaukning um 9% frá fyrra ári. „Framlegð af sölu hefur batnað frá sama tímabili árið 2001, en ann- ar rekstrarkostnaður hækkaði nokkuð. Ástæða þess er einkum umfangsmikil vinna við samræm- ingu rekstrar sem áður var hjá Lyfjaverslun Íslands hf. og Lyfja- dreifingu ehf.,“ segir í frétt frá fyr- irtækinu. Eigið fé félagsins nam í marslok tæpum 1,3 milljörðum króna en var um áramót tæpir 1,2 milljarðar. Eiginfjárhlutfall var 26% í lok tíma- bilsins. Veltufé frá rekstri nam 69 milljónum króna. Verðleiðréttum reikningsskilum var hætt um sl. áramót en ef verð- leiðréttingum hefði verið beitt á fyrsta ársfjórðungi hefði hagnaður félagsins orðið 11 milljónum króna hærri en eigið fé 22 milljónum króna lægra. Líf hf. hagnast um 80 milljónir ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.