Morgunblaðið - 04.06.2002, Síða 22

Morgunblaðið - 04.06.2002, Síða 22
ERLENT 22 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ELÍSABET II. Englandsdrottning heilsar þegnum sínum fyrir framan Windsor-kastala í Berkshire í gær en um sextán þúsund manns höfðu safnast þar saman í gær til að sam- fagna Elísabetu en Bretar minnast þess nú að fimmtíu ár eru liðin síð- an hún var krýnd drottning. Hátíðahöldin í tilefni afmælisins náðu hámarki í gær þegar fram fóru miklir popptónleikar í görðum Buckingham-hallar í Lundúnum. Reuters Drottning í fimmtíu ár Óeirðir í Belfast Belfast. AFP. ÞRÍR menn liggja nú á sjúkrahúsi í Belfast á Norður-Írlandi eftir að til átaka kom milli kaþólikka og mótmælenda í Austur-Belfast á sunnudagskvöld. Þá særðust tíu lögreglumenn í óeirðum á sama stað sl. föstudagskvöld. Mikil spenna hleypur ávallt í samskipti mótmælenda og kaþól- ikka á Norður-Írlandi á sumrin en nú fer í hönd svokölluð „göngutíð“ mótmælenda. Átök hafa fylgt „göngutíðinni“ undanfarin ár og virðist engin breyting ætla að verða í ár, þrátt fyrir að friðvæn- legra hafi verið um að litast á Norður-Írlandi síðustu misserin, í kjölfar þess að gert var friðarsam- komulag um páskana 1998. „Göngutíðin“ nær hámarki ár hvert við upphaf júlí-mánaðar. Köstuðu bensínsprengjum að mótmælendum Óeirðirnar á sunnudag áttu ræt- ur að rekja til þess að hópur mót- mælenda kastaði grjóti að húsum kaþólikka í Austur-Belfast, sem að mestu er byggð mótmælendum. Svöruðu kaþólskir síðar með því að kasta bensínsprengjum að húsum mótmælenda. Tóku um tvö hundr- að manns þátt í óeirðunum og er lögreglan reyndi að stilla til friðar fékk hún það jafnframt óþvegið. Napster fer fram á greiðslu- stöðvun New York. AFP. NETFYRIRTÆKIÐ Napster fór í gær fram á greiðslustöðvun. Eignir fyrirtækisins eru sagðar nema í kringum 900 milljónir króna, en skuldir þess um níu milljarðar ísl. króna. Þýska fjölmiðlafyrirtækið Bertelsmann keypti netmiðlarann fyrir um 720 milljónir króna í liðnum mánuði, en samkvæmt samningi fyr- irtækjanna mun Napster semja við lánadrottna og verða hluti af Bert- elsmann-samsteypunni. Netmiðlarinn, sem var stofnaður árið 1999, gerði netnotendum kleift að miðla hljóðskrám sín á milli. Vin- sældir Napster voru miklar en sam- tök hljómplötuframleiðenda í Banda- ríkjunum höfuðu mál á hendur netmiðlaranum á þeim forsendum að fyrirtækið hefði brotið höfundarétt með miðlun hljóðskráa úr grunni sín- um. Meðal fyrirtækja sem höfðuðu mál á hendur Napster voru AOL Time Warner, EMI, Sony og Vivendi Universal. Napster var lokað í fyrra og upp frá því hefur fyrirtækið lent í verulegum fjárhagskröggum. Fyrir- tækið hugðist ýta áskriftarþjónustu úr vör, en af því varð ekki vegna tæknilegra vandamála. LEYNIÞJÓNUSTAN bandaríska (CIA) hafði grunsemdir um tengsl tveggja manna, sem aðsetur höfðu í Bandaríkjunum, við al-Qaeda-hryðju- verkasamtökin nokkrum mánuðum áður en þeir tóku þátt í hryðjuverka- árásunum á Bandaríkin 11. septem- ber sl. Fulltrúar CIA deildu grun- semdum sínum hins vegar ekki með alríkislögreglunni (FBI) og