Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 27 SÝNING þessi er fyrsta skrefið í langri ferð. Hún myndar íslenska hlutann af norrænu samstarfsverk- efni unglingaleikhópa frá Íslandi, Færeyjum og Finnlandi, þar sem hverju landi er ætlað að vinna leik- sýningu upp úr menningararfinum. Færeyingarnir vinna með hina ríku og lifandi danskvæðahefð, finnski hópurinn leggur Kalevala-kvæðin til grundvallar sinni sýningu og Íslend- ingarnir fást við eddukvæðin. Ætl- unin er síðan að hóparnir hittist, vinni saman og sýni afraksturinn í Færeyjum og á Hjaltlandi í byrjun júlí. Verkefni á borð við þetta eru sí- fellt í gangi í hinu einstæða og merkilega samstarfi sem norrænu þjóðirnar hafa sín á milli. Þó oftast fari lítið fyrir fregnum af þeim skila verkefnin sér einatt í ómetanlegri reynslu, aukinni víðsýni og þroska þeirra sem þátt taka. Því er rétt að óska hinum unga leikflokki Skaga- leikflokksins góðrar ferðar og skemmtunar í sumar. Guðbjörg Árnadóttir velur hið spaugilega kvæði Þrymskviðu sem viðfangsefni, enda er kvæðið kjörið til slíkrar meðferðar; leikrænt að uppbyggingu, persónur skýrar og kátlegar aðstæður koma hvað eftir annað fyrir. Þegar sá grunnhyggni kappi Þór er sviptur krafti sínum í formi hamarsins Mjölnis verður hann að fara leið klókindanna og lætur það óneitanlega heldur illa. Karlmennskunni er illa ógnað þegar kappinn þarf að taka á sig kven- mannsgervi og gengur illa að hemja sitt karlmannlega æði. En með dyggri aðstoð hins undirförula Loka tekst honum samt að endurheimta hamarinn og ganga frá óvinum sín- um þursunum. Hefur Disneyfabr- ikkan ekki heyrt um Þrymskviðu? Ef svo er ekki, í öllum bænum reyn- um að halda henni leyndri fyrir þeirri dauðu hönd, því ég fæ ekki betur séð en Þrymskviða myndi „teikna sig sjálf“ ef svo bæri undir. Guðbjörg fer ákaflega beina leið að efninu, segir söguna látlaust og án útúrdúra eða afgerandi túlkunar. Ef til vill stafar það af tilefni sýning- arinnar og því að hún á eftir að vinn- ast frekar í samstarfi við hina þátt- takendurna í norræna verkefninu sem áður var getið að þessi „hlut- lausa leið“ er valin, en óneitanlega saknaði ég frjálslegri efnistaka. Það þarf ekki að líta á það sem lögmál að æsir gangi í víkingabúningum og þursar séu eins og þjóðsagnatröllin okkar. Ef arfurinn á að lifa þurfum við að koma fram við hann eins og lifandi hlut sem þolir hnjaskið sem fylgir endurtúlkun og skorinorðri afstöðu þeirra sem um hann véla. Hér er áherslan fyrst og fremst á framvinduna og tekst bærilega að segja söguna með aðferðum leik- hússins. Þátttakendur í sýningu Skaga- leikflokksins eru á aldrinum tólf til fimmtán ára og trúlega fæst með mikla leikreynslu. Ekki vil ég leggja dóm á einstaka leikara en frammi- staðan er í heild ágæt. Óþarflega lít- ið skildi ég samt af textanum, sem er jú alltaf grundvallaratriði. Og sú orka sem fæst við að hafa hann al- mennilega á valdi sínum og skila honum af myndugleika skilar sér líka til áhorfenda sem skilja ekki málið. Í þessu ætti að vinna, og myndi skila sér í betri sýningu, fyrir utan hvað gróði þátttakenda marg- faldaðist við það. LEIKLIST Skagaleikflokkurinn Leikgerð og leikstjórn: Guðbjörg Árnadóttir, sýnt í Brekkubæjarskóla 2. júní 2002. ÞRYMSKVIÐA Hent’ í mig hamr- inum! Þorgeir Tryggvason ÞEIR eru óafmáanlega skráðir í vitund þjóðarinnar um aldur og ævi sem Hund-Tyrkir, bófarnir sem gerðu strandhögg á Íslandi sumarið 1627. Enda