Morgunblaðið - 04.06.2002, Page 25

Morgunblaðið - 04.06.2002, Page 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 25 ÞAÐ er ekki oft sem einkasöfn koma á sölumarkað opinberlega, en gerist að einstaklingar stokki upp á veggjunum heima hjá sér. Feli ein- hverju sölulisthúsi borgarinnar að koma hluta þess í verð, jafnvel heila klabbinu, og liggja til þess ýmsar óskilgreindar ástæður. Ekki veit ég þannig fullkomlega hvað unga manninum gengur til sem lagt hefur listhús Ófeigs undir safn sitt og býður verkin til kaups, en grunar að létt sé í pyngjunni hjá hon- um sem fleirum um þessar mundir. Líka getur samtíningurinn verið arf- ur sem sem skarar ekki áhugasvið viðkomandi, en svo sýnist ekki vera í þessu tilviki. Fólk með hjarta fyrir myndlist, eins og hann auðsjáanlega hefur, lætur ekki slíka hluti frá sér fara bara si sona og ekki virðist hann hafa safnað verkum með veraldlega hagnaðinn einn í huga. Þvert á móti er sem hann hafi verið á góðri leið með að móta sér fullgilda tilfinningu fyrir samtímalist í orðsins fyllstu merkingu. Þannig eru á veggjunum verk eftir sígilda málara eins og Louisu Matthíasdóttur og Kristján Davíðsson, millikynslóð líkt og Hauk Dór og Sigurð Þóri, yngri menn eins og Georg Guðna og Húbert Nóa, og loks hina yngstu eins og Gabríelu Friðriksdóttur, einnig einn skúlptúr eftir Guðjón Bjarnason. Að auk eru þarna verk eftir Sigurbjörn Jónsson, Kristján Jónsson og Pétur Gaut. Ekki fylgja sýningunni nógu ítar- legar upplýsingar úr hlaði til að rýna í samsafnið og koma af stað orðræðu um það, en rétt að vekja athygli hér á. MYNDLIST Listhús Ófeigs Opið alla rúmhelga daga á tíma listmuna- verkstæðisins. Til 5. júní. Aðgangur ókeypis. SÖLUSÝNING MYNDVERK Úr einkasafni Málverk eftir Louisu Matthíasdóttur. Bragi Ásgeirsson ÞÓ SÝNING Markúsar Þórs Andréssonar í rýminu undir stigan- um í Galleríi i8 sé varla meira en ör- sýning að stærð segja fermetrarnir ekki allt um umfang inntaksins. „Lögmálin sjö um velgengni“ er heiti verksins og gefur nefnilega fastlega til kynna að um nokkuð alvöru- þrungna aukamerkingu sé að ræða þótt öllu sé slegið upp í hálfkæring með sjö opnum áfengisflöskum sem fylla kompuna áleitinni angan. Inn af flöskunum er stórt ofur- raunsætt málverk af Playmobil-karli framan við gullin sviðstjöld. Hann er greinilega málaður í framan eins og trúður. Í annarri hendi heldur hann á landslagsmynd af Herðubreið en í hinni á skammbyssu. Titill málverks- ins er „Are you talking to me?“ Það er ekki auðvelt að geta sér til um merkingu þessarar sérstæðu sam- setningar málverks og áfengis- flaskna né hvernig beri að túlka leik- fangakarlinn með landslagsverkið og skammbyssuna. Í sporum mynd- greinis – íkonológs – af germanska skólanum væri ef til vill hægt að lenda í rimmu út af röngum lestri á byssunni, því hægt er að flaska á henni og borvél. Þá væri komið upp náskylt dæmi frægrar deilu um verkfæri Jósefs í Mérode-töflu Meistarans af Flémalle, í Metro- politan-safninu í New York. Það sem einn fræðimaðurinn sá sem tréhefil smiðsins túlkaði annar sem músa- gildru. Sannast þar eitt, að hvort sem um byssu eða borvél er að ræða verða myndir seint svo augljósar að hægt verði að njörva niður merkingu þeirra í eitt skipti fyrir öll. Trúður- inn með Herðubreiðarmyndina og flöskurnar sjö heldur því dulúð sinni, hvort sem hann er á leiðinni að drepa sig, mig, eða festa einfaldlega upp landslagsmynd. Það breytir því þó ekki að Markús Þór sver sig í ætt við fjölmarga kollega sína, sem um þess- ar mundir deila hart og óvægið á hefðbundna ímynd listamannsins, líkt og hún birtist í huga almennings. MYNDLIST Gallerí i8 Sýningu lokið. BLÖNDUÐ TÆKNI MARKÚS ÞÓR ANDRÉSSON Varstu að tala við mig? Halldór Björn Runólfsson Málverkið „Are you talking to me?“ er hluti af samsetningu Markúsar Þórs Andréssonar í rýminu undir stiganum í Galleríi i8 við Klapparstíg. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjórn Samtaka um tónlistarhús: „Samtök um tónlistarhús ítreka stuðning við ríkisstjórn og borgarstjórn í málefnum tónlistarhúss um leið og þau fagna undirritun samkomulags milli Reykjavíkurborgar og ís- lenska ríkisins um byggingu tón- listarhúss og ráðstefnumiðstöðvar í Reykjavík. Samtökin hvetja til þess að verkefnisstjórn verði skipuð og hefji störf sem fyrst. Mikilvægt er að samtökin taki virkan þátt í þeirri vinnu sem framundan er, sem einn af samráðsaðilum verk- efnisstjórnarinnar. Samtök um tónlistarhús verði, eins og áður í þessu ferli, vettvangur þar sem fá má fram sjónarmið væntanlegra notenda tónlistarhússins varðandi hönnun þess og rekstur. Samtökin fagna því að af hálfu ríkisins hefur verið lýst yfir vilja til þess að hafa hljómsveitargryfju og ljósabúnað í tónleikasalnum. Með hljómsveitargryfju og vönd- uðum ljósabúnaði verður unnt að sviðsetja og sýna bæði söngleiki og óperur en þó með einföldum leik- tjöldum, þar sem ekki er gert ráð fyrir hliðarsviði eða rými ofan við svið.“ Ályktun um tón- listarhús Barnabolir Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. með myndum kr. 590 Mikið úrval G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a n d s b a n k a K i r k j u s a n d i • 1 5 5 R e y k j a v í k • g l i t n i r . i s • S í m i 4 4 0 4 4 0 0 440 4400 N‡tt símanúmer Glitnis Stanislas Bohic garðhönnuður Sími 525 3000 • www.husa.is verður til skrafs og ráðagerða í timburverslun Súðarvogi sem hér segir: Fimmtudaginn 6. júní 13 - 18 Fimmtudaginn 13. júní 13 - 18 Miðvikudaginn 19. júní 13 - 18 Vinsamlegast pantið tíma í síma 525 3000.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.