mennirn- ir gátu því um frjálst höfuð strokið. Frá þessu er greint í nýjasta hefti vikuritsins Newsweek en yfirskrift umfjöllunar blaðsins er „Hryðju- verkamennirnir sem CIA hefði átt að handsama“. Fram kemur í Newsweek að CIA hafi haft vitneskju um að Nawaf al- Hazmi flaug til Los Angeles í Banda- ríkjunum eftir að hafa sótt leynilegan al-Qaeda fund í Malasíu í janúar 2000. CIA lét samt hjá líða að greina lög- regluyfirvöldum í Bandaríkjunum frá komu al-Hazmis til landsins. Samvinnu var ábótavant CIA hafði einnig komist á snoðir um að annar maður, Khalid al-Midh- ar, sem seinna tók þátt í hryðjuverka- árásunum, var búinn að verða sér úti um margar vegabréfsáritanir til Bandaríkjanna, og gerðu þær honum kleift að flakka til og frá landinu. Seg- ir í frétt Newsweek að alríkislögregl- an bandaríska hefði hugsanlega getað flett ofan af samsærinu að baki hryðjuverkunum, hefði hún haft þess- ar upplýsingar undir höndum. Þá er einnig hugsanlegt að útlend- ingaeftirlitið bandaríska hefði neitað að hleypa mönnunum inn í Bandarík- in ef leyniþjónustan hefði deilt upp- lýsingum sínum með því. Í staðinn fengu mennirnir að fara ferða sinna án vandkvæða, opna bankareikninga og sækja flugtíma í því skyni að búa sig undir ódæðið. Þá endurnýjaði utanríkisráðuneyt- ið bandaríska meira að segja vega- bréfsáritun al-Midhars í júlí 2001, enda hafði CIA ekki deilt upplýsing- um sínum með ráðuneytinu. Þessar fregnir koma í kjölfar ann- arra, sem benda til að löggæsluyfir- völd og leyniþjónustan bandaríska hafi hugsanlega ekki verið jafnvak- andi og nauðsyn krafði. Sagði Rich- ard Shelby, þingmaður Repúblikana- flokksins sem sæti á í þingnefnd um leyniþjónustumál, að augljóst væri að kanna þyrfti samstarf og samvinnu hinna ýmsu löggæslustofnana. Þykir líklegt að þeir Robert Mueller, yfir- maður FBI, og John Ashcroft dóms- málaráðherra verði spurðir um þess- ar nýjustu uppljóstranir, er þeir koma fyrir þingnefndina síðar í vikunni. CIA vissi af dvöl tveggja liðsmanna al-Qaeda í Bandaríkjunum Upplýsingum var ekki deilt með FBI Washington. AFP. JEAN Chretien, forsætisráðherra Kanada, vék Paul Martin úr embætti fjármálaráðherra á sunnudag vegna valdabaráttu milli þeirra. Martin var talinn líklegastur til að verða næsti forsætisráðherra og leiðtogi Frjáls- lynda flokksins ef Chretien léti af embætti á næsta ári eins og búist var við. Chretien, sem er 68 ára, tilkynnti hins vegar á föstudag að hann hygðist ekki draga sig í hlé. John Manley aðstoðarforsætisráð- herra var skipaður fjármálaráðherra. Viku áður var Art Eggleton varnar- málaráðherra vikið úr stjórninni eftir að skýrt var frá því að hann hefði tryggt fyrrverandi unnustu sinni við- skiptasamning við kanadíska ríkið. Martin kvaðst hafa íhugað að segja af sér en verið rekinn áður en hann hefði fengið tækifæri til þess. Martin var fyrst kjörinn á þing árið 1988 og beið ósigur fyrir Chretien í leiðtogakjöri Frjálslynda flokksins 1990. Hann varð fjármálaráðherra ár- ið 1993 og síðan hefur stjórnin minnk- að útgjöld ríkisins, eytt fjárlagahalla og grynnkað á