atburðurinn eitt versta níðingsverk í allri okkar sögu og tengdur framandi þjóð og óæðri trúarbrögðum – samkvæmt skoðun- um kirkjunnar í rökkri miðaldanna. Skipverjarnir, árásarmennirnir sem fóru ránshendi um Suðurnes, Vestmannaeyjar og Austfirði, hnepptu fólk í ánauð, stálu, myrtu, unnu helgispjöll á guðshúsum, skildu eftir sig brunnið land og blóðslóð voru vissulega níðingar og múham- eðstrúar en Tyrkir voru þeir ekki. Nánast allir voru þeir frá Algeirs- borg og Marokkó í Norður-Afríku, en nutu aðstoðar hollensks skip- stjóra og jafnvel fleiri Norðurálfu- búa sem tekið höfðu múslimatrú og leiðbeindu sínum nýju trúbræðrum í illvirkjum þeirra á Íslandi. Það kemur einnig skýrt fram í fyrsta þætti af þremur í Tyrkjarán- inu, fróðlegum og vandvirknislegum sjónvarpsmyndbálki Þorsteins Helgasonar og félaga, að tilgangur ferðar hinna múslimsku bófa var ekki aðeins að ræna og rupla fé og fólki á líflegan markað þrælasala þar sem villutrúarmenn norðan úr höf- um voru gulls ígildi, heldur angi af dsíhad – þeim trúarofstækisátökum sem múslimar viðhafa enn í dag; hinu heilaga og eilífa stríði þeirra á hendur fólki sem hefur aðra guði en Allah. Enn fremja múslimskar sjálfsmorðssveitir títtnefnd og óhugnanleg hryðjuverk undir þess- um gunnfána. Óhæfuverk í nafni trú- arinnar eru gömul saga og ný. „Til að segja sögu Tyrkjaránsins þarf að fletta mörgum blöðum, vitja margra landa og gera sér margt í hugarlund,“ segir í upphafi Náðar- kjara. Til eru talsverðar skráðar heimildir sem gefa mönnum sýn inn í þessa hartnær 400 ára gömlu at- burðarás, einkum eftir Björn Jóns- son lögréttumann á Skarðsá og séra Ólaf Egilsson Eyjaklerk. Kvik- myndagerðarmennirnir hafa gert víðreist um minja- og listasöfn, jafnt hérlendis sem í Hollandi, Danmörku, Austurríki, Ítalíu, Spáni og víðar, til að kynna sér mynda- og minjaarf frá þessum tímum og skilar uppskeran sér ríkulega á skjánum, fléttað lip- urlega í frásögnina sem byggist sjón- rænt mestmegnis á tökum af sögu- slóðum. Rakin blóðidrifin og sviðin jörð frá landtökunni í Grindavík þann örlagadag í Íslandssögunni 20. júní 1627, um Bessastaði, Austfirði til Vestmannaeyja, þar til að lokum er lent á framandi norðurströnd Afr- íku. Farið er með fróðum mönnum á sögustaði, rætt við lærða og leika, og í Eyjum er mikið notað myndefni skólabarna af atburðunum. Þegar upp var staðið lágu 34 í valnum en 242 voru herteknir í Eyj- um, alls um 400 manns. Hartnær 1% þjóðarinnar myrt eða hneppt í ánauð. Flest voðaverk samtímans blikna við hliðina á þessari grimm- úðlegu tölu. Það sem helst má finna þættinum til foráttu er fremur rómantísk sýn á voðaverkin. Hund-Tyrkinn var hræðilegur óvinur sem eirði nánast engu. Eyjamenn sem sluppu í björg drápu þeir frekar með byssukúlum en að gefa þeim líf. Gamalmenni brenndu þeir í tugatali í lokuðum byggingum og guðshúsi Eyjamanna. Skarpari sýn er gefin á ódæðisverkin eystra og einn af merkari köflum Náðarkjara og magnaðasti er viðtal við roskna kona í Berufirði. Hún lýs- ir því hversu sterkan svip þessi löngu liðnu voðaverk settu á æskuár hennar, hartnær 300 árum síðar. Þær systurnar töldu vissara að vita af öruggum felustað úti í náttúrunni ef ránsmenn bæri aftur að garði. Það er magnað til þess að vita og segir meira en flest annað um þau djúp- stæðu áhrif sem Tyrkjaránið hafði og hefur enn á þjóðarsálina. Á þess- um augnablikum verður Tyrkjaránið gleggra, bæði lifandi og nálægt