Morgunblaðið - 04.06.2002, Síða 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 23
CALVIN Jerold Burdine, sem
dæmdur hefur verið til dauða í Texas
í Bandaríkjunum, verður annaðhvort
látinn laus eða réttað verður í máli
hans á ný, samkvæmt úrskurði
Hæstaréttar Bandaríkjanna í gær.
Opinber verjandi Burdines sofnaði
oftar en einu sinni við réttarhöldin
yfir honum 1984, og komst alríkis-
dómstóll að því, að þar með hefði
Burdine ekki notið stjórnarskrár-
bundins réttar síns á gagnlegri vörn.
Saksóknari í Texas áfrýjaði úrskurði
alríkisdómstólsins til Hæstaréttar,
sem í gær vísaði áfrýjun saksóknar-
ans frá.
Dómsmálayfirvöld í Texas héldu
því fram, að þótt verjandi Burdines
hefði ítrekað dottað við réttarhöldin
væri ekki þar með sagt að Burdine
hefði ekki notið gagnlegrar varnar.
Því hafnaði Hæstiréttur. Niðurstaða
hans þýðir að nú verða dómsmála-
yfirvöld í Texas að ákveða hvort
Burdine verður látinn laus eða rétt-
að verður aftur í máli hans.
Burdine var fundinn sekur um að
hafa stungið ástmann sinn til bana í
hjólhýsi sem þeir bjuggu í í Houston
1983. Burdine játaði við yfirheyrslu
hjá lögreglu, en nú neitar hann því
að hafa banað manninum.
Svaf í tíu mínútur í senn
Kviðdómendur og dómritarar
báru síðar, að Joe Cannon, opinber
verjandi sem skipaður var til að
verja Burdine, hefði sofið í allt að tíu
mínútur í senn við réttarhöldin og
við dómsuppkvaðninguna í kjölfarið,
er Burdine var dæmdur til dauða.
Cannon, sem nú er látinn, neitaði að
hafa sofnað. Litlu munaði að dauða-
dómnum yfir Burdine yrði fullnægt
1987, en samkvæmt dómsúrskurði
var aftökunni frestað.
Burdine tapaði nokkrum áfrýjun-
armálum áður en alríkisdómstóll
komst loksins að þeirri niðurstöðu að
brotinn hefði verið á honum stjórn-
arskrárbundinn réttur. Alríkisáfrýj-
unarráð vísaði síðan þeirri niður-
stöðu frá fyrir tveimur árum, en 5.
umdæmisáfrýjunarréttur Banda-
ríkjanna samþykkti svo upphaflega
niðurstöðu alríkisdómstólsins.
Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmir í máli dauðamanns er hafði sofandi verjanda
Fær frelsi eða ný réttarhöld
Washington. AP.
GEORGE
Pell, erki-
biskupinn í
Sydney og
æðsti maður
kaþólsku
kirkjunnar í
Ástralíu,
neitaði í gær
að segja af
sér vegna
ásakana um að hann hefði boðið
tveimur áströlskum fjölskyld-
um greiðslur fyrir að segja ekki
frá því að prestar hefðu misnot-
að börn þeirra kynferðislega.
„Ásakanirnar um að ég hefði
reynt að þagga niður í einhverj-
um eru algjörlega tilhæfulaus-
ar og ósannar,“ sagði erkibisk-
upinn. Pell viðurkenndi þó í
sjónvarpsviðtali á sunnudags-
kvöld að hann hefði boðið fjöl-
skyldu tveggja barna andvirði
2,6 milljóna króna fyrir að
segja ekki frá því að prestur
hefði misnotað þau kynferðis-
lega. Hann sagði hins vegar í
gær að hann hefði aðeins beðið
fjölskylduna um að halda til-
boði um bætur leyndu ef hún
hafnaði því og höfðaði mál gegn
kirkjunni.
Fjölbýlishús
hrynur
EINN maður beið bana og sjö
slösuðust þegar fimm hæða
fjölbýlishúss hrundi í L’Hospit-
alet de Llobregat nálægt
Barcelona á Spáni í gær. Einn
þeirra sem slösuðust var í lífs-
hættu. Ekki var ljóst hvers
vegna húsið hrundi en talið var
að byggingarframkvæmdir á
nálægu bílastæði kynnu að hafa
haft áhrif. Einnig var leitt get-
um að því að burðarþol bygg-
ingarinnar hefði ekki verið
nægilega mikið en ál var notað í
burðarvirki hússins þegar það
var reist árið 1967.
Húshrun
í Rússlandi
NÍU hæða fjölbýlishús í Sankti
Pétursborg hrundi í gær vegna
gassprengingar sem kostaði
einn lífið. Lögregla sagði 40
manns hafa verið flutta úr
byggingunni eftir spreng-
inguna, sem olli því, að þrjár
efstu hæðir hússins hrundu.
Hinar hæðirnar hrundu
skömmu síðar. Um 230 manns
misstu heimili sín í slysinu.
Lögreglu-
menn ákærðir
SAKSÓKNARI í Svíþjóð hefur
ákært fjóra lögreglumenn í
Stokkhólmi fyrir að hafa gengið
of hart fram gegn nokkrum
andstæðingum alþjóðavæðing-
ar, sem mótmæltu í borginni í
tengslum við fund Evrópusam-
bandsins í júní í fyrra. Lögregl-
an mun hafa gert áhlaup á
gagnfræðaskóla, þar sem mót-
mælendur höfðu aðsetur, að
næturlagi, en borgaryfirvöld
höfðu leyft mörgum mótmæl-
endum að gista í skólanum þeg-
ar fundurinn var haldinn. Um
80 manns voru í skólanum þeg-
ar lögreglan réðst til inngöngu,
en hún er sögð hafa beitt óþarfa
ofbeldi í aðgerðum sínum. Með-
al annars þurfti fólkið að liggja
á maganum fyrir utan skólann,
sumt klæðlítið, í klukkustund
meðan lögreglan athafnaði sig
á skólalóðinni.
STUTT
Erkibisk-
up tvísaga
George Pell