skuldum ríkissjóðs. Chretien fór lofsamlegum orðum um störf Martins en sagði að hann þyrfti að víkja vegna vandamála, sem tengdust ekki stefnu stjórnarinnar. Hyggst halda embættinu út kjörtímabilið Frjálslyndi flokkurinn fékk meiri- hluta á kanadíska þinginu þriðja kjör- tímabilið í röð í kosningum árið 2000. Orðrómur var á kreiki um að Chret- ien myndi láta af embætti á næsta ári, tveimur árum fyrir næstu þingkosningar, og stuðningsmenn Martins höfðu þegar hafið baráttu fyrir því að fjármálaráðherrann fyrrverandi yrði kjör- inn leiðtogi Frjáls- lynda flokksins. Chret- ien tilkynnti hins vegar á föstudag að hann hygðist halda forsætisráð- herraembættinu út kjörtímabilið og sagði ráðherrum sínum að hætta að búa sig undir leiðtogakjör á næsta ári. Stjórnmálaskýrendur segja að Martin geti nú boðið sig fram gegn Chretien, en hann hefði ekki getað það hefði hann verið áfram í stjórn- inni. Martin hefur öflugan stuðnings- hóp á bak við sig í Frjálslynda flokkn- um og er vinsæll meðal hægrimanna vegna stefnu sinnar í fjármálum, en óljóst er hvort hann njóti nógu mikils stuðnings í stjórnarflokknum til að geta fellt Chretien. Ákveðið verður á þingi Frjálslynda flokksins í febrúar hvort efna eigi til leiðtogakjörs. Chretien víkur fjármála- ráðherranum úr embætti Ottawa. AFP, AP. Valdabarátta í stjórnarflokknum Paul Martin Jean Chretien og John Manley. MEIRIHLUTI kjósenda í Sviss sam- þykkti að rýmka 60 ára gömul lög um fóstureyðingar í þjóðarat- kvæðagreiðslu sem fram fór um helgina. Samþykktu næstum þrír af hverjum fjórum kjósendum, alls 72,1%, tillögu ríkisstjórnarinnar um að gera breytingar á lögunum með þeim hætti að ekki verður sak- næmt að eyða fóstri á fyrstu 12 vik- um meðgöngunnar. 81,7% kjósenda hafnaði tillögu hóps sem hafði það að markmiði að herða löggjöfina frá 1942. Víðtækur stuðningur við áform ríkisstjórnarinnar vekur athygli í ljósi þess að nokkur andstaða er við fóstureyðingar meðal kaþólskra íbúa landsins. Kjörsókn var 41%, sem er sambærileg kjörsókn miðað við aðrar þjóðaratkvæðagreiðslur í Sviss. Samkvæmt hefðbundnum lögum í Sviss er refsivert að eyða fóstri og er hægt að dæma fólk í fangelsi eða til greiðslu sektar fyrir að eiga að- ild að fóstureyðingu. Hægt er að veita undantekningu frá lögunum ef meðgangan ógnar heilsu móð- urinnar. Hins vegar eru lögin túlk- uð með mismunandi og frjálslegum hætti víða í Sviss, en í kringum 12 þúsund fóstureyðingar eru fram- kvæmdar með löglegum hætti á ári hverju, að sögn yfirvalda. Dagblöð í Sviss fögnuðu nið- urstöðunni en hún er sögð marka skref í áttina að opnara og nútíma- legra samfélagi. Sagði dóms- málaráðherra Sviss að með þessari niðurstöðu yrðu lögin færð nær því sem tíðkist í flestum vestrænum ríkjum og að megi búast við því að í kjölfarið verð framkvæmdar um 130 þúsund fóstureyðingar í land- inu árlega. Samþykkt að rýmka lög um fóst- ureyðingar í Sviss Genf. AFP. AP Spjald með áróðri gegn lögleiðingu fóstureyðinga í Sviss. Landsmenn greiddu atkvæði um hana síðastliðinn sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.