áhorfandanum. Ljóðalestur og rímnakveðskapur er nokkuð fyrirferðarmikill en frum- samin tónlist Sverris Guðjónssonar, auk annarrar tónlistarnotkunar, lyftir þættinum á hærra plan. Ásamt oft frábærri notkun á safngripum og málverkum, m.a. meistara Rubens, fagmannlegri töku, texta og fram- vindu – ekki síst þegar hafður er í huga sá erfiði saumaskapur sem efn- ið krefst. SJÓNVARP Heimildamynd I. þáttur: Náðarkjör. Höfundur og stjórn- andi: Þorsteinn Helgason. Kvikmynda- taka: Guðmundur Bjartmarsson, Jón Hjörtur Finnbjörnsson, Hjálmtýr Heiðdal. Klipping: Guðmundur Bjartmarsson. Hljóðsetning: Gunnar Árnason. Tónlist: Sverrir Guðjónsson. Slagverk: Eggert Pálsson. Þulir: Hjalti Rögnvaldsson, Er- lingur Gíslason, Helga E. Jónsdóttir, Þor- steinn Helgason. Sýningartími: 45 mín. Íslensk heimildamynd í þremur þáttum. Fjármögnuð af Menningarsjóði útvarps- stöðva, Kvikmyndasjóði Íslands og Sjón- varpinu. Seylan kvikmyndagerð 2002. Sjónvarpið, maí 2002. TYRKJARÁNIÐ Strandhögg Hund-Tyrkjanna Sæbjörn Valdimarsson ÞAÐ sem gerði þessa tónleika svo heillandi var að heyra hvað þessi tvö hljóðfæri, úr dýpri legu strokhljóð- færanna, syngja fallega saman þeg- ar vel er á þau leikið eins og þarna var raunin. Guðmundur og Hávarð- ur leika í Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hafa vakið verðskuldaða athygli á sviði einleiks- og stofutónlistar á fjölmörgum tónleikum. Það er vandasamt og tímafrekt að velja saman efnisskrá fyrir þessi hljóð- færi, því þó hljómur þeirra laði þau hvort að öðru hafa tónskáldin ekki verið með þau ofarlega á lista þegar valin eru hljóðfæri til að semja fyrir. Á þessu eru þó skemmtilegar und- antekningar, eins og þeir félagar veittu áheyrendum sínum í Akureyr- arkirkju hlutdeild í. Að vísu hefði verið ánægjulegt að fleiri hefðu mætt til að eignast hlutdeild í svo góðum tónlistarflutningi sem þess- um. Raunar er ég alltaf jafn hissa á því hve fáir vilja láta koma sér á óvart og koma og hlýða á jafnsjald- gæfa hljóðfærasamsetningu og þá sem hér var í boði. Kontrabassinn er yfirleitt flokkaður sem dæmigert hljómsveitarhljóðfæri, nauðsynleg grunnrödd, en ekki aðlaðandi sem einleikshljóðfæri. En eftir að hlýða á Hávarð fara um bassann næmum höndum og eyrum, furðar maður sig á því að kontrabassinn skuli ekki vera vinsælt einleikshljóðfæri. Ein- hvern tímann heyrði ég það nefnt sem sönnun fyrir gæðum tónlistar eftir Bach að hún héldi ótrúlega sín- um áhrifamætti þó hún væri flutt á annan máta en hún hafi upphaflega verið samin fyrir, sbr. hljóðfæratón- list sungin og öfugt. Þannig hljóm- uðu 3 invensjónir eftir Bach hjá þeim félögum eins og þær hentuðu engri hljóðfærasetningu betur og víðs fjarri að hugur manns dveldi við hljómborðið. Hendingamótun var sannfærandi og í fullkomnu sam- ræmi milli hljóðfæranna. Aðalsmað- urinn og fiðlusnillingurinn Karl Ditt- er Von Dittersdorf var afkastamikið tónskáld og naut þeirrar gæfu að leika í kvartett með ekki lakari mönnum en Haydn og Mozart við Esterhazyhirðina. Af þeim mörg hundruð tónverkum sem hann samdi, m.a. 140 sinfóníur, rataði eitt verka hans inn á þessa efnisskrána, sónata fyrir víólu og kontrabassa í 5 þáttum. Fluttir voru þrír þættir verksins með sannfærandi túlkun á þessu mjög svo dæmigerða klassíska formi. Af þeim ótölulega fjölda þjóð- laga sem Béla Bartok skráði niður og tók upp á söfnunarferðum sínum um Ungverjaland og Balkanlöndin í byrjun 20. aldar urðu mörg laganna sígild í meistaralegum útsetningum og umritun höfundar. Fjóra slíka dansa skrifaði Bartok fyrir fiðludúó, en tvo þeirra léku Guðmundur og Hávarður í umritun fyrir sín hljóð- færi. Mér fannst takast mjög vel að skila þessum allt að því vilta, stund- um stríða í bland við blíðu og ang- urværð og umfram allt dillandi dansi við stundum kliðhrjúfan undirslátt „sveitamannanna“. Trúlega heyrir tónlistarfólk ekki Johann Matthias Sperger oft nefndan og engu breytir þó sagt sé að hann hafi verið mestur virtúósa í kontrabassaleik við þýskar og austurrískar hirðir um aldamótin 1800. Hann bætti svo um munaði við tónbókmenntir fyrir hljóðfæri sitt og samdi m.a. 18 konserta fyrir kontra- bassa og hljómsveit og fjölda kamm- ermúsíkverka þar sem bassinn á stórt hlutverk. Einnig má merkja áhrif Spergers á sinn nána vin, Jos- eph Haydn, er sá síðarnefndi semur fallegar einleikslínur í sinfóníum sín- um. Í sónötunni í þremur þáttum sem félagarnir léku skilaði sér vel sú alúð og væntumþykjan sem höfund- ur hefur borið til bassa síns, ásamt þeim vilja að sýna þann fjölbreytta leikmáta sem hljóðfærinu hæfir og tókst Hávarði vel að koma þeim boð- um til skila. Þegar rússneska tónskáldið Rein- hold Moritzovitch Gliére ber á góma velta menn því fyrir sér hvort það að hann var ráðstjórninni þóknanlegur og margverðlaunaður geri hann að lakara tónskáldi. Svarið er játandi ef tekið er mið af þeim frábæru tón- skáldum sem voru í ónáð sovéskra valdhafa. En hann var góður hand- verksmaður. Það sýndu Gavottan og Scherzóið úr svítu sem Guðmundur og Hávarður léku í lok tónleika. Áheyrileg og skemmtileg verk sem hittu ágætlega í mark sem punktur aftan við mjög góða tónleika. TÓNLIST Akureyrarkirkja Flytjendur: Guðmundur Kristmundsson á víólu og Hávarður Tryggvason á kontra- bassa. J. S. Bach, Béla Bartok, Karl Ditter Von Dittersdorf, Johann Matthias Sperger og rússneska tónskáldið Gliére. Sunnudaginn 26. maí kl. 16. KAMMERTÓNLEIKAR Kontrabassi og víóla í góðri sambúð Jón Hlöðver Áskelsson Guðmundur Kristmundsson og Hávarður Tryggvason. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá SÍM: „Aðalfundur SÍM beinir enn einu sinni þeim eindregnu tilmæl- um til dómsmálaráðherra að hlutast verði til um að ljúka end- anlega lögreglurannsóknum í svo- kölluðu málverkafölsunarmáli og að flýtt verði ákvörðunum ákæru- valds og dómsmeðferð. Þá beinir aðalfundurinn einnig þeim tilmæl- um til dómsmálaráðherra og lög- regluyfirvalda að fyrir verði teknar kærur myndhöfundasam- taka á hendur nokkrum söluaðilum myndlistar vegna brota á ákvæð- um höfundalaga sem lúta að skil- um lögfestra höfundaréttargjalda vegna endursölu listaverka. Vakin er athygli á að kærur þessar hafa legið óhreyfðar hjá embætti ríkislögreglustjóra í all- langan tíma og þær hafa jafnframt verið kynntar fulltrúum dóms- málaráðuneytis með beiðni um at- beina ráðuneytisins um að málin verði tekin til afgreiðslu. Meðan þetta ástand varir er listaverkamarkaður á Íslandi í al- gjörri upplausn.“ SÍM ályktar um málverkafölsun SÝNINGUNNI gleri – textíl, þar sem Dröfn Guðmundsdóttir mynd- höggvari og Hrönn Vilhelmsdóttir textílhönnuður sýna verk sín í Lista- sal MAN, Skólavörðustíg 14, hefur verið framlengt til sunnudagsins 9. júní. Sýningin er opin virka daga og laugardag frá kl. 10-18 og sunnudag frá kl. 14-18 sem jafnframt er síðasti sýningardagur. Sýning framlengd Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.